Morgunblaðið - 22.02.2000, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Umferðar-
óhöpp víða
um land
NOKKUÐ kvað að umferðar-
óhöppum á landinu í gær, en
meiðsli á fólki urðu ekki mikil
þrátt fyrir talsvert eignatjón.
Tveir þriggja bíla árekstrar
urðu í höfuðborginni í gær. Þá
sluppu þrjú börn og tveir full-
orðnir ómeidd eftir bflveltu í
Norðurárdal. Á Austfjörðum
stórskemmdist stór flutingabfll
er hann hafnaði utan vega.
Um klukkan 16 urðu tveir
þriggja bfla árekstrar í um-
dæmi lögreglunnar í Reykjavík.
Annar áreksturinn varð á mót-
um Miklubrautar og Snorra-
brautar, en hinn á Suðurströnd
á Seltjarnarnesi. Meiðsli á fólki
reyndust minniháttar. I Sveina-
tungu í Norðurárdal sluppu
þrjú böm og tveir fullorðnir
ómeidd eftir bflveltu um hádeg-
ið í gær.
Tvær stórar flutingabifreiðir
lentu út af á Austfjörðum í gær
og stórskemmdist önnur þeirra
er hún fór fram af vegi í sunnan-
verðum Stöðvarfirði rétt fyrir
klukkan 16 og skorðaðist á milli
tveggja stórra bjarga. Að sögn
lögreglunnar á Fáskrúðsfirði
meiddist bflstjórinn lítilsháttar.
Þá tók bflstjóri flutningabif-
reiðar með tengigrind aftan í til
þess ráðs að beina bifreið sinni
út af Eskifjarðarmegin í
Hólmahálsi í gærmorgun.
Skyndileg hálka myndaðist á
veginum og til þess að missa
ekki bifreiðina á talsverðri ferð
niður fyrir veginn, beindi bfl-
stjórinn henni út af efri kanti og
út í snjóinn. Að sögn lög-
reglunnar hefði bifreiðin stór-
skemmst hefði hún farið út af
neðri kantinum. Bflstjórann
sakaði ekki.
Tillögur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að vegaáætlun
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Jóhann Siguijónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjaraarnesi, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi á kynningarfundi.
Tæpir tíu milljarðar í fram-
kvæmdir næstu fímm árin
FORSVARSMENN sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu kynntu í
’ gær tillögur sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu að forgangsröðun
; framkvæmda fyrir vegaáætlun árin
12000-2004 en í þeim er miðað við að
. rúmlega 1.900 milljónum króna verði
að jafnaði varið í framkvæmdir við
þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu
næstu fimm árin. Samtals eru það
tæpir tíu milljarðar króna á árunum
2000 til 2004. Þar af fer tæpur millj-
arður til framkvæmda á þessu ári.
Kostnaður vegna framkvæmda við
Sundabraut er ekki inni í þessum töl-
um en í tillögum sveitarfélaganna er
gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu
eða láni til framkvæmdanna sem
metnar eru á alls um 5,1 milljarð
króna á næstu fjórum árum, þ.e. um
1.700 milljónir króna á ári hverju frá
2002 til 2004.
Stofnbrautir fyrir
40 milljarða
Kostnaður vegna tillagna sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu nú
er nokkuð hærri en þær tillögur sem
sveitarfélögin lögðu fram fyrir síð-
ustu vegaáætlun, þ.e. vegaáætlun
1998-2002. í rökstuðningi með tillög-
unum nú segir m.a. að „þessi mikla
hækkun stafi í fyrsta lagi af því að
þessi þörf (um framkvæmdir við
þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu) hafi
safnast upp undanfarin ár“. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
bendir auk þess á að verðlag hafi
hækkað um 8-10% frá því síðustu til-
lögur voru settar fram og jaftiframt
að komið hafi í ljós að kostnaðartil-
lögur hafi í sumum tilvikum verið of
lágar og að ennfremur hafi umferð
verið meiri en áætlað var.
Aukinheldur bendir Ingibjörg Sól-
rún á að miðað við spár um fólks-
fjölgun á höfuðborgarsvæðinu næstu
tvo áratugina megi gera ráð fyrir því
að fara þurfi í uppbyggingu stofn-
brauta á höfuðborgarsvæðinu fyiir
um 40 milljarða á næstu 20 árum.
