Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 62

Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 i ......— UMRÆÐAN Fiskeyðistefnan ÓNOTALEGT er til þess að hugsa að hin opinbera fiskveiðist- efna skuli fela í sér eyð- ingu landsbyggðarinn- ar. Þótt fleira komi til er þetta höfuðaílið og ef marka má stjóm- völd, eins konar nátt- úralögmál. Það má ekki hreyfa við kvótakerfinu frekar en þar fari hinir hvítu jöklar sem ber við - himin okkar. Samt vita allir að þetta kerfi hef- ur raskað byggð í land- inu. Eftir að frjálst framsal komst á hefur kvótakerfið snúist upp í útrýmanda byggða. En hér má engu breyta. Kvótinn gengur kaupum og sölum í spilavítum fjármagnseig- enda sem ráða nú orðið öllu í þessari grein sem öðrum. Já, það er greinilegt að hér ræður Mammon ferð. Hann hugsar aðeins um að græða og græða meira. Hon- um er alveg sama hvað sá gróði kost- ar samfélagið; fólk, búseta, byggðar- lög, jafnvel átthagar skipta engu í því dæmi. Gróðinn sé með yður. . Hans er mátturinn og dýrðin! Mammonítar varpa öllu fyrir gróða. Fyrir nokkrum árum tók kunningi minn þannig til orða: „Þeir mundu selja ömmu sína fyrir rétt verð. I dag held ég að þeir seldu hana fyrir slikk! Lögin um kvótabraskið eru Al- þingi til ævarandi vansæmdar. Að láta fjármagnseigendur versla með fjöregg þjóðarinnar er siðleysi á háu stigi og feigðarboði fyrir heilu byggðarlögin. Hvernig er hægt að bera virð- ingu fyrir stofnun sem fremur slíkan gjörning eða því fólki sem þar vinnur? Ég skora á þjóðina að rísa upp gegn fisk- eyðistefnunni. Flest er- um við utan af landi og fáir eru þeir sem óska dreifbýlinu auðnar. ís- lendingar vilja áreiðan- lega halda landinu í byggð. Er til meiri fjar- stæða en sú að Vest- firðingar, okkar fræknustu sjómenn um aldir, megi ekki veiða fiskinn í sjónum af því að sameign þjóðarinn- Kvótinn Það er sjálfsagt arfur liðinna alda, segir Ingólfur Steinsson, að láta troða á sér enda- laust án þess að æmta eða skræmta. ar hefur verið afhent útvöldum til að braska með og ganga út með millj- arða í vasanum, lítt skattlagða. Þetta er svo fáránlegt að maður trúir ekki sínum eigin augum eða eyrum. Og hvað um þá sátt sem forsætisráð- herra boðaði í sjávarútvegsmálum? Sérvalin nefnd ríkisstjórnarinnar á að sjá um hana. Halda menn virki- lega að slík nefnd geti náð sáttum? Ég þekki kaupstað þar sem út- gerðarmenn fengu aðstoð bæjarins til að kaupa togara. A móti ætluðu þeir að landa aflanum í heimahöfn. Hvað gerðist? Þeir voru ekki fyrr búnir að fá skipið en farið var að sigla með aílann til Bretlands af því að þar fékkst hærra verð. Heima sat fólkið atvinnulaust. Kom þeim það við? í dag eru þessir menn búnir að selja kvótann úr byggðarlaginu og lifa á gróðanum sem þeir sviku út úr heimabyggð sinni. Hvað það er sem veldur siðferðilega hruni af þessu tagi er viðfangsefni fyrir siðfræðinga framtíðarinnar. Það þarf að víkja fjármagninu úr fyrsta sætinu og hleypa manninum að. Maðurinn er, þegar öll kurl koma til grafar, meira virði en gróðinn; andinn lifir, auðurinn ekki. Þúsund- kallinn hefur ekkert framhaldslíf. Úlfaldinn með gullklyfjarnar kemst ekki inn í himnaríki. Mölur og ryð mun'u að endingu granda þessu öllu saman. Lögmál manngildis, sam- heldni, mannúðar og kærleika munu sigra að lokum alveg eins og dropinn holar steininn. Þetta ætti það