Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIR
íslenskir aðalverk-
hf. hagnast
jAk íslenskir aðalverktakar hf. Úr reikningum samstæðu árið 1999
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Hagn. af reglul. starfsemi f. skatta 6.230.7 5.944.8 -49,4 236,4 3.980,1 3.844,5 92,5 228,1 +56,5% +54,6% +3,6%
Reiknaðir skattar 29,6 104,3 -71,6%
Hagnaður ársins 206,9 123,8 +67,1%
Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé 9.412,5 4.876,6 +93,0%
2.766,9 2.418,6 +14,4%
Hlutdeild minnihluta 95,8 47,4 +102,1%
Skuldir 6.549,8 2.410,5 +171,7%
Skuldir og eigið fé samtals 9.412,5 4.876,6 +93,0%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 29,4% 1,53 538,6 49,6% 1,86 258,1 +108,7%
takar
HAGNAÐUR samstæðu íslenskra
aðalverktaka eftir skatta nam
206,8 milljónum króna á síðasta ári
en var 123,8 milljónir árið 1998.
Stjórn íslenskra aðalverktaka hf.
hefur samþykkt að leggja til að
greiddur verði 7% arður til hlut-
hafa.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu samtals 6.2230 milljónum
króna á síðasta ári en 3.980 millj-
ónum árið 1998. Rekstrargjöld
jukust einnig eða úr 3.845 milljón-
um árið 1998 í 5.945 milljónir á
síðasta ári. „Afkoma félagsins á
árinu 1999 er viðunandi að mati
stjórnenda þótt hún nái ekki að
fullu þeim markmiðum um arðsemi
sem félagið setur sér til lengri
tíma,“ segir í frétt frá ÍAV.
Árið 1999 er ekki að fullu sam-
anburðarhæft við fyrri ár í starf-
semi íslenskra aðalverktaka hf., að
því er fram kemur í frétt frá félag-
inu. Félagið fjárfesti verulega í
samræmi við stefnumótun stjórnar
og undirbjó sókn inn á svið sem
það hefur ekki sinnt áður. Á árinu
keypti félagið m.a. allt hlutafé í
tveimur byggingarverktakafyrir-
tækjum, Ármannsfelli og Álftarósi,
og hafa þau öll verið sameinuð í
eitt verktakafyrirtæki IAV. I til-
kynningunni kemur fram að kostn-
aður við sameiningu félaganna hafi
verið umtalsverður en stjórnendur
gera ráð fyrir að jákvæð áhrif
sameiningar skili sér á síðari hluta
þessa árs.
Fram kemur að dótturfélög hafi
orðið fyrir áföllum í einstökum til-
boðsverkefnum sem tekið er tillit
til í ársreikningi og er einkum vís-
að til Náttúrufræðahúss háskólans
og lokafrágangs við byggingu Bláa
lónsins. í báðum þessum verkum
hefur stjórnin ákveðið í varúðar-
skyni að færa umtalsverðar gjald-
færslur vegna uppgjörs þar sem
óvissa ríkir um endanlegar niður-
stöður.
Varðandi horfur í rekstri ÍAV
segir að verkefnastaða félagsins sé
góð og gert er ráð fyrir að velta
samstæðunnar á árinu 2000 aukist
talsvert frá árinu 1999 en þá nam
hún 6,2 milljörðum.
Hjá ÍAV starfa um þessar
mundir á áttunda hundrað starfs-
menn.
Bolur 2.490-
Buxur 2.690-
Kögun stærsta
félagið í safni Islenska
hugbúnaðarsjóðsins
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
hf. hefur keypt hlut í Kögun hf., að
verðmæti fjórar milljónir króna að
nafnverði. Fyrir átti sjóðurinn hlut í
Kögun og eftir aukninguna nemur
hluturinn tæpum 11 milljónum
króna, eða 11,89% af heildarhlutafé í
félaginu. Er Kögun nú orðið stærsta
félagið í hlutabréfasafni íslenska
hugbúnaðarsjóðsins og er eignar-
hluturinn um það bil 330 milljónir á
bókfærðu verði.
