Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bandaríkin: ,
Kz-fAuhJtD'
Þér hafíð eignast hressan strák, herra.
Hafsteinn verður
í Blómavali 13:00-17:00
laugardag og sunnudag
Garðskálapiöntur,
blomafræ,
vorlaukar,
trjáklippingar,
o.fl.
Grænlenskir dagar í Reykjavík
Grænlensk
menning
forvitnileg
Jón Viðar Sigurðsson
Grænlenskir dagar
verða á næstunni í
Reykjavík á veg-
um Grænlenska-íslenska
félagsins Kalak í samstarfi
við Norræna húsið og
Reykjavík - menningar-
borg 2000. Grænlensku
dagarnir eru 6. til 9. apríl
en uppákomur í tengslum
við þá eru þegar hafnar.
Sýning á verkum græn-
lensku grafíklistakonunn-
ar Amannguaq Höegh var
opnuð þann 25. mars á
Tryggvagötu 17 og ljós-
myndasýning Jóns Viðars
Sigurðssonar var opnuð í
gær í Norræna húsinu.
Jón var spurður hvað væri
meginviðfangsefni hans í
ljósmyndun á Grænlandi:
„Það er mannlíf og nátt-
úra Grænlands. Ég heimsótti 35
bæi og þorp á Grænlandi enda hef
ég ferðast til Grænlands að
minnsta kosti einu sinni á ári síð-
ustu sex árin.“
-Hvað veldur þessum mikla
áhuga þínum á Grænlandi?
„Fegurð og hrikaleiki náttúr-
unnar og heillandi mannlíf, svo og
forvitnileg menning.“
- Hvenær komstu fyrst til
Grænlands?
„Ég kom þangað fyrst 1984 í
stutta heimsókn sem vakti áhuga
minn á að kynnast betur landi og
þjóð. Þá tók ég engar myndir en
eftir það fór ég að heimsækja
landið til lengri dvalar og fara á
afskekktari slóðir og þá hófst
myndatakan.“
- Hvað verður á dagskrá Græn-
lensku daganna í Reykjavík?
„Hingað kemur m.a. Rasmus
Lyberth sem er einhver þekktasti
dægurlagasöngvari Grænlands.
Hann mun halda tónleika í Nor-
ræna húsinu föstudaginn 7. apríl
nk„ hingað kemur líka ein vinsæl-
asta rokkhljómsveit Grænlend-
inga, „Mechanics in Ini/Sarsuas-
ut“, og heldur hljómleika á Gauki
á Stöng sunnudaginn 9. apríl.
Laugardaginn 8. apríl opnar sýn-
ing á grænlenskum túpilökum á
Mokka kaffi. Túpilak er ógnvæn-
leg þjóðsagnavera sem fylgt hefur
Grænlendingum um langan aldur.
Túpilakar eru mótaðir í tönn,
bein, stein eða tré. Þá má nefna að
25. apríl opnar í Norræna húsinu
ljósmyndasýning grænlenska
ljósmyndarans Quni Rosing sem
ferðast hefur um Grænland og
ljósmyndað fólk. Fyrirlestur
verður haldinn í Norræna húsinu
fimmtudaginn 6. apríl þar sem
Denis A. Pedersen mun segja frá
kynnum sínum af Norðaustur-
Grænlandi, sem jafníramt er
stærsti þjóðgarður á jörðinni.
Hápunktur hinnar
grænlensku hátíðar í
Reykjavík verður hins
vegar helgina 8. og 9.
apríl - þá verður stöð-
ug dagskrá eftir há-
degi báða dagana í
Norræna húsinu. Þar
verður fjölbreytt úrval
fyrirlestra og myndasýninga um
Grænland, sýndir verða græn-
lenskir munir, fólki gefst kostur á
að bragða á grænlenskum mat og
ferðaþjónustufólk mun kynna
ferðir til Grænlands. Þess má
einnig geta að utandyra verða
grænlenskir sleðahundar. Að-
gangur er ókeypis á alla liði
Grænlenskra daga.“
► Jón Viðar Sigurðsson fædd-
ist í Reykjavík 1966. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1986 og
jarðfræðiprófi frá Háskóia ís-
lands 1991. Hann hefur síðan
starfað að rannsóknar- og þró-
unarstörfum fyrir íslenska
járnblendifélagið. Hann hefur
tekið þátt í félagsmálum og er
nú formaður Grænlensk-
íslenska félagsins. Jón Viðar er
kvæntur Unni Svavarsdóttur
sem starfar á Ferðaskrifstofu
Islands. Þau eiga einn son.
- Er popptónlist mjög vinsæl á
Grænlandi eins og í hinum vest-
ræna heimi?
„Já, hún er mjög vinsæl á
Grænlandi og hljóðfæri eru til á
flestum heimilum. Grænlending-
ar eltast ekki mikið við erlenda
tísku í þessum efnum og syngja
gjaman allt á grænlensku. Hinn
þjóðlegi tónlistararfur Grænlend-
inga er fyrst og fremst trommu-
dans og söngur en popphljóm-
sveitirnar nota öll hljóðfæri sem
popparar nota í dag. Gjarnan má
þó heyra óminn af trommudansin-
um bregða fyrir í nútímatónlist
Grænlendinga."
- Hefur þú haft mikil kynni af
grænlenskri matargerð?
„ Já, ég hef leitast við að bragða
á þeim mat sem Grænlendingar
borða og er þar af mörgu að taka.
Þess má geta að íslendingum
gefst tækifæri á að bragða á
grænlenskum mat í kaffiteríu
Norræna hússins helgina 8. til 9.
apríL Þaim verður m.a. á boðstólum
sauðnautakjöt, hreindýrakjöt,
grænlenskt lambakjöt, náhvalur,
rækja, urriði og lax. Grænlenskur
kokkur mun sjá um þessa mat-
seld.“
-Er þetta í fyrsta
skipti sem Grænlenskir
dagar eru haldnir á ís-
landi?
„Grænlensk-íslenska
félagið hefur áðm- stað-
ið fyrir Grænlenskum
dögum, síðast árið
1996. Svona hátíð fylgir
mikil vinna og kostnaður og hefur
félagið notið velvildar nokkurra
aðila, þar ber fyrst að nefna SAM-
IK, Grænlandssjóð Alþingis og
Nuka-AS sem er matvælafyrir-
tæki á Grænlandi sem íslending-
ur stýrir. Markmiðið með Græn-
lenskum dögum er að kynna
grænlenska menningu, sögu og
náttúru."
Kynning á
grænlenskri
menningu,
sögu og
náttúru