Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Nú er að hrökkva
eða stökkva fyrir
Ken Livingstone
Ken Livingstone íhugar nú, hvort hann eigi að
hrökkva eða stökkva og bjóða sig fram til borgar-
stjóra London sem óháður frambjóðandi. Hann
tapaði naumlega fyrir Frank Dobson í kosningum
um að verða borgarstjóraefni Verkamannaflokks-
ins, en segir þau úrslit fengin með svo ósanngjörn-
um hætti, að Dobson eigi í raun að hafna því að
verða frambjóðandi flokksins. Freysteinn Jóhanns-
son hefur fylgzt með kosningunum.
Reuters
Frank Dobson var glaðbeittur er hann stillti sér upp fyrir Ijósmyndara
fyrir framan Lundúnaraugað, parisarhjólið, sem reist var vegna ár-
þúsundamótanna.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir Ken
Livingstone, sem hefur verið næsti
borgarstjóri London í skoðanakönn-
unum síðustu átján mánuði, að
standa nú frammi fyrir því að annar
hefur verið valinn frambjóðandi
Verkamannaflokksins. Það gat varla
orðið mjórra á mununum; hlutur
Frank Dobson varð 51,53%, en Ken
Livingstone 48,47%.
Það þótti aðalefni kosningaundir-
búningsins að koma í veg fyrir að
Ken Livingstone gæti tekið þátt í
baráttunni um að verða borgar-
stjóraefni flokksins. Tillögur um að
kosið yrði samkvæmt reglunni einn
maður - eitt atkvæði voru felldar og
þess í stað haldið við úrelt fyrir-
komulag flokksins um skiptingu at-
kvæðahópa: þriðjung atkvæðavæg-
isins höfðu verkalýðsfélög með 433
þúsund félaga, þriðjung þingmenn
og frambjóðendur flokksins til borg-
arráðs Lundúna 75 talsins, og þriðj-
ung 49.000 flokksfélagar í London.
Flokksforystan barðist gegn Liv-
ingstone af hörku og beitti sér mjög
fyrir kosningavagn Dobson. Tony
Blair forsætisráðherra gekk svo
langt að hjálp hans var orðin að
búmerangi og jafnvel Dobson sjálfur
bar sig orðið illa undan henni. Þegar
kom á lokasprettinn þótti ljóst að
Livingstone yrði að fá yfir 60% at-
kvæða flokksfólksins til þess að
sigra Dobson, sem þótti vís með
stórsigur í kosningahópi þingmann-
anna. Kjósendur urðu að kjósa tvo
frambjóðendur og fyrir kosningam-
ar gerði þriðji frambjóðandinn,
Glenda Jackson, skoðanakönnun
meðal stuðningsmanna sinna og á
grundvelli hennar lýsti hún því yfir
að hún myndi vetja Ken Livingstone
sem sinn annan kost. Atkvæðin voru
svo talin í tveimur lotum, fyrst at-
kvæði frambjóðendanna þriggja og
síðan voru atkvæði af seðlum Glendu
Jackson færð yfir til Dobson og Liv-
ingstone eftir því hvorn þeirra kjós-
endur settu sem sinn annan kost.
Dobson vann sinn sigur meðal
þingmannanna, en hann hlaut 86,4%
þeirra, en Ken Livingstone 13,3%.
Livingstone vann félagahópinn með
72%. Flest félögin létu fara fram at-
kvæðagreiðslu meðal félagsmanna
og studdu svo sigurvegara hennar,
en önnur höfðu enga almenna at-
kvæðagreiðslu, þar á meðal vél-
stjórafélagið, sem studdi Dobson og
taldi sá stuðningur um þriðjung
þess, sem hann fékk rheðal verka-
lýðsfélaganna, sem voru 27,9%. Þá
var komið að flokksfólkinu og á end-
anum stóð Dobson uppi með 40,1%
þar og Livingstone 59,8%. Þar með
voru úrslitin ráðin. Frank Dobson
hafði verið kosinn borgarstjóraefni
Verkamannaflokksins með talsverð-
um minnihluta atkvæða, þegar til
hausafjölda er litið, en meirihlutann
fékk hann út á misjafnt vægi at-
kvæðanna.
Dobson segist hafa sýnt Blair
hreinskilna hörku
Það er einmitt þetta misvægi og
sú staðreynd, að þau verkalýðsfélög,
sem mynduðu stærstan hlut at-
kvæðamagns Dobson í þeim hópi,
létu ekki fara fram almenna at-
kvæðagreiðslu, sem valda því að
Livingstone talar um tilbúin úrslit.
