Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Margrét Þóra Hermann Sigtryggsson, t.v., framkvæmdastjóri Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ og Óðinn Árnason, sem tekið hefur þátt í undirbúningi Andrésar Andarleikanna í 25 ár, kynntu hátíðina sem nú stendur í tvo mánuði. Vetraríþróttahátíð ÍSI haldin í fjórða sinn í höfuðstað Norðurlands V egleg hátíð sem stendur í tvo mánuði Vetraríþróttahátíð íþrótta- og ól- ympíusambands íslands 2000 verð- ur haldin á Akureyri í mars og apríl, eða dagana 3. mars til 26. apríl næst- komandi, og er þetta í fjórða sinn sem efnt er til slíkrar hátíðar á Ak- ureyri. Hátíðir þessar eru haldnai' á tíu ára fresti og var sú fyrsta árið 1970. Leitast verður við að sýna fjöl- breytileika útilífs og hinna fjöl- mörgu íþróttagreina sem stundaðar eru við aðstæður sem veturinn skap- ar. Inni í dagskrá hátíðarinnar er vígsla tveggja íþróttamannvirkja, skautahallar á Akureyri og nýs skála í Hlíðarfjalli, Strýtu. Hemiann Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ 2000, sagði að hátíðin nú yrði veglegri en áður og hún stæði mun lengur eða í nær tvo mánuði. Hátíðin verður sett í Skautahöllinni á Akur- eyri annan laugardag, 4. mars, og verður eitthvað um að vera allar helgar þar til henni lýkur síðustu helgina í apríl. Hápunktur hátíðar- innar er að sögn Hermanns um helgina 24.-26. mars en þá verður m.a. haldið íþróttaþing ÍSÍ sem á þriðja hundrað fulltrúa sækja, skautahöllin verður vígð formlega og haldin verða alþjóðamót, svo- nefnd FlS-mót í göngu og alpagrein- um. Islandsmót verður í listhlaupi þessa helgi og hestamenn verða með sýningu og þá geta menn fylgst með snjókrossi eða brugðið sér í göngu- ferð með Ferðafélagi Akureyrar. Almenningi gert hátt undir höfði „Að þessu sinni er áhersla lögð á að gera almenningi hátt undir höfði í dagskrá hátíðarinnar og verður sér- staklega höfðað til fjölskyldunnar. Við munum leitast við að fylgja þessu markmiði eftir með nám- skeiðahaldi og kynningu á íþróttum og útivist sem nær til sem flestra aldursflokka," sagði Hermann. Þar að auki verður keppt í fjöl- mörgum greinum, hefðbundnum vetraríþróttum, alpagreinum og skíðagöngu, íshokkíi og listhlaupi á skautum sem og nýjum íþrótta- greinum eins og snjóbrettaíþróttum, skíðaskotfimi og krullu (kurling). Þá verða akstursíþróttamenn með vél- sleðakeppni og aksturskeppni á stórum og smáum bflum á ís og hestamenn reyna með sér í hesta- íþróttum og halda sýningai-. Farið verður í göngu- og skíðagönguferðir um Eyjafjörð og til fjalla og þá geta menn tekið þátt í ratleikjum og ís- klifri. Námskeið í vetraríþróttum • Verðútreikningur kr/kg • 30 verðminni kr/kg • Stór upplýsingaskjár Kvnningarverð frá kr. 29.700 án vsk. Síðumúla 13, sími 588 2122 verða haldin fyrir fatlaða og að- standendur þeirra og koma í því skyni þekktir leiðbeinendur frá Bandaríkjunum til að kenna það sem TÓNLISTARSKÓLINN á Akureyri kynnir starfsemi sína þessa viku. Hefðbundin kennsla fellur niður þessa viku í skólanum en þess í stað fara kennarar og nemendur með hljóðfæri sín og halda tónleika í fyrirtækjum, stofnunum og leik- skólum. Á sama tíma verður Sinfómu- hljómsveit Norðurlands með skóla- tónleika þar sem farið verður með litla hljómsveit í alla grunnskóla á Akureyri, Dalvík, Árskógsströnd og Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Þá er í athugun að leika sömu efnis- skrá fyrir nemendur Stórutjarna- skóla, Hafralækjarskóla og