Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
INGIBJORGINGI-
MUNDARDÓTTIR
tlngibjörg Ingi-
mundardóttir var
fædd að Hvallátrum í
Rauðasandshreppi,
nú Vesturbyggð, 8.
febrúar 1918. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík hinn 10.
desember síðastliö-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ólöf
Haflína Eggertsdótt-
ir og Ingimundur
Halldórsson. Systir
hennar er Gróa Ingi-
mundardóttir. Eigin-
maður Ingibjargar
var Helgi Elíasson, f. 18. apríl
1917, d. 4. október 1978. Börn: 1)
Þórunn Björgólfsdóttir, hún er
látin, hennar maður Ragnar Hall-
dórsson, hún átti fjögur börn. 2)
Jóna Guðmunda Helgadóttir,
hennar maður er Pálmi Hlöðvers-
son, þau eiga þrjú börn. 3) Barði
Helgason, hann er látinn, hans
kona Aldís Emih'a Gunnlaugsdótt-
ir, hann átti sex börn. 4) Ingólfur
Helgason, hans kona
er Sólveig Elísabet
Jónsdóttir, þau eiga
þrjú börn. 5) Hall-
dóra Helgadóttir,
hennar maður er
Friðrik Hafberg,
þau eiga þrjú börn.
6) Elías Ingjaldur
Helgason, hans kona
er Freydís Sjöfn
Magnúsdóttir, þau
eiga fimm börn. 7)
Gestur Helgason,
hans kona er Krist-
jana Ólöf Fannberg,
þau eiga þrjú börn.
8) Valur Helgason, hans kona er
Halldóra Kristín Emilsdóttir, þau
eiga þrjú börn. 9). Elín Kristín
Helgadóttir, hennar maður er
Sveinn Svavar Gústafsson, þau
eiga þrjú börn. 10) Stefnir Helga-
son, hans kona er Unnur Ólafs-
dóttir, þau eiga eitt barn.
Utför Ingibjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13:30.
Nú er elskuleg tengdamóðir mín
' farin yfir móðuna miklu. Farin á vit
hins ókunna. Farin að hitta forfeð-
urna, eiginmanninn, og tvö af börn-
unum tíu. Það má segja að við hefð-
um átt að sjá þetta fyrir. Við
horfðum á mátt líkamans minnka
smám saman. En dauðinn kemur
samt alltaf á óvart. Síðastliðin þrett-
án ár hafa þó verið Ingu tengda-
mömmu fremur þung. Fyrir næstum
réttum þrettán árum vann hún í fiski
eins og sagt er, fullan vinnudag. Að-
eins viku áður en áfallið kom hafði
fólkinu verið sagt upp. Hráefnis-
skortur. Svo sem ekki í fyrsta skipti.
Þá fór fólk heim. „Það er enginn
fískur í dag, þið getið farið heim og
slappað af, tekið ykkur sturtu eða
farið í bað,“ eins og Bubbi sagði.
Inga var af þeirri kynslóð sem stóð
sig, hvað sem á gekk, og gerði ekki
kröfur, svo þetta var bara „part af
programmet“. Tengslin við náttúr-
una voru líka það sterk að ef ekki var
fiskur þá var ekkert við því að gera.
Maður slæst ekki við náttúruöflin.
Lífið hafði svosem ekki verið neinn
dans á rósum, en Inga var lífsglöð og
létt, og það hjálpaði örugglega oft.
Börnin hennar tíu voru það sem
mestu máli skipti. Níu þeirra slitu
fyrstu barnsskónum á Hvallátrum,
þegar það tíunda fæddist hafði heim-
ilið verið flutt á Tálknafjörð. Það má
gera sér í hugarlund að lífið á Hval-
látrum, áður en fjórhjóladrifsbflar,
jeppar eða jepplingar voru í öðrum
hverjum bflskúr, hefur verið svolítið
annað en veruleikinn sem við borg-
arbörnin þekkjum í dag. Það sem
ekki fékkst á staðnum þurfti að
sækja á Patreksfjörð, hvort sem það
voru matvæli eða annað til heimilis-
ins, eða læknishjálp vegna barns-
burðar. Og enn þann dag í dag erum
við ekki að tala um að vegurinn yfir
sé beinlínis gi-eiðfær, ekki einu sinni
okkar fjallabflum, hvað þá þess tíma
farartækjum. Hvallátrar voru (eru)
samt frá náttúrunnar hendi auðugri
en margir aðrir staðir á landinu, og
ég hef fyrir satt að þar hafi ábúend-
ur alltaf haft nóg að bíta og brenna.
Stutt á fiskimiðin.
Fuglinn og eggin í bjarginu. Sel-
urinn. Að ógleymdum kindunum
sem alltaf voru nokkrar. Þegar við
þetta bætist duglegt fólk og vinnu-
fúsar hendur, hávær barnahópur og
létt lund, þá held ég að lífið á Látr-
um hafi alls ekki verið slæmt. Þau
barnanna sem muna sig þar sjá stað-
inn a.m.k. alltaf í ákveðnum dýrðar-
Ijóma að mér virðist, og það hefur
verið frábært að labba þar um með
Tótu eða Mundu, þær leiðandi
gönguferðina með „þarna er þetta
og þetta heitir þetta og þarna er
þessi steinn og hann heitir þetta“.
Þangað til maðui' verður alveg rugl-
aður og man ekki neitt af því sem
verið er að reyna að segja manni.
Allir hlutir á Látrum hafa sitt nafn
og jafnvel sögu. Það að alast upp og
búa á stað sem þessum hlýtur að
móta fólk. Þegar ég hugsa um Ingu
og ímynda mér hana á sínum yngri
árum sé ég hana alltaf fyj'ir mér á
Látrum, horfandi út á hafið. Annað
hvort að vetri til með áhyggjusvip
vegna þeirra sem voru að sækja
björg í bú, eða að sumri til í góðu
veðri, dragandi djúpt andann, njót-
andi útsýnisins.
Fjölskyldan flutti frá Hvallátrum
á Tálknafjörð. Þar fæddist síðan
yngsta barnið. Þar bjó hún til ársins
1973 er hún fluttist til Reykjavíkur.
Fyrir 13 árum héðan í frá þegar
Inga veiktist var hún fyrir þó nokkru
orðin ein í heimili. Eftir að hafa þurft
að setja stóra potta á eldavélina á
hvei'jum degi, þurfti hún nú aðeins
að elda handa einum. Böi-nin öll farin
að heiman og eiginmaðurinn á vit
forfeðranna. Viðbrigði, en börnin
komu nú alltaf af og til í heimsókn,
og voru flest þeirra ekki svo langt
undan. A jólum skiptist hún á að
vei'a hjá þeim, og gisti þá í nokkra
daga. Það var nú heldur en ekki jóla-
pakkaflóð! A.m.k. 1 frá hverju barn-
anna, og svo frá barnabörnunum.
Elsku Inga. Eg kveð þig með
þökk fyrir allt sem þú varst mér.
Megi allar góðar vættir fylgja þér
þangað sem þú ert nú. Við sjáumst
síðar.
Unnur.
Á kveðjustund langar mig að
þakka tengdamóður minni Ingi-
björgu Ingimundai'dóttur þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Allt frá því að ég kom inn á heimili
hennar og Helga tengdaföður míns,
tók hún mér eins og sinni eigin dótt-
ur. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn og var langt frá minni móður,
var Inga alltaf til staðar, til að leið-
beina mér og hjálpa ef með þurfti.
Alla tíð hafa samskipti okkar verið
eins góð og í upphafi og væntum-
þykja mín og virðing fyrir henni hef-
ur vaxið með hverju ári.
Nú blundar fold í blíðri ró,
á brott er dagsins stríð,
og líður yfu' land og sjó
hin ljúfa næturtíð.
