Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Serstaða Yerzlun- arskólans tryggð með samkomulagi VERSLUNARSKÓLI íslands hefur náð samkomulagi við menntamála- ráðuneytið um að skólinn haldi við- skiptagreinum sínum og um leið sér- stöðu sinni á framhaldsskólastiginu. Var samkomulagið undh-ritað á fimmtudag. Nemendui' Verslunarskólans og forsvarsmenn Verslunarráðs höfðu lýst áhyggjum sínum vegna nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla- stigið en þeir óttuðust að steypa ætti alla framhaldsskóla í sama mót. Braut ekki siðareglur lögmanna ÚRSKURÐARNEFND lögmanna hefur úrskurðað að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hafí ekki brotið siðareglur lögmanna með ummælum sínum í fjölmiðlum um störf sérfræðinga sem til voru kallaðir vegna meðferðar kynferðis- brotamáls sem var fyrir dómstólum í vetur og vakti mikla umræðu. Einn sérfræðinganna sem um ræddi kærði Jón Steinar fyrir um- mæli sem hann viðhafði í fjölmiðlum og taldi hann dæma störf sín og tveggja annarra sérfræðinga ómerk og gera h'tið úr þekkingu þeirra. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi að þótt Jón Steinar hefði kveðið fast að orði væri gagnrýni hans ekki shk að hún færi í bága við siðareglur Lögmannafélags íslands. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra hafði hins vegar fullvissað menn um að skólar myndu eftir sem áður geta haldið sérstöðu sinni á ýmsan hátt, þó að gerðar yrðu markvissari kröfur til bóknáms, rétt eins og starfsnáms. Hafa staðið yfir viðræður milh menntamálaráðuneyt- isins og VÍ frá því Björn lét þessi orð falla á fundi í skólanum 20. mars og var síðan gengið frá fyrmefndu sam- komulagi á fimmtudag. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði samkomulag VI og menntamálaráðuneytisins byggjast á því að viðskiptagreinarnar yrðu skilgreindar sem starfsnáms- greinar. Hann sagði námið í VÍ tví- skipt, fyrri hlutinn væri verslunar- próf og síðan bættust við tvö ár og stúdentspróf og með samningnum gengi verslunarprófið einfaldlega í heild sinni inn í stúdentsprófið. Ef þannig væri með málið farið héldi skólinn sínum viðskiptagreinum því þær væm kenndar á tveimur fyrstu áranum. „Þetta er hægt vegna þess að það vandamál sem við var að etja var það að bóknámsbrautirnar höfðu verið skilgreindar þannig að viðskipta- greinamar vora ekki hluti af þeim,“ sagði Þorvarður. „En menntamála- ráðuneytið hefur sem sé skilgreint viðskiptagreinamar sem starfsnáms- greinar.“ Taldi Þorvarður aðspurður ekki að þessi samningur þyrfti að hafa í for með sér breytingar á námi. Oft og iðulega væra gerðar ýmsar breyting- ar á námi í Verzlunarskólanum og svo yrði sjálfsagt áfram en hann sæi ekki að það gerðist af þessum ástæðum. Svaðilför senn á enda SVAÐILFÖR um 150 jeppa á vegum ferðaklúbbsins 4x4 upp á hálendið lýkur á Egilsstöðum í dag en ferða- langar hafa lent í miklum erfiðleikum í förinni sem hófst á þriðjudag. Að sögn Friðriks Halldórssonar, eins forsprakka 4x4, var þó gott hljóð í jeppamönnum og þeir staðráðnir í að halda áætlun. Friðrik sagði að gengið hefði á ýmsu í ferðinni. Skyggni var lítið og mikið bras og krapi setti strik í reikn- inginn. Margir jeppanna höfðu falhð niður í lænur og sprænur og orðið fyrir skakkaföllum, m.a. höfðu drif ogöxlar brotnað í öllum látunum. I gær sóttist ferðin þó betur en þá var meira ft-ost. Hluti jeppahópsins var kominn langleiðina norður í Bárðardal, þegar Morgunblaðið náði tali af Friðriki, en hópur jeppa var enn uppi á jökli eða við Snæfell. Úr Bárðardal átti að fara hefðbundna leið austur á Egilsstaði, og ljúka ferðinni þar í dag. Morgunblaðið hafði þó heimildir fyrir því að nokkrir jeppar, sem lagt höfðu upp á mið- vikudag, ætluðu ekki að halda áfram austur heldur fara beint niður til Ak- ureyrar í gærkvöldi. Birgir Brynjólfsson, undanfari annars jeppahópsins, sagði við Morgunblaðið á fimmtudag að ferða- lagið hefði verið erfitt fyrir marga og hægt hefði miðað áfram. „Það hefur verið mjög blautt víða og til dæmis ókum við í tæpar þrjá klukkustundir í vatni í kvíslum Jök- ulsár á Fjöllum og í ánni sjálfri. Vegna bleytunnar gripum við til þess ráðs að aka norður á bóginn um flæð- urnar norðan Dyngjufjalla en það hefur víðast verið krapi í leið okkar,“ sagði Birgir. Morgunblaðið/Einar Falur Áströlsku hjúkrunarkonurnar Di Schulze og Chris Kellett, starfsmenn heilsuverndarstöðvarinnar í Resolute, eru ánægðar með bata Ingþórs Bjamasonar eftir kalið. Ingþór Bjarnason komst 86 km áleiðis til norðurpólsins „Mun þyngra en við reiknuðum með“ Morgunblaðið/Einar Falur Inþgór Bjarnason í Resolute. Á skiltinu er sýnt að hann sé á Norðurpólnum sem er ekki alveg rétt því þangað eru rúmlega 1700 km. INGÞÓR Bjamason gerir