Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 60
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Magnús Gylfi Thorstenn forstjóri Atlanta og Skúli Skúlason fram- kvæmdastjóri Flugflutninga handsala samninginn á skrifstofu Atlanta. Atlanta og Flugflutning- ar semja um frakt FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. og Flugflutningar ehf. hafa gert með sér samning um að Flugflutningar verði söluaðili á allri frakt í flugvél- um Flugfélagsins Atlanta til og frá íslandi. Þetta mun taka til allra áfangastaða félagsins frá íslandi, Kaupmannahöfn, London, Alic- ante, Faro og Palma. Flugflutningar munu í umboði Atlanta sjá um öll samskipti við tollayfirvöld varðandi skráningar farmskrár, geymslu og afhendingu á frakt fluttri af Atlanta. Flokksráðsfundur VG Brýnt að bæta kjör sauðfjárbænda FLOKKSRÁÐ Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs hélt fyrsta fund sinn á nýbyrjuðu ári sl. laugar- ► dag. í flokksráði sitja fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins auk stjórnar flokksins og þingmanna. A dagskrá fundarins var fjöldi mála en aðalefni hans var þó umfjöll- un um stöðu landbúnaðar á Islandi um þessar mundir og samningar við bændur. A fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Flokksráðsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, hald- inn í Reykjavík 19. febrúar árið 2000, hefur fjallað um stöðu íslensks land- búnaðar og telur sérstaklega brýnt að stórbæta kjör sauðfjárbænda og fjölskyldna þeirra. Vakin er athygli á því að sérstök ástæða er til að huga að stöðu kvenna í sveitum. V Með vísan til yfirstandandi samn- ingaviðræðna hvetur fundurinn stjómvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja afkomu sauðfjárbænda í landinu. Mikilvægt er að í nýjum samningum eða samhliða þeim verði skapaðar forsendur fyrir þróun í greininni, nýliðun verði tryggð, árangur náist í umhverfismálun og lífræn ræktun aukist. Jafnframt þarf að gera rótttækar ráðstafanir til að bæta aðstæður til búsetu í dreifbýli Jarðgerð á vegum sveitar- félaga „JARÐGERÐ - góður kostur fyrir sveitarfélög, stofnanir og einstakl- inga,“ er yfírskrift á námskeiði, sem Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, heldur fyrir fagfólk í græna geiranum fimmtudaginn 24. febrúar frá kl. 10 til 17 í húsnæði Félags garðyrkjumanna, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Leiðbeinendur verða Baldur Gunnlaugsson, garðyrkjustjóri úti- svæða Garðyrkjuskólans, Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmda- stjóri Gróðurs fyrir fólk í iandnámi A Ingólfs, Bjöm Halldórsson umhverf- isverkfræðingur og Ingi Arason, rekstrarstjóri Gámaþjónustunnar. Námskeiðið enda á heimsókn til garðyrkjudeildar Kirkjugarðanna í Fossvogi, þar sem jarðgerð verður kynnt í máli og myndum. Skráning og nánari upplýsingar em hjá endurmenntunarstjóra Garðyrkjuskólans á skrifstofutíma. landsins svo sem með átaki í sam- göngumálum, bættum fjarskiptum, fjölbreyttara atvinnulífi, bættum möguleikum til menntunar og trygg- ara aðgengi að heilbrigðisþjónustu.“ Stöðinni í Sellafield verði lokað Á fundi flokksráðs Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs var einnig fjallað um þær fréttir sem borist hafa af hættu á kjarnorku- mengun í norðurhöfum. Eftirfarandi áskorun til íslenskra stjórnvalda var samþykkt á fundin- um: „Flokksráðsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, hald- inn í Reykjavík 19. febrúar árið 2000, beinir því til íslenskra stjómvalda að þau beiti sér fyrir því á alþjóðavett- vangi að kjarnorkuendurvinnslu- stöðinni í Sellafield og öðrum sam- bærilegum stöðvum með frárennsli í sjó verið lokað sem fyrst. Rflds- stjóminni ber að tilkynna breskum stjómvöldum slíka afstöðu Islend- inga þegar í stað. Sú stórkostlega hætta sem steðjar að vistkerfinu vegna losunar geislavirks úrgangs í hafið er óviðunandi og rannsóknir hafa jafnframt leitt í Ijós að öryggis- mál starfseminnar em í molum.