Morgunblaðið - 01.04.2000, Side 50

Morgunblaðið - 01.04.2000, Side 50
50 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Upp- spretta upplýsinga „Það er kaldhœðnislegt að þessi hœfileiki Netsins að sníða fréttaflutninginn að óskum hvers viðskiptavinar og bjóða honum upp á hreint ótrúlegt magn upp- lýsinga um málefni sem hann hefursér- stakan áhuga á getur leitt til takmark- aðri almennrar þekkingar eftirþvísem fleiri netvæðast og fá þannig aðgang að sjálfri upplýsingahraðbrautinni. “ BANDARÍKJAMENN eru máttug þjóð og sjálfir trúa þeir því gjarnan að þeir séu mestir og stærstir í hverju sem um ræðir. Þeir halda því til dæmis iðulega fram að hvergi í heiminum sé al- mennur aðgangur að Netinu meiri en þar í landi, hlutfallslega séu Bandaríkjamenn nettengd- asta þjóð veraldar. Það gladdi því landann að í vikunni tók USA Today af allan vafa um að það er önnur þjóð, sem vill líka gjarnan trúa á mikilfengleik sinn í sem flestu, þótt VIÐHORF ekki hafi hún ----- stærðina að Eftir Hönnu styðja sig við, Katrínu sem trónir Friðriksen þar a toppn- um. Samkvæmt USA Today hafa nær 70% íslendinga aðgang að Netinu að heiman, úr vinnu eða úr skóla en um 55% Banda- ríkjamanna. Það eru auðvitað ekki ein- göngu íslendingar og Banda- ríkjamenn sem nota Netið, þótt þeir kunni að vera þar fremstir meðal jafningja. Nettengdu fólki fjölgar dag frá degi, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi. Af þeim sem eru á annað borð net- tengdir er svo ört vaxandi fjöldi sem notar Netið til þess að tengj- ast sérstökum fréttamiðlum sem þar er nóg af. Hins vegar sýna nýjar rannsóknir fram á að því fari fjarri að þetta merki að í kjölfar aukinnar netvæðingar verði fólk almennt betur upplýst , en áður. Kannanir sem gerðar hafa verið á vegum Pew Re- search Center for The People and The Press benda til að Netið sé líklegt til þess að leiða af sér þróun í líkingu við þá sem varð við almenna útbreiðslu kapal- sjónvarpsins, þ.e., aukinn og auð- veldari aðgangur fólks að sér- hæfðum upplýsingum í tengslum við áhugasvið þess reyndist frek- ar draga úr almennri þekkingu og meðvitund um stjórnmál og opinber málefni. Fjölmargar kannanir víða um heim hafa sýnt að áhugi fólks á miðlun frétta og upplýsinga á Netinu hefur aukist verulega síð- ustu ár. Hins vegar virðist það ekki vera svo að þetta aukna að- gengi fólks að upplýsingum leiði til betri upplýsingar almennt. I Bandaríkjunum hefur þannig ný könnun leitt í Ijós að þekking fólks á því sem hæst ber í fréttum hverju sinni, áhugi á opinberum málefnum og tilhneiging til þess v að nýta kosningarétt sinn eru að- eins lítillega tengd því hvort og hve oft fólk tengist Netinu til þess að afla frétta. Reyndin er sú að reglulegur lestur dagblaða er þar mun meiri áhrifavaldur. Á meðan Netið er óumdeilan- lega orðið einn helsti upplýs- ingamiðill almennings virðist svo sem eitt helsta aðdráttarafl net- fréttamiðla sé að fólk getur sniðið leitina þar að eigin áhugamálum. Fréttamiðlarnir á Netinu eru miklu frekar notaðir þannig að fólk leitar þar að fréttum sem tengjast sérstökum áhugamálum þess frekar en að það vafri um til þess að kynna sér hvað sé efst á baugi, hvað sé að gerast í heimin- um í dag. Fólk slysast því ekki til að fræðast um hina ólíklegustu hluti, heldur finnur aðeins það sem leitað er eftir. Það er kaldhæðnislegt að þessi hæfileiki Netsins, að sníða frétta- flutninginn að óskum hvers við- skiptavinar og bjóða honum upp á hreint ótrúlegt magn