Sigurður Smári Gylfason, stjóm-
armaður í íslenska hugbúnaðar-
sjóðnum, segir kaupverð hlutarins
vera í kringum 200 milljónir króna.
Hann segir að hugbúnaðarsjóðurinn
hafi metið Kögun sem góðan fjár-
festingarkost enda hafi margt já-
kvætt gerst í rekstri íyrirtækisins
síðan sjóðurinn kom fyrst inn í það í
desember.
Aðspurður segir Sigurður að gríð-
arlega mikil gróska sé í þeim fyrir-
tækjum sem sjóðurinn eigihlut í
núna. Jafnframt sé sjóðurinn sífellt
að skoða spennandi fjárfestingar-
kosti en þeir séu fjölmargir í dag.
árg. 02/99,
17 þ.km, silfurgrár,
5 gíra, 17" felgur, leður,
abs, Bose hljómkerfi o.fl.
Verð: 3.950.000.
Tilboð: 3.690.000.
árg. 10/99, ek. 5 þ.km
blár, sjálfsk.(steptronic)
álfelgur, leður, topplúga,
abs, spólvörn o.fl.
Verð: 4.100.000
Tilboð: 3.890.000
www.benni.is - Vagnböfða 23, símí 587 0587
BÍLASALAN SKEIFÁN, BILDSHOFÐA 10, s. 577 2800/587 1000
Kaupfélag Eyfirðinga
Úr ársreikningi 1999
SAMSTÆÐA
Rekstrarreikningur 1999 i 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 10.858 10.581 +2,6%
Rekstrargjöld -10.159 -10.030 +1,3%
Afskriftir -603I -727 -17.1%
Fjármagnsliðir -335 -658 -94,7%
Skattar af reglulegri starfsemi -32 46
Afkoma af regl. starfsemi eftir skatta -271 -788 -65.6%
Aðrar tekjur og gjöld 667 231 +188,7%
Áhrif dótturfél. og hlutdeild minnihluta -13 29
Hagnaður (tap) tímabilsins 383 -528
Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 11.811 12.464 -5.2%
Eigið fé 2.497 2.083 +19,9%
Skuldir 8.526 10.107 -15,6%
Skuldir og eigið fé samtals 11.811 12.464 -5,2%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Eiginfjárhlutfall 21,1% 16,7%
Veltufjárhlutfall 0,9 0,8
Veltufé frá rekstri Milljónir króna -2L -31 +10%
Hag*naður KEA
383 millj. króna
HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags
Eyfirðinga og dótturfélaga á síðasta
ári nam 383 milljónum króna að
teknu tilliti til skatta og annarra
tekna. Þetta er mun betri afkoma en
árið 1998 þegar félagið var gert upp
með 528 milljóna króna tapi. Tap
varð af reglulegri starfsemi KEÁ
samstæðunnar að fjárhæð 271 millj-
ón króna, samanborið við 788 milljón-
ir árið áður.
I tilkynningu frá KE A kemur fram
að rekstrartekjur samstæðunnar
námu 10.857 milljónum króna og
rekstrargjöld fyrir afskriftir og vexti
námu 10.159 milljónum króna. Miðað
við fyrra ár var afkoma fyrir afskrift-
ir og fjármagnsliði betri sem nemur
147 milljónum króna, 698 milljóna
króna hagnaður samanborið við 551
milljónar króna hagnað árið 1998.
Fjármagnsliðir lækkuðu milli ára
um 323 milljónir króna. Tap af reglu-
legri starfsemi fyrir skatta nam 239
milljónum króna og lækkaði um 595
milljónir króna. Rekstrartekjur móð-
urfélagsins námu 7.014 milljónum
króna og hækkuðu um 449 milljónir
króna. Rekstrargjöld fyrir afskriftir
og vexti námu 6.878 milíjónum króna,
fjármagnsliðir voru neikvæðir um 94
milljónir króna en voru neikvæðir um
186 milljónir króna árið 1998.
Tap af reglulegri starfsemi móður-
félagsins fyrir skatta nam 202 millj-
ónum króna og eru meginástæðurn-
ar fyrir neikvæðri afkomu áhrif
þeirra breytinga sem félagið hefur
verið að ganga í gegnum. Veltufé frá
rekstri er nú 431 milljón króna en var
neikvætt um 31 milljón króna árið
1998.
Mun betri afkoma dótturféiaga
Afkoma dótturfélaga á liðnu ári
var mun betri en á árinu 1998, eink-
anlega urðu mikil umskipti í rekstri
sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells.
Þar skiptir mestu endurskipulagning
í rekstrinum sem KEA kom að með
því að stofna, í samvinnu við Síldar-
vinnsluna í Neskaupstað, hlutafélag-
ið Barðsnes. Það tók við þeim hluta af
rekstri Snæfells sem fólst í veiðum og
vinnslu uppsjávarfisks og við það
lækkuðu m.a. skuldir Snæfells veru-
lega. Einnig var hlutafé í félaginu
aukið á árinu. Nú stendur fyrir dyr-
um sameining við sjávarútvegsfyrir-
tækið BGB sem hafa mun enn frekari
hagi’æðingu í för með sér.
Einhverjir mestu breytinga-
tímar i sögu félagsins
Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélags-
stjóri segist vera í öllum aðalatriðum
sáttur við útkomuna á liðnu ári. Fé-
lagið hafi gengið í gegnum einhverja
mestu breytingatíma í sögu þess og
samtímis hafi náðst að snúa rekstrin-
um til betri vegar. Við skoðun árs-
reikningsins yrði að hafa í huga allar
þær breytingar sem urðu á árinu og
valda því að ekki er allt sem sýnist.
Sumir kunni t.d. að setja spurningar-
merki við þá útkomu að tap móðurfé-
lagsins fyrir fjármagnsgjöld eykst á
milli ára. Þessi niðurstöðutala ein og
sér gefi ekki rétta mynd af rekstrin-
um og eigi sínar eðlilegu skýringar.
Eiríkur segir að þær miklu breyt-
ingar sem félagið sé nú að ganga í
gegnum kosti töluverð fjárútlát í dag
sem talið sé að muni skila sér í bætt-
um rekstri í framtíðinni. Til að
mynda losni móðurfélagið ekki strax
við allan kostnað við rekstur hinna
einstöku deilda sem séu að breyta um
form eða hafi verið seldai- út úr félag-
inu.
Aðalfundur KEA verður haldinn
laugardaginn 15. apríl nk.
Loðnuvinnslan hf. rekin
með 180 millj. kr. tapi
LOÐNUVINNSLAN hf. var rekin
með 180 milljóna króna tapi á árinu
1999 og þar af er tap vegna sölu
fastafjármuna 55,8 milljónir króna.
Aðalástæðan fyrir rekstrartapinu
1999 er verðhrun á mjöl- og lýsis-
mörkuðum í kjölfar nýlegra fjárfest-
inga, en árið 1999 er aðeins fjórða
rekstrarár hinnar nýju fiskimjöls-
verksmiðju félagsins.
M/s. Hoffell SU 80 var selt Kaup-
félagi Fáskrúðsfirðinga 15. desem-
ber 1999 fyrir 450 milljónir króna
með veiðarfæíum. Eigið fé Loðnu-
vinnslunnar í árslok er 584 milljónir
króna sem er 54% af niðurstöðu
efnahagsreiknings. Hlutafé í árslok
var 500 milljónir, en það var aukið
um 70 milljónir króna á árinu vegna
kaupanna á Hoffelli og selt á geng-
inu 2,0.
Hlutabréf LVF voru skráð á Vaxt-
arlista Verðbréfaþings Islands 1.
júní 1999 og fóru fyrstu viðskiptin
fram á genginu 2,3 en í árslok var
gengi bréfanna 1,5. Hluthafar voru
um áramót 245 og áttu 10 stærstu
hluthafarnir 82% hlutafjár. Stærsti
hluthafinn er Kaupfélag Fáskiúðs-
firðinga með 41,87%.