ráð fyrir því að leggja af stað heim til íslands í dag, laugardag eftir þriggja vikna ferðalag á norður- heimskautsísnum. Honum tókst að ganga tæpa 90 km út á ísinn á 18 dögum en varð þá að snúa við vegna kals á fingrum. Hann sagði aðstæðumar á fyrstu vikum leiðangurs- ins hafa verið miklu erfið- ari en þeir Haraldur bjugg- ust við, þrátt fyrir ítarlegan undirbúning, og sagði vist- ina í tjaldinu hafa reynt talsvert á þá enda hefði frostið verið mjög mikið. „Frostið var 45 stig þeg- ar við lentum á Ward Hunt- eyju og við gengum strax þaðan inn í mjög djúpan og mjúkan nýsnjó,“ sagði Ing- þór í samtali við Morgun- blaðið í Resolute í vikunni. „Sleðarnir bókstaflega sukku niður. Við fundum strax og við gengum af stað að þetta var mun þyngra en við höfðum reiknað með. Það sem við höfðum gert í æfingunum í Iqualuit var að ganga á hörðum fjarðar- ís og gömlum þrýstihrygg sem þar var. Þar fannst okkur við ráða vel við stöð- una einir, en því var ekki að heilsa þegar við komum út á ísinn. Fljót- lega fómm við að gera okkur grein fyrir því að við gátum ekki ráðið einir við að draga sleðana og fórum að selflytja þá. Það gerði að verk- um að vegalengdin sem við gengum yfir daginn var í raun þreföld. Við höfðum verið að gæla við það fyrstu vikuna að ná sex km á dag, svo fundum við að við næðum því ekki, það var bara einn dagur sem við náðum sex km. Þrýstihryggirnir voru mun erfið- ari viðfangs en við höfðum búist við. Við héldum að það væri mun auðveldara að komast í gegnum þá og finna leiðir, en þrátt fyrir mörg viðtöl við menn sem höfðu farið þetta, lestur bóka og hvaðeina, þá kom í ljós að þetta var þyngra en við reiknuðum með.“ Tjaldið hrimað að innan Inngþór sagði tjaldlífið úti á ísn- um stundum hafa verið óþægilegt, t.d. á morgnana og kvöldin. „Við reyndum að setja tjaldið eins hratt upp og við gátum og koma þeim búnaði inn sem þangað átti að fara; dýnur, svefnpokar, töskur og pers- ónulegir munir. Síðan að rífa sig úr utanyfirgall- anum, standa á flísfótunum einum úti og bursta okkur. Þar stóðum við, burstuðum hvor annan og reyndum að ná öllu hrími úr fötun- um eins og við gátum. Stungum okkur síðan inn í tjaldið og kveikt- um upp í prímusnum eins hratt og auðið var og byrjuðum að hita okk- ur upp. Bræða þurfti snjó, setja á brúsana og elda kvöldmatinn. Þá fór okkur að lföa vel og síðan borðuðum við og unnum við að flísa spekkið niður í kvöldmatinn, en það gátum við ekki borðað á daginn eins og við höfðum ætlað, sökum þess hve frosið það var. Sfðan feng- um við okkur te á eftir, hnetur og kartöfluflögur, og svo að lokum harðfískinn góða frá Flateyri sem við höfum alltaf haft með okkur á öllum okkar ferðum. Síðan var að stunda viðgerðir eða skrifa dagbækurnar, og þegar við ákváðum að fara í pokana þá var um að gera að vera nógu snöggur að troða sér ofan í hann, slökkva á primusnum, og reima eins rækilega fyrir og mögulegt var - og reyna að sofna. En margar næturnar, fyrst sérstaklega, voru mjög kaldar, og þrátt fyrir þennan umbúnað átti ég oft erfitt með að sofa fyrir skjálfta og kulda. Síðan var erfitt að rífa sig upp hálfsjö á morgnana en þá var allt hélað inni. Hrímað fyrir öndunaropið á pokan- um og allt loðið af hrími, eins og það hefði snjóað inní tjaldinu. Byija þurfti á því að dusta og losa hrímið í burtu og kveikja aftur upp í prímusnum. Svona gekk þetta. Það var orðin nokk- uð föst verkaskipting hjá okkur á þessum verkum." Þegar fólk heyrir þessar lýsingar, af erfíðinu og kuldanum á leiðinni á norðurpólinn, hugsa marg- ir með sér að þetta sé bijálæði. Margir hljóta að velta fyrir sér hvað fær mann til að halda alltaf aft- ur af stað, sffellt í erfiðari ferðir. Ingþór hefur greinilega oft verið spurð- ur að þessu. „Ég held að það sé eðlislægt hjá fólki að vilja sækja á dýpri og fjar- lægari mið. Þetta hefur fylgt mann- inum frá örófi, stundum af illri nauðsyn, stundum af ævintýralöng- un og forvitni. Það er iþessu eins og öðru að menn fýsir að reyna meira á sig, að svala ákveðinni æv- intýralöngun og sjá bara hversu langt maður getur komist. Og sú upplifun að ná svona markmiði, sem er erfitt náttúrlega, hún er geysilega sterk og djú[). Sumir kalla þetta dellu en það er stór hópur manna sem stendur vel saman sem er að stunda þessa íþrótt. Þessir menn eru farnir að þekkjast vel, hafa mikið samband sín á milli og bera sig saman, ræða ■ möguleika og læra hver af öðrum. I þessu er mikil þróun. í aðferðum og leiðum; þessir menn eru að reyna að brúa bil, með nýjum útbúnaði, nýrri tækni. Menn eru alltaf að ná lengra og lengra og reyna á sig við sífellt meira kreQandi verkefni. Eins og við að reyna að komast á noröurpólinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.