Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sr. Gunnar Björnsson hótar biskupi málaferlum vegna tilflutnings: Þekkið þér þennan, herra biskup. Þér verðið að bjóða upp á eitthvað betra en þýðingar úr norsku. Fermist Glæsitega hönnuð hljómtækjastæða. Framúrstefnuleg og kraftmikil með 2 xlOO W útgangsmagnara, Power Bass hátalara - funky blá baklýsing, einingar sem auðvelt er að taka f sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt það sem þú vilt hafa í alvöru hljómtækjastæðu, og meira til emu smm jn'fiirn• M w ^ll SB&gjm ] i s ‘Wm Éb s 1 ]l n S H E Ær ^ i kj IJj ;m ' nHKy 1 —^ - .-.--r-i 1 bJl Blómleg starfsemi AFS á íslandi Alþjóðleg menntun mikilvæg SENN rennur út um- sóknarfrestur um dvöl fyrir skipti- nema á vegum AFS í lönd- um, þar sem brottför er á bilinu júní til september. Að sögn Petrínu Ásgeirs- dóttur, framkvæmdastjóra AFS á íslandi, er hér bæði um að ræða ársdvöl, hálfs árs dvöl og sumardvöl. „Ég vil einnig vekja at- hygli á því að núna um helgina stendur yfir nám- skeið fyrir sjálfboðaliða okkar af öllu landinu sem haldið verður á Úlfljóts- vatni og aðalfundur félags- ins.“ - Hvað eiga þessir sjálf- boðaliðar að gera ? „Þeir koma að umsókn- arferli og undirbúningi fyr- ir senda nema og þeir taka þátt í fjölskylduöflun fyrir nema sem koma hingað og stuðningi við þá. AFS eru sjálfboðaliðasamtök sem hafa að markmiði að veita fólki tækifæri til að læra um ólíka menningarheima í þeim tilgangi að aðstoða það við að þróa þá þekk- ingu, hæfileika og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og frið- sælli heim. Þetta er takmark okkar - við skilgreinum okkur sem írið- arsamtök, menntasamtök og sjálf- boðaliðasamtök.“ - Er mikiU áhugi á starfí ykkar hér? „Já, árlega fara á vegum félags- ins rúmlega hundrað ungmenni á aldrinum 15 til 18 ára til dvalar í um tuttugu löndum og þau snúa heim með margvíslega reynslu, þekkingu og tungumálakunnáttu sem eykur starfsmenntunarmögu- leika þeirra bæði hérlendis og er- lendis. A tímum alþjóðlegra sam- skipta þykir okkur hjá AFS þessi alþjóðlega menntun vera mjög mikilvæg bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið." - Koma margir skiptinemai• hingað? „Já, AFS á íslandi tekur árlega á móti 35 til 40 erlendum skipti- nemum frá tólf löndum. Þau ung- menni dvelja hjá íslenskum fjöl- skyldum, ganga í íslenska framhaldsskóla og snúa heim með mikla þekkingu á landi og þjóð sem tengir þau og þeirra nánustu við ísland ævilangt. Nú erum við að byrja að leita að fjölskyldum fyrir nema sem koma hingað í ágúst nk.“ - Hafa þeii• útlendu nemai- sem hingað koma mikil samskipti sín á milli? „Já, við höldum fjögur námskeið fyrir nemana yftr árið þar sem þeir fá tækifæri til þess að meta reynslu sína af dvölinni hér og eru nám- skeiðin liður í því að hjálpa þeim til að aðlagast landi og þjóð. Núna, síðustu helgina í mars, munu nemarnir einmitt koma saman, en um helmingur þeirra býr á höfuðborgarsvæðinu en hinn helmingurinn býr annars staðar á landinu. í þessari ferð munu þeir heimsækja ýmsar menningarstofnanir hér í Reykjavík og síðan fer hópurinn ásamt sjálfboðaliðum á Snæfells- nes og verður þar yfir helgina." - Gengur vel að fá sjálfboðaliða til starfa hérfyrirAFS? „Já, það gengur mjög vel. Sjálf- boðaliðar hafa unnið og vinna mik- ið og ósérhlífið starf í þágu samtak- anna. Margir af þeim sem hafa farið út á okkar vegum koma síðar til starfa með samtökunum sem ► Petrma Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 1956. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1976 og lauk prófi í fé- lagsráðgjöf frá Noregi 1980. Hún starfaði sem félagsráðgjafi frá þeim tíma fram til 1997 en þá gerðist hún framkvæmdastjóri AFS (alþjóðleg fræðslusam- skipti) og gegnir því starfi í dag. Petrína hefur lokið þriggja anna rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun HÍ og hefur einnig lagt stund á finnskunám við HÍ og háskólann í Helsinki. Petrína er gift Pétri Jóhannessyni rafmagnsverk- fræðingi og eiga þau eina dóttur. sjálfboðaliðar og sumir hafa starf- að með AFS í áratugi. Einnig koma fósturfjölskyldur gjarnan inn sem trúnaðarmenn fyrir er- lenda nema eða að starfinu að öðru leyti. Fósturfjölskyldur eru einn af mikilvægustu samstarfsaðilum okkar, þær taka nema inn á sitt heimili eingöngu áhugans vegna, ekki er greitt fyrir dvöl nemanna í peningum en fjölskyldurnar fá dýrmæta reynslu og gjaman tengsl við fósturbam ævilangt. Sjálf á ég fósturson í Venesúela og átti þess kost að heimsækja hann síðastliðið haust og var mjög ánægjulegt að hitta hann og fjöl- skyldu hans.“ - Hvemig gengur skiptinemun- um erlendu að stunda nám hér í skólum? „Nemamir eru á aldrinum 15 til 18 ára þegar þeir koma til landsins og það gengur yfirleitt mjög vel fyrir þá að aðlagast í skólum hér. Við eigum mjög gott samstarf við marga framhaldsskóla vegna þess ama og sjá skólarnir sér á vissan hátt hag í því að taka á móti er- lendu nemunum þar sem það eyk- ur fjölbreytni í skólalíf- inu, þó það vissulega geti kallað á ákveðna vinnu fyrir skólana." - Hvernig gengur ís- lensku nemunum að að- lagast í sínum dvalarlöndum ? ,Að öllu jöfnu gengur það vel en auðvitað koma alltaf upp einhver vandamál þegar fólk frá ólíkum menningarheimum þarf að eiga mikil samskipti og það tekur tíma að aðlagast. Mér finnst að þessi tækifæri sem við veitum ungu fólki séu þýðingarmikil og sjálf á ég 16 ára dóttur sem nú er skiptinemi í Astralíu - ég lít svo á að dvöl henn- ar þar sé liður í menntun hennar - og menntun er jú mikilvæg fjár- festing.“ Veitir dýr- mæta reynslu og náin tengsl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.