Morgunblaðið - 22.02.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Konu-
kvöld
Mónó
ÚTVARPSSTÖÐIN Mónó
stóð fyrir konukvöldi á veit-
ingastaðnum Café Ozio í
Lækjargötu síðastliðið laug-
ardagskvöld. Ýmislegt var
gert til að gleðja stúlkumar
enda konudagur daginn eftir.
Tekið var á móti
þeim með freyði-
víni og rósum og
sá Dj Áki Pain
um tónlistina.
Rósa Ingólfs-
dóttir var með
pistil og fór
hann vel í við-
stadda. Þá var
undirfatasýning
frá versluninni
Ég ogþú en um
miðnætti var
strákunum
hleypt inn á
staðinn og þá
færðist fjör í
leikinn.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Keppendur í Ungfrú
Suðurland mættu á
konukvöldið.
Rósa Erlingsdóttir
var með pistil.
Leynist
blaðburðarpoki heima
hjá þér?
Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem eru með
blaðburðarpoka en þurfa ekki á þeim að halda við
Frönsku César-verðlaunin
Ástarþrá snyrti-
fræðinga sigrar
Reuters
Tonie Marshall kyssir leikkonuna Nath-
alie Baye fyrir ein af femum César-verð-
launum sem kvikmyndin hennar Vcnus
Beauté (Institut) hlaut.
KVIKMYNDIN „Venus
Beauté (Institut)" eftir
Tonie Marshall, sem gerist
á snyrtistofu og fjallar um
vonir, væntingar og ástar-
þrá snyrtifræðinganna,
hlaut flest César-verðlaun á
árlegri verðlaunaafhend-
ingu franska kvikmynda-
iðnaðarins. Myndin hlaut
Césarinn fyrir bestu mynd-
ina, besta leikstjórann,
bestu upprennandi leikkon-
una og besta handritið sem
er skrifað af leikstjóranum
og Marion Vernoux. Tonie
Marshall hóf ferilinn sem
leikkona en færði sig hinum
megin við myndavélina fyr-
ir nokkrum árum. Marshall
er dóttir Micheline Presle,
mikillar leikkonu franskra
kvikmynda, sem hefur leik-
ið í yfir hundrað kvikmynd-
um á ferlinum sem hófst
1939, þegar hún var sautján
ára. I þakkarræðunni vott-
aði Marshall móður sinni
virðingu á mjög hjartnæm-
an hátt, en hún leikur eitt hlut-
verkanna í Venus Beauté (Institut).
A meðal þeirra sem þurfti að
láta í minni pokann fyrir var Luc
Besson með Jóhönnu sína af Örk,
sem einungis hlaut tvenn verðlaun;
fyrir hljóð og bestu búningana.
Leikarinn Daniel Auteuil var val-
inn besti leikarinn fyrir hlutverk
sitt í „La fille sur le pont“ eða
Stúlkan á brúnni, eftir Patrice
Leconte, og besta leikkonan var
Karin Viard fyrir hlutverk sitt í
„Haut les coeurs!“ eða Hertu upp
hugann eftir Sólveigu Anspach.
Pedro Almodovar fékk síðan Cés-
arinn fyrir bestu erlendu kvik-
myndina, Allt um móður mína.
Sérstök heiðursverðlaun fyrir
framlag sitt til kvikmynda fékk
bandaríski leikstjórinn Martin
Scorsese, en hann hefur ætíð notið
mikilla vinsælda í Frakklandi.
Vegna veikinda komst Scorsese
ekki til að taka á móti verðlaunun-
um, en hann birtist hátíðargestum
á stórum skjá þar sem hann þakk-
aði franska kvikmyndaiðnaðinum
fyrir sómann sem honum hefur
verið sýndur.
Josiane Balasko, Daniel Auteuil, Catherine Deneuve, Karin Viard og
Georges Cravenne stilltu sér upp fyrir myndatöku með verðlaunin sín
er þau fengu á árlegri César-verðlaunaafhendingu franska kvikmynda-
iðnaðarins sem haldin var á síðastliðinn laugardag.
blaðburð, vinsamlegast komi þeim til áskriftardeiIdar
Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Móttakan
er opin virka daga milli klukkan 9 og 17.
Ef þið hafið ekki tök á að skila þeim, hafið þá samband
við áskriftardeild í síma 569 1122 og við sækjum þá.
ÁSKRIFTARDEILD
Sími 569 1122/800 6122 • Bréfasími 569 1115« Netfang askrift@mbl.is