Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Millibilsástand í innanlandsfluginu og færri komast að en vilja Ferðum til Akureyrar fækkar NOKKURT millibilsástand er í innanlandsflug- inu á flugleiðinni milli Reyjavíkur og Akureyr- ar þessa dagana og komast færri en vilja á milli staðanna og þá sérstaklega í kringum helgina. Ferðum á milli Akureyrar og Reykjavíkur hef- ur fækkað nokkuð eftir að Islandsflug hætti í innanlandsfluginu og sumaráætlun Flugfélags íslands tekur ekki gildi fyrr en mánudaginn 3. apríl en þá fjölgar ferðum á ný. íslandsflug áætlaði að fljúga innanlands fram til 1. apríl, eða dagsins í dag en hætti að fljúga 27. mars sl. Félagið bauð upp á fjórar ferðir suma daga til Akureyrar og þrjár ferðir aðra daga og þá flýgur Flugfélag Islands sex ferðir á dag í vetraráætlun sinni. Þegar best lét voru því 10 ferðir í boði á milli Akureyrar og höfuðborgarinnar en þær verða ekki nema 8 þegar sumaráætlun Flugfélags Is- lands tekur gildi í næstu viku. Þessu til viðbót- ar hefur áætlunarflug til Húsavíkur lagst af en um eitt þúsund farþegar fóru um Aðaldalsflug- völl á mánuði. Húsvíkingar og aðrir Þingeying- ar þurfa því að fljúga frá Akureyri en á sama tíma hefur ferðum til Reykjavíkur fækkað það- an. Þess ber þó að geta að sætanýting miðað við 10 ferðir suma daga vikunnar var oft mjög léleg. Aspirnar snyrtar HANN Ingólfur Jóhannsson fór fímlega með vélsögina þar sem hann sveif um í krana og var að snyrta aspir við Hciðarlund á Akur- eyri í gær. Hæstu aspirnar þarna voru allt að 10 metrar á hæð eða þar til Ingólfur hafði strokið þær með söginni. Hann sagði þennan árstúna alveg kjörinn til þessara verka og að ekki væri betra að bíða öllu lengur fram á vorið. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnudag, kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 á morgun. Kaffitónleikar Kórs Akureyrar- kirkju í Safnaðarheimili eftir messu. Fundur Æskulýðsfélagsins kl. 17 á morgun. Biblíulestur í Safn- aðarheimili kl. 20 á mánudagskvöld. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudags- morgun. Mömmumorgunn í Safnað- arheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Elín Stephensen kennari flytur hugleiðingu fyrir hönd Síðu- skóla. Börn úr Síðuskóla flytja leik- þátt um kristnitökuna. Barnakór Glerárkirkju syngur. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 um kvöld- ið. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleik- ur, fyrirbænir og sakramenti. Opið hús fyrir mæður og börn alla fimmtudaga frá 10 til 12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 11 á sunnudag. Engin samkoma kl. 17. Unglinga- samvera kl. 20 um kvöldið. Heim- ilasamband kl. 15 á mánudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Stærra-Arskógskirkju. Sunnudaga- skóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. HVÍ TASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laug- ardag, ræðumaður verður Erling Magnússon. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar á morgun, sunnudag, kl. 11.30. Kennsla úr Orði Guðs fyr- ir alla aldurshópa. Reynir Valdi- marsson kennir. Almenn vakninga- samkoma á sunnudag kl. 16.30, Erling Magnússon predikar. Fyrir- bænaþjónusta og barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. sama dag. Barna- fundur á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63, kl. 18 á mánudag. Morgunblaðið/Kristján SAMKEPPNISHÆFNI í SJÁVARÚTVEGI ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA Á VEGUM SJÁVARÚTVEGSDEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI irlesarar