Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 37 LISTIR Dagleiðin langa inn í Detroit KVIKMYNPIR Kringlubíó ROKKBORGIN DETROIT „DETROIT ROCK CITY“ ★ ★ Leikstjóri Adam Rifkin. Hand- ritshöfundur Carl V. Dupré. Kvik- myndatökustjóri John R. Leonetti. Tónskáld J. Peter Robinson. Aðal- leikendur Edward Furlong, Giu- seppe Andrews, James DeBello, Sam Huntington, Melanie Lynskey, Natasha Lyonne. 95 nn'n. Banda- rísk. Fine Line, 1999. FJÓRIR harðsvíraðir, heimskir og ráðvilltir skólastrákatöffarar í Cleveland geta ekki beðið eftir að goðin þeirra, þungarokkhljóm- sveitin KISS, skelli á sig stríðs- málningunni og haldi hljómleika í nági’annaborginni Detroit. Peir hafa önglað saman fyrir aðgöng- umiðum en ýmis Ijón eru í vegin- um, þ.ám. móðir Jeremiah (Sam Huntington), eins þeirra félaga. Frávita af trúarofstæki sér hún höfuðpaurinn í tunguliprum hljóm- sveitarmeðlimunum. Hrein og klár verkfæri andskotans, segir hún og kveikir í miðunum. Þetta eru aðeins fyrstu áföllin af milljón á langri dagleið þeirra fjór- menninga inn í hljómleikahalds- nóttina í „Rokkborginni Detroit“ (var það ekki nafnið á einu lagi bandsins?), ástæðulaust að fara nánar út í þá sálma. Detroit Rock City, er röð misfyndinna upp- ákoma, líkt og títt er um myndir af þessari gerð, því miður eru flestar þeirra nánast kraftlausar enda býður handritið ekki upp á kræs- ingar. Þó bregður fyrir nokkrum hressilegum tilþrifum, einkum í kringum Furlong, sem reyndar er alltof góður leikari fyrir slakar B- myndir sem þessar. Lokauppgjörið er einnig kúnstugt og hraðbraut- aráreksturinn, þar sem snyrtipinn- ar, fulltrúar diskósins og K.C. and the Sunshine Band og þeirra pilta allra, fá hressilega á baukinn hjá larfaflákunum Kissóðu. Þeir Dupré og Rifkin reyna að gefa bíógestum innsýn í þessa skemmtilegu tíma en það fer fyrir ofan garð og neð- an, kafnar í aulafyndninni. Stærsti gallinn er einmitt sá að DRC reyn- ir að taka sig alvarlega á köflum (t.d. samviskubit mömmunnar, þakklæti dráttþegans), og rústar þar með þeim litla heildarsvip sem hún rembist við að ná. Um framm- istöðu leikaranna er ekkert hægt að dæma eftir þessu verkefni, þó glittir þarna í eina hugsanlega framtíðarmanneskju (fyrir utan Furlong), sem er Natasha Lyonne í hlutverki kjaftforrar glanspíu. Nú, svo fá Kissaðdáendur örlítið fyrir sinn snúð - ef þeir eru ekki orðnir heyi-narlausir fyrir löngu. Sæbjörn Valdimarsson langommu, ommu, mömmu og unni stulkunnar stuttar og síðar líta út sem ekta Opið laugardag frá kl. 10-20 og sunnudag frá kl. 13-17 í f : ( ; I i I •: Sunnuhlíð sími:462 4111 Skyrta 2.490- Peysa 1.990- Buxur 4.490- r 108 1 R e y k j a v í k j Faxafeni 8 sími: 533 1555 Opið: fimmtudag Föstudag laugardag surmudag mánudag 16. des. 10-20 17. des. 10-22 18. des. 10-22 19. des. 13-22 20. des. 10-22 « I 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.