Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 66
o6 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Skortur á
kvensöðlum
í heiminum
Hver hefði trúað því nú á tímum að það væri
skortur á kvensöðlum í heiminum. Asdís
Haraldsdóttir komst að því að þótt íslensk-
ar konur ríði varla í söðli nú til dags nema á
sýningum eru til samtök þeirra sem ríða í
söðli víðs vegar í heiminum og það eina sem
kemur í veg fyrir að meðlimum fjölgi virðist
einmitt vera þessi skortur á söðlum.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Ekki láta kúrekarnir sitt eftir liggja.
Anita Sepko á Surti.
Endurvakinn áhuga kvenna á
að ríða í söðli má rekja til ár-
sins 1974 þegartvær breskar
konur þær Janet Medonald og Val
Francis rituðu grein í tímaritið
Horse and Hound til að velga athygli
á að reiðmennska í söðlum væri að
deyja út. Nú eru um 1200 manns í
bresku samtökunum en auk þess er
búið að stofna félög í um ellefu öðr-
um löndum í Evrópu, Ameríku,
Astralíu og Suður-Afríku.
Eins og enskar hefðarkonur
á refaveiðum
Mikil hefð hefur skapast í kringum
þessa reiðmennsku sem byggist á
gömlum grunni og er enska hefðin
mest í heiðri höfð. I kjölfar þess að
bresku samtökin voru stofnuð var
farið að leita að söðlum og fundust
hundruð gamalla en vel varðveittra
söðla. Vandamálið er hins vegar að
hestar hafa stækkað mikið á þessari
öld og erfltt er að láta söðlana passa.
Söðlar voru gjarnar sérsmíðaðir fyr-
ir ákveðinn hest og ákveðna konu.
Ensku söðlarnir eru mjög ólíkir þeim
íslensku. Þeir voru ekki með slá fyrir
aftan sætið og fótstig eins og þeh- ís-
lensku. Konur sem sátu í enskum
söðli sneru beint fram með vinstri
fótinn í ístaði og smám saman þróað-
ist enski söðullinn þannig að á honum
voru tvö horn. Annað til að styðja við
vinstri fótlegginn og hitt var ofar til
að styðja við hægri fótlegginn. Þetta
gerði það að verkum að knapinn gat
setið mjög stöðugur í söðlinum enda
veitti ekki af því í kringum 1920 var
algengt að konur tækju þátt í refa-
veiðum með öllu þvi hindrunarstökki
sem þeim fylgja og þá var eins gott
að hafa einhvern stuðning í söðlinum.
Sá klæðnaður sem notaður var við
refaveiðarnar er einmitt fyrirmyndin
af þeim klæðnaði sem notaður er nú
til dags.
íslenskar konur og
kúrekakonur
En hver kannast ekki við sögur af
íslenskum konum í upphafi aldarinn-
ar sem þeystu á hestum sínum eða
tóku þá til kostanna þrátt fyrir að ís-
lenski söðullinn veitti lítinn stuðning.
Georg H.F. Schrader segir í bók
sinni Hestar og reiðmenn á íslandi
sem gefin var út hér á landi árið
1915: „Það er gaman að sjá konur og
börn á hestbaki. Gamlar konur sitja
fastar í söðli eins og unglingar og
með þeim ríða drengir og stúlkur frá
sex ára aldri og hika sér hvergi.
Aldraðar bóndakonur í síðum, víðum,
oftast dökkbláum reiðfötum með háu
mitti eru skringilegar ásýndum.
Ungar konur eru oftast kraftlalega
vaxnar, bera lágan reiðhatt og vefja
um hann hvítri eða dökkri blæju,
sem fer vel og hylur oft andlit þeitra
að mestu líkt og á konum í Austur-
löndum; þær eru oft glæsilegar
ásýndum. Þegar regn er eða kuldi
sveipa margar konur um sig svörtu
eða brúnu sjali, og fá þær við það enn
meiri austurlenskan, enda skugga-
legan blæ...“
Mikill áhugi hefur einnig vaknað á
að ríða í söðli í Bandaríkjunum og
hafa mörg félög verið stofnuð þar.
Enska hefðin er þar algeng en einnig
í svokallaðri „Wetern“-reiðmennsku.
Söðlarnir eru þá mjög líkir kúreka-
hnökkum, mikið skreyttir, en hafa
sumir hverjir horn til stuðnings eins
og ensku hnakkamir. A stórum
hestasýningum þar í landi eru yfir-
leitt kynntar þessar mismunandi
hefðir. Það var einnig gert á sýning-
unni Equine Affair sem undirrituð
fór á á síðasta ári. Þar á meðal var
Anita Sepko á íslenska hestinum sín-
um, Surti. Hún reið hins vegar ekki í
íslenskum söðli heldur nýjum söðli
með ensku lagi. Hún klæddist auk
þess venulegum reiðfötum og bentu
nokkrar íslenskar konur henni á að
athuga hvort hún gæti ekki nálgast
íslenskan söðul og fatnað í stíl til að
koma fram á sýningum sem þessum.
Hálf milljón fyrir
nýjan söðul
En þrátt fyrir að mörgum söðlum
hafi verið bjargað frá eyðileggingu
er skortur á þeim kannski helsta
vandamálið í sambandi við að breiða
út þessa reiðmennsku í heiminum.
Konur höfðu riðið í söðlum frá örófi
alda en eftir seinni heimstyrjöldina
voru lang flestai' konur farnar að
ríða í venjulegum hnökkum eins og
karlmenn. Smám saman þótti það
sjálfsagt að konur riðu klofvega eins
Hattar, húfur, alpahúfur,
2 STÆRRIR.
ELDHU SG ARDl NUR
Mikið úrval af tilbúnum
eldhúsgardinum og köppum
Allt fyrir
gluggann
Ráðgjöf
Benedikt Þorbjörnsson hestamannsins
og Sigurður Sigurðarson verða viðskiptavinum MR -búðarinnar
til ráðgjafar laugardaginn 18. desemberfrá kl. 10:00-17:00
MRbúóin
Lynghálsi 3 • 110 Reykjavík
Sími: 5401125 -Fax: 5401120
Ávallt í leiðinni ogferðarvirði
• Sængurföt
• Gardínuefni
• Servíettur
• Dúkar
• Klútar
m á m í m ó
textílsmiðja - gallerí
t r y gg v a g a t a 1 0 • * . 5 5 1 1 8 0 8
8
T
U
n
D
8
T
U
n
D
Áttu eftír að fá þér aldamótafötín?
Ótrúlegt úrval
samkvseinísefna fyrír
dömuna og herrann.
Qvirka
IVIörkin 3, sími 568 7477
Mörkinni 6, s. 588 5518.