Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma, MARGRÉT P. EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Kambsvegi 31, Reykjavík, andaðist föstudaginn 10. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Birgir Eyþórsson, Þóra Sigurjónsdóttir, Þórarinn Eyþórsson, Sigríður Eiríksdóttir, Steinþór Eyþórsson, Eiríka Haraldsdóttir. Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MAACK, Skúlagötu 20, Reylgavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 14. mars kl. 13.30. Guðrún H. Maack, Sverrir Sveinsson, María B.J. Maack, Reynir Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir viljum við færa öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og út- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, MARÍU SOFFÍU KRISTINSDÓTTUR Ijósmóður, Leirubakka 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 13D Landspítala fyrir umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Páll Jóhannesson, Jóhannes Pálsson, Elísabet Benediktsdóttir, Þór Pálsson, Vilborg Sverrisdóttir, Kristinn Pálsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hjálpsemi, samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU S. GESTSDÓTTUR, Eyrargötu 8, ísafirði. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Ingvar (sdal Sigurðsson, Sigrún Birgisdóttir, Grétar Sigurðsson, Anna Guðrún Sigurðardóttir, Gestur l'var Elíasson, Hrafnhildur Sorensen, Heigi Elíasson, Pálína Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR JÓSEFSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir góða hjúkrun og um- önnun. Guðmundur Ottósson, Anna Þ. Sigurþórsdóttir, Sigríður Hera Ottósdóttir, Ástvaldur H. Arason, Ólafía G. Ottósdóttir, Hreinn Ó. Sigtryggsson, Berglind J. Ottósdóttir, Daníel Helgason, ömmu- og langömmubörn. GUÐFINNA SIGRÍÐ- UR JÓNSDÓTTIR + Guðfinna Sigríð- ur Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 17. desember 1920. Hún lést á Pjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardag- inn 4. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar vou hjónin Guðný Gísladóttir, f. 22.2. 1884, d. 1931, og Jón Guðbrandsson, f. 21.8 1873, d. 1929 og bjuggu þau á Stokks- eyri. Sigríður átti þrjú alsystkini: Ingi- björgu, f. 24.12 1914, d. 7.6 1977; Ragnar, f. 21.6 1917, d. 15.11 1996 og Andreu Gíslínu, f. 29.8 1923, d. 4.6 1991. Einnig átti Sig- ríður sjö hálfsystkini. Af þeim barnahópi náðu aðeins þijár syst- ur fullorðinsaldri. Þær voru: Ing- veldur, Guðbjörg og Elín Jóns- dætur og létust þær allar í hárri elli. Þegar Sigríður missti foreldra sfna var hún tekin í fóstur af Guð- björgu Aradóttur og Sigurði Magnússyni á Dvergasteini og hjá þeim dvaldi hún fram yfir ferm- ingu. Hinn 18. júlí 1948 giftist Sigríð- ur Siglaugi Brynleifssyni á Akur- eyri. Foreldrar hans voru Sigur- laug Hallgríms- dóttir og Brynleifur Tobíasson. Sigríður og Siglaugur slitu samvistir 1962. Börn þeirra eru : 1) Guð- rún, f. 1. ágúst 1947, gift Sigurði Ragn- arssyni og eiga þau þrjú börn. 2) Ingi- björg Svafa, f. 10. ágúst 1950, gift Pétri Þórarinssyni og eiga þau þrjú börn og þijú barna- börn. 3) Sigþrúður, f. 11. ágúst 1952, gift Hjörleifi Gíslasyni. Þau eiga fjóra syni. 4) Brynleifur Gísli, f. 22. september 1953, kvæntur Önnu A. Stefánsdóttur og eiga þau fjögur börn og ijögur barna- börn. 5) Guðbrandur, f. 29. janúar 1956. Hann á tvær dætur. 