Morgunblaðið - 17.12.1999, Side 72

Morgunblaðið - 17.12.1999, Side 72
•~v2 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MA5TER Hitablásarar Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Flísfóðraðir anorakkar kr. 4.990 r y| ’flis Laugavegi 54, s. 552 5201. JÚLIN 1S9S ALLIR FÁ PÁ EITTHVAÐ FALLEGT JÓLASÝNING HANDVERKS OG HÖNNUNAR 223 AMTMANNSSTÍG 1 E7.11-1B.1H :O30 xX □ PIÐ ALLA DAGA NEMA SUNNUDAGA 12.00-17.00 flistihús Rcgínu Mjölnisholti 14, 3. hæð, sfmar 551 2050 og 8981492 óskar öííum [andsmönnum ofjferðaskrifstofum fiCeðifegrar fiátíðar opiö frá 18. desember til 10. janúar Verö: Lúxusíbúö m/öllum húsbúnaði kr. 9.000 3ja manna herb. frá kr. 5.900 m/morgunmat 2ja manna herb. frá kr. 4.800 m/morgunmat Eins manns herb. frá kr. 3.500 m/morgunmat Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum gömlum dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Er að setja inn uppgerða áður óséóa muni í hverri viku, t.d. borðstofustóla og -borð, skrifborð og margt fleira. Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041 1 MARGT SJALDSÉÐRA HLUTA GOTT URVAL BORÐSTOFUHÚSGAGNA Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 . . . og þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30 eða ^Ath. emungis ekta hlutir eftir nánara samkomulagi. Ólafur.^j Jól í Skemmunní Hafnarfírðí íslensku jólasveínarnír skjótast á mílli danskra jólaníssa meðan jólakötturínn fylgíst með... Einníg úrval annarrar gjafavöru * Reykjavíkurvegi 5 # sfmi 555 0455 Svissnesk gæði ítölsk hönnun Garðar Ólafsson Úrsmiöur - Lækjargiitu Sínii 551 0081 í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þroskaheftir eru líka fólk ÞROSKAHEFTUR mað- ur hringdi í Velvakanda og vildi koma á framfæri óá- nægju sinni í garð þroska- heftra. Hann sagði að þeir fengju aldrei að vinna á vinnubílum, til dæmis við sorphreinsun eða að sanda göturnar, þeir fengju ekki einu sinni að prófa. Þeir væru alltaf látnir ganga, hvernig sem veðrið væri. Hann sagði að drykkju- menn væru teknir fram yf- ir þá, en þeir væru ekkert betri vinnumenn. Sagði hann að sér fyndist að litið væri á þroskahefta sem aumingja og að hann væri ekki ánægður með Islend- inga. Hvar er hug- myndaflugið? ÞAÐ hefur verið mikil um- ræða að undanfórnu í fjöl- miðlum um álverið á Reyð- arfirði. Það hefur engum dottið í hug að minnast á hvað þetta kostar allt sam- an. Þarna er verið að láta mikil verðmæti fyrir lítið. Það væri hægt að gera margt fyrir allt þetta fé. Því í ósköpum að eyðileggja þennan fallega stað með mengandi álveri? Hvað er að þessum mönnum, geta þeir ekki komið með neinar aðrar hugmyndir? Til dæm- is mætti byggja þama heilsuheimili í þessu fallega umhverfi og þarna er hreint loft. Þarna gæti verið gott fyrir eldri borgara að koma og spila golf á golfVelli sem væri búið að útbúa þarna. Það mætti hafa þarna golf- mót og mjög gott hótel í tengslum við heilsuheimilið með miklum þægindum, sundlaugum, nuddi og ljós- um. Nú, það mætti auglýsa hótehð á erlendri grund sem heilsuparadís fyrir er- lenda gesti, sem eru vel efn- um búnir. Hafa íþróttahá- skóla, eða framhaldsmennt- un, því fylgir mildl þjón- usta. Það er svo margt hægt að gera ef mikið er til af peningum og hugmynda- flugið er í lagi. Hugmyndasmiður. KEA-Nettó KONA hafði samband við Velvakanda og vildi vekja athygli fólks á versluninni KEA-Nettó í Breiðholti, þó fyrst og fremst á hangi- kjötshúsinu. Þar er farið að óskum viðskiptavinar- ins, fagleg þjónusta og af- greiðsla. Hafið bestu þakk- ir fyrir. Akureyringur. Deiglan - umræða GUÐMUNDUR gat ekki orða bundist eftir að hafa horft á Deigluna, þátt sem var á dagskrá Sjónvarps- ins þriðjudagskvöldið 14. desember sl. Þar geystist fram ungur maður hjá Is- landssíma, og þóttist eiga hluti sem fólk hefur verið að borga árum saman. Fór hann fram á eignar- upptöku á eignum, sem hann hefur engan rétt á, hann ætti að kynna sér betur fjarskiptasögu landsins. Fannst Guð- mundi hann vera að gera h'tið úr því sem byggt hef- ur verið upp í gegnum tíð- ina. Lýsti hann því þannig að þetta væri eins og hlaupari sem byrjaði við endamarkið, en byrjaði ekki hlaupið. Hálka og slys KONA hafði samband við Velvakanda og vildi spyrja búðareigendur og borgar- yfirvöld, hver bæri ábyrgðina ef maður dytti og slasaðist. Hún sagðist búa í Efra-Breiðholti og þar væri glerhálka íyrir framan verslanirnar. Henni finnst að borgaryf- irvöld gerðu alls ekki ráð fyrir gangandi vegfarend- Kalkúnafylling frá Sigga Hall ELÍSABET hafði samband við Velvakanda vegna þess að hana vantar svo bækling sem Siggi Hall gaf út fyrir nokkrum ánim með kalkúnafyllingu. Ef einhver getur séð af bæklingnum, eða gefið henni einhverjar upplýsingar varðandi upp- skriftina, vinsamlegast hringið í síma 899-6802, þá getur hún haldið jól. Tapað/fundið GSM-sími týndist GSM-sími af tegundinni Motorolla slim light, týndist á leið frá íþróttahúsi Haga- skóla að Seltjamamesi fostudaginn 10. desember sl. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 561-0008. Svört taska týndist SVÖRT taska týndist á Skuggabarnum á Hótel Borg aðfaranótt sunnu; dagsins 12. desember sl. I töskunni var peningaveski með öllum skilríkjum, snyi-tiveski og GSM-sími. Skilvis finnandi vinsamleg- ast hringi í Hildigunni í síma 561-2278. Mjög góð fundarlaun. Morgunblaðið/Omar Yíkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur skýrt frá þeim vanda sínum að eiga erfítt með að átta sig á öllum þeim óteljandi möguleikum sem farsímar bjóða upp á. Hann viðurkenndi að nýi síminn hans væri því enn nokkur leyndardómur en hefur nú borist bréf frá Önnu Huld Óskarsdóttur í þjónustuveri Tals. Hún segir að Víkverji sé ekki einn um þennan vanda, notkunarmöguleikarnir vilji vefjast fyrir fólki. „Margir sleppa því einfaldlega að nota sér þessa möguleika vegna kunnáttuleysis. Það er hálfgerð synd því að GSM-símar geta létt fólki samskiptin með svo margvís- legum hætti. Við hjá Tali höfum mætt þessu með því að bjóða reglulega upp á klukkutíma löng námskeið í notkun GSM-símanna. Fjöldi á hverju nám- skeiði er takmarkaður til að að allir fái þá athygli sem þeir þurfa. Næstu námskeið verða haldin í jan- úar n.k. Þessi námskeið eru ókeypis fyrir viðskiptavini Tals og er hægt að skrá sig í þau hjá þjónustuveri Tals,“ segir Anna Huld. Nú getur Víkverji aðeins vonað að þjónustufyrirtækið sem hann skiptir við bjóði sömu þjónustu sem fyrst. Annars heldur hann vafalaust áfram að horfa öfundaraugum á þá sem geta og kunna. TEKJUR okkar íslendinga af er- lendum ferðamönnum halda áfram að aukast sem eðlilegt er þar sem þeim fjölgaði um rúmlega 12% fyrstu tíu mánuði ársins. Umskiptin í þessum efnum síðustu áratugina eru ótníleg. Þeir sem muna nokkra ára- tugi aftur í tímann geta rifjað upp ferðir á staði eins og Dettifoss, þar voru þá ef til vill fáeinir útlendingar eða engir. Og erlend bílnúmer, önn- ur en á farartækjum vamarliðs- manna, sáust ekki á vegunum af þeirri einföldu ástæðu að ferjusigl- ingar voru ekki hafnar milli Seyðis- fjarðar og annarra landa. En Víkverji rak augun í að far- gjaldatekjur af ferðamönnunum hafa dregist saman. Skýringin mun meðal annars vera sú að erlend flugfélög hafa sótt í sig veðrið í flugi hingað og Atlanta hætt Þýskalandsflugi. En einnig að verðlag á ferðunum hafi lít- ið hækkað í prósentum vegna sam- keppni. Þjóðai’búið fær því færri krónur í sinn hlut en ella, á móti kemur að við neytendur eigum auð- veldara með að ferðast, kostum minna til. XXX JÓLASVEINARNIR okkar gömlu voru hinir verstu götustrákar eða pörupiltar svo að notað sé þjóðlegra orðfæri. Þeir voru þjófóttir, hlýddu ekki foreldrum sínum, blessuðum öðlingunum, og fleira mætti tína til. En nú er Víkverji farinn að velta fyr- ir sér hvort sumir nútímasveinkar séu ekki fullt eins slæmir þótt þeir séu nú flestir í fagurrauðum búning- um og með vel hirt skegg. Smekkurinn er auðvitað misjafn en þótt til séu þjálfaðir sveinar sem fari rétt með texta gömlu vísnanna og geti sungið þokkalega er frammi- staðan stundum verri í þessum efn- um en hægt er að sætta sig við. A ekki að sýna bömum sömu virðingu og öðru fólki? Þau minnstu eru of lít- il til að átta sig vel á gæðunum eða skortinum á þeim en eiga samt sinn rétt. Foreldramir eru oft of út- jaskaðir af jólaundirbúningi til að meta sönginn réttilega, reyna fyrst og fremst að tryggja að ki-ílin skemmti sér. Jólasveinafélagið (er það ekki ör- ugglega til?) verður því að halda uppi sjálfsögun og efla metnaðinn hjá félagsmönnum sínum. Og svona í lokin, Víkverja finnst að Akureyringar eigi að mótmæla þegar Ketkrókur deilir út karamell- um. Allir vita að hann vill sjálfur ekkert nema hangiket og ætti að sjá sóma sinn í að bjóða bömunum eitt- hvað fleira en sætindi. Sveinki gæti fengið á sig kæru fyrir tannskemm- andi undirróður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.