Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 32

Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FANGAPRESTUR SEGIR FRA || Einstök sjálfsævisaga séra Jóns Bjarmans. Dómur lesenda: „Ber- : orð, skemmtileg, eftirminnileg og fjfa frábærlega vel skrifuð." Séra Jón ' 1 var fangaprestur í Geirfinnsmál- inu, sem sjúkrahúsprestur JSj líknaði hann sjúkum, í Laufási Y í Eyjafirði stundaði Jón fjár- búskap og vestan hafs gætti iyi; hann sálna. Einstök bók, um einstakan K N*::,.' mann. ■EK' ATAKANLEG DAGBÓK UNGLINGS Dagbók Anne Frank tilheyrir heims- bókmenntunum. Nú í fyrsta sinn óstytt á íslandi. Einlæg og sönn saga ungrar stúlku sem lýsir vaxandi áhuga hennar á hinu kyninu, j baráttunni við að verða fúllorðin og vaxandi einsemd tánings í fári heimsstyrjaldar. „Óhætr er að scgja að öllum sc hollt að lcsa dagbók Anne Frank.“ Hávar Sigurjónsson, Morgunblaðið 7. desember 1999. f Dagbók Anne Frank lætur engan ósnortinn. Bók eftir íslenskan næringarfræðing Ólaf G. Sæmundsson, sniðin að íslenskum staðháttum fyrir alla þá sem vilja lifa betra lífi í sátt við líkama sinn. Lífsþróttur er ómissandi öllum er vilja ástunda heilbrigða lífshætti. Þetta er einfalt: Ef þér stekkur ekki bros við lestur þessara gamansagna af íslenskum aJþingismönnum þá ætla Jón og Guðjón að éta hattinn sinn. Og gleymdu ekki að lesa blaðsíðu Jj 26, þar er að finna besta húmor íslendings - Jón Baldvin kemur á óvart og Davíð hnýtur enn og aftur um Bermúda-skálina. Af J hverju sparkaði Árni Johnsen ®S8 í rassinn á Össuri? Unglingar, hér er hún metsölubókin erlendis. Mögnuð draugasaga um tvíbura sem gæddir eru miðilshæfi- i leikum. I „!>ýðing Ásdísar er mjög góð.... Sannkölluð ■ spennubók.“Sigurður Haukur, g& Morgunblaðið 16. nóvember 1999. Dans hinna dauðu, unglingabókin í ár. Metsölubók í sínum flokki og gefur hinum tveimur ekkert eftir. Frábær kveðskapur, klúr og fyndinn, snjail og eftirminnilegur. BOKAUTGAFAN HOLAR tjyggif þér ogþínutn góð bókajól - Gleðileg jóL JÖRFABAKKA 24, REYKJAVÍK, . BYGGÐAVEGI 101 B, AKUREYRI SÍMI 557 9215. SÍMI 462 2515. 2. PREN’TUN KOMIN LOKSINS LOKSINS 2. PRF.NTUN UPPSELD ERLENT Tillögur um aflaheimildir imian ESB á næsta ári 40% niðurskurður London, Brussel. Reuters. FASTLEGA er búist við því að sjáv- arútvegsráðherrar Evópusambands- ríkja muni í dag samþykkja tillögur framkvæmdastjómar ESB um stór- felldan niðurskurð á aflaheimildum fyrir árið 2000. Þess er vænst að nið- urskurðurinn verði að meðal tali 40 af hundraði miðað við þær heimildir sem samþykktar voru fyrir þetta ár. Samtök fiskimanna í Bretlandi lýstu í gær áhyggjum af minnkandi tekjum og hærra fiskverði nái tillög- ur framkvæmdastjórnarinnar fram að ganga. Lögðu samtökin til að nið- urskurðurinn fyrir næsta ár yrði helmingi minni en framkvæmda- stjórnin hefur mælt með. Framkvæmdastjórnin byggir til- lögur sínar á ráðleggingum vísinda- manna Alþjóða hafrannsóknastofn- unarinnar (ICES). Gengið er nokkru skemur í niðurskurðinum en vísinda- menn höfu mælt með en í fréttatil- kynningu framkvæmdastjórnarinnar segir að í tveimur tilvikum hafi ekki verið álitið ráðlegt að fara fram úr því aflamagni sem vísindamennirnir ráðlögðu. Ohjákvæmilegt sé talið að draga venilega úr þorskveiðum í Ir- landshafi og verða engar beinar veið- ar á þorski heimilaðar þar á næsta ári. Einungis verður leyft að veiða 1.700 tonn af þorski í írlandshafi og er það magn það sem áætlað er að veiðist með öðrum afla á svæðinu. Einnig er í tillögunum dregið mikið úr veiðum á ansjósum í Biskaí-flóa. I fréttatilkynningu framkvæmda- stjórnarinnar segir að ljóst sé að til- lögumar muni ekki verða vinsælar meðal fiskimanna en að niðurskurð- urinn sé nauðsynlegur til að tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofna. Veiðiheimildir fiskiskipaflota ESB hafa minnkað ár frá ári en ákvörðun ráðherraráðsins hefur jafnan farið fram úr því magni sem framkvæmda- stjómin hefur lagt til. Kína - Bandaríkin Samkomulag um bætur Blocher ekki ráðherra í Sviss Bern. AFP. SVISSNESKI þjóðarflokkurinn, sem vann mikið á í kosningunum í haust, fékk ekki annað ráðherra- embætti í ríkisstjórninni eins og hann hafði þó vonað. Meirihluti þing- manna kaus að hafa á sömu skipan og verið hefur sl. 40 ár. Er þessi niðurstaða mikil von- brigði fyrir auðkýfinginn Christoph Blocher, leiðtoga flokksins, en flokk- urinn var sá minnsti fyrir kosning- arnar en sá stærsti að þeim loknum. Vora helstu stefnumálin andstaða við Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og innflytjendur. í Sviss hefur setið samsteypu- stjóm fjögurra flokka um langan aldur, allt frá 1959, og ákvað mikill meirihluti þingsins, að ráðherrar síð- ustu stjórnar, sjö að tölu, skyldu gegna embættunum áfram. Þrír stóm flokkarnir, sem áður vom, hafa tvo menn hver en Þjóðarflokkurinn einn. Fulltrúi hans er Adolf Ogi og fer hann nú með varnar- og íþrótta- mál. Sigur Svissneska þjóðarflokksins í kosningunum í haust, hann fékk 23% atkvæða, vakti mikla athygli og nokkrar áhyggjur jafnt utan lands sem innan, ekki síst vegna þess, að hann kom á hæla sigurs hins hægri- sinnaða Frelsisflokk Jörg Haiders í Austurríki. Peking. AP. BANDARÍSK stjómvöld hafa fallist á að greiða Kínverjum rúmlega tvo milljarða ísl. kr. í bætur fyrir árásina á kínverska sendiráðið í Belgrad. Þá mun Kínastjóm bæta fyrir þær skemmdir sem unnar vom á banda- ríska sendiráðinu og ræðismanns- skrifstofum í Kína. Er þar um að ræða 212 millj. kr. Aður hefur Bandaríkjastjóm greitt nærri 300 millj. kr. til ættingja kínversku blaðamannanna þriggja, sem létust í árásinni, og til 27 ann- arra manna, sem slösuðust mismikið. Hafa Bandaríkjamenn ávallt hald- ið því fram, að árásin hafi verið mis- tök en á það hafa Kínverjar aldrei fallist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.