Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 42
Associated Press
í Bandaríkjunum færist í vöxt að MS-sjúklingar og fleiri fái kannabis en
margir þeirra halda því fram að efnið lini þjáningar þeirra. Um þetta er
þ<5 víða hart deilt. Á myndinni reykir bandarísk stúlka, Sandra Rocha,
(t.v.) marijúana-pípu en hún þjáist af MS og hefur fengið sérstakt skír-
teini afhent frá lögregluyfirvöldum í bænum Eureka í Kaliforníu sem
staðfestir að henni sé heimilt að neyta efnisins.
Stjórnvöld í Bretlandi
Kannabis verði
löglegt lyf
Medical News Today.
BRESK stjómvöld munu á næst-
unni lögleiða notkun kannabis í
læknisfræðilegum tilgangi. Fólki
sem þjáist af MS og öðrum sjúkdóm-
um sem valda miklum kvölum verður
leyft að nota efnið.
Endanlegt samþykki verður veitt í
kjölfar tilrauna á fólki sem búist er
við að staðfesti kosti kannabis.
Rannsóknir á músum, sem gerðar
voru við University College í Lond-
on, leiddu í ljós að efnið getur dregið
úr sumum af kvalafullum einkennum
MS og komið í veg fyrir verki og
skálfta í vöðvum.
Tilraunum verði flýtt
Fjórir þingmenn Verkamanna-
flokksins hafa lagt til að ríkisstjórnin
veiti þetta leyfi, tilraunum á fólki
verði flýtt og lögreglu gefin fyrir-
mæli um að láta það óátalið að fólk
með MS, alnæmi eða gigt noti
kannabis samkvæmt læknisráði til
að draga úr kvölum.
Þingmennimir sögðu að sjúkling-
ar ættu ekki að „neyðast til að kaupa
ólögleg lyf eða eiga sífellt yfir höfði
sér ákæru“. Sjúkt fólk og dauðvona
ætti ekki að lenda í fremstu víglínu í
baráttunni við eiturlyf. Vilja þing-
mennirair að fólki verði leyft að nota
hrákannabis uns þróað hefur verið
lyf úr virku efnunum í því.
Mun skaðlegra en tóbak
Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa þó
efasemdir um notkun hrákannabis
vegna þess að sum efni í því eru
skaðleg. Tjörumagn í því er þrisvar
sinnum meira en er í venjulegum síg-
arettum og nýleg rannsókn bendir til
þess að ef reyktir eru fjórir kanna-
bisvindlingar valdi það jafn miklum
lungnaskaða og ef reyktar eru tutt-
ugu sígarettur.
Nýrnaígræðsla
án blóðgjafar
MAÐUR sem af trúarástæðum
getur ekki þegið blóð gekkst ný-
lega undir aðgerð þar sem nýra úr
konu hans var grætt í hann, að því
er breska ríkisútvarpið, BBC,
greindi frá. Óvenjulegt er að eigin-
kona geti gefið manni sínum líf-
færi, en einnig var óvenjulegt við
að bæði hjónin, Alf og Marie
Hoyle, gátu ekki þegið blóð við að-
gerðina, þar eð þau eru Vottar
Jehóva, sem af trúarlegum ástæð-
um mega ekki þiggja blóð.
Aðgerðin fór fram á St. James-
sjúkrahúsinu í Leeds, þar sem
læknar hafa verið að þróa aðgerðir
án blóðgjafa. Er blóð sjúklingsins
sjálfs varðveitt eftir því sem kost-
ur er, og því veitt aftur inn í líkam-
ann á meðan á aðgerðinni stendur.
Bæði hjónin eru á góðum batavegi,
en ef neyðarástand hefði skapast á
meðan aðgerðinni stóð hefðu bæði
hjónin getað látist þar eð ekki
hefði verið hægt að bjarga þeim
með blóðgjöf.
Þessi aðferð er oft notuð við að-
gerðir í Bandaríkjunum, t.d. við
hjartaaðgerðir, en í Bretlandi eru
svona flóknar aðgerðir sjaldan
gerðar án blóðgjafar. Einn lækn-
anna, sem tók þátt í aðgerðinni,
Steve Pollard, hefur áður fram-
kvæmt lifrarígræðslu án blóðgjaf-
ar.
