Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 35

Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 35 MENNTUN Háskólanemum fjölgar jafnt og þétt Morgunblaðið/Kristinn Jón Torfi Jónasson spáði í framtíð íslenskra háskóla á Háskólaþingi á laugardag. FJÖLDI nemenda í íslenskum há- skólum mun aukast jafnt og þétt á næstu áratugum, að mati Jóns Torfa Jónassonar, prófessors við Háskóla Islands. Þetta kom fram í erindi sem Jón Torfi flutti við upphaf Háskóla- þings um framtíð háskóla á Islandi í ljósi sögunnar. Vöxtur nemenda- hópsins hefur verið tiltölulega jafn allt frá stofnun Háskóla Islands árið 1911. Miðað er við allt það nám sem flokkað er sem háskólanám á hverj- um tíma og fjöldi nemenda skoðaður sem hlutfall af viðeigandi árgangs- stærð. Jón Torfi telur að með því að lesa í sögu háskólastarfs á Islandi frá upp- hafi þess og skoða þróun mála í öðr- um löndum, sem hann segir yfirleitt áþekka því sem hér hefur verið, sé unnt að spá nokkuð örugglega fyrir um þróun háskólastarfs á Islandi. Kallar á öflugra háskólastarf Jón Torfi bendir á að þrátt fyrir tímabundnar aðgerðir sumra þjóða til að stýra ásókn nemenda í háskóla, sem gengið hafi um hríð, hafi nátt- úrulegur vöxtur nemendahópsins haldið sínu striki. Af þessu ályktar hann að rétt sé að leyfa unga fólkinu að fá þau tækifæri sem það sækist eftir, það virðist hafa býsna gott vit fyrir sér. „Þessi hópur kallar á mjög fjöl- þætta, öfluga háskólastarfsemi. Við vitum talsvert um hvernig hún hefur þróast og við vitum talsvert um hvernig hún mun þróast en margt er ógert og við verðum að gæta þess sérstaklega að geta kerfisins til frumkvæðis, sveigjanleika og endur- nýjunar verði í engu skert, þvert á móti.“ I þessu sambandi segir Jón Torfi nauðsynlegt að við gerum það upp við okkur hve mikinn metnað og alúð við ætlum að leggja í að undir- búa fólk undir 21. öldina, undir fram- tíð sem ræðst að miklu leyti af því hvernig þeim undirbúningi er hátt- að. Mótun rannsóknastefnu Einn stærsti óvissuþátturinn í framtíð háskólastarfs á Islandi er, að mati Jóns Torfa, rannsóknir háskól- anna. Framtíð þeirra telur hann að miklu leyti ráðast af lífsviðurværi framhaldsnáms. Hann telur mikil- vægt að stjómvöld marki sér stefnu um þetta efni og taki höndum saman við háskólasamfélagið um að stað- festa í verki af miklu meiri krafti en þegar hefur verið gert hugsjónina um öfluga vísindalega rannsóknar- og fræðslustarfsemi á íslandi. Það telur hann skipta sköpum fyrir það þjóðfélag og það umhverfi sem við viljum skapa. Jón Torfi telur fyrirsjáanlegt að námsbrautum muni fjölga mjög, bæði á grunnstigi og framhaldsstigi, svonefndar hagnýtar námsbrautir sem smám saman muni taka á sig fræðilegt svipmót verði áberandi. Þá muni brautir flytjast af framhalds- skólastigi á háskólastig og grunn- stigi á framhaldsstig, endurmenntun vaxa hraðbyri og talsvert af henni verða metið til háskólaeininga. „Það verður nóg að gera hjá stjórnvöldum við að opna og fjármagna kerfið svo það geti sinnt þessum vexti,“ sagði Jón Torfi. Háskólastarf sé óháð dægnr- flugum og sérhagsmunum Jón Torfi gerði tengsl háskóla og atvinnulífs að umfjöllunarefni í er- indi sínu. Hann segir tengslin