Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 69
---------------------------r
Gönguferð-
ir á Þing-
völlum á
aðventu
ÞJÓÐGARÐURINN á Þingvöllum
hefur nú á aðventunni boðið upp á
gönguferðir með leiðsögn um hverja
helgi. Farið er rólega yfir og vetrar-
búningur náttúrunnar skoðaður
jafnframt því sem rifjaðar eru upp
sögur af mannlífi í Þingvallahrauni
og undirbúningur jóla áður fyrr.
Gönguleiðirnar eru valdar með
það fyrir augum að hæfi sem flestum
en nauðsynlegt er að vera vel búinn
til vetrargöngu og gott er að hafa
heitt á brúsa meðferðis.
Laugardaginn 18. desember verð-
ur farið í síðustu ferðina sem jafn-
framt er sú síðasta á þessu ári. Geng-
ið verður um Gjábakkastíg á
Hrafnagjá og skógarreitina undii-
Hrafnagjárhalli. Ferðin hefst við
Vellandakötlu kl. 13 og tekur 2-3
klst.
Jólaball Fylkis
og Arbæjar-
kirkju
JÓLASVEINNINN kemur á jóla-
ball Fylkis og Arbæjarkirkju sunnu-
daginn 19. desember kl. 13. Sam-
verustund verður í kirkjunni og
dansað í kringum jólatré í safnaðar-
heimilinu. Allir fá eitthvað gott í
gogginn.
Jólasveinar verða á ferð og flugi
með pakka á aðfangadag. Pabbi,
mamma, afi og amma geta pantað
jólasveina í Fylkishöll.
Jólakort
með
hálendis-
myndum
MÁL og menning hefur gefið út átta
póstkort með ljósmyndum eftir Guð-
mund Pál Ólafsson.
Póstkortin eru öll gefin út í tilefni
bókar Guðmundar Páls, Hálendið í
náttúru íslands, sem er væntanleg
vorið 2000. Áður hafa komið út bæk-
urnar Perlur í náttúru íslands, Fugl-
ar í náttúru íslands og Ströndin í
náttúru íslands. Á hverju þessara
nýju póstkorta er ljósmynd sem
Guðmundur Páll hefur tekið uppi á
hálendinu og hugleiðing hans eða til-
vitnun í skáldskap sem tengist
myndefninu.
Kortin eru prentuð í Prentsmiðj-
unni Odda hf. og kosta 99 kr. hvert.
Jólapakkamót
TR
J ÓLAPAKKAMÓT TR fer fram í fé-
lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur,
Faxafeni 12, laugardaginn 18. des-
ember nk.
og hefst kl. 14.00. Tefldar verða
sjö umferðir eftir Monradkerfi með
10 mín. umhugsunartíma og er mótið
opið fyrir börn og unglinga 14 ára og
yngri.
Veitt verða þrenn verðlaun fyrir
drengi og stúlkur, en auk þess verða
nokkrir keppendur leystir út með
jólapökkum sem dregnir verða út af
handahófi, óháð árangri í mótinu.
Boðið verður upp á léttar veitingar
og öllum áhugasömum gefst kostur á
að kynna sér starfsemi félagsins og
hvað sé framundan í félagsstarfinu.
Bjarni Finnsson, nýr aðalræðismaður Hollands, og
Ólafur Ragnarsson, fráfarandi ræðismaður.
Leonardo-styrkir
1999
53 milljónir
koma í hlut
íslenskra
verkefna
FYRSTA hluta í Leonardo da
Vinci-starfsmenntaáætlun ESB er
að ljúka, en nú nýverið var styrkj-
um úthlutað í fimmta og síðasta
sinn. 1. janúar 2000 tekur Leo-
nardo II, næsti hluti áætlunarinn-
ar, við. Sem fyrr rekur Rann-
sóknaþjónusta Háskólans
Landskrifstofu Leonardo á ís-
landi.
Að þessu sinni hlutu fimm verk-
efni undir íslenskri verkefnastjórn
styrk, alls tæplega 39 milljónir.
Því til viðbótar úthlutar Lands-
skrifstofa Leonardo tæplega 14
milljónum til mannaskipta sem
gefa fólki tækifæri á að afla sér
starfsmenntunar í öðru Evrópu-
landi, en aukin áhersla verður lögð
á mannaskiptaverkefni í Leonardo
n.
