Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 53
Elsku systir mín, nú er komið að
kaflaskiptum í lífi þínu. Þú hefur
staðið traust og trú við hlið bónda
þíns í blíðu og stríðu.
Bið ég Guð að styrkja þig og alla
ykkar afkomendur í nútíð og fram-
tíð.
Eftirlifandi systkinum, Helgu og
Guðmundi, votta ég samúð.
Ég kveð þig, Gestur minn, með
söknuði og þakka allar góðu sam-
verustundirnar.
Guð geymi þig á eilífðarbraut.
Nú lýkur degi, sól er sest.
Nú svefnfrið jörðin þráir mest.
Nú blóm og fuglar blunda rótt,
og blærinn hvíslar, góða nótt.
Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt.
Þér himins styrk fær svefninn veitt.
Hann gefur lúnum þrek og þrótt.
Ó, þreytti maður, sof þú rótt.
(ValdimarV. Snævarr.)
Guðríður Steindórsdóttir.
Góður samferðamaður, hann
Gestur á blómabílnum, er látinn.
Margir halda því fram að hann hafi
verið einn _ af frumkvöðulum um
torgsölu á íslandi Hann var fasta-
gestur hér á Suðurnesjum í hverri
viku í nær hálfa öld.
Fyrir okkur Suðurnesjamenn er
margs að minnast, hér var á ferð-
inni sérstakt prúðmenni, sem sjálf-
sagt sá aldrei neinn mann ganga
ósáttan frá sér. Gestur hóf rekstur
garðyrkjustöðvar í Hveragerði
1954 og árið eftir hóf hann að koma
hingað til Suðurnesja með blóm og
síðar grænmeti. Fyrst í stað gekk
hann í hús og seldi að sumarlagi, en
fljótlega breyttist þjónustan í að
hann hóf sölu beint úr „Blómabíln-
um“, eins og bíllinn er ávallt kallað-
ur. Þessar ferðir hafa verið fastur
liður hingað einu sinni í viku og eru
það reyndar enn því nú hefur sonur
Gests tekið við.
Hvernig sem viðraði árið um
kring, alltaf kom Gestur. Það var
gott að koma til Gests í blómabíl-
inn, alltaf var hann hress og glað-
vær. Hann var afar hjálpsamur og
ráðagóður við alla, það duldist eng-
um að þar var á ferð mikill fagmað-
ur við sín störf. Við stöndum í
þakkarskuld við þann mæta mann
sem Gestur var, því hann sá til þess
að láglaunafólkið á Suðurnesjum
átti þess kost að prýða heimili sitt
með blómum og að á borðum þess
var bæði ferkst og gott grænmeti
án þess að setja fjárhag heimilisins
úr skorðum. Gestur lét það ekki
eitt duga að selja blóm, því um leið
og kirkja var vígð í Ytri-Njarðvík
hóf hann að gefa blóm á altari
kirkjunnar í hverri viku og hélt
þeim sið til æviloka.
Fyrir hönd Suðurnesjabúa send-
um við eftirlifandi eiginkonu og
fjölskyldu hugheilar samuðarkveðj-
ur með kærri þökk fyrir fórnfúst
starf okkur öllum til heilla.
Guðnin Anna Jóhannsdóttir
og Kristján G. Gunnarsson,
bæjarfulltrúi og formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis.
Hann Gestur, einn af heiðursfé-
lögum Leikfélags Hveragerðis, er
horfinn yfir móðuna miklu eftir erf-
ið veikindi síðustu árin. Um árabil
rak hann ásamt fjölskyldu sinni
garðyrkjustöð í Hveragerði. En
þrátt fyrir langan vinnudag ein-
yrkjans var Gestur virkur í menn-
ingar- og félagslífi þessa litla sam-
félags undir Hamrinum, sem á
árum áður gekk undir nafninu
garðyrkju- og listamannabær og
bar nafn með rentu.
Leikfélag Hveragerðis var stofn-
að árið 1947 og hefur gegnum árin
átt því láni að fagna að hafa góðum
kröftum á að skipa. Einn af þeim
var Gestur Eyjólfsson sem var um
margra ára skeið einn af aðalleik-
urum félagsins.
Gesti var margt til lista lagt.
