Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljósmynd/Finnbogi Marinósson Frá verðlaunaafhendingu Blaðaljósmyndarafélags Islands í Gerðarsafni. Fréttamyndir ársins í Gerðarsafni Sesarverð- laun fyrir bestaleik í kvenhlut- verki KARIN Viard, aðalleikkonan í mynd Sölveigar Anspach, Hertu upp hugann, hlaut Sesarverðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki þeg- ar frönsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent sl. laugardag. Kvikmyndin Hertu upp hugann fjallar um baráttu ungrar barnshaf- andi konu við krabbamein en sög- una byggir Sólveig, sem er íslensk í móðurætt, á eigin reynslu. Nú þeg- ar hafa um 200.000 manns séð myndina. Hún var sýnd á Kvik- myndahátíð í Reykjavík á siðasta ári og er væntanleg aftur á hvíta tjaldið hér á landi bráðlega. Reuters Karin Viard hampar Sesamum sem hún hlaut fyrir besta leik í kvenhlutverki. Myndin var tilnefnd til þriggja flokka frönsku kvikmyndaverð- launanna; fyrir bestu frumraun, besta leik í kvenhlutverki og besta unga leikarann. Innlent samstarf um norðurslóðarann- Morgunblaðið/RAX Ljósmynd Ragnars Axelssonar, Gömlu hjónin, fékk sérstaka viðurkenningu dómnefndar. sóknir verði eflt ÚRSLIT í vali á myndum ársins voru gerð heyrinkunn við opnun sýningar Ljósmyndarafélags Is- lands og Blaðaljósmyndarafélags Islands sl. laugardag í Gerðar- safni. Mynd Þorkels Þorkelssonar, ljósmyndara hjá Morgunblaðinu, Einmana drengur í rústum kirkju í Súdan, var valin Mynd ársins 1999. Keppt var í fimm aðalfiokkum: Fréttum, íþróttum, portrettum, mannamyndum og í opnum fiokki. Besta fréttamynd ársins er eftir Sverri Vilhelmsson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Brottfararstund- in var tilfinningaþrungin, frá Mak- edóníu. f flokki portrettmynda var mynd Ragnars Axelssonar, ljós- myndara á Morgunblaðinu, Á Grænlandi, í efsta sæti og i flokki íþróttamynda var bestamyndin, Sigursælir, eftir Einar Ólason, Ijósmyndara hjá DV. I opnum flokki var Myndaröð ársins valin Súdan, eftir Þorkel Þorkelsson, Morgunblaðinu. Þjóð- legustu myndina átti Brynjar Gauti Sveinsson, Morgunblaðinu, Strákur situr hjá Trölli. í fiokkn- um Daglegt líf varð hlutskörpust mynd Hilmars Þórs Guðmundsson- ar, DV, Konan við biðskýlið. Skop- legustu myndina átti Sverrir Vil- helmsson, Morgunblaðinu, Ingibjörg Pálmadóttir og Voffi. Bestu ti'skumyndina, Stúlka með lokuð augu, átti Ari Magnússon. Bestu landslagsmyndina, Brotið á ströndinni, átti Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu. Sérstaka viðurkenningu dóm- nefndar fyrir stakar myndir hlutu myndin Utför Agnars Agnarsson- ar, eftir Einar Ólason, DV; For- setinn fellur af baki og Dorrit hlúir að honum, eftir Gunnar V. And- résson, DV; og Gömlu hjónin eftir Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu. Sýningin stendur til 19. mars. Á NORÐURSLÓÐADEGI sem Stofnun Vilhjálms Stefánssonar stóð fyrir í Norræna húsinu á laugardag var kynnt alþjóðlegt samstarf um rannsóknir á norðurslóðum og þátt- ur Islendinga í því. Að sögn Jónasar G. Allanssonar, sérfræðings á Stofn- un Vilhjálms Stefánssonar, sem var annar tveggja fundarstjóra á ráð- stefnunni, voru þátttakendur al- mennt mjög ánægðir með daginn og