Árangur Islendinga í fyrsta
hluta áætlunarinnar hefur verið
mjög góður, 16 tilraunaverkefni, 2
yfirfærsluverkefni, og 1 rann-
sókna- og greiningarverkefni hafa
hlotið yfir 200 milljónir í styrk,
segir í fréttatilkynningu.
Opið í Kringlunni
fram á
kvöld til jóla
VERSLANIR og veitingastaðir í
Kringlunni verða opnir til kl. 22 á
hverju kvöldi fram að Þorláks-
messu, en þá er opið til kl. 23. Bíla-
stæðum við Kringluna hefur nú
verið fjölgað verulega. Þessa daga
fram að jólum verður í Kringlunni
ýmislegt um að vera til að gleðja
gesti.
Bílastæðum fyrir viðskiptavini
hefur verið fjölgað við Kringluna,
en nýtt bílastæðahús, sem rúmar
420 bíla, hefur verið tekið í notkun.
Nýja bílastæðahúsið er bak við
Borgarleikhúsið. Þá eru stæði bak
við Sjóvá-Almennar, sem tengist
Kringlunni með göngubrú yfir göt-
una. Einnig hafa stæði starfs-
manna bak við Kringluna verið
rýmd þannig að viðskiptavinir geta
nú lagt bílum sínum á stæðin. Auk
þess hafa verið útbúin stæði fyrir
viðskiptavini Kringlunnar á gras-
flöt fyrir norðan Hús verslunarinn-
ar. Einnig er gestum bent á að
heimilt er að leggja á kvöldin á
stæðum fyrirtækja i nágrenni
Kringlunnar. Nú eru því um stæði
fyrir um 3.200 bila við og í ná-
grenni Kringlunnar.
Verslanir og veitingastaðir í
Kringlunni verða opnir alla daga
til jóla til kl. 22 á kvöldin, en á
Þorláksmessu er opið til kl. 23 og á
aðfangadag frá kl. 9 til 12. Veit-
ingastaðir hússins eru opnir leng-
ur.
Málstofa í
stærðfræði
MÁLSTOFA í stærðfræði verður
haldin í dag, föstudaginn 17. des-
ember. Sigurður Helgason, próf-
essor við Massachussetts Institute
of Technology, heldur fyrirlestur
sem hann nefnir
„Poisson-tegrið og Röntgen-
geislavörpun".
Rannsóknir Sigurðar á heildis-
ummyndunum eru gott dæmi um
niðurstöðu í hreinni stærðfræði
sem hefur hlotið óvænta hagnýt-
ingu, í þetta skipti í læknisfræéi.
Einnig má minna á að Sigurður
er sá íslenski vísindamaður sem
hefur fengið flestar tilvitnanir,
samkvæmt nýrri könnun. Fyrir-
lesturinn hefst kl 13:30 í stofu 158
í húsi verkfræði- og raunvísinda-
deildar.
FÓLK
Nýr aðal-
ræðismaður
Hpllands
á Islandi
• BEATRIX Hollandsdrottning
hefur útnefnt Bjarna Finnsson,
framkvæmdastjóra Blómavals,
nýjan aðalræðismann Hollands á
íslandi, frá 1. nóvember sl. að
telja.
Drottningin hefur jafnframt
veitt Ólafi Ragnarssyni bókaút-
gefanda Iausn frá störfum aðal-
ræðismanns að hans eigin ósk. Ól-
afur hefur gegnt starfinu
undanfarin átta ár en hyggst nú
snúa sér alfarið að framtíðar-
uppbyggingu Vöku-Helgafells hf.
og mun verða stjórnarformaður
10 ára afmæli
UNIFEM á íslandi
Boðið upp
á kakó og
piparkökur á
Laugaveginum
UNIFEM á íslandi á 10 ára afmæli á
laugardaginn. Af því tilefni bjóða fé-
lagar í stjórn félagsins gestum og
gangandi á Laugaveginum upp á
heitt súkkulaði og piparkökur fyrir
utan húsakynni félagsins að Lauga-
vegi 7 á milli kl. 15 og 17 á afmælis-
daginn. Uppi á Mannhæðinni á
Laugavegi 7 getur fólk aflað sér frek-
ari upplýsingar um UNIFEM, nálg-
ast nýtt afmælisrit, ski’áð sig í félagið
og hlýjað sér.
