Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 59 BRÉF TIL BLAÐSINS «0 v. <U Nettoá^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR t. Helgarferð til Prag 24. mars kr. 29 ■ 990 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag, föstudaginn 24. mars. í boði eru góð 3 og 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heims- ferða. Þar kynnist þú alveg ótrúlega heillandi mannlífí á milli þess sem þú eltir óendanlega rangala gamla bæjarins. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Verð kr. 37 »990 M.v. 2 í herbergi, Quality *** með sköttum og morgunmat. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nýbýlave Les allar tegundir greiöslukorta sem notuö eru á íslandi. Er meö lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Textílkjallariiw Hvers vegna ökum við hratt? Barónsstfg 59 A 551 3584 Frá ungum ökumönnum: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu umferðar- skóla Sjóvár-Almennra fyrir unga ökumenn í janúar. Við veltum íyrir okkur mikilvægum þætti er snertir örýggi okkar í umferðinni. Hraðakstri. Við teljum að eitt af stærri vandamálum í umferðinni sé umferðar- hraðinn. Við teljum að lækka þurfí hraðann til að fækka umferðarslys- um. Til að það náist, þurfum við að hafa í huga af hverju við ökum hratt. Mörg okkar eru að flýta sér, og auðvitað þurfum við að flýta okkur meira en hinir í umferðinni. Stund- um er þetta stundargáleysi. Stund- um vitum við ekki af því að við erum komin á of mikinn hraða, erum sleg- in hraðablindu. Sum okkar vilja geta séð hve hratt bíllinn kemst. Kannske teljum við að við séum fljótari á milli staða en kannske er- um við bara að spara nokkrar sek- úndur, ef þær fara þá bara ekki í bið á umferðarljósum. Við teljum jafnvel að spennan við hraðaksturinn hafi góð áhrif á okkur. Sumir nota hrað- akstur til að sýna sig. Þeir eru jafn- vel með minnimáttarkennd. Erum við kannske að nota um- ferðina til að vinna upp tíma? Er það kannske til að geta sofið nokkrum mínútum lengur á morgnana? En hvað er til ráða? Við teljum að hugarfarsbreyting þurfi að verða hjá okkur ökumönn- um. Við erum nefnilega ekki ein í heiminum og við erum að auka á hættu samferðarmanna okkar sem við gætum lent í samstuði við. Því meiri hraði, því stærra tjón og meiri líkur á að fólk slasist. Hvernig væri að setja hraðatak- markara í fleiri bíla, hækka sektir verulega og auka eftirlit lögreglu á vegum. Við erum nefnilega á ferðinni og viljum ekki fá einhvern glanna fram- an á bílinn okkar. Hve oft ekur þú yfír hámarkshraða? Daglega kannske? Þú eykur verulega áhættu þína í umferðinni með því. Þú gætir þurft að skipta um fararskjóta. Með kveðju frá ungum ökumönn- um í ökuskóla Sjóvár-Almennra í Reykjavík í janúar. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnafulltrúi Sjóvár-Almennra. f miklu úrvali ■rriform HATUNI6A (I húsn. Fönix) SIMI: 552 4420 HERBALIFE SJALFSTÆÐUR DREIFINGARAÐILI 895 8225 ^ Þrjú frábær fyrirtæki 1. Mjög þekkt og rótgróin prentvinnustofa til sölu. Er með tölvu- vinnslu, Ijósritun og smáprent. Mikið af föstum viðskiptavinum og mikið af góðum tækjum. Fyrirtæki sem er í góðum gír og á mikla framtíð fyrir duglega aðila. Flytur inn hráefni sjálfur. Tölvuskóli til sölu sem er í fullum gangi og býður upp á mikla möguleika. Er staðsettur á stór-Reykjavíkursvæðinu og því tilvalið fyrir aðra skóla í Reykjavík að eignast þarna útibú. Frábær aðstaða og góð sambönd, bæði innlend sem erlend. Gott tækifæri fyrir sniðuga tölvusnillinga að eignast sitt eigið fyrirtæki og framkvæma sínar hugmyndir. Framtíðarfyrirtæki sem býður upp á óteljandi möguleika. 3. Verktakafyrirtæki til sölu sem tekur að sér háþrýstihreinsun og ryðhreinsun. Þrýstingurinn er svo öflugur að hann brýtur jafnvel steypu. Góð og fullkomin tæki. Elstir í faginu. Sami eigandi í 10 ár. Fastir viðskiptavinir. Mikil vinna framundan. Gefur vel af sér. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Fjölþjóðanet tvi- tyngdra skálda Frá Tryggva V. Líndal: SPAKUR maður skrifaði fyrir nokkrum áratugum að heimurinn allur væri að verða sem eitt þorp. (Þetta var kanadíski fjölmiðla- fræðingurinn Marshall Macluhan.) Þó þótti mér sem ég grillti í enn meira sannleiksgildi þessara orða um daginn, þegar mér barst í pósti ljóðabók frá írska skáldinu Gabriel Rosenstock. Hafði hann fengið nafn mitt úr alþjóðlegu uppsláttamti um ljóðskáld, og var að efna til ljóða- bókaskipta í þeim tilgangi að halda alþjóðlega ljóðabókasýningu í Dyfl- inni í tilefni árþúsundamótanna. Hann yrkir á gelísku; til að við- halda þessu þjóðlega tungumáli íra. Ljóðin voru svo þýdd á ensku; al- þjóðamálið. (Hefði reyndar mátt ætla að hann hefði sjálfur getað þýtt þau með nokkrum árangri; þar eð hann hlýtur að hafa ensku sem sitt daglega mál.) En gáum að því sem er að gerast hér: Sem ljóðskáld er hann bæði í flokki hinna mest skapandi notenda síns þjóðlega tungumáls; írsku gel- ískunnar; og um leið fær um að tengja það með virkum hætti við enskuna sem sitt annað tungumál; og þannig mynda hnattræn tengsl við þá sem yrkja á aðrar tungur; sem hafa enskuna sem sitt annað mál. Þarna er semsagt verið að brjóta gat á þann þjóðlega múr sem okkur Is- lendingum þykir hvað einstakastur; tungumálið. Að vísu verður slíkt tæpast gert með þjóðlegum hætti nema viðkom- andi alist upp sem tvítyngdur hlutað- eigandi að tveimur málsamfélögum. En í nútímanum, með sinni vaxandi blóðblöndun, býr vaxandi hluti skálda að slíkum bakgrunni. Reyndar má geta þess hér að Ros- enstock virðist í raun vera þrítyngd- ur; því hann virðist vera af þýsku faðerni. Enda er víða í ljóðabókinni hans skrifað kunnuglega um þýska arfinn; ásamt með slettum úr þýsku! Ég sendi honum á móti ljóðabók mína An Icelandic poet. Var hún að miklu leyti spegilmynd hans bókar: Ég yrki á íslensku, en vegna þess að ég átti móður frá enskumælandi landi; og gekk svo í enskumælandi háskóla (þótt ég væri fæddur og uppalinn alveg á íslandi og ætti ís- lenskan föður); hafði ég getað þýtt mín eigin ljóð á ensku; sem hálfgild- ings „móðurmál". Fleira var sameiginlegt: Nokkur ljóða minna skírskotuðu einnig til uppruna míns erlenda foreldris. Við sórum okkur báðir í ætt við ’68-kyn- slóðina með hlýlegu viðhorfi okkar til mjúkra mála sem og alþjóðamála. Einnig í skírskotun okkar til fjar- lægra menningarkima í ljóðum okk- ar. Mér sýnist í víðara samhengi; sem mannfræðingi; að hér hafi orðið tenging milli tveggja málsvæða: Annars vegar hans; sem fulltrúa keltneskra málsvæða (hann hefði al- veg eins vegar getað verið frá Wales, Skotlandi eða Bretagne), og milli mín sem fulltrúa norður-germ- anskra mála (ég hefði alveg eins get- að verið frá Noregi, Svíþjóð eða Dan- mörku). Og bæði málin geta líka talist örþjóðamál sem þurfa vemd- unar við. Þetta er athyglisverð þróun: hún sýnir hvernig þjóðlönd geta í senn verið algerlega þjóðleg en jafnframt með fjölþjóðlegt samband í gegnum hinn allra þjóðlegasta kjarna sinn; skáldskaparmálið. Það hlýtur að vera í þessum punkti sem þjóðlegustu samstöðuna er að finna meðal þjóðlanda Evrópu- sambandslandanna. Þetta eru tengsl sem eru á þjóðlegra plani en verða við venjulegri samskipti: svosem heimsóknir til útlanda, tölvubréfa- skipti eða með þýðingum eintyngdra rithöfunda. Þetta eru meiri tengsl en þau sem Macluhan átti einkum við með hug- taki sínu um heimsþorpið. En hann hafði þá einkum í huga gagnvirk áhrif fréttafiutnings sjónvarps og hljóðvarps í beinni útsendingu um heimsbyggðina. Þó verður slíkt menningarnet skálda ekki mögulegt nema skáldin hafi fengið vestræna menntun. Slíku er t.d. ekki til að dreifa meðal mikils hluta íbúa þriðja heimsins; sem sjónvarpsfréttirnar ná þó til þegar almennari hlutir eru að gerast; svo- sem náttúruhamfarir eða stríð. Helsti lærdómurinn af þessu sýn- ist mér því vera, að órofa samstaða vestrænna menningarþjóða er stað- reynd; ekki bara á hinum almennari plönum, heldur líka á hinum allra þjóðlegustu; á grundvelli sjálfrar notkunar þjóðtungumáls hinna fjöl- tyngdu skálda. TRYGGVIV. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur og skáld í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.