Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÉTTIR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Landssíminn segir ummæli félags-
málaráðherra vera misvísandi
Verðskrá sil
sama alls staðar
á landinu
LANDSSÍMINN kveður þá yfir-
lýsingu Páls Péturssonar félags-
málaráðherra að mikill og óeðlileg-
ur verðmunur sé á gagnaflutninga-
þjónustu fyrirtækisins vera mis-
vísandi og sagði Ólafur Þ. Steph-
ensen, forstöðumaður upplýsinga-
og kynningarmála Landssímans, í
gær að allir borguðu það sama fyr-
ir flutning gagna jafnlangan veg,
sama hvar væri á landinu.
í samtali við Morgunblaðið á
laugardag sagði Páll að enn væri
„verulega miklu dýrara að kaupa
þjónustu af Símanum úti á landi en
hér á höfuðborgarsvæðinu." Tekur
ráðherrann síðan dæmi af gagna-
flutningsþjónustu með 2 Mb flutn-
ingsgetu og nefnir mismunandi
verð fyrir nokkra staði á landinu.
„Ráðherrann lætur þannig í það
skína að um sé að ræða sömu
þjónustu og að þannig sé verðskrá
Landssímans mismunandi eftir
Erindi Péturs
Péturssonar þular
Samkeppnis-
ráð leitar sjón-
armiða Ríkis-
utvarpsins
ERINDI Péturs Péturssonar þul-
ar, til Samkeppnisráðs, þar sem
hann biður ráðið að kanna hvort ís-
lensk tunga njóti jafnrar sam-
keppnisstöðu á við enska tungu í
hljómlistarflutningi á vegum Ríkis-
útvarpsins, var tekið fyrir á fundi
ráðsins í gær.
Georg Ólafsson formaður Sam-
keppnisráðs segir að á fundinum
hafi verið ákveðið að leita sjónar-
miða Ríkisútvarpsins í málinu. Rík-
isútvarpinu verði sent bréf á næstu
dögum og í framhaldi af því komi í
ljós hver framvinda málsins verður.
landshlutum,“ segir í athugasemd
frá Landssímanum. „Til að forðast
allan misskilning er rétt að taka
fram að verðskrá Símans fyrir
gagnaflutningsþjónustu er auðvit-
að sú sama alls staðar á landinu.
Það kostar þannig jafnmikið að
tengjast frá Akureyri til Reykja-
víkur og frá Reykjavík til Akur-
eyrar og það kostar líka jafnmikið
að tengja saman t.d. tvö fyrirtæki
innanbæjar á Akureyri og tvö fyr-
irtæki innanbæjar í Reykjavík."
I athugasemdinni segir að í
dæminu, sem Páll Pétursson setti
upp, hafi verið um að ræða verð,
sem félagsmálaráðuneytinu var
gefið í gagnaflutningssambönd yfir
mjög mismunandi vegalengd, þ.e.
annars vegar innan Reykjavíkur
og hins vegar milli Reykjavíkur og
nokkurra staða á landinu. I sum-
um tilfellum þyrfti alllanga leigu-
línu í tengipunkt í ATM-neti Sím-
ans, en í öðrum tilfellum mun
styttri línu. Vegna þessa væri til
dæmis dýrara að tengjast frá
Hvammstanga til Reykjavíkur, en
frá Akureyri til Reykjavíkur.
„Nýleg leigulínuverðskrá Sím-
ans, sem unnin var ásamt Póst- og
fjarskiptastofnun, tekur mið af
reglum Evrópska efnahagssvæðis-
ins um að verðskráin skuli endur-
spegla raunkostnað við að veita
viðkomandi þjónustu," segir í at-
hugasemdinni. „Fjarlægð á milli
staða er óhjákvæmilega stór þátt-
ur í þeim kostnaði, rétt eins og við
veitingu ýmiss konar annarrar
þjónustu. Þótt verð fyrir gagna-
flutninga um lengri veg hafí lækk-
að stórlega með nýrri verðskrá
mun kostnaður vegna styttri lína
og langra aldrei verða sá sami.“
í athugasemd Landssímans seg-
ir að fjarskiptafyrirtækjum sé af
samkeppnisástæðum ekki heimilt
að verðjafna þessa þjónustu, en
hins vegar væri stjórnvöldum
heimilt að niðurgreiða hana í formi
byggðastyrkja.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Lagarflj ótsormurinn
Bíður eftir að
snjóa leysi
Vaðbrekku, Jökuldal - Lagar-
fljótsormurinn liggur við festar
og bíður þess að snjda og ísa
leysi svo hann geti aftur farið
að sigla með farþega um Lag-
arfljótið. Það er öllu algengara
að sjá önnur farartæki en skip
föst vegna ófærðar en engu er
líkara en „ormurinn langi“ sé
fastur í skafli og bíði eftir að
snjdnum verði rutt burt svo
hann komist á flot.
Hafnarfjörður
Grunn-
skólar
héldu hátíð
GRUNNSKÓLANEMENDUR í
Hafnarfirði héldu sameiginlega há-
tíð á dögunum í íþróttahúsi Víði-
staðaskóla. Nemendur á unglinga-
stigi og ækulýðsráð Hafnarfjarðar
stóðu að hátíðinni. Unglingamir
fluttu ýmis frumsamin verk fyrir
aðra nemendur, foreldra sína og
aðstandendur. Um kvöldið var svo
slegið upp dansleik í íþróttahúsinu
við Víðistaðaskóla.
Morgunblaðið/Jim Smart
Morgunblaðið/Jim Smart
Könnun á líðan barna í 4.-7. bekk
Álftanesskóla
Sýnilegur árang-
ur í baráttunni
gegn einelti
Bessastadahreppur
UM 5% fleiri nemendur í 4.-7. bekk
Álftanesskóla telja að krakkar geti
helst fengið aðra krakka til að hætta
að stríða eða hrekkja í könnun á líð-
an nemenda í fyrra en í hittifyrra.
Nemendur láta í ljós ákveðnari af-
stöðu en tvö árin á undan. Svein-
björn Markús Njálsson skólastjóri
segir að samanburðurinn gefi til
kynna sýnilegan árangur af starfi
með nemendum í framhaldi af niður-
stöðum könnunarinnar í hittifyrra.
Sveinbjörn tók fram að hann
leysti Erlu Guðjónsdóttur af í skóla-
stjórastólnum í vetur. „Innra mat
hefur verið fastur liður í skólastarf-
inu í þrjú ár. Fjármagn kom upp-
haflega frá Þróunarsjóði grunnskól-
anna og veitt hefur verið fagleg
aðstoð á skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðarbæjar. Skólastjóri og kenn-
arar hafa séð um framkvæmdina öll
árin. Einn liður í matinu felst í könn-
un á líðan nemenda í 4.-7. bekk í
nóvembermánuði ár hvert. Sérstak-
lega hefur verið hugað að vanda í
tengslum við einelti og stríðni af
hvers konar tagi. Nemendur svara
spurningum eins og hvort þeir viti
um einhverja í skólanum sem séu
teknir fyrir. Nú hefur verið bætt við
skilgreiningu á því hvað sé að vera
tekinn fyrir, þ.e. að hrinda, lemja
eða slá, enda hafði komið í ljós að
ekki lögðu allir sama skilning í orða-
tiltækið," sagði Sveinbjörn.
Hann sagði að niðurstöður könn-
unarinnar hefðu verið kynntar á
fundi með foreldrum til að byrja
með. „Síðan var ákveðið að fara aðra
leið og flétta umfjöllun um niður-
stöðu könnunarinnar inn í námsefn-
ið „Samvera" eftir Sigrúnu Aðal-
bjarnardóttur í lífsleiknitímum.
Niðurstöður könnunarinnar eru að
ýmsu leyti athyglisverðar. Nokkur
hópur hefur tekið eftir því að ein-
hverjir eru teknir fyrir. Annar hóp-
ur veit að aðrir hafa verið með í að
taka einhverja fyrir. Hins vegar
kannast aðeins 1% strákanna við að
hafa verið með í að taka aðra fyrir.
Um 0,9% nemenda segja slæmt/
mjög slæmt að vera í skólanum.
Hlutfallið er auðvitað of hátt. Einn
er einum of mikið þegar einelti er
annars vegar.“
Börn geta haft jákvæð áhrif
Sveinbjörn segir einkum tvennt
mega lesa úr úr samanburði milli
niðurstaðnanna í tveimur síðustu
könnunum. „Annars vegar er greini-
legt að nemendur hafa mótað sér
mun ákveðnari afstöðu en áður.
Hins vegar er greinilegt að nú telja
fleiri nemendur (23%) en árið á und-
an (18%) að krakkar geti helst feng-
ið aðra krakka til að hætta að stríða.
Börnin virðast því vera farin að
skynja að þau geti haft jákvæð áhrif
með því að segja frá eða tala um
vandann. Önnur greinanleg breyt-
ing er að börnin telja frekar að
kennari heldur en skólastjóri geti
fengið krakka til að hætta að stríða
eða hrekkja. Sú breyting er í fullu
samræmi við stefnu skólans um
hvernig leysa eigi vandamál í
tengslum við aga og ágreiningsmál.
Skólastjóri kemur ekki inn í mynd-
ina fyrr en eftir að kennarar og for-
eldrar hafa reynt að leysa vandann."
Spurningalisti íþremur liðum
Fram kemur að notkun á spurn-
ingalista undir yfirskriftinni „Mat á
stöðu nemenda" frá Skólaþjónustu
Eyþings hefur gefið góða raun við
lausn ágreiningsmála í skólanum.
„Mat á stöðu nemenda skiptist í
þrennt, spurningalista til nemenda,
foreldra og kennara. Niðurstöðurn-
ar gefa færi á ákveðnum umræðu-
grundvelli fyrir áframhaldandi
greiningu á vandanum. Þessu til við-
bótar hefur handbók í atferlisstjórn-
un „Gríptu til góðra ráða“ eftir Guð-
rúnu Öddu Ragnarsdóttur komið að
góðum notum.“
Framkvæmd-
ir við nýtt
bókasafn á
næsta ári
Kópavogur
STEFNT er að því að framkvæmdir
við nýtt bókasafn Kópavogsbúa hefj-
ist á næsta ári. Þá er ráðgert að
koma upp útibúi frá safninu í Kópa-
vogsdalnum.
Þetta kom fram í samtali Morgun-
blaðsins við Sigurð Geirdal bæjar-
stjóra í framhaldi af ummælum
Hrafns Harðarsonar, bæjarbóka-
varðar í Morgunblaðinu, á föstudag
um að safnið byggi við þröngan
húsakost og að hann hefði áhuga á
að fá útibú fyrir safnið í Smáranum.
Framtíðar menningarmiðstöð
Kópavogs verður reist við hlið Salar-
ins og sagði Sigurður Geirdal að
stefnt væri að því að framkvæmdir
gætu hafist þar á næsta ári en þar
verður framtíðarhúsnæði bókasafns-
ins. Sigurður sagði að þótt ekki væri
búið að negla niður hvenær hafist
verður handa við framkvæmdir væri
trúlegt að það yrði á næsta ári. „Síð-
an er ljóst að við höfum lengi hugsað
um útibú niðri í dal og þar kemur
ýmislegt til greina,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að í upphafi hefði staðið
til að fá húsnæði í Smáralind fyrir
útibú safnsins en það hefði breyst,
einnig væru hugmyndir um safn í
tengslum við Lindaskóla. Ljóst væri
því að á næstu árum fengi safnið nýj-
ar höfuðstöðvar í nýrri menningar-
miðstöð og einnig yrði opnað útibú
„niðri í dal“.
276 m.kr. í leik-
skólabyggingar
Reykjavík
REYKJAVIKURBORG ætlar að
ráðstafa 276 milljónum króna til
framkvæmda við leikskóla á þessu
ári. Þetta er álíka upphæð og í fyrra
en nokkru lægri en 1998.
Að sögn Stefáns Hermannssonar,
borgarverkfræðings, rennur þetta fé
til byggingar leikskóla í Víkurhverfi
og við Háteigsveg. Einnig verður
haldið áfram með framkvæmdir við
leikskóla í Húsahverfi og breytingai-
og endurbætur í Hagaborg og víðar
verða gerðar endurbætur á eldra
húsnæði leikskóla borgarinnar.