töldu ástæðu til að efla enn frekar innlent samstarf á þessu sviði. Hann gerir fastlega ráð fyrir að annar slík- ur dagur verði haldinn að ári. „Islendingar eru nú þegar þátt- takendur í miklu alþjóðasamstarfi og í raun og veru höfum við mun meira að segja í því en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Næsta skref er að efla norðurslóðasamstarf innanlands og þar sjá menn fyrir sér að Stofnun Vilhjálms Stefánssonar muni gegna lykilhlutverki," segir Jónas og bætir við að mikill vilji sé til þess að vinna enn frekar að samhæfingu og sam- vinnu í norðurslóðafræðum, sem gangi þvert á allar fræðigreinar. „Við Islendingar gleymum því stundum að við erum norðurslóða- þjóð en Island er eina norðurslóða- landið sem er fullkomlega sjálfstætt ríki. Yfirleitt eru þetta jaðarbyggðir í stærri ríkjum, en hér erum við með heilt efnahagslíf og vísindasamfélag og sú sérstaða er að margra mati lykilatriði. Það er mikið horft til Is- lendinga og það kemur mörgum á óvart sem eru að koma inn í þessa samvinnu hversu stórt hlutverk við höfum. Það er full ástæða til að efla almenna vitund og þekkingu á þess- ari sérstöðu okkar, sem er þegar við- urkennd erlendis. í rauninni eru allar rannsóknir á íslandi með einum eða öðrum hætti tengdar norðurslóðafræðum," segir Jónas. Saga Rósu Morgunblaðið/Kristján Sveinn Haraldsson veltir fyrir sér hvort Rósa sé öll þar sem hún er séð. LEIKLIST N o r ð a n I j ó s o g L A SKÆKJAN RÓSA Höfundur: José Luis Martín Delscalzo. Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. Leikmynd og búningar: Edward Fuglo. Kristslíkneski: Kar- el Hlavaty. Lýsing: Ingvar Björns- son. Hljóðmynd: Kristján Edelstein. Raddir af segulbandi: Hannes Örn Blandon, Jónsteinn Aðalsteinsson, Sigurður Hallmarsson og Stefán Gunnlaugsson. Leikari: Saga Jóns- dóttir. Laugardagur 19. febrúar. RÓSA Fernandez, persóna þessa einleiks spænska höfundarins Descalzo, er kona sem eyðir mest- um hluta tíma síns alein. Leikritið er að formi til einræða hennar sem beint er til líkneskis af Kristi hýdd- um, sem hefur fyrir tilviljun dagað uppi á hanabjálka í hóruhúsi einu eftir að hafa bjargast undan hörm- ungum spænska borgarastríðsins, rétt eins og Rósa sjálf. Að sögn höfundar er Rósa ein margra sem hafa verið kúgaðir af þeim „góðu“. Það er auðvelt að ganga út frá þessari skilgreiningu, að Rósa hvað aðstæður og örlög snertir sé sköpunarverk þeirra sem hún úthúðar í einræðum sínum. Hún missir foreldra sína og öll systkini nema eitt í fjöldamorði fjögurra ára gömul, er alin upp af heimskum nunnum og svo neyðist hún að gegna starfi sem henni býð- ur við, að uppfylla ógeðfelldar óskir kúnnanna sem sækjast eftir þjón- ustu hennar. En málið er ekki svona einfalt. Til að samþykkja þessa túlkun höf- undar verður að fallast á það að það sem Rósa segir eigi við rök að styðjast og að hún gefi sannferðuga mynd af lífi sínu og skoðunum. Til að samþykkja hina harmrænu mynd sem höfundur dregur upp í brotum úr viðtali sem birt er í leik- skrá verður að loka augunum fyrir fjölmörgum atriðum úr texta verks- ins og sérstaklega þeim stíl sem leikstjóri og leikari velja í leiknum. Þetta kemur ekki heim og saman að öllu leyti. Rósa er í