Morgunblaðið - 17.12.1999, Side 37

Morgunblaðið - 17.12.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 37 LISTIR Dagleiðin langa inn í Detroit KVIKMYNPIR Kringlubíó ROKKBORGIN DETROIT „DETROIT ROCK CITY“ ★ ★ Leikstjóri Adam Rifkin. Hand- ritshöfundur Carl V. Dupré. Kvik- myndatökustjóri John R. Leonetti. Tónskáld J. Peter Robinson. Aðal- leikendur Edward Furlong, Giu- seppe Andrews, James DeBello, Sam Huntington, Melanie Lynskey, Natasha Lyonne. 95 nn'n. Banda- rísk. Fine Line, 1999. FJÓRIR harðsvíraðir, heimskir og ráðvilltir skólastrákatöffarar í Cleveland geta ekki beðið eftir að goðin þeirra, þungarokkhljóm- sveitin KISS, skelli á sig stríðs- málningunni og haldi hljómleika í nági’annaborginni Detroit. Peir hafa önglað saman fyrir aðgöng- umiðum en ýmis Ijón eru í vegin- um, þ.ám. móðir Jeremiah (Sam Huntington), eins þeirra félaga. Frávita af trúarofstæki sér hún höfuðpaurinn í tunguliprum hljóm- sveitarmeðlimunum. Hrein og klár verkfæri andskotans, segir hún og kveikir í miðunum. Þetta eru aðeins fyrstu áföllin af milljón á langri dagleið þeirra fjór- menninga inn í hljómleikahalds- nóttina í „Rokkborginni Detroit“ (var það ekki nafnið á einu lagi bandsins?), ástæðulaust að fara nánar út í þá sálma. Detroit Rock City, er röð misfyndinna upp- ákoma, líkt og títt er um myndir af þessari gerð, því miður eru flestar þeirra nánast kraftlausar enda býður handritið ekki upp á kræs- ingar. Þó bregður fyrir nokkrum hressilegum tilþrifum, einkum í kringum Furlong, sem reyndar er alltof góður leikari fyrir slakar B- myndir sem þessar. Lokauppgjörið er einnig kúnstugt og hraðbraut- aráreksturinn, þar sem snyrtipinn- ar, fulltrúar diskósins og K.C. and the Sunshine Band og þeirra pilta allra, fá hressilega á baukinn hjá larfaflákunum Kissóðu. Þeir Dupré og Rifkin reyna að gefa bíógestum innsýn í þessa skemmtilegu tíma en það fer fyrir ofan garð og neð- an, kafnar í aulafyndninni. Stærsti gallinn er einmitt sá að DRC reyn- ir að taka sig alvarlega á köflum (t.d. samviskubit mömmunnar, þakklæti dráttþegans), og rústar þar með þeim litla heildarsvip sem hún rembist við að ná. Um framm- istöðu leikaranna er ekkert hægt að dæma eftir þessu verkefni, þó glittir þarna í eina hugsanlega framtíðarmanneskju (fyrir utan Furlong), sem er Natasha Lyonne í hlutverki kjaftforrar glanspíu. Nú, svo fá Kissaðdáendur örlítið fyrir sinn snúð - ef þeir eru ekki orðnir heyi-narlausir fyrir löngu. Sæbjörn Valdimarsson langommu, ommu, mömmu og unni stulkunnar stuttar og síðar líta út sem ekta Opið laugardag frá kl. 10-20 og sunnudag frá kl. 13-17 í f : ( ; I i I •: Sunnuhlíð sími:462 4111 Skyrta 2.490- Peysa 1.990- Buxur 4.490- r 108 1 R e y k j a v í k j Faxafeni 8 sími: 533 1555 Opið: fimmtudag Föstudag laugardag surmudag mánudag 16. des. 10-20 17. des. 10-22 18. des. 10-22 19. des. 13-22 20. des. 10-22 « I 1 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.