Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umferðar- óhöpp víða um land NOKKUÐ kvað að umferðar- óhöppum á landinu í gær, en meiðsli á fólki urðu ekki mikil þrátt fyrir talsvert eignatjón. Tveir þriggja bíla árekstrar urðu í höfuðborginni í gær. Þá sluppu þrjú börn og tveir full- orðnir ómeidd eftir bflveltu í Norðurárdal. Á Austfjörðum stórskemmdist stór flutingabfll er hann hafnaði utan vega. Um klukkan 16 urðu tveir þriggja bfla árekstrar í um- dæmi lögreglunnar í Reykjavík. Annar áreksturinn varð á mót- um Miklubrautar og Snorra- brautar, en hinn á Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Meiðsli á fólki reyndust minniháttar. I Sveina- tungu í Norðurárdal sluppu þrjú böm og tveir fullorðnir ómeidd eftir bflveltu um hádeg- ið í gær. Tvær stórar flutingabifreiðir lentu út af á Austfjörðum í gær og stórskemmdist önnur þeirra er hún fór fram af vegi í sunnan- verðum Stöðvarfirði rétt fyrir klukkan 16 og skorðaðist á milli tveggja stórra bjarga. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðsfirði meiddist bflstjórinn lítilsháttar. Þá tók bflstjóri flutningabif- reiðar með tengigrind aftan í til þess ráðs að beina bifreið sinni út af Eskifjarðarmegin í Hólmahálsi í gærmorgun. Skyndileg hálka myndaðist á veginum og til þess að missa ekki bifreiðina á talsverðri ferð niður fyrir veginn, beindi bfl- stjórinn henni út af efri kanti og út í snjóinn. Að sögn lög- reglunnar hefði bifreiðin stór- skemmst hefði hún farið út af neðri kantinum. Bflstjórann sakaði ekki. Tillögur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að vegaáætlun Morgunblaðið/Arni Sæberg Jóhann Siguijónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjaraarnesi, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi á kynningarfundi. Tæpir tíu milljarðar í fram- kvæmdir næstu fímm árin FORSVARSMENN sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu kynntu í ’ gær tillögur sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu að forgangsröðun ; framkvæmda fyrir vegaáætlun árin 12000-2004 en í þeim er miðað við að . rúmlega 1.900 milljónum króna verði að jafnaði varið í framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu næstu fimm árin. Samtals eru það tæpir tíu milljarðar króna á árunum 2000 til 2004. Þar af fer tæpur millj- arður til framkvæmda á þessu ári. Kostnaður vegna framkvæmda við Sundabraut er ekki inni í þessum töl- um en í tillögum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu eða láni til framkvæmdanna sem metnar eru á alls um 5,1 milljarð króna á næstu fjórum árum, þ.e. um 1.700 milljónir króna á ári hverju frá 2002 til 2004. Stofnbrautir fyrir 40 milljarða Kostnaður vegna tillagna sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu nú er nokkuð hærri en þær tillögur sem sveitarfélögin lögðu fram fyrir síð- ustu vegaáætlun, þ.e. vegaáætlun 1998-2002. í rökstuðningi með tillög- unum nú segir m.a. að „þessi mikla hækkun stafi í fyrsta lagi af því að þessi þörf (um framkvæmdir við þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu) hafi safnast upp undanfarin ár“. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri bendir auk þess á að verðlag hafi hækkað um 8-10% frá því síðustu til- lögur voru settar fram og jaftiframt að komið hafi í ljós að kostnaðartil- lögur hafi í sumum tilvikum verið of lágar og að ennfremur hafi umferð verið meiri en áætlað var. Aukinheldur bendir Ingibjörg Sól- rún á að miðað við spár um fólks- fjölgun á höfuðborgarsvæðinu næstu tvo áratugina megi gera ráð fyrir því að fara þurfi í uppbyggingu stofn- brauta á höfuðborgarsvæðinu fyiir um 40 milljarða á næstu 20 árum. „Gert er ráð fyrir því að fólksfjölg- un á höfuðborgarsvæðinu verði um 36% á næstu 20 árum og að bflaum- ferð aukist um 40-50% á tímabilinu," segir Ingibjörg ennfremur og vísar til gagna um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins. „Fjörutíu milljarðar eru auðvitað há upphæð en við bendum á að sveit- arfélögin á þessu svæði munu vænt- anlega þurfa að leggja út í 30 millj- arða stofnkostnað vegna byggingar skóla og leikskóla á þessu sama tíma- bili og fara í um 25 milljarða fjárfest- ingu vegna gatna- og holræsafram- kvæmda í nýjum hverfum, þannig að það eru umtalsverðir fjármunir sem sveitarfélögin þurfa að leggja af mörkum vegna einmitt stækkunar þessa svæðis og íbúafjölgunar," seg- ir hún. Meðal helstu vegaframkvæmda sem sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu leggja til að farið verði í á næstu fimm árum má nefna tillögu um að lokið verði við breikkun Miklubrautar, farið verði í gerð mis- lægra gatnamóta á mótum Vestur- landsvegar og Víkurvegar og Vest- uriandsvegar og Suðurlandsbrautar, í gerð mislægra gatnamóta á nokkr- um stöðum á Reykjanesbrautinni, m.a. mislægra gatnamót við Breið- holtsbraut og Nýbýlavegar, færslu Hringbrautar, breikkun Vestur- landsvegar og gerð nýs Álftanesveg- ar svo dæmi séu nefnd. Himnastiqinn Mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar, Breið- holtsbrautar og Nýbýlavegar Seldist upp, en erjtominn aftur Sígildar, gullfaltegar djassballöður í frábærum flutningi Sigurðar Flosasonar og félaga „Ballöðutúlkun með meistarabrag" Vernharður Linnet, Mbl „Einstök tilfinning" Ingvi Þór Kormáksson, 0V iMí Mál og menning||y|| malogmenning.is 11»| I Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Sífiumúla 7 • Siml 510 2500 Framkvæmdir í haust UNDIRBÚNINGUR byggingar mis- lægra gatnamóta á mótum Reykja- nesbrautar, Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar er hafínn, en áætlað er aðframkvæmdir hefjist í haust og að kostnaður við hönnun og bygg- ingu gatnamótanna verði um 840 milljónir króna. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Vegagerðin auglýs- ir opið útboð á hönnun og vegna stærðar verksins er það auglýst á EES svæðinu. Frestur til að gera tilboð í hönnun gatnamótanna rennur út í lok mars, en framkvæmdir verða boðnar út að henni lokinni. Áætlað er að hönnun- in kosti um 40 milljónir króna og framkvæmdimar sjálfar um 800 milljónir. „Miðað er við að hægt verði að bjóða út framkvæmdir við bráðabirgðatengingar í ágúst og að heildarverkið verði boðið út í nóv- ember og að framkvæmdum verði lokið haustið 2001,“ segir Jónas Snæbjörnsson, umdæmissljóri Reykjanesumdæmis Vegagerðar- innar. Jónas segir að í frumdrögum að hönnun gatnamótanna sé gert ráð fyrir að þarna verði svokölluð punktagatnamót, en aðeins ein slík eru fyrir hér á landi, á mótum Vest- urlandsvegar og Höfðabakka. Hann segir einn af helstu kostum þessar- ar tegundar gatnamóta þann að þau krefjist minna landrýmis og að þessi lausn hafí meðal annars verið valin vegna landþrengsla. Nýju gatna- mótin verði svipuð að stærð og þau við Höfðabakka og segir hann gert ráð fyrir því að um 60 til 70.000 bíl- ar muni fara um þau á dag. Jónas segir gatnamót af þessu tagi á þessum stað mjög tímabær. „Umferðin er að aukast þarna eins og annars staðar og kannski meira en víða, vegna uppbygging- arinnar í Kópavogi. í dag eru þarna miklar taflr og það verða þarna slys, þannig að þetta er mjög tíma- bær framkvæmd," segir Jónas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.