Morgunblaðið - 01.04.2000, Side 22

Morgunblaðið - 01.04.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vonast til að vinnsla heQist á nýjan leik hjá fískvinnslu Skagstrendings á Seyðisfírði í næstu viku Unnið að endurreisn Vélsmiðjunnar Stáls NOKKUR af helstu at- vinnuíyrirtækjunum á Seyðisfirði eiga í rekstr- arerfiðleikum og birtist það meðal annars í fréttum af upp- sögnum starfsfólks Vélsmiðjunnar Stáls hf. og uppsögn kauptryggingar hjá Skagstrendingi hf.-Dvergasteini fyrr í vikunni. Aður hafði þriðja fyr- irtækið, Strandarsíld, sagt upp starfsfólki og vitað er að það fyrir- tæki og fleiri eiga við erfíðleika að etja. Vonast er til að vinnslustöðvun Skagstrendings verði í stuttan tíma og að unnt verði að fá hráefni til að hefja aftur vinnslu í næstu viku. Þá stendur yfir athugun á endurreisn Vélsmiðjunnar Stáls. Reksturinn yrði í breyttu formi og í höndum nýrra eigenda. Vonast forystumenn í bæjarmálum og stjómendur fyrir- tækjanna til að þetta gangi eftir. Jafnframt er unnið markvisst að nýsköpun í atvinnulífinu og eru með- al annars bundnar vonir við nýtt sím- sölufyrirtæki í því efni. Nýir eigendur að vélsmiðjunni Auk almennrar þjónustu við fyrir- tæki á Seyðisfirði hefur Vélsmiðjan Stál hf. lengi sérhæft sig í vinnu við endurnýjun fískimjölsverksmiðja og smíði lokubúnaðar fyrir smærri virkjanir. Mikill samdráttur hefur verið á báðum þessum sviðum og hefur starfsmönnum fyrirtækisins fækkað úr 30 í 14 á einu ári. Og í vik- unni var því starfsfólki sem eftir er sagt upp störfum frá og með degin- um í dag en flestir hafa þriggja mán- aða uppsagnarfrest. Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipu- lagningu Stáls. Hafnarsjóður Seyð- isfjarðar keypti á síðasta ári fast- eignir félagsins á hafnarsvæðinu fyrir 32 milljónir kr. Slippstöðin á Akureyri eignaðist hlut í félaginu fyrir fáeinum árum og áhugi var á að Stál kæmi inn í sameiningu Slipp- stöðvarinnar og Stálsmiðjunnar í Reykjavík. Stáltak varð til en fyrir þremur vikum ákvað stjórn þess að innbyrða ekki Vélsmiðjuna Stál. Tel- ur Magnús Guðmundsson, skrifstof- ustjóri Stáls, að kengur í álvers- og virkjanamálum hafi átt þátt í þeirri niðurstöðu enda hafi verið hugsað til þess að gott væri fyrir nýja fyrirtæk- ið að hafa aðstöðu á Seyðisfirði þegar kæmi að byggingu álvers og virkjun- ar á Austurlandi. „Við þurftum þá að fara að hugsa öðruvísi,“ segir Magnús. Nú eru uppi hugmyndir um að nýir aðilar á Seyð- isfirði yfirtaki reksturinn og er Magnús nokkuð bjartsýnn á að unnt verði að byggja upp gott fyrirtæki, að vísu með aðrar áherslur en Stál hefur verið með. Til dæmis gæti fyr- irtækið farið út í ýmsa almenna verktakastarfsemi á jámiðnaðar- sviðinu. Unnið að öflun hráefnis Vinnsla féll niður vegna hráefnis- skorts í frystihúsi Skagstrendings hf.-Dvergasteins fyrr í vikunni. Togarinn Gullver, sem stendur undir meginhluta hráefnisöflunar frysti- hússins, hefur bilað tvisvar á stutt- um tíma. Hefur það bitnað á sjó- mönnunum og starfsfólki frystihússins en kauptryggingu þess, alls hátt í 50 manns, var sagt upp í vikunni. Fiskverkafólkið er komið á atvinnuleysisskrá og lækkar við það í tekjum. Bergur Ágústs- son, rekstrarstjóri Skagstrendings, segir að uppsögn kauptryggingar sé neyðaraðgerð út af þessum skakkaföllum og sárt hafi verið að grípa til hennar. Segist hann vera að reyna að útvega hráefni annars stað- ar frá til að brúa þetta bil, bæði með því að kaupa fisk á mörkuðum og Heimamenn á Seyðisfírði vinna að endur- reisn Vélsmiðjunnar Stáls og vonast er til að fiskvinnsla Skagstrendings komist aftur — af stað í næstu viku. I grein Helga Bjarna- sonar kemur einnig fram að lögð er mikil áhersla á nýsköpun í atvinnumálum og er það byrjað að skila sér. Gunnþór Ingvason Lára G. Vilhjálmsdóttir Jóhann P. Hansson Þetta er skelfilegt ástand Magntís Guðmundsson með því að fá önnur skip til að landa afla á staðnum. Þá vonast hann til að trillumar fari að komast meira á sjó en afli þeirra skiptir verulegu