Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 38

Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 38
38 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Safnið verði áfram vett- vang’iir tilraunastarfsemi „ÞETTA var skemmtilegt tækifæri sem ég fékk fyrir sjö áram,“ segir Ragnheiður. „Það var töluvert skref fyrir Nýlistasafnið að ráða starfs- mann í fullt starf, en hafði raunar verið í undir- búningi um langa hríð,“ heldur hún áfram. Nokkrum árum áður hafði Kristján Steingrím- ur Jónsson verið í hálfu starfí við safnið í eitt ár. „Dieter Roth hafði gefið Nýlistasafninu verk sem var selt, og peningarnir sem fengust fyrii' það voru notaðir til að greiða launin. Kristján væri sjálfsagt betur settur í dag ef hann hefði fengið verkið!" Ragnheiður segir að því hafí fylgt ákveðin fjárhagsleg áhætta að taka skrefið og ráða starfsmann, en fram að því hafi öll vinna í safn- inu verið unnin í sjálfboðaliðavinnu. „En árang- urinn varð m.a. sá að fjárhagur safnsins hefur vænkast talsvert á þessu tímabili, þó að hann sé náttúrulega hvergi nærri nógu góður enn,“ seg- ir hún. Þegar Ragnheiður tók til starfa árið 1993 var framlag Reykjavíkurborgar til Ný- listasafnsins 600.000 kr. en þriðjungur þeirrar upphæðar fór raunar aftur til borgarinnar í for- mi fasteignagjalda. Frá menntamálaráðuneyt- inu kom tveggja milljóna króná framlag. „Þegar ég skildi við safnið um áramótin hafði ríkis- framlagið tvöfaldast; það var 4 milljónir í fyrra og er aftur 4 milljónir í ár. Frá borginni fáum við 2,5 milljónir og að auki fékk safnið styrk frá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, að upphæð tæpar 7 milljónir króna. Auk hinna ár- legu framlaga hefur Nýlistasafnið notið beinna og óbeinna styrkja frá nokkrum fyrirtækjum. Þessar tölur myndu ekki líta vel út í hægra horni sjónvarpsins. Ahugavert væri að sjá þær tölur sem eytt er í myndlist daglega við hliðina á verðbréfatölunum,“ segir Ragnheiður. Hún segir menningarborgina hafa unnið mikilsvert brautryðjendastarf hvað varðar tengsl atvinnu- lífs og menningar. „Menningarborgin hefur lagt grunninn og hefur fengið háa styrki til listvið- burða frá aðilum atvinnulífsins. Þannig að þar hefur ákveðinn hornsteinn verið lagður, sem vonandi á eftir að breyta hugarfarinu." Þrír starfsmenn lágmark Ragnheiður segir að ef vel ætti að vera þyrfti safnið að lágmarki að hafa þrjá starfsmenn á launum. „Það hafa orðið miklar viðhorfsbreyt- ingar á þessum tíma. Listin er meira og meira að verða einhvers konar stefnumót við mismun- andi menningarsamfélög, kröfur til safna hafa aukist, og kröfur listamanna til aðbúnaðar að sama skapi, þó að þeir beri enn þungan kostnað af því að hafa valið sér þetta starf. Þetta kemur raunar einkum niður á íslenskum listamönnum, því þeir eru ekki vanir því að stjanað sé við þá. Það er ekki lengur hægt að fá erlenda lista- menn til landsins nema lágmarkskostnaður sé greiddur. Skipulagsvinna er orðin mun um- fangsmeiri og nauðsynlegri, samfara auknum kröfum um markviss vinnubrögð. Listin er ekki lengur einskorðuð við sýningarsali og söfn, heldur margskonar staði sem spretta upp með mismunandi áherslum. Listin þrýstir á og renn- ur í nýja farvegi og tengist inn á ólík svið,“ seg- ir hún. Erlendar sýningar orðnar fleiri Spurð um helstu áherslur í rekstri safnsins á undanförnum árum segir Ragnheiður: „Nýlista- safnið hefur, þrátt fyrir að það heiti safn, alltaf lagt höfuðáherslu á sýningarrekstur, og svo hefur einnig verið þann tíma sem ég hef verið þar. Markviss söfnun