Hann var söngmaður góður og leik-
ari af Guðs náð. Margir minnast
hans í alvarlegum hlutverkum, en
ekki var hann mönnum síður minn-
isstæður í gamanhlutverkum, enda
var Gestur mikill grínisti og
skemmtilega hnittinn í tilsvörum.
Um leið og við félagarnir í leikfé-
laginu kveðjum Gest með þakklæti
fyrir hans mikla starf í þágu félags-
ins sendum við fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Anna Jórunn, form. LH.
Æviskeiði mannsins er hægt að
líkja við fljót sem rennur til sjávar.
í fyrstu er það lítill lækur sem lið-
ast um brekkur og sameinast
stærra vatnsfalli sem fellur í boða-
föllum um gljúfur eða líður áfram í
lygnri ró á leið sinni til sjávar. Ævi-
gangan er mislöng og liggur um
ólíkar slóðir og krappar flúðir og
rastir setja oft mark sitt á líf ein-
staklingsins. Gestur Eyjólfsson föð-
urbróður minn fékk sinn skerf af
áföllum lífsins strax á bernsku-
skeiði en stóð samt keikur eftir og
lét aldrei deigan síga.
Gestur í Hveragerði var fæddur
og uppalinn á Húsatóftum á Skeið-
um og þriðji í röðinni af sex systk-
inum barna þeirra Eyjólfs Gests-
sonar og Guðrúnar Sigmundsdótt-
ur. í dag eru aðeins tvö elstu börn-
in á lífi, Guðmundur faðir minn og
Helga systir hans.
Gestur var afar glaðsinna barn
og var umtöluð kátína hans og fjör.
Þegar hann var sjö ára veiktist
hann hastarlega og var ekki hugað
líf í margar vikur. Læknar töldu að
um heilahimnubólgu væri að ræða
og fylgdu henni miklar höfuðkvalir.
Móðir Gests vakti yfir honum daga
og nætur og lagði bakstra við höf-
uðið til þess að reyna að lina þraut-
imar en faðir hans sat fyrir bílum á
Húsatóftaholti í von um að hitta á
lækna á ferð. Þeir litu á drenginn
en allir voru ráðþrota. Ólafur ís-
leifsson frá Þjórsártúni var sömu-
leiðis kallaður til en hann fékkst við
lækningar. Faðir minn man eftir
Ólafi þar sem hann stóð við rúm-
stokkinn og strauk kollinn á Gesti.
Annað gat hann ekki gert. En
kraftaverkið gerðist, drengnum
batnaði og eftirköst veikindanna
urðu ótrúlega lítil en gamla fólkið
taldi að heldur hefði dregið úr hans
mikla fjöri. Var það trú manna að
læknar að handan hefðu bjargað lífi
Gests.
Aföllum lífsins var hér með ekki
lokið, því tíu ára gamall verður
hann fyrir sárum missi. Milli jóla
og nýárs 1931, deyr móðir Gests úr
berklum og var það mikið reiðar-
slag fyrir alla fjölskylduna. Faðir
hans hélt þó búi áfram. Yngstu
drengirnir voru sendir til vanda-
lausra en Gestur og eldri systkinin
urðu áfram á Húsatóftum. Enn eitt
reiðarslagið skall á frænda mínum
er hann greindist með berkla,
haustið eftir andlát móður hans.
Var hann fluttur suður á sjúkrahús
og lá þar í átta mánuði og missti
heilan vetur úr skóla. Veikindi
styttu líka nám hans í Reykholti
nokkrum árum seinna en þá sprakk
í honum botnlanginn og upp úr því
fékk hann lífhimnubólgu. En alltaf
náði frændi að rífa sig upp úr veik-
ihdunum og jafnvel á efri árum
þegar alvarleg veikindi gerðu vart
við sig, gaf hann aldrei eftir og hélt
fast í lífið allt til hinstu stundar.
Gestur var fríður maður og ljós
yfirlitum, léttur í lund og spaug-
samur en gat verið dulur um sína
hagi. Hann var smávaxinn, fimur
og léttur í hreyfingum. Á yngri ár-
um var hann þátttakandi í fimleika-
flokki ungmennafélags Skeiða-
manna sem sýndi á landsmótum
UMFÍ.
Gestur var sannkallaður lista-
maður, hann hafði meðfædda leik-
arahæfileika og lék í fjölmörgum
leikritum hjá Leikfélagi Hvera-
gerðis. Einnig hafði hann yndi af
tónlist og góða söngrödd sem entist
alla ævi.
Gestur og Dóra kona hans
bjuggu allan sinn búskap í Hvera-
gerði og ráku garðyrkjustöð til
margra ára. Þegar ég var telpa
varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að dvelja í nokkra daga á heimili
þeirra hjóna. Þar naut ég þeirrar
einstöku gestrisni og hlýju sem
alltaf hefur einkennt heimili Gests
og Dóru. Við Sigrún dóttir þeirra
skiptumst á frænkuheimsóknum á
þessum árum og kom hún oftast til
mín að Húsatóftum um sláttinn. Þá
lágum við gjarnan ofan á heyvögn-
unum og sungum hátt í röddum,
þegar keyrt var heim í hlöðu með
heyhlassið. En í Hveragerði gekk
sveitastelpan kotroskin um götur
og kynntist kaupstaðalífinu og and-
aði að sér þessari undarlegu hvera-
lykt sem einkennir staðinn. Þá fór-
um við frænkur út í búð og stóðum í
biðröð til þess að kaupa nokkra
potta af mjólk í glerflöskum og
nýbakaða snúða með glassúr. Þetta
voru yndislegir dagar. Mér er
minnisstætt þegar Gestur kom inn
úr gróðurhúsunum í hádeginu. Þá
settist hann oft við hljóðfærið í
stofunni, við hlið dóttur sinnar, og
sagði henni til í píanónáminu. Mikið
dáðist ég að þessum frænda mínum
sem lét hvorki hádegisfréttir né
veðurfregnir trufla sig, heldur fór í
hlutverk píanókennarans eða þegar
hann brá á leik í vinnuskúrnum og
setti upp þessi skemmtilegu og
kímnu svipbrigði sem honum einum
var lagið á meðan hann fór fimum
höndum um rósirnar sínar.
Komið er að kveðjustund, lífs-
fljótið hans frænda míns hefur
runnið til enda. Fjölskyldan frá
Húsatóftum þakkar ljúfar sam-
verustundir með Gesti um leið og
við biðjum algóðan Guð að styðja
og blessa Dóru og okkar kæra
frændfólk og fjölskyldur þeirra.
Minningin um góðan dreng mun
lifa.
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir.
Kom líknin heims, þú hljóða nótt,
er hægum blundi felur drótt,
og vefur mjúkum mundum.
Við dagsins lok ég lofa þig,
þú lagðir blessun yfir mig
á ótal ævistundum.
Það er góð minning sem kemur
fram í hugann þegar ég set niður
minningarbrot og kveð góðan fé-
laga í Kirkjukór Hveragerðis- og
Kotstrandarsókna og samferða-
mann, Gestur Eyjólfsson, garð-
yrkjubónda í Hveragerði, sem lést
eftir erfið veikindi. Kveðjuorðin eru
fátækleg en minningin rík sem og
upphafsversið sem kallar á eina af
mörgum góðum stundum með
Gesti. Kórinn var að æfa fyrir söng-
ferð til Narvíkur í Noregi árið 1981
með þeim ágætu hjónum, dóttur og
tengdasyni Gests, Sigrúnu Valgerði
og Sigursveini Magnússyni. Sigur-
sveinn stjórnandi kórsins lét kórinn
á einni æfingunni mynda hópa með
fjórum röddum í hverjum hópi og
dreifa sér um kirkjuna og stilla
raddirnar saman í sálminum. Ég
var svo lánsöm að vera í hópi með
Gesti, hann hafði fallega tenórrödd
sem naut sín vel í söngnum. Hann
var líka góður félagi og eigum við
margar góðar og skondnar minn-
ingar frá kórferðalögum. Gestur
átti góða lund og kunni að kætast
með vinum. Margar eftirminnilegar
persónur túlkaði hann með Leikfé-
laginu okkar.