Laugardaginn 18. desember eru
liðin 10 ár frá stofnun UNIFEM á
íslandi og 18. desember eru líka liðin
20 ár síðan alþjóðasamningur gegn
afnámi alls ofbeldis gegn konum var
samþykktur. UNIFEM, sem er þró-
unarsjóður Sameinuðu þjóðanna til
styrktar konum í „þróunarlöndum“
starfar nú í 19 löndum víðs vegar um
heiminn. Sjóðurin styrkir í dag þró-
unarverkefni kvenna í 60-70 löndum.
Lýst eftir
vitnum
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir
eftir vitnum að árekstri sem varð á
gatnamótum Fjarðarhrauns og
Flatahrauns í Hafnarfirði sunnu-
daginn 5. desember klukkan 18.50.
Þá rákust saman dökkblá Mazda
með númerinu R-44548 og rauð
Toyota Landcruiser jeppabifreið
með númerinu EF-236.
Þeir sem gætu gefið sig fram sem
vitni eru vinsamlegast beðnir um að
hafa samband við rannsóknardeild
lögreglunnar í Hafnarfiröi.
fyrirtækisins í fullu starfi.
Bjarni Finnsson er fæddur í
Reykjavík 15. ágúst 1948, stund-
aði nám við Garðyrkjuskóla ríkis-
ins 1966-1968. Hann stofnaði
Blómaval v/Sigtún 1970, ásamt
Kolbeini bróður si'num og fjöl-
skyldum og var framkvæmda-
stjóri þess frá þeim tíma. Bjarni
var formaður Kaupmanna-
samtaka íslands 1991-1995 og
varaformaður þess í fjögur ár þar
á undan. Auk þess hefur Bjarni
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum,
einkum fyrir verslunina. hann er
formaður stjórnar Umhverfissjóðs
verslunarinnar.
Bjarni er giftur Hildi Baldurs-
dóttur og eiga þau tvö börn.
Hollenska aðalkonsúlatið á Is-
landi verður framvegis í húsi
Blómavals að Sigtúni 40, Reykja-
vík, og verður skrifstofan opin frá
kl. 9-12 á virkum dögurn. Konsú-
latið er í beinu samstarfi við send-
iráð Hollands í London en sendi-
herra Hollands á Islandi, Baron
W. O. Bentinck Van Schoonheten,
hefur aðsetur þar.
Vitni
vantar
UMFERÐARÓHAPP varð á
gatnamótum Kringlumýrarbrautar
og Sundlaugavegar miðvikudaginn
15. desember sl. um kl. 21.10.
Þarna var BMW-bifreið ekið norð-
ur Kringlumýrarbraut. Þarna mun
rauðri Mazda 323-bifreið hafa verið
ekið suður Kringlumýrarbraut og
beygt til austurs í veg fyrir BMW-
bifreiðina.
Árekstur varð ekki þar sem
BMW-bifreiðin beygði frá og lenti
á staur.
Ökumaður bifreiðarinnar sem
olli tjóninu þ.e. Mözdu-bifreiðar-
innar er beðinn að gefa sig fram við
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík svo og þeir sem urðu
vitni að óhappinu.
Sænskir kalk-
tínar í Nóatúni
NÓATÚN hefur í dag, föstudaginn
17. desember, sölu á sænskum kalk-
únum. Alls verða seld um 5.000 kg og
verðið verður sannkallað Evrópu-
verð eða kr. 370 pr. kg þrátt fyrir
háa innflutningstolla á kjötvörum.
Allur þessi innflutningur er í sam-
ræmi við samning íslands við Gatt-
alþjóðaviðskiptastofnunina þar sem
kveðið er á um að heimilt sé að flytja
til landsins ákveðna prósentu af
landsframleiðslu í hveni tegund.
Innflutningurinn er gerður í nánu
samstarfi og undir eftirliti embættis
yfirdýralæknis. Nákvæmlega er far-
ið eftir öllum skiljrðum er varðar
fóðrun á eldistímanum, heilbrigði,
verkun og frágang. Meðal annars má
nefna að fuglunum hefur aldrei verið
gefið vaxtaraukandi lyf á eldistíman-
um og að þeir eru verkaðir í sam-
ræmi við ströngustu reglur Evrópu-
bandalagsins um slátrun og meðferð
alifugla, segir í fréttatilkynningu frá
Nóatúni.
