Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 39 NEYTENDUR Margrét Rögnvaldsdóttir hjá Whittard of London var að kynna nýja sælkeralínu frá Skotlandi. Um er að ræða sultur, sósur, sinnep, hunang, mauk, ávexti, edik, olíur og smákökur og hægt er að velja úr yfír 50 tegundum. Meðal annars eru þar nýjungar eins og sinnep með sólþurrkuðum tómötum og tómatamauk með kryddi. FrábíAíi auðvelffl|| Það tekur uðeins.4’ gimilegaoajÉ^ Stcinn Systumar Ásdís og Hildur Einarsdætur hjá fyrirtækinu Heimapizzu vom að kynna ofn til að baka í pítsur. Það tekur um fjórar mínútur að baka 12 tommu pítsu með þessum hætti og einnig er hægt að hita upp frosnar pítsur. Þá er líka hægt að baka brauð eins og pítubrauð, naanbrauð og tortillur í pítsuofninum. Sýningin Matur 2000 stendur fram á sunnudag 200 fyrirtæki sýna vörur o g þjónustu Harðfískflögur, sinnep með sólþurrkuðum tómötum, jalapeno- ostastangir og ferskt sushi er meðal nýjunga á sýningunni Matur 2000 sem nú stendur yfír um helgina. Það eru hátt í 200 fyrirtæki sem sýna vörur og þjónustu á sýning- unni Matur 2000 sem stendur yfir í Tennishöllinni í Kópavogi og lýkur á sunnudagskvöld. Auk þess sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nýjungar geta þeir bragðað á ýmsu góðgæti eins og fersku pasta, nýbökuðu brauði, kökum og nýlöguðu kaffi. Boðið er upp á sýnikennslu í blómaskreyt- ingum og haldnar verða tískusýn- ingar á samkvæmisfatnaði og fatn- aði fyrir brúðkaup. Þá munu gestakokkar elda fyrir gesti og svara spurningum. Keppt í framreiðslu sjávarrétta í tengslum við sýninguna fer fram keppni á ýmsum sviðum á vegum fagfélaga og koma sumir keppendur og dómarar erlendis frá. A sýningunni verður haldin keppni menningarborga Evrópu árið 2000 í framreiðslu sjávarrétta. Alls keppa fimm um þennan titil. Þá verður einnig keppt um titiiinn „Matreiðslumaður ársins 2000“ og að þessu sinni eru það átta mat- reiðslumenn sem keppa um þann titil. Norðurlandamót vínþjóna verð- ur einnig haldið í tengslum við sýn- inguna svo og keppni barþjóna og framreiðsluþjóna. Kökuskreytingakeppni Þá verður sérstök kökuskreyt- ingakeppni auk þess sem bakara- nemar halda keppni. Kjötiðnaðarmenn kynna úrslit í keppni kjötiðnaðarmanna. I íyrsta skipti er nú haldið ís- landsmót kaffibarþjóna og er úr- slitakeppnin haldin á sýningunni. Nokkur áhersla er lögð á brúð- kaup, boðið verður upp á sýningu á fatnaði fyrir brúðkaup og sett verð- ur upp brúðkaupsveisla á sýning- unni í dag, laugardag, þegar nýgift hjón koma beint úr kirkjunni og bjóða gestum sínum til veislu. Bjarni Óskarsson hjá Sælkerabúðinni var að kynna ýmsar nýjungar eins og t.d. ferskt sushi, svo og frosið, sem kemur tilbúið til neyslu. Á vegum Snæfisks var verið að kynna frosnar sósur sem seldar eru í „dropum" í kílóavís. Sós- umar em spánskar og tilbúnar til neyslu þegar þær þiðna. kynna harðfiskskífur fyrir Gullfisk, sem tók þrjú ár að þróa í samvinnu við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Nýjungar hafa verið að bætast í Pastó línuna að undanförnu, til dæm- is tortellini með grísakjöti og reyktri skinku. Á myndinni em, frá vinstri, Ragnar M. Kristjánsson, Jón Ingi Ólafsson og Jón Vilhjálms- son, en að sögn þeirra em ýmsar fleiri nýjungar væntanlegar. Morgunblaðið/Golli Matreiðslumaðurinn Peter Manina kom hingað til lands frá Italíu til að kynna fyrir gestum sýningarinnar vömr frá Sacla en það em m.a. pastasósur, rautt og grænt pestó og siðan það sem kallast L’Anti- pastó og em t.d. sólþurrkaðir tómatar, villtir sveppir, kryddlegin þistilhjörtu, grænar og svartar ólífur, svo og blönduð paprika. Það er ekki bara matvara á sýningunni Matur 2000. Fyrirtækið Blóm og list er með lagt á borð fyrir brúðkaup. I dag, laugardag, verða nýgift hjón gestir á sýningunni og halda þar veislu sína. RÝMINGARSALA Mikil verðlækkun T.d. borðstofuborð m. 6 stólum og skenki: Áður 260.000 kr., nú 159.000 kr. Opið þessa helgi frá kl. 12-16 Euro og Visa raðgreiðslur ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.