Morgunblaðið - 12.03.2000, Page 18
18 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þriðja kantötuguðsþjónustan í Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Gísli Magnason og Benedikt Ingólfsson syngja einsöng með Schola cantorum í Hallgrímskirkju í dag.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gréta S. Guðjónsdóttir, Bára Kristinsdóttir og Anna Fjóla Gísladóttir,
nýr formaður LÍ, hlutu viðurkenningu á sýningu Ljósmyndarafélagsins.
Nýr formaður Ljós-
myndarafélags Islands
Eitt af elstu söng-
verkum Bachs
ANNA Fjóla Gísladóttir var kjörin
formaður Ljósmyndarafélags Is-
lands á aðalfundi félagsins á dögun-
um. Þetta er í fyrsta skipti í 74 ára
sögu félagsins að kona gegnir
þeirri stöðu. Anna Fjóla er auglýs-
ingaljósmyndari í Reykjavík og tek-
ur við af Þór Gíslasyni, ljósmynd-
araáHúsavík.
Á fyrstu samsýningu LÍ og Blaða-
ljósmyndarafélags Islands fyrir
réttu ári tók LÍ upp á þeirri ný-
breytni að bjóða sýningargestum
uppá að vera með í sýningunni á
þann hátt að velja, á til þess gerðan
miða, eigulegustu mynd sýningar-
innar. Var þessi leikur endurtekinn
í ár. Að þessu sinni var óháðri
nefnd bætt við og með atkvæða-
hlutfall til hliðsjónar voru þremur
ljósmyndurum veitt verðlaun þann
9. mars sl. Verðlaunin hlutu Gréta
S. Guðjónsdóttir, Anna Fjóla Gísla-
dóttir og Bára Kristinsdóttir. Við
samatækifæri voru Þjóðminjasafni
íslands afhentar til varðveislu fund-
argerðarbækur frá Ljósmyndarafé-
laginu. Sýningin er í Gerðarsafni
og lýkur 19. mars. Sérstakur gestur
sýningarinnar er Vigfús Sigur-
geirsson en hann á 100 ára fæðing-
arafmæli á þessu ári..
ÞRIÐJA kantötuguðsþjónusta Bach-
ársins í Hallgrímskirkju verður hald-
in í dag, sunnudag, kl. 17, en þá flytur
kammerkórinn Schola cantorum
kantötu nr. 131 eftir Johann Sebasti-
an Bach. Fram úr röðum kórfélaga
stíga tveir einsöngvarai', bassinn
Benedikt Ingólfsson og tenórinn Gísli
Magnason, og syngja aríur kantöt-
unnar. Kammersveit Hallgríms-
kirkju leikur með í kantötunni og ein-
leikari á óbó er Daði Kolbeinsson.
Kjölfesta athafnarinnar er kantatan,
en í guðsþjónustunni mun organist-
inn Eyþór Jónsson leika forspil og
eftirspil eftir Bach, auk þess sem
fluttar verða nýjar sálmaútsetningar
eftir Hörð Áskelsson, sem stjómar
tónlistarflutningnum. Séra Jón Dalbú
Hróbjartsson prédikar.
Kantötuna nr. 131, ,Aus der Tiefen
rufe ich, Herr, zu dir“, samdi Bach ár-
ið 1707 í Múhlhausen í Thúringen, þar
sem hann starfaði sem organisti um
tíma við upphaf ferils síns. „Sagnir
herma að verkið hafi verið flutt við
iðrunarguðsþjónustu í kjölfar mikils
eldsvoða í borginni í maí 1707. Að því
er sumir telja er hér um að ræða
fyrstu kantötu Bachs og hún er all-
tént meðal elstu varðveittu söng-
verka meistarans. Það er þó sannar-
lega engan byrjendabrag að finna á
verkinu. Bach gjóir vissulega augun-
um í átt að eldri fyrirmyndum, en
frumleiki tónsmiðsins og fullkomið
vald hans á efniviðnum er þegar til
staðar,“ segir í kynningu.
Kjarnaatriði fagnaðarerindisins
Uppistaða texta kantötunnar er
þýsk þýðing Marteins Lúters á sálmi
nr. 130 í Gamla testamentinu, „Ur
djúpinu ákalla ég þig, Drottinn".
„Þessi sálmur hefur verið mjög vin-
sæll innan kirkjunnar frá ómunatíð.
Lúter hafði miklar mætur á þessum
sálmi og komst svo að orði að hann
geymdi í raun kjamaatriði fagnaðar-
erindisins; að maðurinn frelsaðist
ekki fyrir eigin verðleika, heldur fyrir
náð Guðs. Það kemur skýrt fram í
kantötunni að maðurinn ætti sér
harla litla von ef Drottinn fylgdist
með hverri misgjörð hans - það er
Drottinn sem fyrirgefur og þar liggur
von mannsins," segir Benedikt.
Gísli segir kantötuna mjög fallega
og áheyrilega. „Það væri gaman að fá
að gera meira af því að syngja kantöt-
ur,“ segir hann. Báðir hafa þeir félag-
ar verið í Schola cantorum allt frá
stofnun kórsins árið 1997. Gísli var
áður í Kór Langholtskirkju en Bene-
dikt kveðst hafa hlotið sitt tónlistar-
uppeldi hjá Herði Askelssyni í Mót-
ettukómum. Gísli hefur lagt stund á
söngnám hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðar-
dóttur og Rut Magnússon, en Bene-
dikt er í námi hjá John Speight og
stefnir að burtfararprófi á næstunni.