upp- lýsinga um málefni sem hann hef- ur sérstakan áhuga á, getur leitt til takmarkaðri almennrar þekk- ingar eftir því sem fleiri netvæð- ast og fá þannig aðgang að sjálfri upplýsingahraðbrautinni. Hins vegar þarf að taka öllum könnun- um um tengingu aukinnar út- breiðslu Netsins og almennrar upplýsingar netnotenda með miklum fyrirvara. Á sama tíma og sífellt fleiri ein- staklingar tengjast Netinu breyt- ist eðlilega samsetning notenda með tilliti til aldurs, starfs, menntunar og þess háttar. Þeir sem voru fyrstir til þess að tengj- ast voru vel menntaðir hvítir karlmenn með þokkalegar tekjur. Síðan hefur hópurinn orðið marg- litari. Það er meira en líklegt að hér sé komin skýringin á því að fyrir þremur árum voru tækni- fréttir ýmiss konar helsta að- dráttarafl fréttamiðla á netinu, núna eru það veðurfréttir. Það er því varlegt að draga þá ályktun að Netið glepji fólki yfirsýn og forheimski það. Hins vegar virð- ist jafn varlegt að álykta sem svo að með vaxandi aðgengi að alls kyns upplýsingum hljóti fólk að verða almennt upplýstara en áð- ur. Málin eru því miður flóknari en svo. Með auknu úrvali eykst ábyrgð fólks á því að velja rétt. Það er ánægjulegt til þess að vita að allar rannsóknir virðast benda til þess að aukin ásókn fólks í fréttamiðla á Netinu dragi lítið sem ekkert úr lestri sama hóps á fréttum dagblaða, þess fréttamiðils sem helst sinnir því hlutverki að upplýsa og fræða al- menning. Það gleður auðvitað blaðamann að fá enn eina stað- festinguna á því, að rétt eins og dagblöðin lifðu sjónvarpsbylting- una af virðast allar líkur á að þeim muni farnast vel á upp- lýsingahraðbrautinni. Líklega má einnig yfirfæra þessar upp- lýsingar á bóklestur, þar sem goðsögnin segir Islendinga vera mesta og besta. Hún lifir þá kannski áfram. + Kristín Ólöf Ól- afsdóttir fæddist í Hörgshlíð í Mjóa- firði í Isafjarðar- djúpi hinn 10. júní 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafirði 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Kristinn Steinsson, f. 5. aprfl 1894, d. 27. nóvem- ber 1966, og Kristfn Anna Gunnarsdóttir, f. 28. ágúst 1898, d. 5. ágúst 1928. Eftir lát móður sinnar ér hún um tíma í fóstri hjá hjónunum Sigurði Jónas- syni og Bergþóru Jónsdóttur í Botni í Mjóafirði, flyst síðan til fóður síns _og seinni konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur, f. 13. maí 1900, d. 31. maí 1978, og elst þar upp, fyrst í Svansvík en síðan Keldu í Mjóafirði. Systir Kristínar er Guðrún Anna Gunnarsson, f. 4. maí 1923. Kristfn giftist 28. júlí 1958 Borgari Guðna Halldórssyni, f. 19. maí 1932. Foreldr- ar hans voru Halldór Ingimundur Borgars- son, f. 9. aprfl 1891,d. 10. ágúst 1971, og Svava Guðmundsdótt- ir, f. 2. aprfl 1903, d. 25. maí 1944. Börn Kristínar og Borgars eru: 1) Ólaf- ur Kristinn, f. 24. aprfl 1952, sam- býliskona hans er Sigurrós Júlíus- dóttir, f. 1958. Dóttir Sigurrósar er Kristjana Björnsdóttir, f. 1980. 2) Svavar Birkir, f. 24. ágúst 1960, kvæntur Rannveigu Guðjónsdótt- ur, f. 1963, og eiga þau fjögur börn: Kristbjörgu Ósk, f. 1986, Ingvar Guðna, f. 1988, Kára Hrafn, f. 1995, og Kristínu Önnu, f. 1997. 3) Elsa Guðbjörg, f. 17. október 1966, gift Helga Sigurðs- syni, f. 1960, og eiga þau þrjú börn: Birki Þór, f. 1987, Lindu Þu- ríði, f. 1989, og Sigurð Atla, f. 1992. 4) Guðni Guðmundur, f. 27. febrúar 1969. 