Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUNNAR ÞORBERG EINARSSON + Gunnar Þorberg Einarsson, sjó- maður fæddist Þingeyri 21. 1931. Hann lést á Fjórðungssjtíkrahús- inu á fsafirði 28. mars siðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurður Einar Ein- arsson, vélsmiður frá Þingeyri og Guð- björg Súnonardóttir húsmóðir. Gunnar var elstur af sex systkinum sem upp komust. Næstur röðinni er Bjarni Georg, f. 1932; Soffía, f. 1935; Ágúst Guðrúnn, f. 1936; Svanberg, f. 1940; Þórunn f. 1941. Gunnar ólst upp á Þingeyri og bjó þar alla tíð. Gunnar kvæntist fyrri konu sinni, Gunnhildi Guð- rúnu Sigurðardóttur hinn 30. nóv- ember 1952. Þau eignuðust þijá syni sem eru: 1) Sigþór, vörubif- reiðarstjóri á Þingeyri, f. 1952. Fyrri kona hans er Ingibjörg Þor- láksdóttir og börn þeirra eru: Þór- dís Hafrún, f. 1967, fósturdóttir Sigþórs og á hún dótturina Ást- “* hildi Gyðu; Sigmar Örn, f. 1973, sambýliskona hans er Sesselja Hreinsdóttir, f. 1975 og eiga þau tvö böm, Ástrós Elmu og Þorlák Inga; Gunnhildi Þorbjörgu, f. 1975, sambýlismaður hennar er Óli Rún- ar Ólason, f. 1967 og eiga þau tvær dætur, Ingibjörgu Rún og Þóru Rún; Guðrúnu Snæbjörgu, f. 1975, sambýlismaður hennar er Steinn Ól- afsson, f. 1967 og eiga þau dótturina Jóhönnu Jörgensen. Sambýliskona Sig- þórs er Sigríður Pál- ína Þórarinsdóttir, f. 1951, frá Bolungar- vík. 2) Ólafur, verka- maður í Grindavík, f. 1953. Fyrrverandi sambýliskona hans er Guðný Ágústa Skúladóttir, f. 1963 og eiga þau einn son, Gunnar, f. 1982. Núverandi sambýliskona Ólafs er Helga Ingibjörg Jónsdótt- ir, f. 1960 og eiga þau eina dóttur, Þórunni Hildi, f. 1995. 3) Ragnar, sjómaður á Þingeyri, f. 1960. Eig- inkona hans er Unnur Sigfúsdótt- ir, f. 1960 og böm þeirra eru: Sig- urður Rúnar, f. 1984; Emil Ólafur, f. 1988; Hjörtur, f. 1989, d. 1989; Silja Marín, f. 1991. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Sigríður Sæmundsdóttir, f. 2. nóvember 1932, frá ísafirði. Þau gengu í hjónaband hinn 5. júlf 1986. Útför Gunnars fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst at- höfhin klukkan 14. Sigrún Anna Molander, Gréta Molander, Magna Sigfúsdóttir, Guðný S. Jarnulf. + Faðir minn, bróðir og mágur, AAGE GUNNAR MOLANDER, Breiðuvík 27, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landakotsspítala sunnu- daginn 26. mars sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. apríl kl. 15.00. + Elskuleg systir mín, mágkona og móðursystir, SIGRÍÐUR TORFADÓTTIR sálfræðingur, lést á kvennadeild Landspítalans fimmtudag- inn 30. mars. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Auður Torfadóttir, Sigurður Gústavsson, Torfi Sigurðsson, Gústav Sigurðsson. + Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS H. SIGURÐSSONAR, Lambastekk 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ (austurbæ) fyrir góða aðhlynn- ingu og hlýtt viðmót. Guðríður L. Guðmundsdóttir. Ómar Friðriksson, Ámundi Friðriksson, Guðmundur H. Friðriksson, Auður Friðriksdóttir, Sigurður Friðriksson, Lilja Guðrún Friðriksdóttir, Sigurrós Friðriksdóttir, Edda Axelsdóttir, Anna Breiðfjörð, Margrét Sigurðardóttir, Jón Á. Einarsson, Vilborg Kr. Gísladóttir, Steindór R. Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi okkar. Hér sitjum við saman þrjú elstu bamabömin þín og rifjum upp allar góðu og fallegu minningamar um þig. Þú varst alltaf svo kátur og Ijúfur og stutt í hlátur- inn. Það var gott að koma til þín og Siggu. Alltaf var kóngabrjóstsykur í nammiskálinni. Það er svo gott að eiga Ijúfar minningar um þig, elsku afi, og geta deilt þeim með okkar börnum þvi þeim varstu svo góður eins og þú varst við alla. Þú varst svo duglegur og bjartsýnn og barðist fram á síð- ustu stund. Aldrei heyrðum vð þig kvarta þó svo að þú værir mikið veik- ur. En nú vitum við að þér líður vel. Það verður skrítið að koma á Þing- eyri og enginn Gunni afi, en minning- arnar geymum við í hjörtum okkar, elsku afi. Við kveðjum þig í hinsta sinn með kveðjunni sem þú kvaddir okkur allt- af með, „skila heils’ elskan vera bless“. Elsku Sigga, pabbi, Raggi frændi, Óli frændi og aðrir ástvinir, Guð