Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 31 Brauð og mann- réttindi Rússneski leikritahöfundurinn Alexander Galin er staddur hér á landi í tilefni sýning- ar á verki hans, Stjörnur á morgunhimni. Hávar Sigurjdnsson átti samtal við Galin í anddyri Iðnó með útsýni út á Tjörnina. Morgunblaðið/Ásdís „Mitt hlutverk sem leikskálds er að opna hjarta mitt,“ segir Alexander Galin. Minn stærsti sigur á lífs- leiðinni er hversu mik- ið móður minni þótti til um að sonur hennar varð þekktur leikritahöfundur,“ segir Alexander Galin, höfundur leikritsins Stjörnur á morgunhimni sem Leikfélag Islands hefur sýnt í Iðnó við frábærar undirtektir. Galin segist gera fremur lítið af því að ferðast og baða sig í velgengni leik- rita sinna. Hann vill frekar sinna skriftum og kveðst þurfa að streit- ast dálítið á móti allri athyglinni. „Til að vernda höfundinn í mér,“ segir hann. Pólskur og rúmenskur Hann er einn þekktasti samtíma- höfundur Rússlands, leikrit hans eru færð upp í tugum leikhúsa á ári hverju og Stjörnur á morgunhimni hefur gengið óslitið í Mali-leikhús- inu í St. Pétursborg frá því það var frumsýnt þar fyrir 13 árum. Galin er einlægur í viðmóti, hlý- legur og opinn, um leið og hann finn- ur að spurt er af áhuga tendrast hann upp og spyr hvort hann eigi ekki að byrja á byrjuninni. Endilega. „Ég er fæddur Rússi en móðir mín var pólsk og faðir minn rúm- enskur. Þau voru frá landsvæðum í Póllandi og Rúmeníu sem urðu sov- ésk landsvæði árið 1939 eftir samn- inga milli Molotov og Ribbentrop og þau bjuggu í smábænum Kursk. Þar fæddist ég í lok stríðsins og ólst upp. Þau voru bláfátæk, áttu ekkert nema börn. Þess vegna var gleði móður minnar svo mikil þegar ég var allt í einu orðinn frægur. Mér þótti vænt um að geta glatt hana með því. Við áttum enga ættingja, þeir hurfu allir í útrýmingarbúðum nasista. Engar ömmur og engir af- ar, engir frændur og engar frænk- ur.“ Andropov undirritaði leyfið „Ég fór svo í listaháskóla í Pét- ursborg og lærði leikstjórn en ég hef lítið leikstýrt þar til á seinni ár- um, því ég byrjaði fljótlega að skrifa leikrit og fann mig strax í því.“ Þetta var í byrjun áttunda ára- tugarins og aðstæður í Sovétríkjun- um gerólíkar því sem nú er orðið. „Við vorum nokkur sem skrifuð- um leikrit en fengum þau aldrei leik- in,“ segir Galin og brosir við. „Samt vorum við ekki beinlínis andófs- menn. En við skrifuðum ekki í anda hinnar opinberu stefnu og því fékk ekkert atvinnuleikhús leyfi til að sviðsetja verkin okkar. Þannig var þetta í rauninni allt þangað til Gorb- atsjov komst til valda um miðjan 9. áratuginn." Ég spyr hvernig hann hafi haldið út að skrifa í 15 ár án þess að fá svið- sett eftir sig leikrit. Hann brosir ... „Ég er leikritaskáld ..." og bætir svo við: „Hvatningin um að halda áfram að skrifa þrátt fyrir þessar aðstæð- ur stafaði af því að ég ásamt tveimur öðrum leikritahöfundum Ljúdmilu Petrushevskayu og Victor Slavkin vorum í góðum tengslum við leik- húsfólk í Pétursborg sem las verkin Morgunblaðið/Sverrir Jóhanna Vigdís Arnarddttir og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlut- verkum sínum í Stjörnum á morgunhimni. okkar. Leikstjórar eins og Ginkas og Dodin hvöttu okkur áfram og sögðust ekkert þrá heitar en að fá að setja upp leikritin okkar. Þetta hélt manni við efnið. En þessi ritskoðun tók á sig ýmsar myndir og margar sérkennilegar. Arið 1978 gekk einn af þekktari ieikurum Rússlands á fund aðalritara kommúnistaflokks- ins, Júrí Andropovs, og bað leyfis að mega sviðsetja verk eftir mig. Andropov undirritaði samkomulag- ið með því skilyrði að skýrt væri tek- ið fram að um tilraunasýningu væri að ræða.