og tilheyrandi varðveislu- starf hefur ekki rúmast innan verksviðs þess vegna skorts á fjármagni. A þessum tíma hefur erlendum sýningum fjölgað mjög og öll vinna í safninu í tengslum við þær margfaldast. Um- sóknum um að fá að sýna í safninu hefur fjölgað verulega. Fyrir utan sýningar hefur verið fjöl- breytt starfsemi í Nýlistasafninu; eins og fyrir- lestrar, allskonar uppákomur, skiptisýningar við erlend listhús og þátttaka í ráðstefnum er- lendis. Þetta hefur smátt og smátt verið að breytast og sú leið orðið ofan á hjá stjórn að vinna ekki bara úr því flæði sem berst að, held- ur að velja sjálf markvissara, sækja út og skerpa stefnumótun. Mitt starf var fólgið í því að halda utan um daglegan rekstur, fjármál og öll tengsl út á við, bæði við sýnendur, fjölmiðla, opinbera aðila o.fl. en stjórn safnsins er ábyrg fyrir vali á sýnend- um og öllum meiriháttar ákvörðunum." Ragnheiður segir að alla sína tíð í Nýlista- safninu hafí hún lagt áherslu á að aðstoða lista- menn eftir fremsta megni. „Ég lít á þá sem jafningja mína, þar sem ég er listamaður sjálf, hvort heldur þeir eru nýgræðingar eða heims- frægir - alvörulistamenn láta ekki smjaðra fyr- ir sér. Ég hef kynnst fjöldanum öllum af yndis- Ragnheiður Ragnarsdóttir lét af störfum um áramótin sem framkvæmdastjóri Ný- listasafnsins eftir sjö ára starf en hún var fyrsti laun- aði starfsmaður safnsins. Margrét Sveinbjörnsddttir fékk Ragnheiði til að líta um öxl, en frá því hún hóf störf við Vatnsstíginn hefur starf- semi safnins vaxið til muna og fjárveitingar til þess hækkað. Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Ragnarsdóttir í „sérherberginu" sínu - vinnustofunni. legu fólki í gegnum þetta starf og mér hefur fundist safnið vera mikilvægur samastaður fyrir listamenn. Það er öðruvisi en þessi virðulegu söfn sem eru með sérhannaðar kaffístofur og rjómatertur.“ Frá ísjaka til suðrænna fiðrilda Það er í mörg horn að líta á stóru heimili og þannig er það líka í Nýlistasafninu, þar sem framkvæmdastjóri og stjórnarmenn verða oft að standa í hinum ótrúlegustu reddingum í tengslum við sýningar. Ragnheiður kímir þegar hún rifjar upp eitt lítið dæmi. „Á Listahátíð 1996 var hér sýning sem var kölluð Fjörvit og Sigurður Guðmundsson var aðalhugmynda- fræðingurinn að. í henni tók meðal annarra þátt þýskur listamaður, Carsten Höller, sem var og er stórt nafn í listaheiminum. Nýlista- safnið stóð í bréfaskriftum við hann í hálft ár um það hvort hægt væri að flytja ísjaka til Reykjavíkur. Þessu fylgdu miklir kostnaðar- útreikningar og símhringingar í alls konar rannsóknaraðila, hafrannsóknaskip og hafnar- verði. Carsten hélt að það væri bara hægt að binda utan um einn jaka úr Jökulsárlóni og draga hann til Reykjavíkur. Þegar honum varð loks ljóst að þetta myndi nú ekki ganga, það þyrfti að lyfta jakanum upp á trukk, aka honum til næstu hafnar og draga hann þaðan til Reykjavíkur og þangað kominn væri hann orð- inn að litlum mola en kostnaður aftur á móti stjarnfræðilegur, mátaði hann mig með sér- kennilegri hagfræðikenningu: „Heyrðu, við spörum bara þessa peninga og förum til Græn- lands í staðinn og náum í ísjaka þar.