Vottar Jehóva segja að í Bibl-
íunni séu að minnsta kosti 400 til-
vitnanir þar sem bann sé lagt við
því að þiggja blóð. Pollard sagðist
vita að á sumum sjúkrahúsum
myndu menn ekki vera reiðubúnir
til að framkvæma aðgerðir með
þessum hætti. „En við erum ekki
að taka áhættuna, það eru sjúk-
lingarnir sem taka hana.“
Fótkuldi og járnskortur
Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda
Fyrir nokkru var birt spurning
um hand- og fótkulda og í svar-
inu voru raktar ýmsar hugsan-
legar ástæður fyrir honum. Síðan
þetta svar var birt hefur mér
borist vitneskja um að hand- og
fótkuldi geti stafað af járnskorti.
Jámskortur er algengt vandamál
og þess vegna er ástæða til að
lýsa honum nánar.
Járn er nauðsynlegt fyrir
líkamann til að mynda blóðrauða
sem flytur súrefni og kolsýru um
blóðrásina en það er einnig nauð-
synlegt fyrir ýmis ensím eða
efnahvata til að þeir starfi eðli-
lega. Járnskortur leiðir til blóð-
leysis en vegna ensímanna veld-
ur hann ýmsum öðrum
einkennum í líkamanum. Heild-
armagn járns í líkamanum er 2-4
g og er meira magn í körlum en
konum. Mikill meirihluti þessa
járns er í blóðrauðanum í rauðu
blóðkornunum eða 70-95% af
heildarmagni í líkamanum. Af-
ganginn er að finna í ýmsum
frumum víðs vegar í líkamanum.
Eðlilegt er að líkaminn tapi um 1
mg af járni á sólarhring, einkum
í frumum sem losna af húðinni og
úr þekju meltingarfæranna, og
þetta þurfum við að bæta okkur
upp með fæðunni.
Það magn sem konur tapa með
tíðablæðingum skiptir miklu máli
og er að meðaltali sem svarar 0,7
Blóðleysi
mg á sólarhring. Sumar konur
tapa þó mun meiru eða allt að 5
sinnum þessu magni og getur
það auðveldlega leitt af sér jára-
skort. Á Vesturlöndum er talið
að allt að 25% kvenna á bam-
eignaaldri séu með járnskort.
Járnskortur er því langalgeng-
asti hörgulsjúkdómur sem við
þekkjum. í flestum tilfellum staf-
ar járnskortur af langvarandi
blóðmissi, með tíðablóði, blæð-
ingu í meltingarfærum eða þvag-
færum. Við blæðingu í meltingar-
færum verður saurinn dökkur
eða jafnvel kolsvartur og við
blæðingu í nýrum eða annars
staðar í þvagfærum verður þvag-
ið rautt eða brúnt. Miklu sjaldn-
ar stafar járnskortur af aukinni
þörf, t.d. þegar einstaklingurinn
vex hratt eða á síðari hluta með-
göngu, eða af minnkuðu frásogi
frá meltingarfærum, t.d. eftir
brottnám magans eða við vissa
meltingarfærasjúkdóma. Járn-
skortur vegna lélegrar fæðu er
þekktur en er ákaflega sjaldgæft
fyrirbæri. Sum einkenni járn-
skorts eru vegna járnskortsblóð-
leysisins en önnur eru vegna
áhrifa á ensím og má nefna fölva,
þreytu, minnkað úthald, særindi
í munni og tungu, kyngingar-
örðugleika, aflagaðar neglur og
hand- og fótkulda. Járnskort er
tiltölulega auðvelt að greina með
blóðrannsókn og ef hann er til
staðar er mikilvægt að finna or-
sökina sem oft er langvarandi
blæðing eins og áður greinir. Ef
um blóðtap er að ræða verður að
stöðva það og síðan gefa járn.
Járn er best að gefa til inn-
töku, oftast á töfluformi, og einn-
ig er gott að neyta járnríkrar
fæðu eins og t.d. sláturs og lifrar.
Þeir sem ekki þola járntöflur
geta þurft að fá sprautur. C-
vítamín í hóflegu magni (t.d. 100
mg á dag) eykur nýtingu járns úr
fæðu og töflum og er því gott að
taka það með.
• Á NETINU: Nálgast má skríf
Aíagnúsar Jtf/iannssonar um lækn-
isfræðileg efni á heimasíðu hans á
Netinu. Slóðin er: http://
www.hi.is/~magjoh/
Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt lækninn um það sem þeim
liggurá lijarta. Tekið erá móti
spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 ísíma 5691100
og bréfum eða súnbréfum merkt:
Vikulok. Fax 5691222. Einnig
geta lesendur scnt fyrirspumir
sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar elmag-
(ShotmaU.com