6) Júlía, f. 24. febrúar 1959, gift Óttari Ár- mannssyni og eiga þau þijú börn. 7) Hallgrímur, f. 6. október 1961. Jafnhliða því að ala upp sinn stóra barnahóp vann Sigríður ut- an heimilis m.a. á Hótel KEA, í Stjömuapóteki og á verksmiðjum SIS. Utför Sigríðar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju á morgun, mánu- daginn 13. mars, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Eftir að ég frétti andlát móður- systur minnar, Sigríðar Jónsdóttur, hefur sú spurning orðið býsna áleit- in, hvort líf hennar hafi ekki verið dæmigert fyrir eiginlega merkingu orðsins langlífi. Hún lifði langa ævi, átti oft mótdrægt, en varð aldrei gömul. I vöggugjöf hlaut hún ýmsa þá eiginleika, sem duga best, dugn- að, bjartsýni, létta lund og gott hjarta. Margar fyrstu bemsku- minningar mínar eru tengdar henni og þegar fundum okkar bar síðast saman fyrir u.þ.b. fjórum mánuðum fannst mér hún að flestu leyti eins og þegar ég man fyrst eftir henni. Engum gat að vísu dulist að árin voru orðin ærið mörg og að erfíð veikindi höfðu sett mark sitt á hana. En viðmótið var óbreytt, hlýjan sem umvafði alla í návíst hennar, gam- anyrðin, skemmtileg tilsvörin og já- kvætt viðhorf til lífsins. Þegar við töluðum síðast saman í síma svaraði hún spurningu um líðan sína á þá lund að öllum bæri a.m.k. saman um að hún væri ekki orðin leiðinleg. Það þótti henni mikilsvert og ekki hvarflaði að mér á þeirri stundu að hún ætti aðeins þrjár vikur ólifaðar og þetta yrði okkar síðasta samtal. Hún Sigga frænka var einstök manneskja, ein af þessum hetjum hversdagslífsins, sem lífga upp á til- veruna og auðga líf okkar hinna. Og samt átti hún oft erfitt, stundum kannski erfiðast af öllum. Hún ólst upp á fátæku heimili, missti báða foreldra sína innan við fermingu og OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI S I R/l I I 4B • 101 RI.VKJAVÍK Dtivíð Ingcr ÚUfir Útjhmrsrj. Útfararstj. Útfararstj. I ÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ARNASONAR 1899 fór þá í fóstur til ættingja. Þar naut hún góðs atlætis og sjálf taldi hún það hafa verið eitt sitt mesta lán í lífinu hve heppin hún var með fóst- urforeldra. Talaði hún jafnan af mikilli hlýju um fósturheimilið, og þó sérstaklega fóstru sína. Fermingarsumarið lá leið Sigríð- ar að Stóra-Núpi. Þar var hún í vinnumennsku um nokkurra ára skeið, en eftir skamma viðdvöl í Reykjavík kom hún norður til Akur- eyrar vorið 1939 og átti þar heima alla tíð síðan. A Akureyri hittust þau systkinin frá Nýjabæ á Stokks- eyri aftur. Um hríð bjuggu þau öll í bænum, og systurnar þrjár áttu þar heima öll sín bestu ár. Fyrstu árin á Akureyri vann Sig- ríður ýmis störf, en svo kom að því að hún gifti sig, stofnaði eigið heim- ili og eignaðist stóran barnahóp. Skyndilega stóð hún ein uppi með sjö börn, hið yngsta nýfætt. Þá reyndi á, en með aðdáunarverðum dugnaði tókst henni að koma öllum hópnum til manns, og vel það. Um baráttu hennar á þessum árum mætti skrifa langt mál, en verður ekki gert hér. Það hefði ekki verið henni að skapi. A þessum árum var lífið oft erfitt, en aldrei sást að Siggu brygði, og aldrei möglaði hún. Þvert á móti stóð hús hennar ávallt opið gestum og gangandi, alltaf var rúm fyrir einn enn, öllum var tekið með sömu hjartahlýjunni og glaðværa viðmót- inu. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja hana og nýjum fjölskyldu- meðlimum tók hún opnum örmum, þótt ekki væru afkomendur hennar sjálfrar. Því kynntist mín fjölskylda vel, og þegar börnin uxu úr grasi og tóku að leggja leið sína til Akureyr- ar á eigin vegum, þótti þeim ekkert sjálfsagðara en að líta inn hjá Siggu frænku. í þær heimsóknir var ekki farið af skyldurækni, heldur af ánægju. Það var svo gaman að hitta hana, hún var „amma“ allra barna í fjölskyldunni og átti samleið með þeim öllum. Hugtakið kynslóðabil var ekki til í hennar huga, hún var síung og gat talað við unglinga eins og hún væri ein af þeim. Lét hún sér einnig einkar annt um börnin og spurði jafnan margs um gengi þeirra og fyrirætlanir þegar fund- um bar saman. En hún Sigga var ekki aðeins