„Gert er ráð fyrir því að fólksfjölg-
un á höfuðborgarsvæðinu verði um
36% á næstu 20 árum og að bflaum-
ferð aukist um 40-50% á tímabilinu,"
segir Ingibjörg ennfremur og vísar
til gagna um svæðisskipulag höfuð-
borgarsvæðisins.
„Fjörutíu milljarðar eru auðvitað
há upphæð en við bendum á að sveit-
arfélögin á þessu svæði munu vænt-
anlega þurfa að leggja út í 30 millj-
arða stofnkostnað vegna byggingar
skóla og leikskóla á þessu sama tíma-
bili og fara í um 25 milljarða fjárfest-
ingu vegna gatna- og holræsafram-
kvæmda í nýjum hverfum, þannig að
það eru umtalsverðir fjármunir sem
sveitarfélögin þurfa að leggja af
mörkum vegna einmitt stækkunar
þessa svæðis og íbúafjölgunar," seg-
ir hún.
Meðal helstu vegaframkvæmda
sem sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu leggja til að farið verði í á
næstu fimm árum má nefna tillögu
um að lokið verði við breikkun
Miklubrautar, farið verði í gerð mis-
lægra gatnamóta á mótum Vestur-
landsvegar og Víkurvegar og Vest-
uriandsvegar og Suðurlandsbrautar,
í gerð mislægra gatnamóta á nokkr-
um stöðum á Reykjanesbrautinni,
m.a. mislægra gatnamót við Breið-
holtsbraut og Nýbýlavegar, færslu
Hringbrautar, breikkun Vestur-
landsvegar og gerð nýs Álftanesveg-
ar svo dæmi séu nefnd.
Himnastiqinn
Mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar, Breið-
holtsbrautar og Nýbýlavegar
Seldist upp, en erjtominn aftur
Sígildar, gullfaltegar
djassballöður
í frábærum flutningi
Sigurðar Flosasonar
og félaga
„Ballöðutúlkun
með meistarabrag"
Vernharður Linnet, Mbl
„Einstök tilfinning"
Ingvi Þór Kormáksson, 0V
iMí
Mál og menning||y||
malogmenning.is 11»| I
Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Sífiumúla 7 • Siml 510 2500
Framkvæmdir í haust
UNDIRBÚNINGUR byggingar mis-
lægra gatnamóta á mótum Reykja-
nesbrautar, Breiðholtsbrautar og
Nýbýlavegar er hafínn, en áætlað er
aðframkvæmdir hefjist í haust og
að kostnaður við hönnun og bygg-
ingu gatnamótanna verði um 840
milljónir króna. Þetta mun vera í
fyrsta sinn sem Vegagerðin auglýs-
ir opið útboð á hönnun og vegna
stærðar verksins er það auglýst á
EES svæðinu.
Frestur til að gera tilboð í hönnun
gatnamótanna rennur út í lok mars,
en framkvæmdir verða boðnar út að
henni lokinni. Áætlað er að hönnun-
in kosti um 40 milljónir króna og
framkvæmdimar sjálfar um 800
milljónir. „Miðað er við að hægt
verði að bjóða út framkvæmdir við
bráðabirgðatengingar í ágúst og að
heildarverkið verði boðið út í nóv-
ember og að framkvæmdum verði
lokið haustið 2001,“ segir Jónas
Snæbjörnsson, umdæmissljóri
Reykjanesumdæmis Vegagerðar-
innar.
Jónas segir að í frumdrögum að
hönnun gatnamótanna sé gert ráð
fyrir að þarna verði svokölluð
punktagatnamót, en aðeins ein slík
eru fyrir hér á landi, á mótum Vest-
urlandsvegar og Höfðabakka. Hann
segir einn af helstu kostum þessar-
ar tegundar gatnamóta þann að þau
krefjist minna landrýmis og að þessi
lausn hafí meðal annars verið valin
vegna landþrengsla. Nýju gatna-
mótin verði svipuð að stærð og þau
við Höfðabakka og segir hann gert
ráð fyrir því að um 60 til 70.000 bíl-
ar muni fara um þau á dag.
Jónas segir gatnamót af þessu
tagi á þessum stað mjög tímabær.
„Umferðin er að aukast þarna
eins og annars staðar og kannski
meira en víða, vegna uppbygging-
arinnar í Kópavogi. í dag eru þarna
miklar taflr og það verða þarna
slys, þannig að þetta er mjög tíma-
bær framkvæmd," segir Jónas.