Allt er svo kyrrt, svo undurrótt,
um alheims víðan hring.
Ver og í brjósti, hjaita, hljótt,
og himni kvöldljóð syng.
Þá mæða sálar hverfur hver,
svo hvílst þú getur rótt,
og sjálfur Drottinn sendir þér,
er sefur, góða nótt.
(Ingemann J. Helgason.)
Minningin um þig mun lifa með
okkur, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir
Halldóra Kristín.
Elsku amma.
Þegai' ég var lítil gafst þú mér
barbídúkku sem ég kallaði Jóley.
Mamma sagði að þér hefði fundist
það mjög fyndið. Eg á hana ennþá,
kjóllinn hennar rifnaði pínulítið en
við lögum það. Mér þykir mjög vænt
um alla púðana sem þú saumaðir og
gafst mér, ég ætla að eiga þá alltaf.
0 Jesú, bróðir besti
og barnavinur mesti
æ, breið þú blessun þína
á bamæskuna mína.
(P. Jónsson)
Ég vona að þér líði vel þar sem þú
+ Bái'ður Auðun-
sson fæddist í
Vestmannaeyjum 2.
nóvember 1925.
Hann lést á Hraun-
búðum í Vestmanna-
eyjum 10. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Auðunn
J. Oddsson, f. 25.9.
1893 á Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri,
d. 29.12. 1969 á
Hrafnistu í Reykja-
vík, og Steinunn S.
Gestsdóttir, f. 29.8.
1889 á Ljótarstöðum
í Skaftártungu, d. 6.10. 1965 í
Reykjavík. Systkini Bárðar eru:
Gestur, f. 23.6. 1915; Sigurjón, f.
4.4.1917; Haraldur O., f. 9.1.1922,
d. 17.1. 1997; Bergþór K., f. 8.5.
1923; Magnea E., f. 22.12.1929.
Hinn 20. nóv. 1948 kvæntist
Bárður Ebbu Þorsteinsdóttur frá
Laufási í Vestmannaeyjum, f.
19.5. 1927, d. 14.10. 1987. Börn
Mig langai- að minnast tengdaföð-
ur míns, Bárðar Auðunssonar,
» mokkrum orðum.
Bárður ólst upp í Vestmannaeyj-
um á þriðja og fjórða áratug þessar-
ar aldar. Hann komst með áræði og
dugnaði til mennta, og starfaði við
báta- og húsasmíðar mestan hluta
starfsævi sinnar.
þeirra eru: 1) Stein-
unn, f. 12.9. 1949,
gift ísak Möller og
eiga þau þrjú börn
og eitt barnabarn. 2)
Herjólfur, f. 29.3.
1953, kvæntur Ragn-
hildi Mikaelsdóttur
og eiga þau þijá
syni. 3) Auður, f. 6.8.
1956, gift Þresti
Björgvinssyni og
eiga þau þrjár dæt-
ur. 4) Elínborg, f.
26.5. 1960, gift Ólafi
Þ. Gunnarssyni og
eiga þau þrjá syni. 5)
Ásta, f. 29.10.1961, gift Páli K. ís-
berg og eiga þau þrjú börn.
Bárður var skipasmiður í Vest-
mannaeyjum og fluttist þaðan í
gosinu 1973. Hann bjó síðan í
Garðabæ en fluttist til Eyja á
Hraunbúðir 1996.
Útför Bárðar fer fram frá
Garðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
Ég kynntist Bárði þegar við Elín-
borg byrjuðum að í-ugla saman reyt-
um fyrir 15 árum. Það var ljóst allt
frá fyrstu kynnum að þar fór maður
sem ekki þar tilfinningar sínar á
torg, en við nánari kynni fann hver
maður, að undir niðri var einstak-
lega blíðui' maður sem mátti ekkert
aumt sjá. Það var auðfundið á Bárði
að honum var annt um vegferð
barna sinna. Hann lagði á það
áherslu að þau kæmust til mennta,
til að geta staðið upprétt á eigin fót-
um í lífinu. Líklega hefur hann reynt
það á lífsins göngu að áreiðanleg-
ustu hjálpai'hendurnar eru þær
tvær sem skapai'inn hefur fengið
manni . Hann var maður sem trúði
því að hver maður væri sinnar gæfu
smiður. Orðheldni var honum ákaf-
lega mikilvæg, og heiðarleiki kostur
sem hann mat mikils. Af hvoru
tveggja átti Bárður nóg. Bárður var
barngóður, og gaf sig að börnum
sem komu í heimsókn.
Síðustu ár ævinar dvaldi Bárður á
Dvalarheimilinu Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum. Hann hafðí veikst
nokkrum árum fyrr af heilabilun,
sem var orðin honum það erfið að
hann gat ekki hugsað um sig af eigin
rammleik.
Slík veikindi eru oft aðstandend-
um og vinum erfið, því að sá pers-
ónuleiki sem menn hafa áður haft að
geyma getur orðið undir eða týnst
alveg. Þá er mikilvægt að muna að
sá ástvinur sem kemur manni fyrir
sjónir er breyttur vegna veikinda
sinna, en gömlu minningarnar um
sterkan mann og áræðinn, orðheld-
inn og heiðarlegan eru jafngildar.
Þannig ætla ég að minnast Bárðar.
Guð geymi minningu Bárðar Auð-
unssonar og veiti ættingjum og vin-
um styrk._
Ólafur Þór Gunnarsson.
Við andlát svila míns, Bárðar
Auðunssonar skipasmíðameistara,
langar mig að festa á blað nokkur
orð til minningar um góðan og vask-
an dreng. Bárður ólst upp í skjóli
foreldra sinna og stórum hópi systk-
ina að Sólheimum í Vestmannaeyj-
um.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Æskuár hans liðu við margs kon-
ar ærsl og leiki þar sem uppistaðan
var dæmigerð um hætti æskufólks í
þróttmikilli sjávarútvegsbyggð.
Leikirnir voru oftast tengdir bátum
og veiðiskap á sjó og í björgum. Þá
var sá þáttur ekki smár er fólst í iðk-
un allskonar íþrótta, en hjá drengj-
um var það knattspyrna, sem var í
öndvegi. Það var einmitt á þeim
vettvangi er ég kynntist Bárði fyrst.
Ekki voru þau kynni bundin því að
við værum liðsmenn sama félags því
hann var liðsmaður Týs er þetta
gerðist en ég lék til margra ára með
Þór. Bárði var stillt upp í liði Týs
sem vamarmanni en mér sem fram-
herja í liði Þórs. Það fór því ekki hjá
því að á þessu sviði öttum við kappi
hvor við annan til framgangs félög-
um okkar hverju sinni. Mér er ljúft
að minnast þessa, með tilliti til þess
að Bárður gekk til leiksins af vask-
leika og drenglyndi.
Það kom fljótt í ljós að Bárður var
hagleiksmaður og ungur að árum
fékk hann áhuga á skipasmíðum. I
framhaldi af því hóf hann nám hjá
hinum kunna skipasmíðavölundi
Gunnari Marel Jónssyni. Bárður
lauk hinu verklega námi jafnhliða
námi við Iðnskóla Vestmannaeyja,
með góðum vitnisburði. Skömmu
síðar sótti hann nám í teikningu
tréskipa hjá þeim þekkta skipa-
smíðameistara Bárði G. Tómassyni
frá ísafirði.
Samtíma Bárði í námi hjá Gunnari
Marel voru skipasmíðameistararnir
Eggert Ólafsson og Ólafur Jónsson.