Lífið er ferðalag og ekki velur
maður samferðamenn í litlu bæjar-
félagi eins og Hveragerði, auðna
ræður. Frá 1958 hef ég búið hér,
kynnst nágrönnum, skólafélögum
barna minna og í félagsstarfsemi
fær maður nálægð samferðamanna,
einn þeirra var Gestur Eyjólfsson
og hans fjölskylda. Einu í fari Gests
fann ég svo sterkt fyrir, það var
hans elskusemi sem kom svo vel
fram í nærveru og umhyggju til
barna hans og annarra. Tregi fylgir
á kveðjustund en ekki má gleyma
að andhverfa hans er gleði og gleð-
in að hafa átt Gest að samferða-
manni og kórfélaga er það sem ég
vil þakka fyrir og bið eiginkonu,
börnum og fjölskyldum þeirra
huggunar í harmi og vel lokaorðin í
nafni kirkjukórsins á niðurlagi upp-
hafsversins.
Kom líknin heims, þú hljóða nótt!
Hinn horfni dagur leið svo skjótt,
en samt mig sækir þreyta.
Ó, veit mér hvíld og höfga á brá,
uns. helga dagsbrún má ég sjá
á landi, er allir leita.
Hvíl í friði,
Jóna Einarsdóttir.
KRISTIN
BJÖRNSDÓTTIR
+ Kristín Björns-
dóttir fæddist á
Hofsósi 12. mars
1947. Hún lést 25.
mars síðastliðinn.
Kristín var dóttir
hjónanna Steinunnar
Agústsdóttur, f. 1.
september 1909, og
Bjöms Björnssonar,
f. 17. janúar 1906, d.
25. desember 1998.
Systkini Kristínar
em Alfreð, f. 24.
október 1929, d. 29.
febrúar 1984; Vald-
imar, f. 16. febrúar
1931; Sólberg, f. 7. nóvember
1932; Björn, f. 4. desember 1933;
Guðbjörg Ágústa, f. 25. nóvember
1935; Sigurður, f. 29.
febrúar 1940; og
Fanney Björk, f. 10.
deseinber 1943.
Árið 1972 giftist
Kristín Eiríki Han-
sen og eignuðust þau
þrjú börn, Friðrik
Smára, f. 22. mars
1972; Atla Björn, f.
21. febrúar 1978; og
Birnu, f. 5. desember
1980. Fyrir hjóna-
band átti Kristín
Hebu Baldvinsdótt-
ur, f. 10. janúar 1968,
d. 19. mars 1973.
Utför Kristínar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Mágkona mín, hún Stína, kvaddi
þennan heim á laugardaginn var.
Hún háði stutta og hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm, sem engu eirir.
Á nokkrum vikum heltók krabba-
meinið hana, hún fór í aðgerð á Akur-
eyri og síðan á Krabbameinsdeild
Landspítalans, þar sem hún fékk
þann dóm, að ekkert yrði við sjúk-
dóminn ráðið. Hún tók þessum veik-
indum og dauðadómi af æðruleysi og
kjarki, og hún kaus að láta flytja sig
norður í Skagafjörðinn og heyja lok-
astríðið þar. Henni var búin ágæt vist
á sjúkrahúsinu þar, og þar dó hún
með mann sinn og börn hjá sér.
Við höfum átt langa samleið í fjöl-
skyldunni. Hún kom á sinn hógværa
hátt inn í fjölskyldu mína, falleg ung
kona með sitt hlýja bros. Henni
fylgdi lítil stúlka, Heba, sem vann
hug og hjörtu okkar og ekld síst Eir-
íks bróður míns, sem reyndist henni
sem besti faðir.
Þeim fæddist síðan sonur, Friðrik
Smári, en þegar Heba var fimm ára
dró ský fyrir sólu, hún greindist með
hjartagalla og lést eftir aðgerð í
Lundúnum.
Þeir, sem missa barn, verða aldrei
samir, og fylgir sorgin þeim alla ævi.
Gekk þessi missir afar nærri Stínu
og mótaði eflaust líf hennar og fjöl-
skyldunnar. Þau Eiríkur og Stína
bjuggu alla tíð á Sauðárkróki og þar
fæddust þeim tvö önnur börn, Átli
Bjöm og Birna, og eru börn þeirra
þrjú efnisfólk. Stína var mikil heimil-
ismanneskja, mjög gestrisin og var
gott að sækja þau heim. Heimilið var
alltaf tandurhreint og fallegt og ég
man hvað ég öfundaði oft mágkonu
mína af myndarskap hennar, þegar
hún var búin að Ijúka öllum jólaverk-
unum snemma í desember en ég vart
byrjuð á þeim.