hjartahlý, dugleg og glaðlynd. Hún var líka stórfróð, stálminnug og vel að sér. Hún var ákaflega sjálfstæð í skoðunum, sagði meiningu sína hreint út, en reyndi aldrei að troða sínum skoðunum upp á annað fólk. Að ræða við hana um gamla tíma, hvort sem var á Akureyri eða Stokkseyri var oft ævintýri líkast. Hún sagði vel frá og svo góð skil kunni hún á ættum sínum í Flóan- um og Holtunum að engu var líkara en að hún hefði lifað marga manns- aldra. Og nú er hún farin, horfin. Fráfall hennar kom þeim sem til þekktu ekki beinlínis á óvart, en samt var það óvænt. Hennar er sárt saknað og mest af þeim, sem þekktu hana best. Börnum hennar, tengdabörn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Óll færum við henni hjartans þakkir fyrir allt gott, og þó sérstaklega fyrir að vera sú sem hún var. Jón Þ. Þór. Þegar við fréttum á laugardaginn síðasta að Sigga frænka væri dáin vorum við öll harmi slegin þrátt fyr- ir að hún hefði síðasta eitt og hálfa árið barist hetjulega við illvígan sjúkdóm. Einhvern veginn bjóst maður samt við því að Sigga myndi vinna bug á þessum sjúkdómi því hún virtist alltaf svo orkumikil þrátt fyrir að hafa mætt ýmsu mótlæti í lífinu. En vágesturinn hafði betur og nú hefur hann sigrað þau syst- kinin öll. Þegar við systkinin vorum lítil var það alltaf mikið ævintýri að fara norður til Akureyrar og þá var helsta tilhlökkunarefnið að fá að heimsækja Siggu frænku og ekki var minna gaman þegar hún kom í bæinn því Sigga var afskaplega lífs- glöð manneskja og henni fylgdi jafnan mikið fjör. Og til Siggu frænku var gaman að koma því allt- af virtist hún vera undir heimsókn- ina búin og ekki var síður skemmti- legt að fá hana í heimsókn. Sérstaklega er okkur minnisstætt þegar Sigga og Guðrún Kristjáns- dóttir, vinkona hennar, fóru í utan- landsferðir því þær kepptust um við að segja frá og þessar tvær yndis- legu konur kunnu svo sannarlega listina að segja frá. Sigga frænka var systir ömmu okkar en síðan amma okkar dó fyrir tæpum aldarfjórðungi má segja að hún hafi verið okkur amma. Hún var afar hlý manneskja og hana var gaman að hitta. Börnum hennar og barnabörnum vottum við okkar dýpstu samúð. Elsku Sigga, lífið var þér ekki alltaf auðvelt en þú tókst því með bros á vör. Nú ertu komin til betri heims og við vonum að þar líði þér vel. Það áttu svo sannarlega skilið. Sverrir, Ingi Björn og Edda Sólrún. Mig langar í fáum orðum að minnast fyrrum tengdamóður minnar, Sigríðar Jónsdóttur eða ömmu Siggu eins og hún var kölluð af börnum mínum. Sigga var. um margt merkileg kona, hún kom öll- um sjö börnum sínum til manns þótt oft hafi sjálfsagt verið þröngt í búi. Ég kynntist henni fyrir tæplega 20 árum, þegar ég gekk með grasið í skónum á eftir dóttur hennar Júlíu Siglaugsdóttur. Tók hún mér fljót- lega vel og myndaðist með okkur góður vinskapur. Sigga var okkur hjónum oft innan handar og ekki virtist hún hafa fengið nóg af barna- uppeldi því eitt sumarið passaði hún börnin okkar á Fáskrúðsfirði í 3 vikur meðan við dvöldum utanlands og veit ég að það var börnunum mikils virði. Margar helgar heimsóttum við Siggu á Akureyri, þá ávallt boðin í steikt læri eða mjólkurgraut. Hvergi fékk maður betra súrmeti með mjólkurgrautnum en hjá henni. Sigga var dugleg að sækja matar- boð og uppákomur hjá dætrum sín- um og sonum og þá oftast hrókur alls fagnaðar, hún kunni vel að skemmta sér í góðum hópi. Stutt var í hláturinn og man ég að hún studdi oft okkur tengdasyni sína dyggilega ef henni þótti yfirgangur dætranna of mikill. Hún var barnabörnum sínum góð amma og gátu þau margt af henni lært um lífið og tilveruna. Sigga var lítillát kona og krafðist ekki mikils

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.