Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 70

Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 70
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 Dyraglens Hundalíf Smáfólk íYES, YOUR HONOR^ THIS Y0UN6 LAPV') \I5MV CLIENT^/ we're heré to sue THE WOLF WHO ATE HER SRANPMOTHER.. /VeS,SÍR,|'Ll\ V^ASK HER..y í M-_JLsáfr J 1 1 HE 10AKJT5 TO KNOW WHV VOU'RE WEARINö THAT5TÖPIP LOOKIN6 REP RIP/N6 HOOP ÍN THE COURTROOM. Já, herra dóraari. Við ætlum að sækja til Já herra, ég Hann vill fá að vita af hveiju Þessi unga stúlka saka úlfinn sem át skal spyija hana. þú sért með þessa bjánalegu er skjólstæðingur minn. ömmu hennar. rauðu hettu í dómsalnum. BREF TIL BLAÐSINS Krintrlunni 1 103 Revkiavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hvað er þokka- legt veður ? Frá Guðmundi Bergssyni: EG ER búinn að heyra talað um veð- ur frá því ég man eftir mér enda al- inn upp á sjávarbakka og þaðan voru stundaðir róðrar. Öll árin sem ég var til sjós var ekki um meira rætt um borð en veðrið. Eftir að ég hætti til sjós hef ég alla tíð fylgst með veðri af gömlum vana þar til á þessu ári að veðurfréttir hættu að vera á venju- legu mannamáli. Það er kannski sama hvort sagt er hpa eða millibör ef það er það sama eins og mér skilst. Þegar farið er að tala um metra á sekúndu í stað gömlu góðu orðanna allt frá golu og upp í rok og allt þar á milli, þá er ég kominn út úr kortinu eins og sagt er. Það kom nokkrum sinnum fyrir þegar ég reri í Eyjum að það voru 12 vindstig á Stórhöfða en það voru 64 hnútar eða fárviðri eins og veðurstofumenn sögðu í þá daga. Nú er gefin út viðvörun í metr- um á sekúndu, þannig er nú það. Trausti Jónsson gaf út bók um veður á íslandi í 100 ár. Þar hef ég ekki rekist á þokkalegt veður en það tala veðurfræðingar oft um í veðurfregn- um. Því spyr ég, hverskonar fyrir- bæri er það sem kallað er þokkalegt veður, en þetta fyrirbæri tröllríður þjóðfélaginu í daglegu máli en ég hef samt ekki hugmynd um hvað það merkir. Veðurfræðingar tala um að lægðir fari allar götur í kring um landið, hvað sem það merkir. Þeir tala líka um lægðarbólur sem mér virðist að sé öfugmæli, nær væri að tala um lægðarpoll en hæðarbóla væri frekar við hæfi. Þótt ég sé gam- all og fastheldinn á það gamla er ég ekki á móti breytingum ef þær eru til bóta en þessi breyting er það ekki, að ég held, en gaman væri að heyra álit t.d. sjómanna hvort þeir eru ánægðir með breytinguna, þá þarf ég ekki að hafa fleiri orð um þetta. Þegar ég var ungur stóðu karlarnir undir hjöllunum þegar ekki gaf á sjó og tóku í nefið og spáðu í veðrið, einkanlega á jólaföstu. Þá sögðust þeir vera lesa vetrarbrautina og það dugði fram að páskum. Ekki veit ég hvernig spádómar þeirra rættust enda þýðir ekki fyrir mig að hugsa til að spá í veður. Eg á engan hjall og hef aldrei tekið í nefið. Eg horfi bara út á morgnana og spái í einn dag í einu enda er ég orðinn einsdagsmað- ur Veðrið rokkar vítt og breitt Veldur nokkrum trega En það flokkast yfirleitt Alveg þokkalega. GUÐMUNDUR BERGSSON Sogavegi 178, Reykjavík. Er barnið þitt í neyslu, þarftu hjálp? Frá Guðríði Haraldsdóttur: ÞEGAR foreldrar komast að því að barnið þeirra hefur ánetjast fíkni- efnum getur það haft í för með sér mikla sjálfsásökun og sektarkennd, ofan á sjálft áfallið. Fordómar ann- arra hafa alltaf verið fyrir hendi og oftar en ekki er félagslegu umhverfi barnsins kennt um, uppeldi þess og heimilishögum. Rannsóknir hafa þó sýnt hið gagnstæða eða að börn úr öllum stéttum þjóðfélajgsins geti ánetjast fíkniefnum. Astríkt og reglusamt heimilislíf tryggir ekki endilega að barnið fari ekki út í óreglu. Eftir að foreldrarnir hafa komist yfir mesta áfallið byija þeir oftast á því að leita aðstoðar fyrir barn sitt. Þá getur hafist þrauta- ganga því hvar er rétta aðstoðin? Opið allan sólarhringinn, alltaf! Foreldrahúsið við Vonarstræti 4b í Reykjavík var opnað fyrir tæpu ári. Þangað eru allir foreldrar vel- komnir til að fá upplýsingar um þau úrræði sem til eru fyrir barnið þeirra. Ekki þarf að panta tíma þar og engar skýrslur eru teknar. Til að geta stutt barn sitt í gegn um erfitt ferli þurfa foreldrarnir að búa yfir styrk og í Foreldrahúsinu má finna hann. Þar er einnig boðið upp á nám- skeið og viðtöl hjá fagfólki. Nám- skeiðin ei'u m.a. fólgin í að styrkja foreldra í því að setja mörk og standa við þau. Foreldrahúsið er op- ið öllum foreldrum frá kl. 9-17 virka daga og eftir það er foreldrasíminn, 581-1799, opinn allan sólarhringinn. Ekki kostar foreldra neitt að koma í Foreldrahúsið til að leita sér aðstoð- ar og verði einkaviðtala og nám- skeiða er mjög stillt í hóf. Fjársöfnun Caritas fyrir Foreldrahúsið Nú á aðventunni stendur yfir fjár- söfnun hjálparstofnunar kaþólsku kirkjunnar á Islandi, Caritas, og rennur allur ágóði hennar óskiptur til Vímulausrar æsku og Foreldra- hópsins sem reka Foreldrahúsið. Hafi Caritas innilega þökk fyrir. Starfsemi Foreldrahússins hefur m.a. skilað miklum og góðum ára- ngri við að byggja upp sjálfstraust þeirra foreldra sem þangað hafa leit- að. Eg hvet almenning til að styrkja þetta góða og þarfa málefni. Reikn- ingsnúmer söfnunarinnar er 202500 við íslandsbanka í Lækjargötu. GUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR ritstjóri og útvarpskona. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa eí'ninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Fasteignir á Netinu ^mbl.is ALL.TAf= eiTTH\SA4D tJÝn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.