Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bandaríkin: , Kz-fAuhJtD' Þér hafíð eignast hressan strák, herra. Hafsteinn verður í Blómavali 13:00-17:00 laugardag og sunnudag Garðskálapiöntur, blomafræ, vorlaukar, trjáklippingar, o.fl. Grænlenskir dagar í Reykjavík Grænlensk menning forvitnileg Jón Viðar Sigurðsson Grænlenskir dagar verða á næstunni í Reykjavík á veg- um Grænlenska-íslenska félagsins Kalak í samstarfi við Norræna húsið og Reykjavík - menningar- borg 2000. Grænlensku dagarnir eru 6. til 9. apríl en uppákomur í tengslum við þá eru þegar hafnar. Sýning á verkum græn- lensku grafíklistakonunn- ar Amannguaq Höegh var opnuð þann 25. mars á Tryggvagötu 17 og ljós- myndasýning Jóns Viðars Sigurðssonar var opnuð í gær í Norræna húsinu. Jón var spurður hvað væri meginviðfangsefni hans í ljósmyndun á Grænlandi: „Það er mannlíf og nátt- úra Grænlands. Ég heimsótti 35 bæi og þorp á Grænlandi enda hef ég ferðast til Grænlands að minnsta kosti einu sinni á ári síð- ustu sex árin.“ -Hvað veldur þessum mikla áhuga þínum á Grænlandi? „Fegurð og hrikaleiki náttúr- unnar og heillandi mannlíf, svo og forvitnileg menning.“ - Hvenær komstu fyrst til Grænlands? „Ég kom þangað fyrst 1984 í stutta heimsókn sem vakti áhuga minn á að kynnast betur landi og þjóð. Þá tók ég engar myndir en eftir það fór ég að heimsækja landið til lengri dvalar og fara á afskekktari slóðir og þá hófst myndatakan.“ - Hvað verður á dagskrá Græn- lensku daganna í Reykjavík? „Hingað kemur m.a. Rasmus Lyberth sem er einhver þekktasti dægurlagasöngvari Grænlands. Hann mun halda tónleika í Nor- ræna húsinu föstudaginn 7. apríl nk„ hingað kemur líka ein vinsæl- asta rokkhljómsveit Grænlend- inga, „Mechanics in Ini/Sarsuas- ut“, og heldur hljómleika á Gauki á Stöng sunnudaginn 9. apríl. Laugardaginn 8. apríl opnar sýn- ing á grænlenskum túpilökum á Mokka kaffi. Túpilak er ógnvæn- leg þjóðsagnavera sem fylgt hefur Grænlendingum um langan aldur. Túpilakar eru mótaðir í tönn, bein, stein eða tré. Þá má nefna að 25. apríl opnar í Norræna húsinu ljósmyndasýning grænlenska ljósmyndarans Quni Rosing sem ferðast hefur um Grænland og ljósmyndað fólk. Fyrirlestur verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. apríl þar sem Denis A. Pedersen mun segja frá kynnum sínum af Norðaustur- Grænlandi, sem jafníramt er stærsti þjóðgarður á jörðinni. Hápunktur hinnar grænlensku hátíðar í Reykjavík verður hins vegar helgina 8. og 9. apríl - þá verður stöð- ug dagskrá eftir há- degi báða dagana í Norræna húsinu. Þar verður fjölbreytt úrval fyrirlestra og myndasýninga um Grænland, sýndir verða græn- lenskir munir, fólki gefst kostur á að bragða á grænlenskum mat og ferðaþjónustufólk mun kynna ferðir til Grænlands. Þess má einnig geta að utandyra verða grænlenskir sleðahundar. Að- gangur er ókeypis á alla liði Grænlenskra daga.“ ► Jón Viðar Sigurðsson fædd- ist í Reykjavík 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1986 og jarðfræðiprófi frá Háskóia ís- lands 1991. Hann hefur síðan starfað að rannsóknar- og þró- unarstörfum fyrir íslenska járnblendifélagið. Hann hefur tekið þátt í félagsmálum og er nú formaður Grænlensk- íslenska félagsins. Jón Viðar er kvæntur Unni Svavarsdóttur sem starfar á Ferðaskrifstofu Islands. Þau eiga einn son. - Er popptónlist mjög vinsæl á Grænlandi eins og í hinum vest- ræna heimi? „Já, hún er mjög vinsæl á Grænlandi og hljóðfæri eru til á flestum heimilum. Grænlending- ar eltast ekki mikið við erlenda tísku í þessum efnum og syngja gjaman allt á grænlensku. Hinn þjóðlegi tónlistararfur Grænlend- inga er fyrst og fremst trommu- dans og söngur en popphljóm- sveitirnar nota öll hljóðfæri sem popparar nota í dag. Gjarnan má þó heyra óminn af trommudansin- um bregða fyrir í nútímatónlist Grænlendinga." - Hefur þú haft mikil kynni af grænlenskri matargerð? „ Já, ég hef leitast við að bragða á þeim mat sem Grænlendingar borða og er þar af mörgu að taka. Þess má geta að íslendingum gefst tækifæri á að bragða á grænlenskum mat í kaffiteríu Norræna hússins helgina 8. til 9. apríL Þaim verður m.a. á boðstólum sauðnautakjöt, hreindýrakjöt, grænlenskt lambakjöt, náhvalur, rækja, urriði og lax. Grænlenskur kokkur mun sjá um þessa mat- seld.“ -Er þetta í fyrsta skipti sem Grænlenskir dagar eru haldnir á ís- landi? „Grænlensk-íslenska félagið hefur áðm- stað- ið fyrir Grænlenskum dögum, síðast árið 1996. Svona hátíð fylgir mikil vinna og kostnaður og hefur félagið notið velvildar nokkurra aðila, þar ber fyrst að nefna SAM- IK, Grænlandssjóð Alþingis og Nuka-AS sem er matvælafyrir- tæki á Grænlandi sem íslending- ur stýrir. Markmiðið með Græn- lenskum dögum er að kynna grænlenska menningu, sögu og náttúru." Kynning á grænlenskri menningu, sögu og náttúru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.