“ Listaverkaeign sem tekur ekki geymslupláss í safninu Svo endaði þetta með því að ég stakk því að honum í bréfi að við þyrftum nú eiginlega miklu frekar á sólskini að halda hér á Islandi en ísjök- um. Ég veit ekki hvort það hafði einhver áhrif en að minnsta kosti breytti hann hugmyndinni og það endaði með því að við fluttum inn suð- rænar fiðrildalirfur, sem var ekki síður töluvert mál. En þetta varð hin athyglisverðasta sýning. Okkur tókst loksins að útvega leyfi og heil- brigðisvottorð, sem gekk síður en svo þrauta- laust fyrir sig. Hingað komu þær, þessar fiðr- ildalirfur, við bjuggum til garð uppi í SÚM-sal, þar sem öll fiðrildin klöktust út og voru hvert öðru skrautlegra. Þetta var sannkölluð lifandi sýning, sem hafði mikið aðdráttarafl, einkum á börnin. Reyndar dreg ég í efa að listamaðurinn hafi náð tilgangi sínum, sem var sá að útbreiða nýja skordýrategund á íslandi. En fiðrildin hvíla nú öll í frosti á Náttúrufræðistofnun ís- lands og eru gott dæmi um listaverkaeign sem tekur ekki geymslupláss í safninu. Nýlistasafn- ið er fullt af sögum og bak við málninguna leyn- ast mörg gömul listaverk.“ Þörf fyrir óháða akademíu Nú þegar Ragnheiður hefur litið sjö ár aftur í tímann í starfsemi Nýlistasafnsins er freistandi að spyrja hvernig hún sjái safnið fyrir sér eftir önnur sjö ár eða svo. „Mér finnst mikilvægt að safnið vaxi en verði samt sem áður áfram vett- vangur fyrir tilraunastarfsemi. Það verður að vera meðvitað um sína sérstöðu, alltaf vakandi fyrir tilraunastarfsemi og því óvænta. Það verð- ur að taka áhættu. Með sérstöðu á ég við að safnið er rekið af listamönnum og er heims- frægt fyrir listræna breidd og að vera með fæt- urna í grasrótinni. Áhættan er sú að stefnan verði njörvuð það mikið niður að einungis verði sýndir borðliggjandi hlutir, svo sem frægustu listamennirnir eða þeir vinsælustu. Safnið þarf ekki að leita langt yfir skammt, við eigum svo mikið af góðum listamönnum. Sumir þeirra eru of hógværir eða blankir til að koma sér á fram- færi - það þarf að leita þá uppi. Hvað húsið varðar reikna ég fastlega með að eftir sjö ár verði búið að koma því í mannsæmandi stand, langþráðar lagfæringar verði um garð gengnar og yfirvöld eða óskabörn þjóðarinnar hafi gefið félaginu hlutdeild í framhúsinu við Vatnsstíg- inn. Tengibrú verði risin milli gamla hússins og þess nýja og í framhaldi af henni kominn sýn- ingarsalur fyrir reglulegar safnsýningar á verk- um úr eigu safnsins. Á efstu hæðinni verði búið að innrétta gestavinnustofur með útsýni frá þakgarðinum yfir sundin. Mín vegna mætti vera kaffistofa einhvers staðar með listrænum tert- um. Hvort þetta verður eftir sjö ár er spurning, en vonandi ekki sjö sinnum sjö! Nýlistasafnið hefur alltaf gegnt hlutverki akademíu, þangað sækja listamenn að námi loknu og þangað liggja straumarnir. Þó að Listaháskóli sé orðinn að veruleika verður áfram og kannski enn frekar þörf fyrir óháða akademíu honum til aðhalds og stuðnings. Fjár- magn til safnsins verður væntanlega orðið margfaldað - og sömuleiðis fjöldi starfsmanna og gesta.“ Sérherbergi í bakhúsi Nóg um Nýlistasafnið - en hvað tekur nú við hjá Ragnheiði? Hún kveðst reyndar ekki vera búin að yfirgefa Nýló fyrir fullt og allt, því hún sé áfram virkur félagsmaður og starfi í nefnd- um á vegum safnsins. Nú gefst henni hins vegar mun betri tími til að vinna að eigin listsköpun á vinnustofu sinni í bakhúsi við Laugaveginn. Þar hefur hún „sérherbergi“ eins og hún orðar það. „Ég hef alltaf nýtt öll mín sumarfrí og smugur til að fara inn í mitt sérherbergi, sem er listin,“ segir hún. Síðastliðið ár var reyndar stærsta sýningarárið hennar í langan tíma, en þá hélt hún tvær einkasýningar og tók þátt í tveimur samsýningum. Hún hefur sem sé nýtt vel tím- ann í sérherberginu. „Ég var búin að vera í Nýlistasafninu í sjö ár og fannst það vera orðinn ágætistími. Ég var meðvituð um að það hlyti að koma að