Allir unnu þeir, til margra ára, hjá
Gunnari í Dráttarbraut Vestmanna-
eyja. Þar kom að árið 1958 stofnuðu
þessir félagar fyrirtækið Skipavið-
gerðir hf. Eins og nafn fyrirtækisins
ber með sér var markmiðið að halda
uppi viðgerðum og viðhaldi tréfis-
kiskipa, en að stærstum hluta var
bátaflotinn þein'ar gerðar um þær
mundir. Jafnhliða viðhalds- og við-
gerðarverkefnum byggðu þeir 12
báta af ýmsum stærðum eða frá 15
til 160 rúmlesta. Bátar þessir vom
allir, nema sá stærsti, smíðaðir eftir
teikningu er Bárður hafði gert. Allir
báru bátar þessir vitni um gott
handbragð og sérlega góðan frág-
ang. Seint á árinu 1972 slitnaði upp
úr samstarfi þeirra félaga og gekk
Bárður út úr fyrirtækinu en þeii'
Eggert og Ólafur ráku það áfram við
þann góða orðstír er það frá fyrstu
tíð hefur notið. En Bárður var ekki
af baki dottinn því i byrjun janúar
1973 stofnaði hann ásamt fleirum
fyrirtækið Básar hf. Mai'kmið fyiir-
tækisins voi’u alhliða skipasmíðar og
viðhald skipa, ásamt alls konar smíði
er varðaði hús og nýsmíði húsa. Þeii'
félagar höfðu fengið vilyi'ði um lóð
fyrir byggingu undir stai'fsemina í
námunda við Básaskersbryggju og
nokkrar viðræður höfðu farið fram
um samstarf við Vélsmiðjuna Völ-
und. En það átti ekki fyrir þeim fé-
lögum að liggja að hefja starfsemi í
Eyjum því nokkrum dögum eftir
stofnun fyrirtækisins, eða nánar til
tekið 23. janúar tók að gjósa í
Heimaey með þeim aíleiðingum sem
kunnar eru. Bárður og sameignar-
menn hans voru ekki á því að gefast
upp. Þeh' settu fyrirtækið á fót í
Hafnarfirði og þar tókst þeim að
smíða 5 báta, en þar kom að smíði
tréfiskibáta var liðinn og hófu þeir
þá margskonar trésmíðar en þar ber
þó hæst smíði fjölda vandaðra sum-
arhúsa, sem staðsett eru víðsvegar
um land.
Hinn 20. nóvember 1948 kvæntist
Bárður Ebbu Þorsteinsdóttur, en
hún var yngst 12 barna Elínborgar
Gísladóttur og Þorsteins Jónssonar í
Laufási. Bárður og Ebba hófu bú-
skap á Kirkjubóli í Eyjum en íljót-
lega byggðu þau íbúðarhús á Aust-
urvegi 4. Hús þeirra einkenndist af
myndarskap bæði utan sem innan.
Svo fór um hús þetta að það eyðila-
gðist í hamförum Heimaeyjargosins.
Bárður lét ekki bugast við þetta
mótlæti heldur hóf hann að byggja
íbúðarhús við Hofslund í Garðabæ.
Húsinu fylgdi hentug lóð til hvers-
konar ræktunar blóma og trjáa. Með
samstilltu átaki tókst Bárði og Ebbu
að koma upp glæstum gróðri á lóð-
inni. Ebba lést 14. október 1987. Við
andlát hennar var sár harmur kveð-
inn að Bárði og börnum þeirra.
Nokkru eftir að Ebba lést fór að
bera á sjúkdómi hjá Bárði, sem varð
æ illvígari eftir því sem árin liðu.
Nokkur síðustu æviárin dvaldi Bárð-
ur í Hraunbúðum í Vestmannaeyj-
um og naut hann þar góðrar umönn-
unar.
Við andlát Bárðar Auðunssonar
biðjum við Bera honum allrar guðs-
blessunar og sendum börnum hans
og fjölskyldum þeirra ásamt öðrum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Ingólfur Arnarson.
Jarðarför föður míns og afa,
SIGURÐAR PÁLSSONAR
frá Skálavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur mánudaginn 6. desember, fer fram
frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 18. desember kl. 14.00.
Páll Arnór Sigurðsson
og börn.
BARÐUR
AUÐUNSSON