Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Smáfólk
UJHS' PON T VOU 6ET OUT
TUEREIN RIGHT FIELI? ANP
l'LL MITVOUAFEW FLIES..
Hæ Lfsa. Vertu
velkomin í liOið mitt.
Farðu þama út á hægri kantinn
og ég sendi þér nokkra bolta.
afsökunum, er það?
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Myndin er tekin á slysstað 7.
mars 1975 í birtingu. Ef myndin
prentast vel má sjá að búið er að
gera björgunarbáta og bjarg-
hringi klára á dekkinu.
Hvassafellið lá lengi á strand-
stað og eins og sjá má myndaðist
mikil fsing á skipinu.
25 ár frá fræknu
bj örgunarafreki
Frá Tómasi J. Knútssyni:
ÞAÐ var að morgni 7. mars 1975
að ms. Hvassafell, þá nýjasta skip
Skipadeildar Sambandsins, strand-
aði á Flatey á Skjálfanda. Skipið
fékk á sig brotsjó rétt utan við eyj-
una og snérist 153 gráður og sigldi
á fullri ferð í gegnum brimlöðrið
og sat fast í fjörunni. Krafturinn í
sjónum var svo mikill að skipið sat
nánast á þurru landi þegar það
stoppaði. Lætin um borð voru slik
að það er eins og þetta hafí gerst í
gær, þessi atburður situr það vel í
minni mínu að það gleymist aldrei.
Aðdraganda strandsins má rekja
til ofsaveðurs af norðaustri með
mikilli fannkomu, ísing hafði sest á
radarinn og vitinn í Flatey logaði
ekki. Siglingaleið skipsins var
norðan við eyjuna en brotið sem
skipið fékk á sig setti allt úr skorð-
um og andartaki síðar var strandið
orðið staðreynd.
Engin slys urðu á áhöfn né far-
þegum en áhöfnin, 16 manns og
þrjár eiginkonur skipverja, voru
um borð. Ein eiginkonan var kom-
in sex mánuði á leið.
Eftir margar tilraunir til að
senda út neyðarkall, heyrði skut-
togarinn Dagný frá Siglufirði kall
frá skipinu og kom þeim áleiðis til
stjórnstöðvar Landhelgisgæslunn-
ar. Vistin um borð var bærileg, það
var reyndar rafmagnslaust vegna
þess að ekki var hægt að keyra
neinar ljósavélar, sjór var kominn í
vélarrúm og skipið var greinilega
mikið laskað að neðan. Oll loftnet
skipsins voru slitin.
Biðin var löng eftir björgun, en
skipið strandaði kl. 6.35 og björg-
unarsveitin birtist í hádeginu.
Þarna voru komnir meðlimir úr
Björgunarsveitinni Garðari frá
Húsavík. Þeir komu á tveim bátum
og lágu utan við brimið hinum
megin á eyjunni, sendu björgunar-
sveitarmenn í land á gúmmíbátum
ásamt fluglínutækjum og gengu
síðan yfir eyjuna. Eftir að flug'ínu-
tækjunum hafði verið komið fyrir í
fjörunni var skotið línu um borð og
áhöfnin setti fast í formastrið. Síð-
an var konunum þremur og sex
manns af áhöfninni bjargað í land,
en restin af áhöfninni var um
kyrrt. Þeim var síðan bjargað í
land eftir tvo daga en ekkert amaði
að mannskapnum um borð.
Björgunin gekk greiðlega og síð-
an var gengið í röð yfir eyjuna í
foráttu veðri og snjókomu, að bæj-
arstæðinu í Flatey. Þar var lagt á
ráðin og ákveðið að ferja mann-
skapinn út í bátana sem lónuðu
fyrir utan. Allt gekk eins og í sögu
og mannskapurinn hélt af stað
áleiðis til Húsavíkur en björgunar-
sveitarmenn héldu til í húsunum á
eyjunni og voru í talstöðvarsam-
bandi við áhöfnina um borð á
strandstað.
Þegar til Húsavíkur kom var
Kaupfélagið opnað og mannskap-
urinn fékk hlý og þurr föt og síðan
var matarveisla á hótelinu. Það var
komið kvöld og mannskapurinn var
útkeyrður eftir þennan örlagaríka
dag.
Það var síðan um miðjan maí
sama ár að skipinu var bjargað af
strandstað, þar var samvinna
Landhelgisgæslunnar og björgun-
arskipsins Lifeline til fyrirmyndar
og skipið dregið inn til Akureyrar.
M/s Hvassafell sigldi í mörg ár eft-
ir þetta strand undir merkjum
Sambandsins og er ennþá í sigling-
um en aðrir eigendur.
Þegar slíkir atburðir eiga sér
stað í lífi ungs manns og heilli
skipsáhöfn er bjargað á giftusam-
legan hátt er þakklæti eitt og sér
ekki nóg í hljóði, það þarf að minna
okkur Islendinga á það hversu öfl-
ugt og fórnfúst starf björgunar-
sveitarmenn leggja á sig þegar
neyðarkallið kemur.
Um leið og greinarhöfundur
sendir Björgunarsveitinni Garðari
frá Húsavík kærar þakkir fyrir
björgunina fyrir 25 árum, skora ég
á alla íslendinga að styðja vel við
bakið á Slysavarnafélaginu Lands-
björg og veita þeim þann stuðning
sem þeim sæmir.
Það veit enginn hver er næstur í
neyð.
TÓMAS J. KNÚTSSON,
Heiðarholti 14, Keflavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.