fólk að vita sem kallar sig kristið og segist vera hamingjusamasta fólk á jarð- ríki. Þjóðin verður að taka höndum saman núna þegar auðhringarnir eru að kyrkja allan sjálfstæðan gróð- ur og menn eru jafnvel hættir að sækja Sjómannaskólann vegna þess að engir fá að veiða nema kvótakóng- ar. Langlundargeð landans er raun- ar óskiljanlegt í þessu máli. Það er sjálfsagt arfur liðinna alda, að láta troða á sér endalaust án þess að æmta eða skræmta. En hér má eng- an tíma missa. Nýjustu fréttir frá ísafirði, sköruglega fram settar af Magnúsi Reyni Guðmundssyni, eru svo óskaplegar að það setur að manni hroll. Fjármagnseigendur og ^i^WV Brúðhjón Allur borðbiinaöur - Glæsiley gjafavara - Brúöhjönalistar y^ríé,/h</X\\<oV--) yerslUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Ingólfur Steinsson c Varúð! Hver er við dyrnar ? éb EVERSPRIN6 myndavélin tryggir öryggi þitt og þinna! Þú sérð garðinn - fylgist með börnunum - sérð hver er við dyrnar Everspring myndavélin er fest á vegg og tengist beint við sjónvarpstækið. Auðveld uppsetning - Leiðslur og tengi fylgja - íslenskar leiðbeiningar - Hægt að tengja við myndbandstæki. Tryggðu öryggi þinna nánustu! Jóíatilboð: Tvær gerðir, kr. 17.900 stgr. eða 19.900 stgr. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 ° 562 2901 og 562 2900 Takmarkað magn! útvaldir eru bókstaflega að sölsa undir sig lífsbjörg þjóðarinnar fyrir framan nefið á henni. Nýlega rakst ég á góða tillögu frá Jóhanni P. Hanssyni í Skjánum, sem hann gefur út á Seyðisfirði. Hann leggur til að krókaveiðar verði gefn- ar frjálsar frá Látrabjargi, norður og austur um land til Hafnar. Síðan geta menn veitt á sínum heimamið- um og landað í sínum heimabæjum og ekki annars staðar. Þeir hafa þar lögheimili og sýna pappíra upp á það að þeir séu þar búsettir. Þetta er fyrsta vitræna tillagan sem ég sé í sjávarútvegsmálum í langan tíma ef frá eru taldar hugmyndir um myndarlegan byggðakvóta. Mér finnst jákvætt að þessi tillaga skuli koma frá framsóknarmanni. Megi þjóðin bera gæfu til að byggja landið í sátt. Byggðimar þurfa að halda áfram að stunda fisk- veiðar, fiskvinnslu og ekki síst fiskið- nað og tryggja þannig atvinnu og byggð í landinu. Auðvitað eiga byggðirnar að ráða yfir sínum fisk- veiðiheimildum, annað er fásinna. Ég bið og vona að þjóðin beri gæfu til að standa saman og sigrast á óréttlætinu og byggðirnar fái bata. Gleðilega hátíð. Höfundur er tónlistarmaður og Reykvíkingur, utan af landi. Leikskólapláss - mimaður eða mannrettindi? í NÚTÍMA þjóðfé- lagi, eins og okkar, þurfa foreldrar barna í flestum tilfellum að vinna utan heimilis til að afla lífviðurværis. Nauðsynlegt er því að svo sé um hnútana búið að börnunum líði sem best. Nagandi sam- viskubit angrar oft úti- vinnandi foreldra, bæði gagnvart böraunum og vinnuveitenda.. Fáir veikindadagar sem for- eldrar hafa uppá að hlaupa valda því að börnin eru send fyrr í leikskólann eftir veik- indi en æskilegt hefði verið. Þetta vandamál er löngu þekkt. A undan- förnum vikum og mánuðum hefur enn verið aukið á vanda foreldra sem er af öðrum toga en afleiðingarnar eru mun alvarlegri. Foreldrar eru farnir að örvænta um atvinnuöryggi sitt vegna þess óöryggis sem blasir við með vistun leikskólabamsins í dag. Þegar ungir foreldrar stofna heimili þá er það nær undantekning- arlaust sem