5) Bergþóra Kristín, f. 16. febrúar 1971, sambýlismað- ur Sigurður Bjarki Guðbjartsson, f. 1965, og eiga þau tvö börn: Há- kon Óla, f. 1994, Evu Karen, f. 1997. Bamsfaðir Kristinar er Sig- urjón Gunnarsson, f. 28. október 1918. Þeirra sonur er Ari Sigur- vin, f. 28. október 1945, kona hans er Freyja Bjarnadóttir, f. 1954, og eiga þau tvö börn: Ragnheiði Kristínu, f. 1980, og Ólaf Siguijón, f. 1982. Kristín og Borgar hófu sinn búskap í Vatnsfjarðarseli í Reykjaljarðarhreppi, voru þar í um eitt ár en fluttust árið 1954 til ísafjarðar og bjuggu þar síðan. Utfór Kristínar fer fram frá ísa- ljarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. KRISTÍN ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR Elsku mamma mín, það er svo erf- itt að kveðja þig. Minningamar leita á hugann ein af annarri. Oll kvöldin sem við sátum saman og ræddum um lífið og tilveruna. Alltaf hafðir þú svo góðan skilning á öllu sem var að gerast hjá mér. Þú tókst öllum opnum örmum og það voru allir velkomnir til þín. Eg man það voru ófá skiptin sem vinkonurnar komu heim með mér eftir skóla að fá mjólk og kleinur, því engin gerði eins góðar kleinur og þú. Þegar ég fór að heiman þá gafstu mér það veganesti að treysta á sjálfa mig, þá færi allt vel. Þegar bömin mín fæddust varstu alltaf boðin og búin að ráðleggja mér með alla hluti. Að koma til ömmu Stínu og afa var alltaf tilhlökkunar- efni. Þegar við komum í dyrnar kall- aðir þú alltaf: „Halló litlu lömbin mín.“ Þær era ótal margar minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allt og ég er viss um að hún mamma þín sem þú kynntist aldrei hugsar vel um þig núna. Ég veit við hittumst á ný og því segi ég eins og þú sagðir svo oft: „Sjá- umst.“ Ég passa litlu lömbin þín. Þín dóttir Bergþóra. Elsku amma Stína. Það er erfitt fyrir okkur að hugsa til þess að næst er við komum vestur þá verður eng- in amma, engin sem mun kalla Lindu ömmuskott og strjúka blítt um koll- inn á henni. Við þökkum þér fyrir þær stundir sem við áttum saman, minningin um þær mun'lifa í brjósti okkar um ókomna tíð. Við trúum að þér líði vel núna hjá ástvinum þínum, laus við allar þjáningar. Við söknum þín. Birkir Þór, Linda Þuríður og Sigurður Atli, Húsavík. Ég vil með örfáum orðum minn- ast frændsystur minnar og jafn- öldra Kristínar Ólafar Ólafsdóttur. Krístín Ólöf misti móður sína nokkurra vikna gömul og var fyrstu æviár sín í Botni hjá Bergþóru Jóns- dóttur og Sigurði Jónassyni, en um tíma var hún í Svansvík í sömu sveit. Þegar hún var tíu ára fluttist hún með föður sínum og Guðrúnu Ólafs- dóttur stjúpmóður sinni að Keldu í Mjóafirði. Éftir það lágu leiðir okk- ar oft saman þar sem ég átti þá heima á næsta bæ. Við frænkurnar heimsóttum þá hvor aðra og lékum okkur saman og áttum góðar stund- ir, og oftast fylgdum við hvor ann- arri áleiðis þegar farið var heim. Oft óskaði Stína, eins og hún var kölluð, þess, að mamma mín væri líka mamma sín. Ekki átti fyrir Stínu að liggja að ganga menntaveginn, en hún vann fyrir sér á ýmsum stöðum þar til hún stofnaði eigið heimili á ísafirði. Eft- irlifandi eiginmaður hennar er Borg- ar Guðni Halldórsson. Þau eignuð- ust fimm börn, en áður en hún giftist eignaðist hún soninn Ara Sigurvin Sigurjónsson, hann ólst upp hjá Ól- afi afa sínum á Keldu og Guðrúnu konu hans. Öll era börnin hin mann- vænlegustu, þau eru búsett á Isa- firði nema tvö sem búa á Húsavík og Vopnafirði. Eftir að Stína fluttist á ísafjörð fækkaði samfundum okkar en alltaf var gaman að koma heim til hennar og rifja upp gamlar minningar frá bernskuárunum og einnig að sjá handavinnu hennar sem var mjög falleg, því hún var lagin í höndunum. Síðustu árin átti Stína við veikindi að stríða og þakka má fjölskyldu hennar, og þó einkum yngsta synin- um, hvað hún gat þó verið lengi heima hjásér. Ég votta fjölskyldu Kristínar Ólaf- ar og öðrum aðstandendum hennar innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Steinunn. ÞORBJORG ÁKADÓTTIR + Þorbjörg Áka- dóttir fæddist á Djúpavogi 13. nóv- ember 1922. Hún lést 25. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Áki Krist- jánsson bræðslumað- ur, f. 2.6.1890, d. 1.9. 1982, og Áslaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 22.5. 1897, d. 3.6. 1966. Þorbjörg var þriðja elst af fjórtán systkinum. Eiginmaður Þor- bjargar var Finnur Kristjánsson sjómaður, f. 6.10. 1912, d. 6.9. 1983. Börn þeirra eru: 1) Áslaug Alda Finnsdóttir, f. 27.9. 1947, eiginmaður Unnar Víðir Björnsson, f. 15.2. 1948, börn þeirra eru Hafdís Ósk, f. 20.7. 1967, Rebekka, f. 4.9. 1980, Melkorka, f. 20.7. 1987. 2) Krist- ján Sigurður Finnsson, f. 9.9. 1948, sambýliskona Margrét Björnsdótt- ir, f. 18.2.1950, dótt- ir Kristjáns frá fyrra hjónabandi er Lov- ísa Krisljánsdóttir, f. 10.12. 1979. 3) Unn- ur Finnsdóttir, f. 13.12. 1949, börn hennar frá fyrra hjónabandi eru Þor- björg, f. 14.7. 1969, Gunnlaugur, f. 15.9. 1970, Unnsteinn, f. 23.10. 1973. 4) Trausti Marinó Finnsson, f. 21.1. 1952. Fyrir átti Þorbjörg dóttur- ina Guðlaugu Báru Ólafsdóttur, f. 14.8. 1944, eiginmaður Einar Ás- geirsson, f. 19.9. 1946, d. 23.2. 2000. Börn þeirra cru Valur Mörk Einarsson, f. 5.11. 1975, og Anna Dögg Einarsdóttir, f. 2.6.1982. Utfor Þorbjargar fór fram í Djúpavogskirkju 7. mars. Okkur langar að kveðja okkar ástkæru ömmu í hinsta sinn með þessum orðum. Þær voru ófáar næturnar sem við höfum gist hjá ömmu og alltaf tók hún á móti manni með bros á vör. Alltaf var hún jafn glöð að sjá barnabörnin sín. Mikil værð kom yfir mann þegar maður settist inn í stofu hjá ömmu og fylgdist með henni prjóna ullarsokka sem öll barnabörn hennar fengu að njóta góðs af. Hjá henni leiddist manni aldrei, amma fann alltaf eitthvað til að gera, oft einfalda hluti sem börn leika sér ekki mikið með í dag, t.d. spilastokkinn. Hún kenndi okkur það sem við kunnum að spila og leggja kapal. AJdrei reiddist hún sama hvað á gekk, það var alltaf hægt að bjarga hlutunum. Hún var alla tíð nægju- söm, veraldleg gæði skiptu hana engu máli. Besta dæmið um það var heimili hennar, einfalt, þrifa- legt og fallegt. Fjölskyldan var henni mikilvægust. Hún var ein af þeim sem varð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, jafnvel þegar hún var í heimsókn þá vaskaði hún upp eða annað sem til féll. Það þýddi ekkert að segja henni að hún væri gestur og þyrfti ekki að gera þetta, en þannig var amma, jafnvel eftir að hún veiktist. Hún lét aldrei bera á veikindum sínum þann tíma sem hún lá veik og reyndi að gera sem minnst úr þeim. En ekki fara allir hlutir eins og maður óskar sér, við vonuðum alltaf að amma yrði frísk og kæmi aftur heim. Ósk okkar rættist ekki, veikindin urðu henni ofviða og lést hún þann 25.2. á St. Jósefsspítala. Síðustu 17 árin var amma ein eftir að hún missti eiginmann sinn, það var henni mikill missir, því þau voru sem eitt. Það er okkar hugg- un að nú hafi amma hitt hinn helm- ing sinn aftur, sinn ástkæra eigin- mann. Elsku amma, minning þín mun alltaf lifa í lyörtum okkar. Hafdis Osk, Rebekka og Melkorka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.