“ Fræðslufundur um skjalavörslu BANDALAG kvenna í Reykjavík heldur fræðslufund um skjalavörslu miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20 á Hallveigarstöðum við Túngötu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Inntökufundur KFUM NÝJUM félagsmönnum verður fagnað á fundi aðaldeildar KFUM fimmtudaginn 24. febrúar á fundi aðaldeildar KFUM í aðalstöðvum félagsins við Holtaveg. Hefst fund- urinn með borðhaldi kl. 19. Nýjum félögum verður boðið í matinn en eldri félagsmenn greiða 2.000 kr. Skráning í matinn fer fram á skrifstofu KFUM við Holta- veg. Að borðhaldi loknu verður dagskrá í umsjá stjórnar KFUM í Reykjavík. viiwkwm Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til kaup- manna við Laugaveg EG er ein af þeim sem hingað til hefur þótt eftir- sóknarverðara að fara á Laugaveginn en í Kringl- una, þó það sé styttra þang- að heiman frá mér. Aftur á móti hef ég aldrei skilið ólundina og óliðlegheitin, sem maður verður oft og iðulega var við í verslunum við Laugaveginn, ef maður vogar sér að fara inn í næstu verslun og biðja af- greiðslufólk um að skipta fyrir sig í 50 kr. til að geta sett í stöðumælana. Það er í raun alveg fáránlegt að í hvert sinn sem maður ætlar á Laugaveginn, verði mað- ur að athuga áður en lagt er af stað hvort maður eigi 50- kall eða ekki og fara öðrum kosti í banka eða næstu búð og kaupa eitthvað með það í huga að fá 50 kr. til baka. Oft hefur það komið fyrir eftir að ég er lögð af stað til Reykjavíkur með það í huga að fara á Laugaveg- inn, að ég uppgötva að ég er ekki með skiptimynt í stöðumæli og hætti því við og fer t.d. í Kringluna. Ég fór inn í söluturn, neðar- lega á Laugaveginum og spurði afgreiðslustúlkuna kurteislega hvort hún gæti skipt fyrir mig 100 kr. í 2x50 kr. Hún varð alveg æf og kom með mikinn fyrir- lestur um það að hún ynni þarna ein og ef hún ætlaði sér að skipta fyrir alla sem bæðu um það, væri alveg eins hægt að loka „sjopp- unni“ því hún gerði þá ekk- ert annað. Ég held nú samt að hún hefði verið helmingi fljótari að skipta fyrir mig en að halda þessa ræðu. En s.s. kaupmenn við Laugaveg, ef þið ætlið að laða fólk til ykkar verðið þið að eiga svolitið af 50 kr. og skipta fyrir fólk með ánægju en ekki ólund - það gerir Laugavegsferðina mun ánægjulegri en ella! Hafnfirðingur. Opið bréf til Kára ÁGÆTI Kári. Ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með frá- bæran árangur. Ég hef fylgst af miklum áhuga með umræðu um gagnagrunn og verið honum fylgjandi. Eg varð orðlaus þegar ég heyrði af uppátækjum lög- manna um að reyna a_ð selja ykkur kennitölur. Ég vil nota þennan vettvang til að bjóða þér að nýta þér öll gögn sem til eru um mig í heilbrigðisgeiranum að vild. Ég vona bara að þær upplýsingar sem fara í grunninn nýtist í framtíð- inni bömum okkar til far- sældar. Sigrún Jónsdóttir, 210970-5419. Lokaorð um ketti ÉG vil beina þeim tilmæl- um til Sigrúnar að hætta þessari baráttu sinni fyrir slæmum málstað og hugsa svolítið um meðbræður sína. Það eru fleiri dýr til en kötturinn. Bið ég Sigrúnu að lesa Morgunblaðið 17. febrúar um akfeita ketti. Skrif hennar lýsa kannski best hug hennar til sam- borgara sinna. Að lokum hlakka ég til að geta gefið smáfugiunum á morgnana án ótta við að þeir verði drepnir á meðan. Réttlætið sigrar ávallt að lokum. 