Hún Stína hafði svo marga góða
eðliskosti, en í hógværð sinni nýtti
hún þá ekki sem skyldi nema í sínum
ranni. Hún var tónelsk og hafði gam-
an af tónlist og söng og hafði góða
kímnigáfu. Hún rækti fjölskylduna
vel og var mjög náin foreldrum sín-
um, en nú syrgir Steinunn, öldruð
móðir hennar, yngsta bam sitt.
Sömuleiðis var hún afar góð tengda-
móður sinni og vildi henni allt gott
gera svo og yngsta bróður okkar,
sem löngum hefur verið sjúklingur.
Margs er að minnast frá liðinni tíð
og ekki datt mér í hug, þegar við sát-
um í notalegu eldhúsinu þeirra í
haust, að við sætum þar í síðasta sinn
saman.
Á köldum haustdegi með útsýni
fram Skagafjörðinn fagra vorum við
þá að syrgja og fylgja ungum frænda
síðasta spölinn og má segja, að stutt
sé milli stórra áfalla í fjölskyldunni.
Sælir eru hógværir því að þeir
munu landið erfa. - Nú á tímum er
hógværð lítt metin sem dyggð, allir
Gróðrarstööin
mmfo ♦
Hús blómanna
Blómaskrcytingar
við öll tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480
eiga að vera ákveðnir, framagjamir,
frakkir, olnboga sig áfram og ýta ná-
unganum til hliðar, en af orðum
frelsarans má skilja annað og von-
andi ríkja önnur gildi í landi hans. Ég
veit að mágkona mín á þar góða
heimkomu.
Ég og fjölskylda mín þökkum
henni samfylgdina, sem varð allt of
stutt. Við þökkum henni órofa
tryggð, umhyggju og vináttu alla tíð.
Kæri Eiríkur, Atli Bjöm, Bima,
Smári og Maja, kæra Steinunn.
Við fjölskyldan sendum innilegar
samúðarkveðjur okkar; megi Guð
gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Jósefína Friðriksdóttir.
Kæra vinkona. Ég sit hér og trúi
ekki að þú sért dáin. Þú þessi
skemmtilega og góða kona. Minning-
arnar hrannast upp. Ég man þegar
við fluttum á Víðigrundina, hvað við
vomm ánægðar með nýju íbúðirnar
okkar og margar voru ferðirnar á
milli íbúða á Víðigrundinni og margt
var þar brallað.
Elsku Stína mín, þú hafðir svo fal-
lega söngrödd og þú varst svo músík-
ölsk og þú hafðir svo gaman af því að
hlusta á fallega tónlist. Þú varst ótrú-
leg í öllum þínum veikindum og varst
alltaf að hugsa um alla aðra en sjálfa
þig-
Elsku vinkona, ég vil þakka þér
fyrir öll árin sem við vomm saman á
Víðigrandinni, þau vom mörg og góð.
Það er erfitt að sætta sig við að þú
sért nú farin frá okkur en einhver til-
gangur hlýtur að vera með þessu öllu.
Elsku Eiríkur, Birna, Áth Björn,
Smári og Maja, ykkar er missirinn -
mestur. Megi algóður guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.Við Ninni
sendum ykkur og öðmm aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minnig Kristínar
Björnsdóttur.
Erla Gígja Þorvaldsdóttir.
Elsku Stína frænka. Þetta er okk-
ar kveðja til þín.
Ég veit þú heim ert horfin nú
oghafinþrautiryfir,
svo mæt, svo góð, svo trygg og trú
og tállaus, falslaus reyndist þú
ég veit þú látin lifir.
(Höf.ók.)
Elsku Eigó, Smári, Maja, Atli
Bjöm og Birna, guð veiti ykkur styrk
í sorginni.
Snædís, Heba, Stefanía og Ólöf.
| Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I lEKl blómaverkstæði I
iJPINNA^J
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sítni 551 9090.