Oraunhæfar
yfírlýsingar
um rekstur
sjúkrahusa
STJÓRN læknaráðs Landspítalans,
stjórn læknaráðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur og stjórn hjúkrunar-
ráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa
sent frá sér eftirfarandi ályktun:
,Á árunum 1997 og 1998 sömdu
læknar og hjúkrunarfræðingar ann-
ars vegar og fjármálaráðuneytið
hins vegar um kjarabætur sem fólu í
sér löngu tímabæra leiðréttingu á
launum þessara stétta. Öllum hlaut*-
að vera ljóst að rekstrarkostnaður
heilbrigðisstofnana myndi aukast við
þetta enda ekki gert ráð fyrir sam-
drætti í þjónustu. Þess vegna þurftu
aukafjárveitingar að koma til.
Þegar sjúkrahúsin í Reykjavík
hafa verið borin saman við sambæri-
leg sjúki'ahús í nági’annalöndum, t.d.
í nýlegri könnun landlæknis, hefur
komið í ljós að afköst heilbrigðis-
starfsfólks á Islandi hafa verið jafn-
mikil eða meiri en hjá sambærileg-
um stéttum á sambærilegum
sjúkrahúsum á Norðurlöndum.
Hefðbundið er þá að líta til þess hve
mörgum sjúklingum er sinnt og hver
meðallegutími sjúklinga er á við-
komandi sjúkrahúsum. ^
Yfirlýsingar aðila, þar á meðal
nokkurra þingmanna, sem allir ættu
að þekkja vel til mála, hafa því komið
á óvart og eru óraunhæfar í ljósi
staðreynda."
Tónleikar
umhverfís-
vina í kvöld
MORGUNBLAÐIÐ áréttar að tón-
leikar Umhverfisvina, sem sendir
verða út í beinni útsendingu á Skjá 1,
verða haldnir í kvöld, föstudag, milli
klukkan 20.30 og 23.00. Yfirskrift
tónleikanna er Eigi að bakka og eru
þeir tileinkaðir þeirri umræðu sem á
sér stað um Fljótsdalsvirkjun og
Eyjabakka.
Fjölmargar hljómsveitir og
skemmtikraftar koma fram, þar á
meðal Sigur Rós, Quarashi, Maus,
Ensími, Daníel Ágúst í Gus Gus, KK,
Magnús Eiríksson, Páll Óskar,
Skapti Ólafsson o.fl.
Tónleikana er hægt að hlusta á í
beinni útsendingu á Netinu á vefsíðu
Morgunblaðsins, mbl.is. Hjálmar
Árnason, formaður iðnaðamefndar,
mun mæla með framkvæmdinni í
stuttu ávarpi og Stefán Jón Hafstein
mun einnig taka til máls.
Tónleikarnir eru haldnir í mynd-
veri Nýja bíós, Skipholti 31, Reykja-
vík. 200 miðar verða seldir á tónleik-
ana og eru þeir til sölu hjá
Umhverfisvinum, Skipholti 34.
LEIÐRÉTTING
Ekki samið við _
rafiðnaðarmenn hjá ISAL
Að sögn Stefáns Guðmundssonar,
aðaltrúnaðarmanns Rafiðnaðar-
sambandsins hjá ÍSAL, hefur ekki
verið gengið frá samningi við rafiðn-
aðarmenn sem starfa hjá ÍSAL í _
Straumsvík um vinnu um áramót
sem tengist 2000-vandanum.
Sjónmenntavettvangair
I Sjónmenntavettvangi mínum hér
í blaðinu í gær, er ég var að svara
Tryggva Árnasyni og Eiríki Þorláks-
syni, vegna, að þeiiTa mati, margi’a
og ljótra ávirðinga minna, raskaðist
ýmislegt á leiðinni á síður blaðsins,
sem rétt er að færa í heilan búning.
í þriðja dálki kemur fram, rass-
bagan, umlegt fleipur, sem á auðvit-
að að vera aumlegt fleipur. í fjórða
dálki verða 2 M> ár í Handíða- og "
myndlistarskólanum að 2 árum og
munar nokkru. Afleitast er hnjaskið í
lokin er hendanleg atburðarás, verð-
ur að endanlegii atburðarás (!) sem
er giska annað. Að slíkt geti gerst á
tímum hátækni er ofar skilningi mín-
um, en á rangsnúningi ber að sjálf-
sögðu að biðjast velvirðingar.
Bragi Ásgeirsson