styrki okkur öll í sorginni. Sigmar Öm, Gunnhildur Þorbjörg, Guðrún Snæbjörg. Elsku afi okkar, nú ertu farinn frá okkur og þér liður örugglega mikið betur núna heldur en síðustu dagana sem þú lifðir. Við erum viss um að þú ert örugglega að fylgjast með okkur öllum. Þegar við hugsum tO baka og horfum á minningarnar, rifjast upp fyrir okkur allt sem er horfið og maður veit að aðeins er til í minningum okkar. Eins og hvað þú varst alltaf fljótur að koma með sæl- gætisskálina, sem ævinlega innihélt kóngabrjóstsykur, þegar við kom- um í heimsókn til þín og ömmu og hvemig þú sagðir alltaf „sæll eska“ og „bless eska,“ sem voru þínar einka-afakveðjur. Þetta er sú pers- óna sem er svo sárt að missa. Einu sinni, þegar þið amma gistuð hjá okkur, þegar við áttum heima í Reykjavík, vaknaði ég (Siggi Rúnar) með þér einn morguninn. Saman fór- um við fram til að bursta tennumar, en þá tókstu þær út úr þér og burst- aðir þær þannig. Svo skellihlóst þú, því mér fannst þetta svo skrítið og heimtaði að mamma gerði eins, sem alls ekki var hægt. Svo þegar ég var lítill stalst ég stundum til að hringja í þig í sveitina, eldsnemma á morgn- ana þegar enginn var vaknaður og mér leiddist. Þá var einmitt svo snið- ugur rauður takki á símanum okkar sem maður ýtti bara á og töfraði ein- hvern veginn hann afa sinn í símann. Við spjölluðum þá heilmikið saman þangað til mamma vaknaði til að leikaviðmig. Afi minn, við systkinin kveðjum þig með þessum línum úr sálmabók Sigurbjörns biskups. Guð veri með þér og vaktu yfir okkur. Lof sé þér Guð, þín líkn ei þverr, lind allrar gæsku, dýrð sé þér. Lof þér sem veitir hjálp og hlíf, himneska svölun, eilíft líf. Lofar þig sól, þér lýtur jörð. Lífið þér færi þakkargjörð, blessi þitt nafn um eilíf ár: Einn sannur Guð og faðir hár. Sigurbjöm Einarsson. Elsku Sigga amma, við vitum að þú saknar hans afa mikið. Megi góð- ur guð gefa þér styrk í sorginni. Sigurður Rúnar, Emil Ólafur og Silja Marín. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Guðný Kristjáns- dóttir fæddist á Kaldabakka á Bfldu- dal 7. október 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 29. mars. Elsku amma mín, nú sest ég niður og skrifa til þín nokkur orð og þá spyr ég sjálfa mig hvernig fer maður að því að skrifa um svo stórkostlega konu, ömmu sem ég var svo lánsöm að eiga. Ömmu sem var svo góð og vildi allt fyrir mig gera og reyndar alla. Ekki þurftir þú langan tíma til að kynnast fólki og til að þykja vænt um það, þér þótti bara vænt um alla. Undanfarna daga hef ég hugsað um allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér, allar sögurnar sem þú sagðir mér frá því þegar þú varst ung, ég man þær allar eins og þú hefðir sagt mér þær í gær. Eg man þegar við tókum leið 5 í Glæsibæ til að kaupa í matinn og þú leyfðir mér alltaf að velja eitthvað sem mig langaði í og ég man ferðirnar sem við fórum saman til Húsavíkur, ég var svo hrædd í flugvélinni, en þú hughreystir mig þegar vélin titraði og sagðir síðan við mig er við lent- um hversu hrædd þú hefðir sjálf verið. Eg man þegar þú eldaðir allt- af sér fyrir mig því þú vissir hvað mér fannst best og þegar þú spurð- ir hvort ég vildi meira og ég sagði nei takk, þá varst þú þegar búin að setja meira á diskinn og ég man hvað þér þótti gaman að dansa gömlu dansana. Manstu, amma, þegar ég braut hestinn og setti hann undir rúmið þitt því ég þorði ekki að segja þér frá því, því þú varst búin að banna mér að vera með hann. Mamma hringdi í þig og sagði þér frá því fyrir mig. Þá sagð- ir þú að það væri allt í lagi þó að hesturinn hefði brotnað því þér þætti bara svo gott að fá mig í heimsókn. Eins og þú manst þá var þetta ekki eini hesturinn sem ég braut því ég braut allar hestastytt- urnar þínar. Þú hélst upp á fyrsta afmælisdaginn hennar Evu og bak- aðir tertur fyrir 50 manns þótt við værum bara fjögur. Aldrei man ég eftir þér öðru vísi en í kjól með varalit, naglalakk og skartgripi, þú varst alltaf svo vel til höfð. Það vaknaði enginn nema þú klukkan sex á morgnana til að taka til og þurrka af, en þú þurrkaðir af öllu á hverjum morgni. Ég gleymi því aldrei þegar þú ristaðir normal- brauðsneiðina handa mér því mér fannst hún svo vond og ekki heldur því þegar þú baðst mig að fara út í búð og gafst mér alltaf eitthvað fyr- ir eða þegar ég var að klæða mig í kjólana og skóna þína, en þú varðst aldrei reið. Þér fannst ekki nóg að hugsa um eitt heimili og elda fyrir eina fjöl- skyldu heldur tókstu að þér að þrífa og elda fyrir hann Theodór líka, því hann var búinn að missa konuna sína. Þú kenndir mér að elda mat og hugsa um heimilið. Er ég hugsa til baka þá vorum við Jóhann óskap- lega hávaðasöm og oft erfið við þig, en aldrei nokkurn tímann varðst þú reið við okkur. Betri ömmu en þig er ekki hægt að eiga og ég mun aldrei gleyma þér, ég mun alltaf elska þig og við sögðum hvor ann- arri það líka. Þegar ég var barn varst þú besti vinur minn og það var yndislegt að fá leiðsögn þína og án hennar væri ég ekki sú sem ég er í dag. Mikið fannst mér gott að kúra hjá þér og best var þegar ég fékk að kúra uppi í. Stundum þegar ég kom í heimsókn og vissi að fljótlega þyrftum við pabbi að fara heim þá lagðist ég í sófann og þóttist vera sofnuð, síðan þegar átti að vekja mig þóttist ég ekki getað vaknað, stundum virkaði það og stundum ekki, en þegar pabbi var farinn þá opnaði ég augun og þóttist hafa vaknað við einhvern hávaða. Þeg- ar þetta tókst sátum við og spjölluðum langt fram á nótt, síð- an breiddir þú yfir mig, fórst með bænim- ar með mér og kysstir mig góða nótt. Það var mikið reynt til að fá að sofa hjá ömmu og ekki stundum heldur alltaf. Síðan lá ég alltaf á gólfinu og horfði á sjónvarpið og þú stjan- aðir í kringum mig. Mikið varstu spennt fyrir tví- burunum sem þú reyndar sást aldrei nema á mynd, elsku besta amma mín, en þau munu fá að vita hversu yndisleg þú varst. Okkur þótti svo vænt um að þú skyldir geta komið í nýja húsið okkar. Elsku besta amma mín ég gæti haldið áfram endalaust að skrifa til þín en einhvers staðar verð ég að hætta. Ég elska þig og sakna þín, en ég veit líka að þú ert hvíldinni fegin, en stórkostlegri og yndislegri ömmu var ekki hægt að hugsa sér og ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Ég kveð þig, elsku amma. Megir þú hvfla í friði í örmum guðs og afa sem þú ert nú kominn til. Steingrímur, Eva, Brynjar, Sindri og tvíburarnir kveðja þig og elska. „Einstakt er það orð sem notað eru þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi, sólarlagi, eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakt er fólk sem stjórnast af rödd hjarta síns og hef- ur í huga hjörtu annarra. Einstakir eru þeir sem eru dáðir og dýrmætir og skarð þeirra verður aldrei fyllt. Þér verður best lýst með orðinu ein- stök.“ Megi guðs englar vaka yfir þér, elsku amma. Kolbrún, Steingrímur og börn. Elsku langamma, okkur langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt. Þú vast góð amma og við elsk- um þig og minnumst þín ætíð. Sofðu rótt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Megi guðs englar vaka yfir þér. Eva Dögg, Brynjar Daði, Sindri Leó, Anna María og Steingrímur Magnús. Mig langar með fáum orðum að minnast Guðnýjar Kristjánsdóttur sem hefur kvatt þessa jarðvist í háiri elli. Ég kynntist Guðnýju ekki fyrr en á seinni árum þegar afi minn Arin- björn Kúld kynnti mig fyrir henni. Með þeim ríkti mikil vinátta sem einkenndist af hlýju og virðingu hvors fyrir öðru. Guðný var afar glæsileg kona og aldrei sá ég hana öðruvísi en vel til hafða. Minnist ég þess þegar þau komu í mat til mín fyrir nokkrum árum að mér varð hugsað að svona vildi ég líta út ef ég næði svo háum aldri. Guðný hafði þannig nálægð að manni leið vel nálægt henni og ein- hvem veginn fannst mér strax við fyrstu kynni að ég hefði þekkt hana alla ævi. Þegar dóttir mín fermdist fyrir fjórum árum sendi Guðný henni glaðning þótt hún þekkti hana sama og ekkert. Þetta sagði mér mikið um hvaða manneskju hún hafði að geyma. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir hvað þú, Guðný mín, reyndist honum afa mínum vel. Öll- um aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Aðalbjörg Ólafsdóttir. GUÐNY KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.