Næstu viðburðir Bach-ársins em
flutningur Jóhannesarpassíunnar í
dymbilviku og Uppstigningaróratór-
íunnar á uppstigningardag.
Kvöld með
Kamban
í TENGSLUM við sýningu Þjóðleik-
hússins á leikritinu „Vér morðingj-
ar“ verður fjallað um höfund þess,
skáldið Guðmund Kamban, ævi hans
og verk í Listaklúbbi Leikhúskjall-
arans mánudagskvöldið 13. mars kl.
20.30.
Leikin verða atriði úr sýningunni
og sýnd brot úr sjónvarpsmynd Við-
ars Víkingssonar.
Umsjón hefur Þórhallur Sigurðs-
son, leikstjóri.
Guðmundur Kamban
Fyrstu tónleikar nýstofnaðs tónlistarhóps
Eldri tónlist og nútíma-
tónlist teflt saman
Á SVIÐINU í Salnum í Kópavogi er
aragrúi af hljóðfæram; blokkflautur
af öllum stærðum og gerðum, gömb-
ur tvær, sellófiðla, lúta og ásláttar-
hljóðfæri ýmisskonar. Hinn nýstofn-
aði tónlistarhópur Contrasti er að
æfa fyrir tónleika sem haldnir verða
næstkomandi þriðjudagskvöld kl.
20.30. Hópurinn var stofnaður að
frumkvæði Camillu Söderberg
blokkflautuleikara.
Hún segir markmið hópsins vera
að tefla saman eldri tónlist og nú-
tímatónlist á einum og sömu tónleik-
unum og gefa hlustendum innsýn í
gjörólíkt tónmál þessara tíma.
„Margt fólk er dálítið skeptískt á nú-
tímatónlist og myndi aldrei koma til
hugar að sækja tónleika með slíkri
tónlist," segir Camilla og bætir við
að svo sé hka fólk sem hlustar bara á
nútímatónlist og þekkir minna til
hinnar eldri. Þessa hópa vill hún
sameina á tónleikum, lauma nútíma-
tónlist að unnendum eldri tónlistar
og eldri tónlist að þeim sem fyrst og
fremst hlusta á nútímatónlist.
Nafn hópsins, Contrasti, vísar til
þessara andstæðna. „Það er tvennt í
gangi á þessum tónleikum," segir
Camilla. Ekki nóg með það, heldur
má líka finna andstæður innan tíma-
bilanna, þar sem skiptist á „eitthvað
mjög hresst og mjög dapurlegt,“
eins og hún orðar það.
Nýtt íslenskt tónverk pantað
fyrir hverja tónleika
Contrasti-hópurinn er skipaður
þeim Mörtu Guðrúnu Halldórsdótt-
ur sópransöngkonu, Camillu Söder-
berg blokkflautuleikara, Snorra
Erni Snorrasyni lútu- og gítarleik-
ara, Steef van Oosterhout slagverks-
leikara, Ólöfu Sesselju Óskarsdótt-
ur, sem leikur á selló og bassagömbu
og Hildigunni Halldórsdóttur, sem
leikur á fiðlu og tenórgömbu, en síð-
astnefnda hljóðfærið er fengið að
láni hjá Hans Jóhannssyni fiðlu-
smiði.
Á efnisskrá þessara fyrstu tón-
leika Contrasti er endurreisnartón-
list frá Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og
Englandi, þjóðlagaútsetningar eftir
Benjamin Britten, verk eftir kín-
verska tónskáldið Isang Yun og
svissneska flautuleikarann og tón-
skáldið Hans Martin Linde. Þáverða
frumflutt tvö ný tónverk eftir þá Atla
Heimi Sveinsson og Svein Lúðvík
Bjömsson, en þeir sömdu verkin
sérstaklega fyrir þessa tónleika að
beiðni Camillu. Hún segir að ætlunin
sé að panta nýtt verk hjá íslensku
tónskáldi fyrir hverja tónleika.
Fyrirlestur um íslenskar nútímabókmenntir
ERIK Skyum-Nielsen, bókmennta-
fræðingur við Konunglega danska
bókasafnið í Kaupmannahöfn, heldur
opinberan fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskóla íslands í stofu
101 í Lögbergi, miðvikudaginn 15.
mars kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist
íslenskar nútímabókmenntir á Norð-
urlöndum - útbreiðsla og viðtökur.
Erik Skyum-Nielsen er kunnur
þýðandi og bókmenntagagnrýnandi í
Danmörku.
Hann hefur þýtt talsvert af íslensk-
um skáldsögum og Ijóðum á dönsku,
m.a. eftir Steinunni Sigurðardóttur,
Fríðu Á. Sigurðardóttur, Einar Má
Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson
og hafa þýðingar hans á íslenskum
bókmenntum vakið verðskuldaða at-
hygli, segir í fréttatilkynningu; Hann
var sendikennari við Háskóla íslands
á árunum 1974-78.
Fyrirlesturinn verður haldinn á ís-
lensku og er öllum opinn.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Tónlistarhópurinn Contrasti, umkringdur hljóðfærum si'num. Camilla
Söderberg, Marta G. Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Snorri
Örn Snorrason, Steef van Oosterhout og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir.