Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728291234
    567891011

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Kvótadómar hafa tafíð störf „Sáttanefndarinnar“ Búist er við tillögum um Range Rover 4,6 HSÉ. Nýskr. 03/98 sjálfsk., svartur, ek. 30 þús. Vel útbúinn. Verd 2.190 þús. Grjóthólsi 1 Sími 575 1225/26 bíISl . —IB&L- lond notaóir bílar Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Trillukarlar verða sér úti um loðnu í beitu á Akureyri. Löndunarhringnum á loðnunni lokað ÓLI í Sandgerði AK kom í gærkvöldi með fyrstu loðnuna til Bolungarvík- ur á vertíðinni, rúmlega 1.000 tonn, og Júpiter ÞH var væntanlegur þangað um miðnættið með um rúm- lega 1.300 tonn. Þar með er loðnu- bræðsla hafi hjá öllum loðnuverk- smiðjum landsins og er víða lönd- unarbið. í gær var loðnugangan um 15 míl- ur vestan við Ingólfshöfða og voru aðeins fimm skip á miðunum enda flest á ferðinni, ýmist á landleið með fullfermi eða útleið. Aðalgeir Bjarna- son, skipstjóri á Björgu Jónsdóttur ÞH, var nýkominn á miðin eftir að hafa landað fullfermi, um 1.100 tonn- um, á Siglufirði, á sunnudag. Hann fékk um 300 tonn í fyrsta kasti, átti von á að fylla fljótt og gerði ráð fyrir að landa næst í Helguvík. Gott veður var á miðunum en vegna slæms veð- urs á leiðinni var skipið um 40 tíma frá Siglufirði. Mokveiði hefur verið á miðunum undanfarna daga og var tilkynnt um löndun á um 53.000 tonnum um helgina. Frá miðunum var ámóta langt að fara austur fyrir land og til Siglufjarðar eins og vest- urleiðina til Bolungarvíkur eða um 300 mflur hvora leið. Víkingur AK var með fullfermi og landaði um 1.400 tonnum á Siglufirði á sunnudag en var á útleið í gær og var væntanlegur á miðin um mið- nætti. Sveinn ísaksson skipstjóri sagðist vera um sólarhring á útleið- inni en ýmist væri langt að fara eða um einhverja löndunarbið að ræða. „Það eru allar bræðslur hálffullar allt í kringum landið,“ segir hann. Hann segir að loðnan sé mjög góð en verðið sé lágt og ekki miklu hærra í vinnslu en í bræðslu. í því sambandi nefnir hann að nýlega hafi verið landað 500 tonnum úr Vfldngi í vinnslu. Úr aflanum hafi komið fimm tonn á Japansmarkað og rúmlega 200 tonn á Rússlandsmarkað. Bræðsluverðið hefði verið 4.400 krónur en 4.600 kr. hefðu verið greiddar fyrir frystinguna. Hann sagði ennfremur að loðnan færi öll í hágæðamjöl því um góða afurð væri að ræða og svo hefði loðna ekki safn- ast fyrir hjá bræðslunum. Óli í Sandgerði kastaði þrisvar á sunnudag og fyllti sig, varð reyndar að gefa frá sér úr síðasta kastinu. Hann lagði af stað frá miðunum um klukkan átta á sunnudagskvöld og var rúman sólarhring á leiðinni vest- ur í Bolungarvík. „Það er hörkuveiði og því reynt að dreifa þessu á bræðslurnar,“ segir Valentínus Óla- son stýrimaður. FJÓI.VÍTAMIN MEÐ STEINEFNUM NAT I'URULJEGT 180 töflur ÖLl helstu vítamín og steinefni í einni töflu Éh Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi breytingar undir lok ársins eilsuhúsið GERA má ráð fyrir að tillögur nefnda sem fjallað hafa um endurbætur laga um stjóm fiskveiða Uggi fýrir undir lok þessa árs. Umdeildir dómar í Hæstarétti og héraðsdómi hafa tafið störf nefndanna en frumvarp með breytingum á lögunum gæti legið fyr- ir seint á næsta þingi. Þetta kom fram í máli Áma M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, á fundi um sjávarút- vegs- og kvótamál, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði á laugar- dag. Ami benti á að frá því núgildandi lög um stjóm fiskveiða tóku gildi árið 1991 hafi fá önnur lög verið tekin jafn oft til endurskoðunar og lagfæringar. „Lögin em afar flókin og ætla má að bráðabirgðaákvæðin við lögin séu fleiri heldur en hinar hefðbundnu lagagreinar. Það er því tímabært að endurskoða lögin í heild sinni til að Fyrir vandlóto þau verði aðgengilegri fyrir þá sem í greininni starfa.