“ Galin fórnar höndum. „Hugsaðu þér bara. Þarna var æðsti maður eins voldugasta ríkis í veröld- inni að skipta sér af slíkum smá- munum hvort sviðsetja mætti leikrit eftir einhvern óþekktan strák frá Kursk. Svona var þetta." Stjörnur á morgunhimni Svo brast stíflan og Gorbatsjov hóf umbætur sínar. Þá sprungu leik- húsin út og öll leikritin sem iegið höfðu óþreyjufull í skúffum höfunda og leikstjóra birtust á leiksviðinu. Alexander Galin varð frægur á einni nóttu og leikritin hans ollu deilum og umræðum innan leikhússins og utan. „Stjörnur á morgunhimni skrifaði ég á óvenjulega stuttum tíma. Ég fékk hugmyndina þegar verið var að undirbúa Ólympíuleik- ana í Moskvu um vorið 1980 og skrifaði leikritið strax .Það var svo ekki leikið fyrr en sjö árum síðar.“ Verkið byggir Galin á raunveru- legum atburðum í kringum undir- búning Ólympíuleikanna þegar yfir- völd í Moskvuborg ákváðu að fjarlægja allar vændiskonur af göt- um borgarinnar og geyma þær í eins konar búðum utan við borgarmörk- in meðan á leikunum stæði. Galin sviðsetur verkið £ einum slíkum búð- um þar sem nokkrar vændiskonur lenda saman daginn áður en leikarn- ir byi'ja. Þær eru á ýmsum aldri og ýmsum stigum niðm’lægingar, dýpst sokkin er Anna, drykkjusjúk á miðjum aldri. Þrátt fyrir þetta þýr hún yfir persónulegi’i reisn sem stafar af stóru hjarta og hlýjum til- finningum í garð meðbræðranna. Islenska sýningin frábær Galin segir að viðbrögð hinna rússnesku áhorfenda hafi verið mjög sterk þegar verkið var frumsýnt. „Þeir stóðu upp í salnum, mótmæltu leikurunum og rifust há- stöfum sín á milli. Sumir sögðu að þetta væri lygi, svona hefði þetta aldrei verið. Aðrir sögðu að þetta væri hreina satt og sögðu hinum að þegja. Fólk grætur og hlær á sýn- ingum verksins í Rússlandi. Svo kem ég hingað og sé þessa sýningu ykkar á verkinu og græt og hlæ sjálfur." Hvers vegna? „Vegna þess að mér finnst alveg makalaust að leikarar uppi á íslandi skuli geta fundið þá tilfinningu sem ég lagði í verkið fyrir 20 ái’um aust- ur í Rússlandi.“ Ég bið hann að skýra þetta nánar. „Aðalástæðan er sú að þetta er ein albesta uppfærsla sem ég hef séð á leikritinu og eru þær þó orðnar á annað hundrað talsins. Leikkonan sem leikur Önnu (Sigrún Edda Björnsdóttir) er líka aiveg stórkost- leg. Hvernig getm- þessi íslenska leikkona fundið alla þræðina sem liggja að þessari óhamingjusömu rússnesku konu? Þetta segir kannski meira um eðli leikhússins Minningar- hátíð til heið- urs Giordano Bruno STOFNUN Dante Alighieri stendur fyrir fyrirlestri til heið- urs ítalska fræðimanninum Giordano Bruno í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20.30 í Smára, Tónlistarsal Söngskóla Reykja- víkur v/Veghúsastíg 7. Thor Vilhjálmsson skáld og rithöfundur flytur inngangsorð og fyrirlesarar eru Þór Jakobs- son, Gunnsteinn Ólafsson og Jóhanna Gunnarsdóttir. Aðgangur er ókeypis. en flest annað. Annars þóttu mér allir leikararnir standa sig með mik- illi prýði og Magnús Geir er greini- lega mjög efnilegur leikstjóri. Það fer ekki á milli mála.