Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 27

Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bretland Netaðgangur fyrir 1.200 kr. á ári ALTAVISTA-netleitarvélin hyggst bjóða brezkum neytendum ótak- markaðan aðgang að Netinu fyrir tíu sterlingspund á ári, eða 1.160 krónur. Petta mun, að sögn vefút- gáfu RBC-fréttastofunnar, valda uppstokkun á brezka netþjónustu- markaðnum og veita milljónum Breta, sem ekki hafa nettengzt fram að þessu, tækifæri til að tengjast Netinu á ódýran hátt. Aform hins bandaríska Alta- vista-fyrirtækis ganga út á að net- áskrifendur greiði aðeins fast ár- gjald og eitt tengigjald í upphafi uppá 36 pund (4.000 kr.), en hafi með þessu ótakmarkaðan aðgang að Netinu með því að tengjast ókeypis innhringinúmeri (sem byrjar á 0800). I stað þess að innheimta visst hlutfall af þeim kostnaði sem síma- línunotkun netnotendanna veldur eða visst mánaðargjald hyggur Altavista á að fá upp í kostnað með auglýsingum og aukinni netverzl- un. Keppinautar halda því hins vegar fram að þessi áform Alta- vista, sem til stendur að komizt í framkvæmd eftir um þrjá mánuði, muni ekki geta leitt til annars en mikils taps. Talsmenn Altavista segjast gera ráð fyrir að áskrifendur að hinni nýju þjónustu muni geta sparað sér, miðað við núverandi möguleika á netþjónustumarkaðnum, allt að 700 pund, eða um 80.000 kr., á ári. ------------------- Mótmæla afskiptum Rangún. AP. ZIVADIN Jovanovic, utanríkisráð- herra Júgóslavíu, sagði í Rangún, höf- uðborg Búrma, um helgina að þar- lend stjórnvöld styddu að Júgóslavía fengi aftur aðild að Alþjóðasamtökum ríkja utan hemaðarbandalaga og öðr- um alþjóðastofnunum. Jovanovic gagnrýndi veru her- sveita Atlantshafsbandalagsins í Kosovo-héraði harkalega og sagði að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna væri eina stofnunin sem mætti taka ákvarðanir um beitingu hervalds í al- þjóðlegum deilumálum. „Ekkert land eða svæðisbundin stofnun hefur rétt til afskipta af inn- anríkismálum annarra landa undir yf- irskyni mannréttindaverndar," sagði Jovanovic, og endurspeglaði með þessum orðum einnig stefnu Búrma- stjómar. Stjómvöld beggja landanna hafa lengi legið undir hörðu ámæli umheimsins fyrir mannréttindabrot, en talsmenn þeirra leggja áherzlu á að utanaðkomandi sé óheimilt að skipta sér af innanríkismálum þeirra, þar með talið hvernig farið er með pólitíska andófsmenn af hálfu ríkis- valdsins. ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 27 Netbanki íslandsbanka hefur veriö sérsniðinn að þörfum gjaldkera húsfélaga og er aðgangur að honum alls staðar, allan sólarhringinn þar sem tenging við Netið er fyrir hendi. ( Netbankanum er hægt að sinna allflestum þeim bankaviðskiptum sem húsfélög þurfa á að halda. Meðal þæginda sem felast í þvf að nota Netbankann má nefna að nú geta gjaldkerar: • Haldið utan um fjármál félagsins á Netinu. • Greitt reikninga, skoðað stöðu félagsins eða fengið úttekt fyrir einstaka greiðendur. • Breytt flokkun gjalda. • Prentað út greiðsluseðla sem hafa glatast. • Fækkað ferðum í bankann. ■ Mætt á aðalfund með allt á hreinu. Netbanki íslandsbanka - fyrir öll félög Þau félög sem hafa nýtt sér Netbanka íslandsbanka geta með einu símtali fengið aðgang að Félagabankanum. Gott mál Kynntu þér málin á heimasíðu (slandsbanka www.isbank.is, í næsta útibúi eða f Símaþjónustu íslandsbanka f síma 5 75 75 75. (slandsbanki styrkir (þrótta og Ólympíu- OOO samband (slands ISLAN DSBAN Kl www.isbank.is Netbanki tfyrir húsfélög Hi gm 1 Æfingastöivaii 8515 æfingastöð Fimm stöðvar í einni. Alhliöa æfinga- stöð með yfir 30 æfingamöguleikum. Pressu/togbekkur ásamt þrekstiga með tvívirkum dempurum. Einföld í notkun, fyrirferðalítil, engar plötu- eða víraskiptingar. Æfir og stælir allan líkamann. Staðgreítt kr. 85.815, verð kr. 90.332. Stærðir: L. 145 x br. 94 x h. 188 cm. Mikið úrval æfingastöðva ásamt mesta urvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. ÖRNINNf* STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifunni 11, sími 588 9890

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.