máli fyrir frystihúsið. Vonast Bergur til að það takist að hefja vinnslu aftur eftir helgi og að fyrir- tækið rétti þá aftur úr kútnum. Auk almennrar fisk- vinnslu leggur Skag- strendingur-Dvergast- einn áherslu á síldar- og loðnufrystingu og það gerir einnig hin fiskvinnslan á staðn- um, Strandarsíld hf. Loðnu- og síld- arfrysting brást að verulegu leyti í vetur og bitnaði það illilega á báðum þessum fyrirtækjum. Stjórnendur Strandarsíldar hafa sagt upp starfs- fólki sínu, sem að vísu var orðið fátt, og berjast fyrir lífi fyrirtækisins. Skagstrendingur er deild í stærra fyrirtæki, Skagstrendingi á Skaga- strönd, og er með fjölbreyttari starf- semi. Önnur sjávarútvegsfyr- irtæki á Seyðisfirði virð- ast ganga vel, útgerðarfé- lagið Gullberg hf. sem gerir út Gullver, og SR- mjöl hf. sem hefur endur- nýjað verksmiðju sína á Seyðisfirði. Óöryggi fískverkafólks „Þetta er skelfilegt ástand. Maður gat búist við þessu hjá frystihúsinu vegna bilana í togaranum en það Hulda Bergur Sveinsdóttir Ágústsson kom á óvart að starfs- mönnum Vélsmiðjunn- ar Stáls skyldi sagt upp á sama tíma,“ segir Hulda Sveinsdóttir, formaður Verka- mannafélagsins Fram. Hún hafði nóg að gera við að skrá fólk at- vinnulaust, taldi að yfir 50 manns yrðu á at- vinnuleysisskrá þessa vikuna og er þó enginn af starfsmönnum Stáls í þeim hópi því upp- sagnir þeirra taka ekki gildi fyrr en eftir þrjá Valtýr mánuði. Sigurbjarnarson Hulda segir að starfsfólk Skagstrend- ings verði vonandi ekki atvinnulaust í langan tíma. Ef það yrði heima í hálfan mánuð gæti það lent í að fara beint af atvinnuleysisskrá í verkfall. Hún segir að fólkið hrapi niður í launum við uppsögn kauptrygging- ar, atvinnuleysisbæturnar séu mun lægri en launin í frystihúsinu með því álagi og bónus sem fólk eigi kost á þar. Þetta komi því illa við fjárhag fjölskyldnanna, fæstir megi við því enda margir með skuldbindingar sem þurfi að standa við í hverjum mánuði. „Það er slæmt að það skuli vera hægt að segja starfsfólkinu að fara heim með tveggja daga fyrir- vara, það ætti ekki að þurfa að bjóða fólki upp á slíkt óöryggi," segir Hulda verkalýðsformaður. Hún hefur áhyggjur af atvinnu- ástandinu í bænum. Nefnir erfið- leika í fiskvinnslufyrirtækjunum vegna lélegrar loðnu- og síldarver- Morgunblaðið/Pétur Krisyánsson Æskan leikur sér áhyggjulaus við grunnskólann á Seyðisfirði á meðan foreldrarnir reyna að leysa vandann í atvinnulífinu. tíðar í vetur og verkefnaleysi hjá Vélsmiðjunni Stáli og netagerðinni Fjarðarneti. Jóhann P. Hansson, stjórnarfor- maður Fjarðarnets ehf., segir að lítið hafi verið að gera þennan mánuðinn. Bilun togarans hafi sín áhrif. Þá hafi engin verkefni skapast við að fara yf- ir djúpnætur fyrir sumarsíldveiðarn- ar. Að þessu sinni hafi skipin skipt beint úr flottrolli yfir í grunnnætur og djúpnæturnar aldrei farið um borð. Jóhann segir að fyrirtækið þurfi að leita sér að verkefnum um allt land og eru starfsmenn þess nú að læra á flottrollin til þess að geta tekist á við verkefni á því sviði. „Ég trúi ekki öðru en að þetta verkefna- leysi sé tímabundið í stuttan tíma,“ segir Jóhann. Bjartsýnir um framtíðina Gunnþór Ingvason, forseti bæjar- stjómar, segir að vissulega sé það alltaf slæmt þegar áföll verða í at- vinnulífinu eins og uppsagnirnar hjá Vélsmiðjunni Stáli og uppsögn kauptryggingar hjá Skagstrendingi. Hann er þess þó fullviss að úr rætist og segir að bæjarfélagið muni standa þétt við bakið á þeim aðilum sem að málinu koma. Gunnþór segir að vel hafi tekist til með endurskipulagningu fiskvinnslu Skagstrendings á staðnum og segist ekki hafa áhyggjur af rekstri fyrir- tækisins. Hins vegar hafi vinnslust- öðvun vegna bilunar togarans slæm áhrif á starfsfólkið og ýti undir þá óvissu sem fólk í sjávarbyggðunum býr við. Vonast hann þó til að þetta hafi ekki þau áhrif að fólk hugsi sér til hreyfings enda búi frystihúsið við trausta hráefnisöflun með löndunar- samningi við togarann Gullver. Til að tryggja stöðuna enn betur þurfi eig- endur fyrirtækisins að afla sér auk- ins hráefnis. Gunnþór segir að það hafi sett strik í reikninginn varðandi framtíð- aráform um rekstur Vélsmiðjunnar Stáls að stóriðjudraumurinn sé úti í bili. Menn hafi trúað því að hafist yrði handa við framkvæmdir á þessu ári en nú sé ljóst að fyrirtækið geti ekki vænst verkefna vegna væntan- legrar stóriðju á næstu árum. Þurfi að endurskipuleggja fyrirtækið og fá nýja eigendur til liðs við það. Upp- sagnimar eru að mati Gunnþórs nauðsynlegur liður í því þótt hann taki fram að uppsagnir starfsfólks séu alltaf dapurleg aðgerð. Segir hann mikilvægt að þetta takist enda sé nauðsynlegt íyrir staðinn að hafa öfluga vélsmiðju til að þjóna fyrir- tækjunum og skipum sem þangað koma til löndunar. Segir forseti bæj- arstjómar að bærinn sé tilbúinn að aðstoða við endurreisn fyrirtækisins en það sé þó fyrst og fremst á ábyrgð nýrra eigenda og starfsmanna að vel takist til við það verk. Seyðisfjarðarbær hefur unnið að nýsköpun í atvinnulífinu. Þannig var gerður samningur við ráðgjafarfyrirtækið Nýsi hf. um stofnun útibús á staðnum. í samn- ingum felst að ráðgjafi frá Nýsi taki að sér tiltekin verkefni fyrir bæjar- félagið á þessu sviði og sé fyrirtækj- um og einstaklingum til aðstoðar við nýsköpunarverkefni. Meðal annars hefur verið unnið að stofnun fjar- vinnslufyrirtækis og undirbúningi hótelbyggingar. „Við horfum bjartsýnir fram á veginn. Það er væntanleg ný ferja hjá Smyril Line eftir tvö ár og aukin tækifæri skap- ast með tilkomu hennar. Þá emm við með menningar- og ferðamálafull- trúa í fullu starfi og vinnur hann að því að auka okkar hlut í ferðaþjón- ustunni sem sumir segja mestu vaxt- argrein nýrrar aldar,“ segir Gunn- þór. Verðum að breyta áherslum Nokkrir einstaklingar og bæjarfé- lagið stofnuðu fjarvinnslufyrirtækið Símasmiðjuna ehf. Nú vinnur þar hópur fólks á kvöldin við að afla fé- laga fyrir Neytendasamtökin. Lára G. Vilhjálmsdóttir framkvæmda- stjóri vinnur hörðum höndum að út- vegun nýrra verkefna. „Lánið leikur við okkur. Það er verið að ganga frá stómm samningum sem munu tryggja okkur góð verkefni til langs tíma. Stefnan er að þetta verði 30 manna vinnustaður innan árs og hér verði unnið frá átta á morgnana fram til tíu á kvöldin," segir Lára. Ekki var lagt í mikinn kostnað við tækjakaup við stofnun Símasmið- junnar, áherslan hefur verið lögð á öflun verkefna og síðan verður fyrir- tækið byggt upp í kringum þau. Valtýr Sigurbjarnarson, ráðgjafi hjá Nýsi hf., segir að unnið sé að gerð viðskiptaáætlunar fyrir bygg- ingu og rekstur hótels á Seyðisfirði. Hópur áhugamanna stendur að þessu og segir Valtýr að hann sé að velta fyrir sér ýmsum möguleikum í stærðoggerð. „Við verðum að breyta áherslum okkar í takt við breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu," segir Lára Vil- hjálmsdóttir. „Landsbyggðin þarf að líta út fyrir fiskinn og taka þátt í hinni öm þróun tækninnar.“ Miklar breytingar hafa gengið yfir í sjávarútvegi og þjónustugreinum hans á Seyðisfirði eins og í sjávar- plássum um allt land. Þannig er ekki mjög langt síðan þar var tvennt af öllu, eins og Jóhann P. Hansson vek- ur athygli á: Tvær vélsmiðjur, tvær fiskimjölsverksmiðjur, tvö frystihús og tveir togarar. Nú er eitt af hverju og sumt stendur völtum fótum. Valtýr Sigurbjarnarson segir að margt af því sem komið hafi í staðinn fyrir samdrátt í hefðbundnum at- vinnugreinum hafi orðið til á höfuð- borgarsvæðinu og þangað hafi fólkið flust. Verið sé að reyna að ná hluta af því til baka og það sé unnt vegna betri samskiptatækni og jafnari fjarskiptakostnaðar. „Tækniþróunin gefur landsbyggðinni tækifæri og þau ætlum við að nýta okkur. Hins vegar er erf- itt að fullyrða um að hve miklu leyti nýjar greinar geta komið í stað hinna hefðbundnu, þær gera það að hluta en ömgglega ekki að öllu leyti. Þetta þarf að vera hvað með öðru og hvorugt getur án hins verið," segir Valtýr. Verðum að breyta áherslum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.