ó róosíerunni verða nokkrir aí okkor þekktusfu séríræoingurn um rrsálefní sins og islensks sjávarútvegs, q bekktír erlenajr vísindornenn http://www.unak.is Páll Eyjólfsson gftarleikari Námskeið og einleiks- tónleikar á Akureyri PÁLL Eyjólfsson gítarleikari verð- ur með námskeið fyrir gítarnem- endur í Tónlisí arskóla Akureyrar um helgina og heldur í framhaldi af því einleikstónleika í Listasafninu á Akureyri. Námskeiðið hefst laugardaginn 1. aprfl kl. 10.00 í sal Tónlistarskól- ans á Akureyri og er haldið í sam- vinnu Tónlistarskólans á Akureyri og Tónlistarskóla Húsavíkur. Nám- skeiðið endar með nemendatónleik- um á laugardeginum kl. 18.00 í sal Tónlistarskólans á Akureyri og er öllum heimili ókeypis aðgangur. Tónleikar Páls verða sunnudags- kvöldið 2. aprfl kl. 20.30 í Listasafn- inu á Akureyri og er miðaverð kr. 1.000,-. Aðgangur er ókeypis fyrir alla nemendur á hvora tveggja tón- leikana. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Luis de Narváez, F. Tarrega, F. M. Torroba, Isaac Albeniz og Mist Þorkelsdóttur. Verk hcnnar heitir Bifreiðastj órar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þig akið. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Hljómveri og Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Páll Eyjólfsson gítarleikari. Dans og er samið fyrir einleiksgít- ar. Verkið samdi hún fyrir Pál vet- urinn 1985 og var það frumflutt í Norræna húsinu það ár á vegum Musica Nova. Páll lauk einleikaraprófi frá Gít- arskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík og hólt að því búnu til framhaldsnáms á Spáni þar sem hann dvaldi íþrjú ár. Hann hefur notið leiðsagnar margra af helstu gítarleikurum heimsins. Hann starfar nú sem gítarkennari í Reykjavík og hefur verið virkur í fslensku tónlistarlífi síðustu ár. Deiliskipulag á Gleráreyrum Þrjár athuga- semdir bárust ÞRJÁR athugasemdir bárust um til- lögu að deiliskipulagi verslunarlóðar og athafnasvæðisins á Gleráreyrum en frestur til að gera athugasemdir rann út í vikunni. Að sögn Árna Ólafssonar skipu- lagsstjóra Akureyrarbæjar verða at- hugasemdirnar teknar til umfjöllun- ar á fundi skipulagsnefndar í dag, föstudag, en hann sagði jafnframt stefnt að því að ljúka afgreiðslu málsins á fundinum. Orgelsjóður Glerárkirkju Fjáröfl- unartón- leikar FJÖLDI listamanna kemur fram á fjáröflunartónleikum til styrktar orgelsjóði Gler- árkirkju, en þeir verða í kirkjunni annað kvöld, sunnu- dagskvöldið 2. apríl kl. 20.30. Meðal þeirra sem fram koma eru Kór Glerárkirkju, Álftagerðisbræður, Kross- bandið, Kór Akureyrarkirkju, Karlakór Arnarneshrepps, Þuríður Vilhjálmsdóttir, sópr- an, Jóhann Smári Sævarsson, bassi, Óskar Pétursson, tenór, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, píanóleikari, og Sveinn. Arnar Sæmundsson orgelleikari. Allur ágóði af tónleikunum rennur í orgelsjóð Glerár- kirkju sem hjónin Áskell Jónsson og Sigurbjörg Hlöð- versdóttir stofnuðu en markmið hans er að stuðla að smíði pípuorgels í Glerár- kirkju. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn er bent á reikning í Brekkuafgreiðslu Landsbanka íslands, nr. 164-18-450018. Erindi Everestfara HALLGRÍMUR Magnússon, einn Everestfaranna, flytur er- indi um ferðina í húsnæði Vetr- aríþóttahátíðar ÍSÍ við Kaup- vangsstræti 1 kl. 16 í dag, laugardag. Þar er einnig sýndur útbún- aður sá sem notaður var í göng- unni sem og búnaður Suður- pólsfara og stúlknanna sem gengur yfir Grænlandsjökul. Sýning á þessum munum er op- in daglega frá kl. 16 til 18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.