Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728291234
    567891011

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 72
^ Texas Instruments MORGUNBLADW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSWÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI:KA UPVANGSSTRÆHI ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Ami Sæberg Samningamenn bera stóla í ný húsakynni ríkissáttasemjara, fremstir fara Halldór Björnsson, formaður Eflingar, og Kristján Gunnarsson úr Keflavík. Flóabandalagið og SA ætla að láta reyna á samninga um næstu helgi Viðræðuslit á fundi i-jsa VMSI og vinnuveitenda Á FUNDI samninganefndar Verka- mannasambandsins og Samtaka at- vinnulífsins (SA) í gær slitnaði upp úr viðræðum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir að samninga- nefnd VMSÍ sjái ekki ástæðu til að sitja lengur yfir viðræðum enda haf! þær engu skilað. Samningamenn Flóabandalagsins og vinnuveitenda ætla að hittast á fundi nk. föstudag og segir Halldór Bjömsson, formaður Eflingar, hugsanlegt að menn haldi . áfram viðræðum um helgina og láti á það reyna hvort samningar takist. Samninganefnd Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins áttu rúm- lega fjögurra klukkustunda fund í gær hjá ríkissáttasemjara. Á fundin- um lögðu vinnuveitendur fram hug- mynd um tryggingaákvæði samn- ings, en Halldór sagði að Flóa- bandalagið gæti ekki fallist á hana. Talsvert bæri því enn á milli um tryggingaákvæði. Flóabandalagið vildi fá inn í samninga ákvæði sem fæli í sér tryggingu gagnvart kaup- hækkunum annarra hópa og gagn- vart verðbólgu. Hann sagði að það væri hins vegar jákvætt að vinnuveit- endur væru tilbúnir til að ræða um tryggingaákvæði. Það hefði ekki allt- afverið. Halldór sagði að samningamenn vinnuveitenda og Flóabandalagsins væru sammála um að skammtíma- samningur væri ekki heppilegasta lausnin. Menn vildu ná markmiðum sem erfitt væri að ná í samningi til skamms tíma, en þá yrði líka að nást samkomulag um tryggingar. Hann sagði að almennt mætti segja að við- ræður um efnisatriði samnings væru í eðlilegum farvegi. Auka þarf þrýsting á vinnuveitendur Að loknum fundi með Flóabanda- laginu gengu samningamenn SA á fund með Verkamannasambandinu. Fundurinn vai- algerlega árangurs- laus og sagði Bjöm Grétar eftir hann að það væri mat samninganefndar Verkamannasambandsins að til- gangslaust væri að halda áfram við- ræðum. Ekkert hefði þokast frá því þær hófust og því hefði VMSÍ slitið þeim. Það væri nú í höndum ríkis- sáttasemjara að ákveða hvort boðað- in- yrði nýr fundur. Bjöm Grétar sagði ljóst að auka þyrfti þrýsting á vinnuveitendur ef einhver von ætti að vera um að samn- ingar tækjust. Þau skilaboð hefðu verið send út í félögin að kröfur þeirra mættu engum skilningi af hálfu vinnuveitenda. Hann sagðist vænta viðbragða frá þeim. Formannafundur VMSÍ gerði sér- staka samþykkt fyrr í vetur um að hefja undirbúning aðgerða hefði árangur ekki orðið í viðræðum fyrir 10. mars. Óvissa ríkir nú um framtíð stærsta einstaka vinnustaðarins á Hellu Skípholti 21 Simi 530 1800 Fax 530 1801 www.apple.is/ibook TIL greina kemur að kjúklinga- sláturhús Reykjagarðs hf. verði flutt frá Hellu. Eigendur þess telja þörf á að auka við húsnæði og end- urnýja tæki og em meðal annars í viðræðum um kaup á mjólkursam- lagshúsinu í Borgarnesi. Slátur- ^fchúsið er stærsti vinnustaðurinn á Hellu. Hreppsnefnd Rangárvallahrepps fékk forsvarsmenn Reykjagarðs hf. á sinn fund í gær til að ræða framtíð sláturhússins. Óli Már Ar- Viðræður um flutn- ing kjúklingaslát- urhúss í Borgarnes onsson oddviti segir að það hafi verið gert vegna fregna um að til iBook-alvöm fartölvaMApple 149.900 kr. stgr. greina kæmi að flytja starfsemi sláturhússins í burtu. Bjarni Ás- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir að þörf sé á að stækka sláturhús félagsins til að koma við aukinni hagræðingu i rekstri þess. Endurnýja þurfi slát- urlínuna og bæta við vélum. Við það fækki starfsfólki og hagræði aukist enda sé mikil þörf á því vegna þess að verð á