230626-4059, dýravinur. Félagrar í umferðinni ÁGÆTU félagar í umferð- inni sem akið um á Bens- um, Audium og BMWöff- um, sem virðast ekki búnir stefnuljósabúnaði, þið ætt- uð að krefjast þess að slíkt sé staðalbúnaður. Fyrir hvað eruð þið að borga? Við sem ökum á Citroen og viðlíka eðalvögnum höf- um þennan útbúnað inn- byggðan og notum hann nákvæmlega eins og bremsur og bensíngjöf. Við lendum í stökustu vand- ræðum þegar þið komið á bílum ykkar, sem ekki hafa þennan búnað, að hring- torgum og gatnamótum og vitum ekkert hvert þið ætl- ið. Fyrir alla muni aflið ykkur stefnuljósabúnaðar, hann er ekki svo dýr. Ásgeir, 160927-3649. Kosningar til stúdentaráðs VAKA, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, og Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskólanum, takast á í dag um fylgi í kosningum til stúdentaráðs. Eigi lýðræð- ishvötin að hafa betur með þjóðinni hvet ég stúdenta eindregið til að kjósa full- trúa Vöku. Þeir bera meiri virðingu fyrir fólki en Röskvumenn, hafa enda ekki þá hugsjón helsta að vera með hendurnar á kafl í vösum almennings. Rannveig Tryggvadótt- ir, Bjarmalandi 7, Rvík. Tapad/fundiö Gullhringar týndust ÞRIR gullhringar týndust sl. þriðjudagskvöld fyrir ut- an Domus Medica. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 557-9380. Fundarlaun. Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... SKÍÐAFERÐIR til útlanda hafa ekki heillað Víkverja mjög hing- að til. Aftur á móti virðast vinsældir þeirra sífellt vera að aukast, að minnsta kosti í þeim hópi sem Vík- verji þekkir best. Því varð það úr fyrir skömmu að hann skellti sér í eina slíka til Italíu með vinahópnum. Nánar til tekið til Madonna di Campiglio. Er ekki hægt að segja annað en ferðin hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins og er þegar byrjað að undirbúa aðra ferð að ári. Hins vegar mátti ýmislegt betur fara í skipulagi á staðnum og er í raun ótrúlegt að einn íslenskur far- arstjóri skuli vera látinn bera ábyrgð á yfir hundrað manna hópi. Fyrir það fyrsta þá átti hópurinn að fá afiienta skíðapassa klukkan 8:40 á mánudagsmorgni til þess að geta komist á skíðasvæðin og í skíða- kennslu. Passarnir voru hins vegar ekki tilbúnir fyrr en tæpum tveimur tímum síðar þannig að þeir sem áttu að fara í skíðakennslu klukkan níu misstu af henni þennan daginn. Einn farþeganna þurfti nauðsyn- lega að fá upplýsingar hjá farar- stjóranum um skíðakennslu morg- uninn eftir og reyndi ítrekað að ná í fararstjórann í neyðamúmeri sem farþegar fengu uppgefið en því mið- ur var alltaf slökkt á símanum. En að öðru leyti gekk ferðin snurðu- laust og án stóráfalla enda engin ástæða til þess að láta smáatriði eyðileggja fyrir sér fríið. XXX VÍKVERJI er ekki einn um að vera ferðaglaður í fjölskyld- unni og vinahópnum. Fyrir rúmri viku gáfu ferðaskrifstofurnar út sumarbæklinga sína og síðan hefur fjölskyldan og vinirnir legið yfir mögulegum og ómögulegum ferða- lögum sumarsins. Eftir að hafa grandskoðað hvað ferðaþyrstum Islendingum stendur til boða í sumar lýsti einn vinur Vík- verja því yfir að hann ætlaði að selja bflinn, gerast sígauni og flakka um heiminn þar sem það væri allt of margt spennandi í boði. Hvort sem viðkomandi stendur við ákvörðun sína, þá er nokkuð ljóst að það vant- ar ekki umræðuefni í næstu boðum og næsta víst að ýmsir framandi réttir verða á boðstólum í matarboð- um það sem eftir lifir vetrar. XXX SÍÐASTLIÐINN sunnudag var konudagurinn og var þetta ann- ar dagurinn á tæpri viku þar sem eiginmenn og unnustar eru nánast skikkaðir til þess að gefa sinni heitt- elskuðu annaðhvort blóm eða ein- hverja rómantíska gjöf. Siðir sem þessir fara ákaflega í taugarnar á Víkverja þar sem hans skoðun er sú að hver og einn verði að finna það upp hjá sjálfum sér vilji hann færa einhverjum, sem honum er annt um, gjöf. Þar eigi blómakaupmenn og aðrir verslunareigendur ekki að ráða ferðinni. Að vísu er erfitt að amast við dög- um eins og bóndadeginum og konu- deginum sem eru íslensk hefð, þó að ekki sé löng hefð fyrir gjafaflóði á þeim dögum, en að Islendingar hlaupi upp til handa og fóta á Val- entínusardaginn er nánast óskiljan- legt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.