Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 49

Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 49. BREF TIL BLAÐSINS Sönn saga úr Reykjavík Frá Methúsalem Þóríssyni: VINUR minn einn er búinn að dvelja á sjúkrahúsi frá í fyrrasumar vegna þess að hann fær hvergi húsnæði. Þrátt fyrir að hann hefði getað út- skrifast einum til tveimur mánuðum eftir að hann var lagður inn er hann enn á spítalanum. Þessi langa sjúkrahúsvist er nú farin að ganga nærri heilsu hans, ekki síst vegna þess að það hefur ekki farið fram hjá honum frekar en öðrum hversu heil- brigðismálin liggja þungt á ríkis- sjóði. Þetta ástand hefur varað í bráðum 9 mánuði þrátt fyrir að hann hafi þrásinnis beðið embættismenn Reykjavíkurborgar hjálpar, jafnt lága sem háa. Ekki sakar að geta þess að vinur minn er fæddur og uppalinn í stríðs- hrjáðu landi á Balkanskaga og sjúkrahúsið sem hér um ræðir er geðdeild Landspítalans á Kleppi. Nýjustu fréttir af húsnæðisstríði þessa nýja íslendings eru að félags- málayfirvöld Reykjavíkurborgar, sem nú kallast Félagsþjónusta, auglýstu eftir íbúð fyrir hann í dag- blaði. Mæltust þau til þess í auglýs- ingunni að væntanlegir leigusalar hringdu í hann á Kleppi og falbyðu leiguíbúðir sínar. Eitthvað voru við- brögð við auglýsingunni dræm, þó hringdi ein kona og bauð 2 herbergja íbúð fyrir 55 þúsund krónur á mán- uði. Ekki var þó hægt að þiggja þetta kostaboð enda þótt það væri miklu lægra en daggjöld spítalans og jafn- vel mun lægra en gisting á Hótel Holti. Hér við situr. Getur einhver góð manneskja bent okkur á úrræði í þessu máli? METHÚSALEM ÞÓRISSON, Grenimel 28, Reykjavík. Solusyning á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel Sigtúni í dag, sunnudag, frá kl. 13-19 Ný sending - Glæsilegt úrval - Gott verð HOTEI, REYKJAVIK 10% staðgreiðslu- afsláttur RADGREIBSLUR sími 861 4883 FéLag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Hagnýting upplýsingatækni til bættrar ákvarðanatöku í rekstri fyrirtækja (Enhandng the Dedsion Making Process Through Advanced IT Development) Fimmtudaginn 16. mars verður haldinn hádegisverðarfundur á vegum Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga kl. 12:00 - 13:30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð. Aðalframsögumaður verður Fredrik Prien, framkvæmdastjóri Cognos Nordic. Haraldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Deloitte & Touche Ráðgjafar ehf., mun annast fundarstjórn og flytja inngangserindi. Haraldur Hjaltason mun í inngangi sínum fjalla um innihald kenninga um samhæft mælingakerfi og þann ávinning, sem þær fela í sér fyrir fyrirtæki og rekstur þeirra. Fredrik Prien mun fjalla um hvernig bæta má ákvörðunartökuferli innan fyrirtækja með því að tvinna saman kosti hefðbundinna upplýsingakerfa (Enterprice Resource Planning (ERP)) og stjórnunarkenninga eins og samhæft mælingakerfi (Baianced Scorecard) við nýjar og öflugar lausnir í Business Intelligence hugbúnaði. Prien hefur sl. 15 ár öðlast víðtæka reynslu í notkun og beitingu Business Intelligence hugbúnaðarlausna, bókhaldskerfa (fjárhagsupplýsingar og áætlanakerfi) og upplýsingakerfa fyrir stjórnendur (Executive Information Fredrik Prien System (EIS)). Verð með hádegisverði fyrir skuldlausa félagsmenn FVH er kr. 1.900 og kr. 2.500 fyrir aðra. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 568 2370 eða með tölvupósti fvh@fvh.is. Opinn fundur - allir velkomnir éfé Nature's Prescription For Shine Nú eru þær komnar til íslands amerísku úrvals CITRÉ SHINE hársnyrtivörurnar sem m.a. eru unnar úr safa og berki sérvalinna sítrusávaxta sem stuðla að auknum gljáa hársins og gefa því heilbrigt og lifandi útlit. CITRÉ SHINE vörurnar eru á sérlega hagstæðu verði, en í háum gæðaflokki og standast fyUilega samanburð við aðrar dýrari tegundir hársnyrtivara. CITRÉ SHINE hársnyrtivörurnar fást á yfir 50.000 sölustöðum í Bandaríkjunum einum saman, auk þess sem þær eru fáanlegar víðar um heim, svo sem í Suður-Ameríku, Kanada, Ástralíu, Evrópu, þar á meðal á hinum Norðurlöndunum, í Austurlöndum - og nú á íslandi! Margir íslandingar kannast við suma þekkta sölustaði CITRÉ SHINE í Bandaríkjunum og má þar t.d. nefna risafyrirtækin K-Mart, Walgreens, Revco, Eckard, Rite Aid, CVS og Albertsons. ♦ CITRE Nature's Prescription For Shtne REVITALIZING SHAMPOO Mega-Vitamin Formula Nourishes & Strengthens IHMMAStíao~ FOR ALL HAfR TYPES 474 Þessi sjampóflaska er í raunverulegri stærð, innihald 474 ml. CITRÉ SHINE hársnyrtivörurnar eru gæddar einstaklega léttum, ferskum ilmi og eru afar drjúgar í notkun. lCosfJ'hvC'fc’ Sfðumúla 17 • 108 Reykjavík Sími: 588 3630 • Fax: 588 3731 Netfang: kosmeta@kosmeta.is Netverslun (Amerísku undrakremin): www.kosmeta.is GAUKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.