“ Ami vék einnig máli sínu að þeim deilum sem staðið hafa um stjóm- kerfi fiskveiða að undanfómu og lagði áherslu á að ríkja þyrfti víðtæk sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það væri meðal annars verkefni hinnar svokölluðu auðlindanefndar og nefnd- ar sem vinnur að enduskoðun fisk- veiðistjómunarlaganna að leggja til breytingar á kerfinu sem leitt gætu til sátta um það. Sagði Ami að dómar, bæði í Hæstarétti í Valdimarsmálinu og í Héraðsdómi Vestfjarða í Vatn- eyrarmálinu, hefðu tafið störf auð- lindanefndarinnar og hún myndi væntanlega ekki skila af sér greinar- gerð fyrr en Hæstiréttur dæmi í Vatneyrarmálinu. Það verði lfldega ekki íyrr en í aprfl. „I kjölfar þess gæti endurskoðunamefndin skilað sinni niðurstöðu. Verði sátt um þær tillögur gæti verið frumvarp inn á Al- þingi seint á næsta þingi,“ sagði Ami. Úthlutunin og framsalið eru grundvöllurinn Ami sagði grundvöllinn í lögunum um stjóm fiskveiða vera varanlega úthlutun annarsvegar og framsal heimilda hinsvegar. Varanleg úthlut- un þyrfti hinsvegar ekki að vera til ei- lífðar, heldur varanlega í rekstrarleg- um skilningi. „Með því að úthluta aflaheimildunum varanlega hafa þeir sem með heimildimar fara, varanlega hagsmuni af því að umgangast auð- lindina þannig að hún sé nýtt á sjálf- bæran hátt. Þá er ekki verið að hugsa um skammtímagróða eða stundar- hagsmuni, heldur hagsmuni til lengri tíma.“ Ami sagði einnig mikilvægt að út- gerðarmönnum sé gert kleift að versla með veiðiheimildir, aflahlut- deild og aflamark. „Þannig getur greinin lagað sig að breyttum að- stæðum, þróast og fengið meiri hagn- að af því sem verið er að sýsla með hverju sinni. Ef ekki væri hægt að framselja kvótann væri atvinnugrein- in fryst á einum punkti í tíma. Að mínu mati skiptir miklu máli að rúmt sé um framsalið og markaðsöflin fái að ráða í atvinnugrein sem er jafn mikilvæg og sjávarútvegurinn," sagði Ami. Verður aldrei fullkomin sátt Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi einnig um þau andstæðu sjónarmið sem uppi em um fiskveiðistjórnunina. Hann benti á að allir núverandi stjómmálaflokkar séu ábyrgir fyrir kvótakerfinu, því allir hafi tekið þátt í því að bæta kerfið eftir bestu vitund. Þessar breytingar hefðu vakið mis- mikla hrifningu, enda hagsmunir manna ólfldr. Hjálmar sagði að þess vegna yrði aldrei fullkomin sátt um kerfið og á sama hátt yrði ekki sátt um niðurstöðu Hæstaréttar í Vatn- eyrarmálinu, sama á hvom veginn hún verður. Hjálmar sagði hinsvegar mikil- vægt að ná sæmilegri sátt um tflekin atriði í fiskiveiðistjómuninni, svo sem um nýliðun greinarinnar og gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. „Það er eins mikilvægt að sjávarútvegurinn fái frið. Það em fjölmargir einstaklingar sem em á heiðarlegan hátt að reyna að halda uppi atvinnu fyrir sjálfa sig og það starfsfólk sem vinnur með þeim. Þeim er hinsvegar ekki tryggð- ur ömggur rekstrargrandvöllur þeg- ar sífellt er verið að breyta lögunum og þeir fá jafnvel á sig glæpamanns- stimpil fyrir það eitt að vilja stunda sína vinnu. Það hlýtur síðan að vera eitt af megin markmiðum stjórnvalda auka fjölbreytni í atvinnulífinu þann- ig að sjávarútvegurinn gegni minna hlutverki í heildarverðmætasköpun þjóðarinnar. Þá mun ríkja meiri frið- ur innan greinarinnar," sagði Hjálm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 44. tölublað (22.02.2000)
https://timarit.is/issue/132614

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

44. tölublað (22.02.2000)

Aðgerðir: