Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 55 INGIBJÖRG EYGLÓ PÉTURSDÓTTIR tlngibjörg Eygló Pétursdóttir fæddist á Ásvöllum í Stykkishólmi 17.jan- úar 1927. Hún lést 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Einar Einarsson, f. 19.5. 1885, d. 12.1. 1961, og Jóhanna Jóhanns- dóttir, f. 24.11. 1889, d. 31.12. 1970. Þau bjuggu lengst af á Ökrum í Stykkis- hólmi. Systkini Ingi- bjargar eru: Svava Halldóra Pétursdóttir, f. 8.1. 1915, d. 15.1.1992; Guðrún Sigríð- ur Pétursdóttir, f. 14.8. 1916; Jó- hann Pétursson, f. 18.2. 1918; Ás- gerður Ágústa Pétursdóttir, f. 11.4.1919; Einar Jón Pétursson, f. 6.7. 1920, d. 5.5. 1998; Guðrún Arnbjörg Pétursdóttir, f. 30.9. 1921; Sigvaldi Pétursson, f. 26.6. 1923; Lára Karen Pétursdóttir, f. 6.10.1931. Ingibjörg Eygló giftist 31.12. 1957 Gísla Berg Jónssyni, f. 21.4. 1926 í Stykkishólmi, en höfðu þau þá búið saman í 12 ár. Byggðu þau sér hús á lóð Akra í Stykkishólmi. Drottinn er minn hirðir. Mig mun ekkert bresta. (23. sálmur Davíðs.) Þetta eru orð að sönnu, því ég veit hann hefur tekið vel á móti elskulegri móður minni, sem lést eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Hennar verður sárt saknað af okkm- öllum í fjölskyldunni, og þeim sem þekktu hana. Mamma var alveg einstök kona, heiðarleg, ósérhlífin, trygg- lynd, velviijug og umfram allt gi-eiða- söm við aðra. Alltaf var líf og fjör í kringum hana og glettnin skammt undan. Síðustu 12-13 árin starfaði hún á Sjúkrahúsi St. Fransiskus- systra í Stykkishólmi þai- sem hún var ánægð, því vil ég nota tækifærið og þakka öllu starfsliði Sjúkrahúss- ins, svo og heimahjúkrun, fyrir ein- staklega hlýlega umönnun. Mamma elskaði ætíð æskuslóðir sínar, Stykk- ishólm, og verður jarðsett þar. Mín elskulega mamma, einstök var hún mær, yndisleg sem amma, hún var mér svo kær. Hvíl þú í friði. Ástarkveðja. Þín dóttir, Hafdís. Mín elskulega amma og besta vinkona er látin. Inga P., eða amma Foreldrar Gísla voru Magðalena Svanhvít Pálsdóttir og Jón Rósmann Jónsson. Ingibjörg og Gísli eignuðust fjögur börn: 1) Sævar Berg Gíslason, f. 14.12. 1946, maki Brynja Bjarnadóttir, f. 4.4. 1957. Hann á fimm börn þar af tvö með Guðrúnu Ástu Magn- úsdóttur, f. 29.9. 1951 og níu barna- börn. 2) Hafdis Berg Gísladóttir, f. 21.11. 1951, maki Kristján Jóhannes Karlsson, f. 28.10. 1948. Þau eiga fjögur börn og þijú barnabörn. 3) Ragnar Berg Gfslason, f. 4.11. 1954, maki Elín Eygló Siguijóns- dóttir, f. 27.4. 1958. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Hlíf Berg Gísladóttir, f. 20.7. 1965, maki Eyjólfur Karl Níelsson, f. 8.9. 1972. Ingibjörg hafði unnið margvís- leg störf en sfðast á St. Fransis- kusspftala f Stykkishólmi. Utför Ingibjargar Eyglóar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í Stykkó eins og við kölluðum hana, var engin venjuleg kona. Hún var dugnaðarforkur og aldrei gafst hún upp. Hún vann á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi í 12-13 ár. Henni fannst erfitt að hætta að vinna þar þegar hún þurfti vegna aldurs, svo þegar hún hætti og ætlaði að fara að slaka á þá dundu veikindin yfir. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt en ég þakka samt guði fyrir að hafa fengið þennan langa tíma með henni, það var yndislegt. Alltaf var hægt að leita til ömmu ef mér leið illa, amma gat alltaf hjálpað mér að finna lausn á vandamálunum og yfirleitt endaði það þannig að hún kom mér til að hlæja. Amma var mjög ákveðin kona og hún lét engan vaða yfir sig. Hún var alltaf hress og kát og mjög stríðin, hún var að gantast í okkur til hins síðasta. Það var svo yndis- legt að koma til hennar og afa. Það var tekið í spil og þá fannst henni gott að hafa sherrístaup við hliðina á sér. Hún eldaði heimsins bestu hakkbollur og var það leyniupp- skrift hennar. Amma kom með mér í sónar fyrir tæpum mánuði, það var yndislegt. Hún fékk að vita kynið á væntan- legu barni mínu og hún var svo stolt, að hún ein skyldi fá að vita það. Ekki grunaði mig þá að hún NJÓLA DAGSDÓTTIR + Njóla Dagsdóttir fæddist 11. des- ember 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. mars síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Keflavikurkirkju 31. mars. Þú yndislega sál ert nú farin frá okkur. Þetta var það sem þú varst búin að þrá und- anfarin ár. Þú varst búin að liggja rúmfóst í fjögur ár á sjúkrahús- inu í Keflavík. Eg man þegar við komum í heimsókn, þú varst alltaf hress og ern. Mundir eftir öllum í fjölskyldunni og spurðir hvernig allir hefðu það. Njóla, þú varst öðlings- kona, gestrisin, umhyggjusöm og geðug og gafst barna- og barna- barnabörnunum svo mikið. Þau muna þegar þau komu til þín í kakó og kökur, það var sko gaman. Að ég tali nú ekki um skeljasafnið þitt, krakkarnir dáðust að þvi þegar þau undu sér hjá þér. Já, þú yndislega sál, sem gafst okkur Adda mik- ið. Ég var svo ánægð yfir því að hafa getað hjálpað þér. Stundirn- ar okkar þegar ég skrifaði jólakortin þín, kvöldin í desember þegar ég gaf þér tíma og við ræddum saman heima og geima. Þú varst svo hreinskilin og ég varð oft orðlaus því þú vissir svo margt um allt og allt. Þú varst mjög trúuð kona. Trúð- ir á Jesúm Krist, last í Biblíunni og bænirnar þínar. Þú hræddist ekki dauðann og ég veit að þér líður nú vel. Börnin okkar eru þakklát þér, þú varst alltaf svo góð við þau og lifir nú minningin. Við erum svo þakklát að hafa átt góða stund með þér um jólin. Kristjana spilaði fyrir þig á þverflautuna og þú varst svo stolt af henni. Njóla okkar, þú góða kona, varst hetja, gafst öðrum svo mikið af þér. Þú varst aldrei í vondu skapi færi eftir tuttugu daga, því hún var ágætlega hress. En Guð einn ræður þessu. Ég var á leiðinni inn í Stykk- ishólm til hennar þegar hún lést, en ég er svo fegin að hafa hitt hana tveimur dögum fyrr og þakka Guði fyrir það. Ég veit að hún verður allt- af hjá okkur og líður vel núna. Ég á eftir að sakna hennar alveg óskap- lega mikið. Ég verð lengi að jafna mig á þessu, eins og allir hinir, en amma mundi segja „hættið þessu væli“. Góði Guð, veittu elsku afa styrk í sorg hans og okkur hinum. Elsku besta amma mín, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Ingibjörg Kristín, Rifi. „Ertu heima?“ Þannig kvaddi Inga P. sér ævinlega hljóðs á Silfur- götu 42. Hún kom í dyragættina og kallaði inn hátt og snjallt „ertu heima ..." Ef eitthvert okkar systk- inanna svaraði bætti hún við; „Er mamma heima, elskan?“ Inga var ákveðin kona með hvass- ar skoðanir sem hún setti hispurs- laust fram og hikaði ekki við að benda á það sem henni þótti betur mega fara. En Inga P. var samt allt- af sanngjörn og hún fór líka aldrei í manngreinarálit. Við systkinin höfum þekkt Ingu nánast eins lengi og við munum. Enda kom oft fyrir að hún siðaði okkur eins og sín eigin börn, ef henni fannst við eiga það skilið. Þá hvessti hún aðeins á mann augun og sagði með nokkrum þunga „þú átt að vera góður við hana mömmu þína, elskan". Þetta „elskan“ í endann, glettnin og dillandi hláturinn sem undir ki-aumaði komu alltaf upp um hana. Því Inga P. var ekki bara ákveðin, heldur ákaflega hjartahlý og trygg vinum sínum. Þeir sem hana þekktu minnast hennar helst hlæjandi, með glettnisglampa í augunum og ofur- lítið stríðnisbros um varirnar. Nú heyrist ekki oftar kallað á Silfurgötu 42 „ertu heima ...“ á þennan einkennandi hátt. I minn- ingunni lifir Inga P. og í huganum er eins og hljómi stundum ennþá: „Er mamma heima, elskan?“ Við systkinin kveðjum Ingu P. með virðingu og hlýju og sendum Gísla og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Systkinin, Silfurgötu 42. Elsku Inga. Loks er lokið þrautagöngu þinni sem staðið hefur síðastliðið ár. Með þessum fáu orð- um langar mig að þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf góð heim að sækja og virkilega gott að vera hjá ykkur Gísla'í Silfurgötunni. Sérstaklega horfðir jákvæð á hlutina og gerðir allt svo auðvelt. Þó þú værir orðin heilsulítil áður en þú fórst á sjúkra- húsið þá bakaðir þú og eldaðir eins og þér einni var lagið og naut fjöl- skyldan þess. Elsku Njóla, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, þú ert okkar fyrirmynd í lífinu. Hvíl þú í friði, kristna sál. Láttu nú Ijósið þitt logaviðrúmiðmitt. Hafðuþarsessogsæti signaði Jesú mæti. Kristbjörg Arnar og börn. Elsku Jesús. Viltu vernda hana langömmu mína. Viltu láta hana vaka yfir mér. Láttu henni líða vel og vera fallegur engill. í Jesú nafni. Amen. Magndís Anna. VertugóðiGuðhjámér. Gleði sönn er veitt af þér, gjörðu bjart mitt bemskuvor blessa, faðir, öll mín spor. Elsku Jesús, þú gafst okkur góða ömmu, takk fyrir, Jesús, þú ert góð- ur. Þetta er okkar lífsins besta fóður. Jón Ingibjörn og Kristjana Guðrún. þakka ég fyrir þegar ég átti hjá ykkur athvarf þegar ég var til lækninga í Stykkishólmi. Breytti þar engu þótt aðstæður hefðu breyst, mér var samt sem áður tek- ið sem einum úr fjölskyldunni. Mér er í fersku minni öll skiptin sem við sátum við eldhúsborðið heima hjá þér og tókum í spil. Þá var oft kátt á hjalla. Svo var einnig um öll þau áramót sem við áttum saman. Ég vil þakka þér fyrir hönd stelpnanna minna sem þú tókst allt- af opnum örmum. Ég kveð þig nú, Inga, það verður enginn eins og þú. Far þú í guðs friði. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Spámaðurinn - Kahlil Gibran) Elsku Gísli. Þinn er missirinn nú mestur. Ég sendi þér og öðrum ást- vinum Ingu mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið guð að styrkja ykkur öll á þessari sorgarstundu. Einar Sigmundsson. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælterað vitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S) Inga mín, ég vil þakka þér allar góðu stundirnar okkar bæði fyrr og nú, ýmislegt höfum við brallað sam- an í gegnum árin. Alltaf var jafn gott að koma á heimilið ykkar Gísla hvort sem það var í Norska húsinu eða Silfurgötunni, alltaf var tími til að setjast niður og rabba. Minning- arnar hrannast upp og eru vel geymdar. Inga og Gísli eignuðust fjögur börn, sem þau bæði eru og mega vera stolt af, og oft sagði Inga við mig: „Olla, ég er svo ánægð með börnin mín, því þau eru svo yndis- lega góð við mig.“ Og dáðist ég oft að því hvílíkan kærleika þau sýndu henni í þessum veikindum og baráttu hennar og ekki má nú gleyma honum Gísla hennar, það var aðdáunarverð um- hyggja sem þau báru fyrir henni og var hún svo þakklát og stolt af þeim fyrir það. Kæra fjölskylda, þið eigið góðar minningar. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, + Ragmheiður Jdnsdóttir fædd- ist á Botni í Dýrafirði 9. sept- ember 1909. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Garðvangi í Garði 19. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 24. mars. Látin er Ragnheiður Jónsdóttir, Aðalgötu 17 í Keflavík. Hún var Vestfirðingur að uppruna og kom úr stórum systkinahópi frá Botni í Dýrafirði. Ég og mín fjölskylda höf- um verið svo heppin að vera ná- grannar þessarar glaðværu og táp- miklu konu síðustu 45 árin. Þegar hún var komin á níræðisaldurinn fór hún að eiga erfitt með gang, en glöggt minni hennar og fróðleiksfýsn entust henni til æviloka. Hún bjó mjög lengi á Aðalgötu 17 í Keflavík ásamt manni sínum Jóni V. Elierssyni, sem látinn er fyrir mörg- um árum. Þótt Ragnheiður byggi langt frá átthögum sínum leitaði hugur hennar oft til Vestfjarðanna og þótt við hjónin séum bæði Vest- firðingar gat hún ætíð miðlað okkur fróðleik um gömlu bústólpana fyi-ir vestan, búsetu þeirra og ættir. Vestfirðingar hafa lengi verið fjöl- og veit hvaó er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Astvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (B.J.) Hvil í friði kæra vinkona. Ólafía Gestsdóttir. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húm skuggi féll á brá, lifir þó Ijósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Við viljum með þessum orðum fá að kveðja og þakka henni Ingu okk-^ ar, vinkonu og samstarfskonu, fyrir samfylgdina í tíu ár. Fyrir rúmu ári greindist Inga með krabbamein og vissi hún að hverju stefndi, en þrátt fyrir það var alltaf stutt í léttleikan og glettnina sem einkenndi Ingu, sem dæmi um það kom hún í deild- arpartý með okkur og var hress að vanda, um mitt síðasta ár, eins sár- þjáð og hún var þá. Ingu fylgdi hressandi andblær sem hafði góð áhrif á bæði sjúklinga og samstarfsfólk. Hjá okkur á sjúkradeildinni var hennar staðuf, þar naut hún sín. Það var gaman að koma á vaktina og sjá að Inga P. var í hópnum því það var aldrei nein lognmolla nálægt henni, hún var svo vinnufús og samviskusöm. Við viljum minnast Ingu okkar með þakklæti fyrir allt og allt. Fjöl- skyldu Ingu, eiginmanni, börnum og barnabörnum vottum við okkar innilegustu samúð og vitum að góð- ar minningar um hana eiga eftir að ylja ykkur. Inga okkar, þakka þér fyrir vakt- ina, eins og kveðja okkar hljómar í lok vinnudags á deildinni. Hjartans þökk fyrir liðnar stund- ir. Samstarfsfólk á sjúkradeild St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi. mennir í Keflavík og nágrenni og eiga hér sitt átthagafélag. Oft var það svo að þegar líða fór að þeim tíma sem allir Vestfirðingar drekka sitt sólarkaffi hugsuðum við til Rögnu, sem lengi stýrði kaffinefnd- inni og tók drjúgan þátt í pönnu- kökubakstrinum fyrir hátíðina. - Ragnheiður var bæði Ijóðelsk og las mikið bækur, einkum um gamlan fróðleik. Oft vakti það undrun mína hversu létt hún átti með að rekja ættir manna beint úr sínu skarpa minni. Hún vann lengi verslunar: störf hjá Kaupfélagi Suðurnesja. í því starfi ávann hún sér bæði traust og virðingu og enginn efaðist um dugnað hennar og samviskusemi. Hún var ákaflega trygglynd og góð- ur vinur vina sinna. Margt var henni vel gefið og að lokum var hún svo lánsöm að fá sína eðlilegu hvíld að loknum löngum starfsdegi þegar kraftar hennar þrutu. Að ferðarlokum skilur hún eftir góðar minningar hjá þeim sem urðu henni samferða á hennar löngu leið. Blessuð sé minning Ragnheiðar Jónsdóttur. Sigfús Kristjánsson, Jónína Kristjánsdóttir. v RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.