“ Frelsi til að svelta Galin segist ekki vera pólitískur höfundur. „Ég er ekki að skrifa um Lenín, Stalín eða slíkt. Ég er að skrifa um fólk og tilfinningar. Það er ekki pólitískt.“ Ég spyr hann á móti hvort hann sé ekki að reyna að flækja mig í dæmigerðum skýringum höfundar- ins gagnvart skriffinnskuveldinu. Ég geti að minnsta kosti vel ímynd- að mér hvers vegna sovésk yfirvöld hafi ekki viljað að Stjörnur á morg- unhimni yrði sýnt strax eftir Ólymp- íuleikana 1980. Leikritið lýsi hliðum á sovésku samfélagi sem ekki áttu að sjást. Það lýsir feluleiknum sem átti sér stað. Er það ekki pólitískt? „Jú, kannski er það pólitík í þeim skilningi. En ég er ekki að benda á aðrar leiðir, ég er ekki að gagnrýna kerfið. Ég er bara að lýsa því sem er. Mitt hlutverk sem leikskálds er að opna hjarta mitt og sýna þér hvað þar er að finna.“ Ertu þá móralisti? „Kannski frekar. Mér ofbýður stundum og reyni þá að koma því að í verkum mínum.“ Hvað ofbýður þér í rússnesku samfélagi núna? „Hin nýju trúarbrögð. Blind trú á mátt peninganna. Nýjasta leikritið mitt heitir Samkeppni og fjallar um samkeppni markaðsþjóðfélagsins. Þessa grimma, frjálsa markaðsþjóð- félags sem hefur orðið til í Rúss- landi á tíu árum. Þar hafa margir orðið gífurlega ríkir en ennþá fleiri hafa orðið skelfilega fátækir.“ Galin segir að stór hluti almenn- ings í Rússlandi horfi nú til baka með eftirsjá eftir Brezhnevtíman- um. „Ekki vegna þess að þá hafi ver- ið svo gott að lifa í Rússlandi. En þá hafði almenningur mat að borða, skóla til að ganga í, heilsugæslu og tryggingar. Fólk hafði ekki áhyggj- ur af framtíðinni. Nú hefur fólk frelsi en það hefur engar forsendur til að nýta sér það. Stjórnmála- mennirnir okkar tala mikið um þær fórnir sem verður að færa til að öðl- ast frelsið. En þeir fjölmörgu sem deyja úr hungri og kulda á götum Moskvu á hverjum sólarhring vildu vafalaust skipta á frelsinu og lífinu. Við megum ekki gleyma þessu þeg- ar við tölum um mannréttindi. Til að njóta mannréttindanna verðum við líka að hafa brauð.“ Og svo bregður þessi tilfinninga- næmi rússneski rithöfundur við og bendir út um gluggann á Iðnó og segir hrifinn. „Mikið er veðrið skemmtilegt hérna á íslandi. Það er sífellt að breytast. Nú er farið að snjóa. Sjáðu!“ 5 vikna hefjast í byrjun mars Kennd verður ljósmyndaförðun ásamt kynningarförðun og áhersla lögð á að undirbúa nemendur þannig, að þeir verði jafnfærir um að starfa við förðun, kynningar og sölu á snyrti- og förðunarvörum. Snyrtifræðingar og aðilar, sem starfa við sölu og kynningarmál, verða með fyrirlestra. Þaulvanir förðunarmeistarar leiðbeina. Kennt verður í húsnæði Snyrtihallarinnar á Garðatorgi 3. Boðið er upp á morgun-, dag- og kvöldnámskeið. Nánari upplýsingar hjá Þórunni í síma 565 6520 og Þóru í síma 896 3362. Bjóðum einnig upp á tveggja daga námskeið fyrir konur sem vilja læra að farða sig sjáifar. Verið velkomnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.