höndum Sögu Jónsdóttur (sem hefur sterka stoð í textanum) lífsglöð og ódrepandi, kjaftfor og ákveðin. Það valtar eng- inn yfir hana. Einnig verður að taka tillit til þess að við fáum einungis að heyra hennar útgáfu af frásögninni, út- gáfu sem er barmafull af misvísun- um og tvísögli. Myndin af Rósu sem fórnarlambi gengur út frá því að hún eigi ekki annarra kosta völ og þjáist hverja stund í starfi sínu. Við verðum að taka hennar orð fyrir fyrra atriðinu gild, enda fáum við engar frekari skýringar, og hún virðist ganga hreint og kvíðalaust til verks eftir að hafa tekið við pönt- unum. Hún þráir að dansa áhyggju- laus eina kvöldstund á ári sem venjuleg kona og verður fyrir sár- um vonbrigðum þegar það gengur ekki upp; en þessi ánægjustund er skilyrt með því að hún skal klæðast karlmannsfötum og fær sína greiðslu að launum. Hvað þjóna kirkjunnar áhrærir og viðhorf hennar til þeirra er það greinilegt að Rósa gerir skýran greinarmun á þeim og því sem þeir þjóna. Hún er sanntrúuð á sinn eig- in máta. Rétt eins og hún velur úr sínu eigin lífi atriði sem eiga að varpa ljósi á hver hún raunverulega er má ekki gleyma því að í leikrit- inu er áheyrandinn hennar eigin Krístur. Og þessi Kristur skækj- unnar, eða réttara sagt þessarar einu skækju, er skapaður af henni, hann er hennar guð og er byggður á hennar forsendum. Spurningarnar sem verkið vekur eiga mjög almenna tilvísun. Að hve miklu leyti á það við Rósu að hver er sinnar gæfu smiður? Eigum við ekki öll kost á því að velja og hafna hvað við teljum vera mikilvægustu atriðin í sögu okkar sjálfra þegar við gefum öðru fólki tækifæri á að kynnast okkur á okkar eigin for- sendum? Endirinn er stórkostlegur því að þessi útfærsla sem Rósa hef- ur æft fyrir framan Krist á að koma fyrir sjónir umheimsins. Við leikum öll sjálf okkur og af því meiri krafti sem bilið er stærra á milli þess sem aðrir hugsa um okkur og þes sem við sjálf álítum. Hlutverk Rósu býð- ur upp á endalausa möguleika fyrir góða leikkonu. Sögu Jónsdóttur tekst mjög vel upp í hlutverkinu og sýnir á sér fjöldamargar nýjar hlið- ar sem leikkona. Henni tekst að sýna vel þá tvíhyggju sem býr í persónunni. Henni skjöplaðist ein- staka sinnum á textanum en hvergi til lýta. Styrkur sýningarinnar felst fyrst og fremst í hve henni tekst að draga upp trúverðuga mynd af Rósu og svo hve leikmynd, búning- ar og gervi falla vel að efninu. Hljóðmyndin var með miklum ágætum, oftast áhrifamikil, t.d. er skotárásin er rifjuð upp, en radd- irnar í niðurbrotsatriðinu voru ekki nógu háværar og vel miðaðar til að verða ógnvekjandi og Saga náði ekki upp spennu í samleik við þær. Þetta er mjög áhugavert verk, þó að það veki upp fleiri spurningar en það svarar og að höfundurinn hafi fallið í þá gryfju að skýra verkið út í viðtali svolítið á skjön við það sem kemur fram í leiktextanum. Kannski sagði hann ekki það í verk- inu sem hann ætlaði sér. Hvað um það, verkið stendur fyrir sínu og þessi uppsetning vekur grun um að Rósa sé ekki bara sú sem hún gefur sig út fyrir að vera, sem hlýtur að vera mun áhugaverðari kostur en að segja einfalda dæmisögu um hóru sem hefnir sín. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.