Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 39

Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 39 LISTIR Söngurinn göfgar og glæðir Operukór- inn syngur fyrir veg- farendur KÓR íslensku óperunnar syngur fyrir vegfai'endur í miðborginni á morgun, laugardag. Kórinn syngur fyrst utandyra kl. 15.30 við Óperuna. Þá syngur kórinn í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti í u.þ.b. klukku- stund frá kl. 16. Kórinn mun, ásamt einsöngvurun- um, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Signýju Sæmundsdóttur, Þorgeiri Andréssyni og Bergþóri Pálssyni, syngja nokkra hátíðarsöngva sem tengjast jólunum s.s. Ó, helga nótt, Ave María eftir Kaldalóns, Laudate dominum eftir Mozart, einnig vel- þekkta óperukóra t.d. Fangakórinn úr Nabucco, Steðjakórinn úr II trovatore, Nessun dorma úr Turan- dot. Jólalögin gamalkunnu verða sung- in og er gestum boðið að syngja með kórnum. Nótum og textum verður dreift til viðstaddra. Stjórnandi kórsins er Garðar Cor- tes og undirleikari Claudio Rizzi. Lokatónleikar Nýja tónlistar- skólans I SAL Nýja tónlistarskólans, Grensásvegi 3, verða jólatón- leikar nemenda haldnir kl. 18 í dag, föstudag. TONLIST H1 j 6 m d i s k a r KARLAKÓRINN HREIM- UR Stjórnandi: Robert Faulkner. Ein- söngur: Asmundur Kristjánsson, Baldur Baldvinsson, Sigurður Þór- arinsson, Guðmundur Jónsson, Ein- ar Hermannsson. Þrísöngur: Böðv- ar Pétursson, Benedikt Ai-nbjörnsson, Erlingur Bergvins- son. Hljóðfæraleikur: Juliet Faulk- ner (píanó, lágfiðla), Aðalsteinn Is- fjörð (harmonika), Jaan Alavere (fiðla), Valmar Valjaots (fiðla), Þórarinn Reynir Illugason (bassi), Erlingur Bergvinsson (gítar), Sig- urður Rúnar Jónsson (mandolin). Hljóðupptaka: Studio Stemma. Upptökumaður: Sigurður Rúnar Jónsson. Upptaka fór fram að Ydöl- um í Aðaldal 24.-25. apríl 1999. Út- gefandi: Karlakórinn Hreimur. Dreifing: Japis. HR002 KARLAKÓRINN Hreimur, sem fer að nálgast aldarfjórðungsaf- mælið, sækir sína menn í flestar sveitir Suður-Þingeyjarsýslu auk Húsavíkur. Mikil endurnýjun hefur verið í blómlegri starfsemi kórsins, sem hefur farið í utanlandsferðir til Færeyja, Noregs, Englands, Finn- lands og Þýskalands. Einnig hefur hann gefið út fjórar hljómplötur, að þessari nýjustu meðtalinni. Á þessum nýja diski „kennir ým- issa grasa“, allt frá alþekktum „karlakórsstandördum", svosem einsog lög Björgvins Valdimarsson- ar (Máttur söngsins og Sýnin), Þú komst í hlaðið, Sefur sól hjá Ægi, Ég bið að heilsa og Á Sprengisandi, svo eitthvað sé nefnt. Fleiri alþekkt og góð lög er að fmna á söng- skránni, svosem írskt þjóðlag, sem Georg Ólafsson hefur ort ljóð við, sem hann nefnir í naust, í raddsetn- ingu stjórnandans, og hér höfum við Kvöldblíðuna lognværu (sem á einkar vel við þingeyska sveitar- sælu, ekki síst einsog hún gerist í Aðaldalnum, svo ekki sé minnst á Mývatn.) Og Draumalandið hans Sigfúsar Einarssonar, og það yndis- lega vöggulag Brahms, sem heitir bara Góða nótt á íslensku, fallega sungið - þótt ég kunni ekki all- skostar að meta upphaf en einkum endi (ég er ekki viss um að Brahms hefði kunnað það heldur, en lagið var nú samið fyrir einn söngvara en ekki kór), Bí,bí og blaka - vel sung- ið af Baldri Baldvinssyni og reynd- ar fleiri lög á diskinum. Við höfum hér líka Silunginn hans Schuberts og Valsasyrpu (Rosen aus dem Suden) eftir Johan Strauss. Hún gerir reyndar diskinum mikið gott. M.ö.o. býsna fjölbreytt söngskrá og ekki of hátíðleg og þunglamaleg. Ber að hrósa kór, einleikurum og einsöngvörum fyrir það - og auð- vitað stjórnandanum. Kórinn hefur góðan hljóm, þó að bassinn sé e.t.v. hans veikari hlið, og öll meðferð hans yfirleitt aðlaðandi. Óhætt er því að mæla með diskin- um við þá sem elska karlakóra. Ekki síst norðlenska. Oddur Björnsson Skráning nýrra deilda Marksjóðsins hf. á VÞÍ Marksjóðurinn hf. Útgefandi Marksjóðurinn hf. kt: 680487-1629, Laugavegi 170, 105 Reykjavík Umsjón og milliganga Fjárvangur hf., kt: 590789-2089, Laugavegi 170, með skráningu 105 Reykjavík Skráning Skráðar verða 4 nýjar deildir Marksjóðsins hf. Húsbréfa, Spariskírteina, Bankabréfa og Fyrirtækjadeild. Deildirnar verða skráðar á Verðbréfaþing íslands þann 22.12.1999 Tilgangur skráningar Tílgangur félagins með skráningu hlutdeildarskírteina á VÞÍ er að auka seljanleika hlutdeildarskírteina félagsins auk þess að bæta upplýsingastreymi til eigenda hlutdeildarskírteina með því að gangast undir reglur VÞÍ varðandi upplýsingaskyldu útgefanda skráðra verðbréfa. Þegar er búið að skrá tvær af deildum Marksjóðsins hf. Viðskiptavaki Fjárvangur hf. mun í eigin nafni setja fram kaup- og sölutilboð á Verðbréfaþing íslands meðan sjóðurinn er í vörslu fyrirtækisins. Annað Lágmarkskaup í nýjum deildum Marksjóðsins hf„ er kr. 1.000.000- -krónur ein milljón-, þ.e. í Húsbréfa, Spariskírteina, Bankabréfa og Fyrirtækjadeild. Sá fyrirvari er þó hafður á að í framtíðinni getur lágmarksupphæð inn í sjóðina lækkaðeða hækkað. Engin lágmarkskaup eru í eldri deildum Marksjóðsins hf„ þ.e. Skyndisjóði og Marksjóði. Frekari gögn Skráningarlýsingu, samþykktir Marksjóðsins hf.„ ársfjórðungsskýrslur, upplýsingar ofl. má nálgast á skrifstofu Fjárvangs hf. Laugavegi 170,105 Reykjavík. Þessi auglýsing er eingöngu birt í upplýsingaskyni. [pn' FJÁRVANGUR lOEEilI VIBBBRtfAIYRIBIAKI Laugavegur 170, sími 540 5060, fax 540 5061, www.fjarvangur.is Nýkomin sending Tegund Siena Verö 12.990 Litur: Brúnir Kringlunni, sími 568 9212, Domus Medica v. Snorrabraut, sími 551 8519, Rvík STEINAR WAAGE ENS Siemens uppþvottavél. Sannkölluð hjálparhella í eldhúsinu. Sérlega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig (nauðsynlegtfyrirviðkvæmtleirtau), fjórföld flæðivörn með Aqua-Stop. Þetta er uppþvottavél eins og þú vilt hafa hana. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík* Sími 520 3000 •www.sminor.is Umboðsmenn um land allt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.