því að klippa á naflastrenginn - var orðin allt of mikil mamma og barnið komið langt fram yfir gelgju- skeiðið. Framundan eru margir möguleikar, ríf- andi uppgangur í mínu gamla fagi, arkitektúrn- um, myndlistin verður þó áfram númer eitt en ég er með opin augun í ýmsar áttir. Ég hef allt- af gefið mig alla í þá vinnu sem ég hef stundað hverju sinni og fengið það skemmtilegasta og besta út úr því - kannski má kenna meyjar- merkinu þar um. En ég hef líka alltaf verið stemmningsmanneskja og held að mín bíði eitt- hvað fremur skemmtilegt. Á þessu stigi er það ekki alveg komið á hreint en það er ýmislegt í deiglunni. Það er svo erfitt að tala um það sem á eftir að gera. Ég get þó upplýst að ég er á för- um til Parísar á stefnumót, vonandi við vorið.“ Sigríður Anna E. Nikulásdóttir með eitt verka sinna. Tunglhús í Galleríi Fold SIGRÍÐUR Anna E. Nikulásdóttir opnar sýningu í baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14, í dag kl. 15. Sýninguna nefnir listakonan Tungl- hús. Sigríður Anna Elísabet Nikulás- dóttir er fædd árið 1963 í Eskilstuna í Svíþjóð. Hún stundaði myndlistar- nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og Myndlistar- og hand- íðaskóla Islands og útskrifaðist úr grafíkdeild 1992. Sigríður Anna hef- ur tekið þátt í nokki-um samsýning- um en þetta er hennar önnur einka- sýning. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga frá kl. 14-17. Sýningunni lýkur 16. apríl. 4-H Nýjar bækur • BRÉFAÁSTIR hefur að geyma bréfaskipti skáldanna Ólafar Sig- urðardóttur á Hlöðum og Þor- steins Erlings- sonar. Þóranna Tómasdóttir Gröndal hefur búið þau til prentunar og fjallar um bréfin. Skáldin Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum og Þor- steinn Erlingsson skrifuðust á reglulega á árunum 1883-1888 og 1895-1914. Samband þeirra ein- kenndist af sérkennilegum lífskrafti, sem þau veittu hvort öðru, en líktist ekki venjulegu ástarsambandi. Þetta var fyrst og fremst bréfaástarsam- band, ef svo má að orði komast, sem fólst öðru fremur í því að gefa í skyn og beita tvíræðni í orðanotkun. Op- inská umræða um kynferðismál er í bréfunum miðað við þann tíma sem þau eru skrifuð á. Þorsteinn segir Ólöfu frá ljúfa lífinu í Kaupmanna- höfn á námsárum sínum og hún er bersögul um tilfinningar sínar og einkahagi. Bréf þeirra eru einkar skemmtileg og einstæð í íslenskii bókmenntasögu, segir í fréttatil- kynningu. Þóranna er fædd í Reykjavík árið 1945. Hún lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Islands og námi í upp- eldis- og kennslufræðum til kennslu- réttinda lauk hún 1992. BA-ritgerð hennar fjallaði um bréfaskriftir skáldanna Ólafar á Hlöðum og Þor- steins Erlingssonar og síðustu árin hefur hún unnið að MA-ritgerð um sama efni. Hún hefur áðiu- samið kennsluefni og sent frá sér barna- bókina Músikalska músin sem hlaut viðurkenningu í samkeppni á vegum Samtaka móðurmálskennara. Utgefandi er Stommi- sf., en prentun annaðist Grafíkhf. Bókin er 240 bls. Verð: 2.600 kr ------------------ Upprakningar í Bflar og list ÖNNUR einkasýning Lilju Krist- jánsdóttur, Upprakningar, verður opnuð í Bílum & List, Vegamótastíg 3 í dag kl. 16. Á sýningunni eru myndir sem tengjast hannyrðum. I fréttatilkynn- ingu segir m.a.: „Vá! Heklaðir dúkar eru stórkostlegir, ótrúlegt að ein- hver geti gert þetta. Hmm best að mála nokkra dúka og hannyrðafólk, - og prjónaðar peysur.“ Lilja lauk námi í MHÍ árið 1996. Sýningin stendur til 29. apríl. Þóranna Tómasdóttir Gröndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.