Hann hafi sjálfur hlotið 80.000 at-
kvæði, en tapað samt, en Dobson
unnið út á 25.000 atkvæði. Þetta seg-
ir hann að Dobson eigi að viður-
kenna með því að víkja fyrir sér sem
borgarstjóraefni Verkamanna-
flokksins. Dobson svarar því til, að
hann hafi ekki verið fylgjandi þessu
kosningafyrirkomulagi, frekar en
Livingstone og Jackson, en þau hafi
hins vegar öll þrjú lýst því yfir, að
þau myndu sætta sig við það og telja
sig bundin af úrslitunum, hver svo
sem þau yrðu. Glenda Jackson segir,
að annað megi ekki gerast en að
menn skipi sér á bak við frambjóð-
anda flokksins nú þegar hann hefur
verið valinn.
Dobson reyndi allt hvað hann gat
á lokaspretti kosningabaráttunnar
að þvo af sér hollustustimpilinn við
flokksforystuna. Og hann heldur því
áfram eftir kosningarnar: „Ég er
engin senditík fyrir Tony Blair,“
sagði hann í viðtölum í gær. Hann
bætti því við að þegar forsætisráð-
herrann hefði hringt í hann til þess
að óska honum til hamingju með úr-
slitin hefði hann sagt Tony Blair það
hreintút að Lundúnabúar ættu ýms-
ar kröfur á hendur ríkisstjóminni og
þeim hygðist hann fylgja eftir af
fullri hörku.
Það fer engum sögum af símtali
Tonys Blair til Ken Livingstone eftir
kosningamar. En Livingstone er
eftir sem áður sigurvegari skoðana-
kannana.
Fyrstu tölur hvatning
til sérframboðs
Fyrsta skoðanakönnun eftir kosn-
ingarnar birtist í Evening Standard
í gær og þar kemur fram að 61% að-
spurðra sögðu að Livingstone ætti
að fara fram sem óháður frambjóð-
andi og 50% sögðust mundu kjósa
hann, 22% sögðust myndu kjósa
Dobson, 15% frambjóðanda íhalds-
flokksins, Steve Norris, og 8%
studdu Susan Kramer, frambjóð-
anda Frjálslyndra. Þessar tölur
Austurríkiskanzlari um fjöldamótmæli helgarinnar
Hagga ekki lýðræðis-
legri niðurstöðu
Vínarborg. AFP, Reuters.
FJÖLMENNASTA kröfuganga
fólks sem andvígt er stjómarþátt-
töku hins umdeilda Frelsisflokks í
Austurríki frá því stjómin var mynd-
uð fyrir rúmum hálfum mánuði fór
fram í Vínarborg á laugardag. Að
sögn lögreglu voru þátttakendur í
nánd við 150.000, en skipuleggjend-
ur vilja halda því íram að allt að
300.000 hafi lagt mótmælunum lið.
Þau fóm friðsamlega fram.
Wolfgang Schússel, kanzlari Aust-
urríkis og formaður Þjóðarflokksins,
sagði í viðtali við franska dagblaðið
Le Figaro í gær að „kröfugöngur
munu ekki veikja gildi lýðræðislegr-
ar niðurstöðu". Reyndi hann jafn-
framt að gera viðmælendum sínum
grein fyrir því að misskilnings gætti
erlendis á því hvers konar flokkur
Frelsisflokkurinn væri - það væri
fjarstæða að bera Jörg Haider, leið-
toga Frelsisflokksins, saman við
Adolf Hitler.
En á sunnudag söfnuðust nokkur
þúsund manns saman í miðborg
Bmssel í Belgíu í nafni baráttu gegn
áhrifum hægriöfgamanna í Evrópu.
Úthrópuðu þátttakendur Haider
sem fasista og „annan Hitler“.
Deilt var um götumótmælin í aust-
urríska þinginu í gær. Maria Rauch-
Kallat, þingflokksformaður Þjóðar-
flokksins, sagðist „ekki komast hjá
því að fá á tilfinninguna að jafnaðar-
menn vildu gjarnan færa stjómmál-
in út á götu.“
Og Peter Westenthaler, fram-
kvæmdastjóri Frelsisflokksins,
sagði að samkvæmt talningum sem
hann tæki mark á hefðu þátttakend-
ur í mótmælum helgarinnar verið í
mesta lagi um 60.000 og þar af hefði
stór hluti mótmælendanna verið út-
lendingar.
AP
Þátttakendur í fjöldamótmælunum á laugardag gegn ríkisstjórnarþátt-
töku Frelsisflokksins veifa rauðum fánum fyrir framan Hofburg-höll á
Heldenplatz í Vín.
Vappaðu um vefinn