kjúklingum hafi farið lækkandi. Segir Bjarni Ásgeir að ýmsir möguleikar hafi verið til athugun- ar. Staðfestir hann að til greina komi að flytja starfsemina annað en einnig sé til athugunar að byggja annað hús við hliðina á slát- urhúsinu á Hellu. Stjórnendur Reykjagarðs hf. hafa meðal annars verið í viðræðum við Sparisjóð Mýrasýslu um kaup á húsnæði mjólkursamlagsins við Engjaás í Borgarnesi. Þar er rekið matvæla- vinnslufyrirtæki. Sparisjóðurinn yfirtók nýlega húsnæðið af Kaup- félagi Borgfirðinga og var því þá lýst yfir að sjóðurinn hefði hug á að losa sig við það sem fyrst aftur. Mjólkursamlagið er 5.000 fermetr- ar að stærð. Yrði mikið áfall að missa fyrirtækið Reykjagarður framleiðir Holta- kjúkling á búum sínum á Ásmund- arstöðum í Holtum, í Mosfellsbæ og Borgarfirði og slátrar auk þess fyrir fleiri kjúklingabændur í slát- urhúsinu á Hellu. Liðlega 55 heilsársstörf eru í sláturhúsi Reykjagarðs og er það stærsti einstaki vinnustaðurinn á Hellu. Óli Már oddviti segir að það yrði mikið áfall að missa fyrirtæk- ið. Hins vegar væri það ekki á valdi hreppsnefndar að halda fyrir- tækinu ef eigendur þess teldu hag- kvæmt að flytja það. Hann segir að Reykjagarður hafi vilyrði fyrir lóð við hlið núver- andi athafnasvæðis sláturhússins á Hellu. Flutt úr Karphúsinu EMBÆTTI ríkissáttasemjara flutti í gær starfsemi sína úr Borgartúni 22 í Borgartún 21. Það voru samn- ingamenn úr verkalýðshreyfing- unni og Samtökum atvinnulífsins sem héldu á stólum yfir götuna, en Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hélt á gerðabókum, fundarhamri og kaffibolla, en hann sagði að ef eitthvað einkenndi embætti ríkis- sáttasemjara umfram annað væri það fundir og kaffidrykkja Hið nýja húsnæði er beint á móti gamla húsnæðinu, sem oft hefur verið kallað Karphúsið. Þórir sagði að nýja húsið væri svipað að stærð og það gamla; tæplega 900 fer- metrar. Húsnæðið nýttist hins veg- ar mun betur. Það væri allt á sömu hæð, en í Karphúsinu var embættið með aðstöðu á tveimur hæðum. I ávarpi sem Þórir hélt þegar samningamenn kvöddu gamla hús- ið sagði hann að í Karphúsinu hefði ríkt góður andi sem hann vildi gjarnan flytja yfir í nýja húsið. Borgartún 22 hefur oft verið kall- að Karphúsið, en Þórir sagði óvíst hvort það nafn færðist yfir götuna. Hann sagðist hafa orðið var við andstöðu við að Borgartún 21 fengi þetta nafn og því hefði sú hugmynd kviknað að kalla nýja húsið Höfða- borg í höfuðið á smáíbúðahverfi sem reist var á þessum stað í hús- næðiseklu seinnistríðsáranna. Gíróseðlar greiddir með mús- arhnappi BÚNAÐARBANKINN opnaði í gær svokallaða Netgíróþjón- ustu, sem er einfaldara form á greiðslu gíró- og greiðsluseðla en þekkst hefur hingað til. Áð sögn Inga Arnar Geirs- sonar, forstöðumanns tölvu- deildar Búnaðarbankans, auð- veldar Netgíróþjónustan við- skiptavinum bankans að greiða gíróreikninga á Netinu. Ekki er lengur þörf á að slá inn löng til- vísunamúmer gíróseðla og fleiri tölur, sem var tafsamt verk, heldur er unnt að ganga frá skuldfærslu af útgjalda- reikningi með því að smella nokkrum sinnum á músar- hnapp tölvunnar. Þá felst nýj- ungin ekki síst í því að prentaðir gíróseðlar frá þeim fyrirtækj- um sem gerðir hafa verið sarrin- ingar við, heyra sögunni til. I gamla kerfinu þurfti að hafa gíróseðla við höndina þegar þeir voru greiddir á Netinu. Gíró- og greiðsluseðlar birt- ast notandanum á tölvuskján- um í Heimilisbanka Búnaðar- bankans og þannig velur notandinn þá reikninga sem hann vill greiða. Gerðir hafa verið samningar við Reykjavíkurborg um fast- eignagjöld, Landssímann um símreikninga og RÚV um af- notagjöld og fleiri fyrirtæki munu bætast í hópinn innan skamms. Búnaðarbankinn mun að auki bjóða upp á Netgíró í gegnum WAP-síma í lok þessa mánaðar, þar sem unnt verður að greiða gíróseðla með því að smella ein- göngu á aðgerðahnappa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 44. tölublað (22.02.2000)
https://timarit.is/issue/132614

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

44. tölublað (22.02.2000)

Aðgerðir: