Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 33
Fjarar undan John Prescott innan breska Verkamannaflokksins
Seinheppinn vara-
leiðtogi í vanda
UMSKIPTIN í stefnu Verkamanna-
flokksins breska síðustu árin undii-
forystu Tony Blairs hafa ekki gengið
átakalaust fyrr sig. Er hann var
kjörinn leiðtogi varð mörgum hefð-
bundnum vinstrimanninum um og ó
og leist ekki á tal nýja leiðtogans um
markaðsvæðingu og endurskoðun
ííkisumsvifa.
En ein af tryggingunum sem
vinstrimenn höfðu fyrir því að haft
yrði taumhald á hægrihneigð nýju
forystunnar var John Prescott.
Þegar flokkurinn myndaði stjórn
varð hann varaforsætisráðherra og
fékk auk þess ráðuneyti samgöngu-
mála, umhverfismála og svæðis-
bundinna málefna eins og borga-
skipulags í sinn hlut.
Nú þykir margt benda til þess að
hann sé smám saman að missa völd
sín og áhrif í flokknum, verið sé að
ýta honum út á jaðarinn. A mánu-
daginn tók einn af dyggum stuðn-
ingsmönnum Blairs, Macdonald lá-
varður, í reynd við daglegri stjórn
samgöngumálanna, samtímis var
kynnt 10 ára áætlun um endurbætur
á samgöngukerfmu er kosta á allt að
100 milljarða punda. Macdonald hef-
m- að sögn heimildarmanna gegnt
þessu starfi í reynd en samt sem áð-
ur þykir ljóst að um álitshnekki sé að
ræða fyrir Prescott.
Átti að auka áhrif Prescotts
Stjórnarliðar sögðu hins vegar að
skipulagsbreytingin hefði verið lengi
á döfinni og Prescott hefði varið
„meiri tíma en hann teldi æskilegt“ í
samgöngumálin. Heimildamienn
benda einnig á að Verkamannaflokk-
urinn hafi gert mistök þegar ráðu-
neytin þrjú voru sameinuð á einni
hendi til að auka áhrif Prescotts í
stjórninni 1997 og friða þannig
vinstriarminn.
Varaforsætisráðhen'ann hefur að
undanförnu sætt harðri gagnrýni
stjórnarandstöðunnar sem sakar
hann um að bera ábyrgð á umferðar-
öngþveiti á vegunum og lélegum
járnbrautasamgöngum. En að sögn
vikuritsins The Economist eru tillög-
ur íhaldsmanna illa grundaðar, þeir
eru m.a. sagðir mæla með því að um-
ferð einkabíla á mestu álagsvegun-
um verði beint yfu- í kerfi almanna-
samgangna sem þegar sé ofhlaðið.
Sjálfur hefur Prescott lagt áherslu
á að draga úr mengun, stuðla að
notkun nýi-ra orkugjafa eins og vetn-
is og gefið í skyn að rétt væri að
minnka hættuna á umferðarteppu
með því að skattleggja meira þá sem
nota mest vegina. Hann hætti þó
skyndilega við að leggja á vegatolla
en hækkaði skatta á bensín sem nú
er dýrara í Bretlandi en flestum öðr-
um Evrópuríkjum.
Prescott hefur lent í miklum and-
byr í þessum efnum. Áhrifamenn-
flokksins óttast hörð viðbrögð bílnot-
enda sem finnst að álögur á þá séu
þegar allt of miklar.
Þótt Prescott þyki harla fastheld-
inn á hefðbundin, sósíalísk viðhorf
hefur hann stundum verið hug-
myndaríkur í ráðuneytisstarfinu en
átt á brattann að sækja þegar hann
hefur viljað fá aukið fé, t.d. til um-
bóta á járnbrautakerfinu sem er
langt á eftir því sem best gerist á
meginlandi Evrópu.
Vinsæll skotspónn
Ráðheirann hefur um hríð verið
vinsæll skotspónn fjölmiðla sem hafa
ekki síst haft unun af að gera grín að
tökum hans á enskri tungu sem
þykja slök. Hann var lítill námsmað-
ur í grunnskóla og féll á lokaprófi,
var sjómaður um árabil og hefur síð-
an verið talinn sannur fulltrúi verka-
lýðsstéttarinnar í forystunni, eins
konar mótvægi við menntamannalið-
ið sem Blah- hefur safnað um sig.