fleiri skóla austan Eyjafjarðar svo og nemendur Hrafnagilsskóla, Þela- merkurskóla og Valsárskóla. Hljómsveitin mun leika fyrir um 2.700 nemendur íallt. á þessum skólatónleikum. Á efnisskránni nýjast er í heiminum um þessar mundh-. Andrés í 25. sinn Stærstu dagar barnanna á þessari íþróttahátíð verða 25. Andrésar Andarleikarnir, sem hefjast 13. apr- fl, en þeim lýkur á pálmasunnudag, 16. aprfl. Að jafnaði hafa keppendur verið á áttunda hundraðið en með þjálfurum, fararstjórum, foreldrum og öðru áhugafólki hafa um 1.200 manns tekið þátt í leikunum með einum eða öðrum hætti. Undirbúningur fyrir hátíðina stendur nú sem hæst að sögn Her- manns, en þessa dagana er m.a. ver- ið að safna saman munum á sögu- sýningu um vetraríþróttir og útilíf en hún verður í Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Upplýsingar um þessa fjórðu Vetraríþróttahátíð ÍSI má finna á heimasíðu á Netinu: www.vmi.is en þar eru einstakir dagskrárliðir kynntir. verður Djákninn á Myrká eftir John Speight og sögumaður verður Að- alsteinn Bergdal. Einnig verða flutt lög í útsetningu hljómsveitar- stjórnandans Guðmundar Óla Gunnarssonar þar sem áheyrendur syngja með. Það má því segja að ein alls- heijar tónlistarveisla verði á svæð- inu þessa viku, en samtals eru þetta um 70 tónleikar, stórir og smáir um allan bæ sem og í nágrannabyggð- um. Kynningarviku Tónlistarskól- ans lýkur með tónleikum pianó- deildar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á laugardag, 26. febrúar, kl. 16. Markmiðið með þessari kynningu er að gera Tónlistarskólann og Sin- fóníuhljómsveitina sýnilegri í bæj- arlífinu og setja jafnframt skemmtilegan lit á hversdagslíf bæjarbúa. I sóknarhug Flutningur ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæðinu. Hádegisverðarfundur með Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi, og Snorra Birni Sigurðssyni, bæjarstjóra í Skagafirði, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 23. febrúar frákl. 12.00 til 13.00 • Hvaöa þýðingu hafði flutningur Landmælinga ríkisins til Akraness? • .. . Þróunarsviðs Byggðastofnunar og hluta íbúðalánasjóðs til Sauðárkróks? • Var erfiðleikum bundið að manna þær stöður sem í boði voru? • Hefur starfsemi þessara stofnana eflst eða veikst við flutninginn? • Hver eru margfeldisáhrifin af þessari starfsemi? • Hefur fólki fjölgað eða fækkað f sveitarfélögunum eftir tilkomu þessara stofnana? • Þarf pólitíska íhlutun til þess að ríkisstofnanir fáist fluttar af höfuðborgarsvæðinu? Þetta, og ýmislegt fleira, munu Gísli og Snorri Björn fjalla um og svara spurningum fundarmanna Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Til sölu gistiheimili á Akureyri Eitt besta og vinsælasta gistiheimilið á Akureyri er nú til sölu. Um er að ræða tvær fasteignir, sem staðsettar eru hlið við hlið og gerðar hafa verið að einni rekstr areiningu. Gistiheimilið telur 14 herbergi og er í fullum rekstri. Allur búnaður fylgir. Frábær staðsetning. FASTEIGNASALAN BYGGÐ Strandgötu 29, Akureyri, sími 462 1 744, fax 462 7746. Kynningarvika hjá tónlistarskóla og sinfóníuhljómsveit Morgunblaðið/Kristján Eva María Ingvadóttir, átta ára nemandi í Tónlistarskólanum á Akur- eyri, leikur á harmoniku fyrir starfsfóik í landvinnslu Samheija, Strýtu. Um 70 tónleikar í vikunni Bókaðu í síma 570 3030 0? 4(0 7000 Fax 5703001 • websalesðairicelandJs ‘www.fluffelaj.is ...fljújJu frekar FLUGFELAG ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.