þeir þurfa að stofna sér í miklar skuldir til að koma húsnæði yfir sig og sína. Til að gera það eru Leikskólar Foreldrar gera sér von- ir um, segja Elfsabet Gísladóttir og Guðrún Þorsteinsdóttir, að þessi mál verði endurskoðuð. settar fram ákveðnar forsendur til að kljúfa skuldabaslið. Ein af þeim forsendum er örugg vistun barnanna í leikskólum. Það var fagnaðarefni þegar þau boð út gengu að öll börn skyldu eiga rétt á leikskólaplássi. Engan skyldi undra þótt umræðan um leikskóla borgarinnar hafi verið frekar neikvæð undanfarið, þar sem ekki hefur verið hægt að bjóða upp á örugga vistun fyrir bömin í nokkr- um leikskólum borgarinnar. For- eldrar barnanna höfðu óskað eftir viðbrögðum hjá borgaryfirvöldum vegna erfiðleikanna sem skapast höfðu vegna manneklu leikskólanna. Síðan var beðið átekta, en lítið gerð- ist annað en að nokkrir fulltrúar borgarinnar komu fram í fjölmiðlum og töldu þetta vera vandamál sem borgaryfirvöld og foreldrar ættu að leysa í sameiningu. Gott og vel, þetta mál voru foreldrar tilbúnir að leysa með borgaryfirvöldum. Það næsta sem gerist er að borg- aryfirvöld skella á afarkostasamn- ingi með ákvæði um fyrirvaralausa uppsögn barnsins á leikskólanum, en það jók enn á vansæld foreldra. Þessu var breytt og nýir samningar lagðir fram. Næsti ina í að leysa vandann þá að hækka leikskólagjald- ið um 11%. Því mótmæltu foreldrar í ljósi þess að 1. janúar sl. hækkaði gjaldið um 7%. Síðan kom í ljós að borgaryfirvöld vildu hækka gjaldið enn meira eða þ.e.a.s. ekki um 11% heldur 13%. í ljósi þessara hækkana hafa for- eldrar farið fram á það við borgaryf- iivöld að fá upplýsingar um hvað stendur á bakvið hinn aukna rekstr- arkostnað á þessu ári. Það hefur hingað til þótt eðlilegt að sá sem greiði kostnaðinn fái að. vita hvað er verið að greiða. Hingað til höfum við ekki fengið skýr svör við spurning- unni, nema þau að þetta sé vegna aukins rekstrarkostnaðar. Því spyrj- um við: Hvernig stendur á því að rekstrarkostnaður hefur hækkað svona mikið þegar við gefum okkur að launakostnaður er 80% af rekstri? Er það vegna þess að laun starfs- manna í leikskólum borgarinnar hafa hækkað svo mjög að undan- förnu? Kostnað vegna reksturs leik- skólanna verður að skoða með hlið- sjón af því að undanfarna mánuði hefur ekki verið hægt að fullmanna leikskólana, þannig að launakostnað- urinn hlýtur að hafa lækkað síðast- liðna mánuði. Er það ekki líka lausn í máli þessu að fresta byggingum nýrra leikskóla í Reykjavík, þannig að fleiri störf skapist ekki, sem ekki er hægt að fylla, heldur reyna að gera betur við þá leikskóla sem fyrir eru? Þegar foreldrar leikskólabarna era íárnir að telja mánuðina sem börnin eiga eftir að vera í leikskóla vegna þess að leikskólagjaldið er orðið það hátt hlutfall að tekjum for- eldra, þá er eitthvað mikið að. For- eldram leikskólabarna er fullkunn- ugt um að sá tími sem börnin verja í leikskólanum er mjög dýrmætur og mikilvægur fyrir börnin. Foreldrar gera sér vonir um að þessi mál verði endurskoðuð og það að hafa barn í leikskóla verði ekki munaður sem aðeins örfáir geta nýtt sér í framtíðinni. Þannig framtíð vilj- um við ekki fyrir börnin okkar. Elísabet er formaður Reykjavfkur- deildar landsamtaka foreldrafélaga leikskóla. Guðriín er lögmaður deild- arinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.