löng- um hafa verið mikil hér á landi, það sé einfaldlega rangt ef einhver held- ur því fram að þau séu of lítil. Hins vegar megi vera að tengslin séu of mikil en erfitt sé að feta hinn gullna meðalveg í þessum. Hann segir að halda verði fast við þá sannfæringu að háskólum, þjóðlífi og atvinnulífi í nútíð og framtíð sé best þjónað með því að allt háskólastarfið sé gjörsam- lega óháð dægurflugum og eða sér- hagsmunum einstaklinga, fyrirtækja eða stjómvalda. Þá sýndi Jón Torfi fram á það að í ljósi þróunarinnar hingað til séu engin teikn á lofti um að ójöfn kynja- hlutföll í ólíkum greinum háskólanna breytist á næstunni; kvennagreinar verði áfram kvennagreinar og öfugt. Þýðing háskóla fyrir samfélagið UMRÆÐA um styrki til háskóla- rannsókna og tengsl háskóla og atvinnulifs voru áberandi að loknum flutningi framsöguerinda í málstofu á háskólaþingi sem bar yfirskriftina: „Hver er þýðing há- skóla fyrir samfélagið og fyrir hverja eru þeir?“ Fjórir frum- mæiendur með þekkingu á ólík- um þáttum háskólastarfsins fluttu erindi um efnið og varð þeim tíðrætt um mikilvægi þess að fólk sem starfar á mismunandi sviðum háskólanna hittist og læri hvert af reynslu annars. Frummælendurnir voru sam- mála um að mikilvægt væri að tengsl atvinnulífs og háskóla væru styrk og skipti þá ekki máli hvers kyns nám væri um að ræða eða hvar á landinu það væri. Þá lögðu þeir þunga áherslu á mikil- vægi rannsóknastyrkja fyrir öfl- ugt starf háskóla. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Islands, ræddi hlut- verk listaakademíunnar í ís- lensku samfélagi og framtíðarsýn í erindi sinu. Hann benti á að erf- itt væri að meta gildi Iistarinnar og gagn fyrir samfélagið á sama hátt og á við um ýmsar aðrar kennslugreinar í háskólum lands- ins en sagði ljóst að hún gegndi mikilvægu hlutverki. Hjálmar sér fyrir sér að ís- lenska listaakademian geti orðið miðstöð framsækinnar listsköp- unar og suðupottur nýrra hug- mynda á menningarsviðinu. Hann sér fyrir sér að samspil Listahá- skóla íslands við samfélagið geti orðið með margvíslegum hætti; hann fái þaðan næringu um leið og hann gefur eitthvað til baka. Þetta samspil birtist meðal ann- ars í því að Listaháskólinn verði í senn skóli og menningarmiðstöð þar sem fólk geti sótt listviðburði og ætlunin er einnig að stuðla að samstarfsverkefnum kennara og nemenda skólans við utanaðkom- andi aðila. I erindi Jóns Atla Bene- diktssonar, prófessors við Há- skóla íslands, sem fjallaði um há- skólarannsóknir og þýðingu þeirra fyrir samfélagið kom með- al annars fram að hann telur mik- ilvægt að mótuð sé skýr stefna til framtiðar um rannsóknir háskóla á íslandi. Hann telur nokkur at- riði skipta sérstaklega miklu máli við mótun framtíðarstefnunnar; meðal annars þurfi að leggja auk- ið fjármagn í grunnrannsóknir, hafa skilvirkt matskerfi fyrir rannsóknir, bjóða upp á öflugt rannsóknartengt framhaldsnám við íslenska háskóla, hafa öflugt samstarf við fyrirtæki og stofn- anir, nýta Netið í auknum mæli til upplýsingamiðlunar og efla fram- tak og frumkvæði hjá stúdentum. Baldur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Lýsis hf., flutti er- indi um samspil háskóla og at- vinnulifs frá sjónarhóli atvinnulífsins og velti því meðal annars fyrir sér hvers vegna at- vinnulifið ætti að starfa með há- skólunum. Hann benti á fjögur at- riði sem mæltu eindregið með því; háskólinn sé uppspretta nýrrar þekkingar sem mikilvæg sé fyrir atvinnulífið, í háskólun- um sé aðgangur að sérhæfðum mannauði, starfskrafta framtíð- arinnar sé að finna í háskólunum og þar sé einnig fyrir hendi sér- hæfð aðstaða sem yfirleitt er ekki til staðar annars staðar. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, dósent við Háskóla Islands, velti í framsögu sinni upp spurn- ingunni: „Tvö kyn, tvö mennta- kerfí?“ og leitaði svara við henni. Niðurstaða hennar var sú að þótt við búum ekki beinlínis við tvö menntakerfí, sitt fyrir hvort kyn, þá séu konur og karlar mjög mis- jafnlega staðsett innan mennta- kerfísins, einnig fari því fjarri að háskólamenntun kvenna skili sér í launum þeirra jafnt á við karla. Þrátt fyrir að jafn réttur karla og kvenna til háskólanáms hafí verið tryggður með lögum allt frá árinu 1909 er enn töluvert í það að sú hugsun hafí náð markmiði sínu, að mati Sigríðar Dúnu. Hún telur hugarfarsbreytingar þörf með aðstoð lands- og há- skólayfirvalda, það gangi í ber- högg við lýðræðisforsendur ís- lensks þjóðfélags að kynin geti ekki notið sömu lýðréttinda í raun hvort sem er á sviði háskóla- menntunar eða á öðrum sviðum. Vorvörurnar steyma inn Verðdæmi: Jakkar frá kr. 4.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 1.500 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. (SKATTFRAMTÖL - BÓKHALD ÁRSREIKNINGAR Tökum að okkur gerð skattframtala fyrir einstaklinga, rekstraraðila og fyrirtæki. Einnig færslu bókhalds, virðisaukaskattsuppgjör, gerð ársreikninga og launaútreikninga. Fagleg, áreiðanleg og alúðleg þjónusta. Viðurkenndur bókari (sbr. 43. gr. laga nr. 145/1994). REKSTRARNETEÐ Fákafeni 9,108 Reykjavík, sími 588 3270, fax 568 7001. www.rekstrametid.is Morgunflug til Barcelona alla miðvikudaga í sumar kr. 24.655 20.000 hr sSS 2"»'*■*«*• 5.000 kr. á mann. siá verðskrá Barcelona er ein eftirsóttasta borg Evrópu í dag, og það undrar eng- an sem hefur kynnst þessari heillandi borg. Ekki aðeins hef- ur hún að geyma glæsilega bygg- ingarlistasögu og heillandi borgar- hluta eins og Barrio Gotico eða Port Olimpico, ólympíuhöfn- ina, heldur hafa á síðustu árum sprottið upp ný hverfi og bygg- ingar sem gera borgina að þeirri framsæknustu í byggingarlist í Evrópu í dag. Heimsferðir fljúga vikulega til Barcelona í sumar, alla miðvikudaga í dagflugi, og bjóða úrval góðra hótela í hjarta borgarinnar og við ströndina í strandbænum Sitges. Verð kr. 24.655 Flugsæti m.v. hjón með 2 böm, 2 - 11 ára. Verð kr. 29.990 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum, ef bókað fyrir 15. mars. Gildir f valdar brottfarir. Þjónusta Heimsferða * íslensk fararstjórn * Úrval kynnisferða * Viðtalstímar á gististöðum Heimsferða * Akstur til og frá fiugvelli * Vikulegt leiguilug * Þrif daglega á gististöðum Heimsferða Verð kr. 44.990 Flug og hótel í viku, með flugvaliarsköttum. m.v. 2 f herbergi með morgunmat. Paralell, 21. júnf, ef bókað fyrir 15. mars. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.