Hann hefur verið vörður hinna sí-
gildu sanninda í flokknum sem Blair
hefur reynt að kveða í kútinn, gild-
anna sem tryggðu flokknum póli-
tíska eyðimerkurgöngu um tveggja
áratuga skeið utan stjórnar. Þau
gildi eru þó enn öflug í röðum gam-
Tilvalin
Gufustraujárn
• Álbotn
• 1400W
• Vatnsúði
Jólatilboð
1.795 kr.
3~?m.
alla liðsmanna. Prescott lauk síðar
háskólanámi í viðskiptafræði, að
nokkru í bréfaskóla.
Hann þykir oft seinheppinn. Fyrir
skömmu sagði faðir hans að sonurinn
væri búinn að svíkja sína stétt, hann
væri nú genginn til liðs við yfirstétt-
ina. Lenti ráðherrann í þeirri lítt öf-
undsverðu stöðu að rífast um þetta
flókna efni við föður sinn með full-
tingi fjölmiðlanna sem veltu sér upp
úr málinu. Sumir fréttaskýrendur
bentu á að heppilegi'a hefði verið fyr-
ir Prescott yngri að neita alveg að tjá
sig um ummæli föðurins.
Hneigð hans til að reyna að tjá sig
á myndrænan hátt hefur komið í
bakið á honum. Prescott var meðal-
keppinauta hins umdeilda Peters
Mandelsons, núverandi ráðherra
Norður-írlandsmála, um áhrif í
flokknum. Mandelson gengur undir
auknefninu „Svarti prinsinn" og er
kennt um margar refj-
ar af hálfu flokksins og
stjórnar Blairs, einkum
þykir hann ásamt
fjölmiðlafulltrúa Blairs,
Alistah’ Campbell, vera
ýtinn við að tryggja
þægilega umfjöllun í
fjölmiðlum. Segja þá
andstæðingar flokksins
og fleiri að ekki sé hik-
að við að beita þvingun-
um og jafnvel óþverra-
brögðum til að múl-
binda fjölmiðla.
Mandelson líkt
við krabba
En varaleiðtoginn var ekki sagður
nægilega háttvís þegar hann líkti
Mandelson við krabba. Einnig hefur
hann rætt um „andlitslausu snilling-
ana“ sem starfi fyrir forsætisráð-
hen-a og hafi varað sig við auknum
álögum á bíleigendur. Hann hefur
gert gys að svonefndri þriðju leið
Blairs og gagnrýnt samstarfið við
flokk frjálslyndra demókrata. Loks
er tímasetning hans oft undarleg;
hann hrósaði t.d. opinberum starfs-
mönnum fyrir störf þeirra rétt eftir
að Blair hafði fundið að þeim fyrir
fastheldni.
Á flokksþingi Verkamannaflokks-
John Prescott
ins í Bournemouth
komust fjölmiðlar í
feitt. Upp komst að
Prescott og eiginkona
hans, sem bjuggu á hót-
eli í innan við 200 metra
fjarlægð frá þingstað,
höfðu látið aka sér
þangað í Jaguar-vagni
embættisins.Var sagt
að ráðherrann hefði
óttast að hárgi’eiðsla
eiginkonunnar aflagað-
ist en mörgum fannst
að talsmaður þess að
menn ofnotuðu ekki
blikkbeljurnar svo-
nefndu hefði átt að gera
eins og aðrir þingfulltrúar, einfald-
lega ganga.
Prescott hefur ávallt lagt mikið
upp úr embætti varaforsætisráð-
herrans. En honum hefur gengið
misjafnlega að sanna sig í emb-
ættinu. Síðastliðið sumar hljóp hann
í skarðið fyrir Blair í fyrirspurna-
tíma á þingi og að sögn The Econom-
ist virtist þriggja áratuga þingseta
Prescotts ekki stoða neitt, hann hafi
staðið sig dæmalaust illa. Annars
velviljaður greinahöfundur hafi sagt
að „í siðuðu þingi“ hefðu sérsveitar-
menn birst á þingpöllunum og bjarg-
að ráðherranum í örugga höfn.
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Mikið úrval af
(TÖLSKUM herraskóm
í stærðum 40-46
£
o
Q
o
CQ
3
00
Kringlunni ♦ Sími 553 2888 ♦ www.valmiki.is
CO
LU
Q
<
Qá
3
Q
s<
mM