Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 T MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skynmat sem stjórntæki í matvælafyrirtækjum AÐ KYNNA nýja vöru og koma henni á markað kostar bæði peninga og fyrirhöfn. Þess vegna er afar mikilvægt að vanda sem best allan undirbúning áður en lagt er af stað í slíkt kynningarátak. Fyrir kemur að matvælafyrirtæki leggja út í auglýs- ingaherferð án þess að hafa prófað hina nýju vöru áður fyrir neytenda- hóp í þeim tilgangi að fá svör við nokkrum mikilvægum spurningum: . :jEr varan jafn góð eða betri en vara •'samkeppnisaðilans? Er hún alveg ný á markaðinum og hvernig munu neytendur taka henni? Hve lengi geymist matvaran án þess að það komi niður á bragði hennar og útliti? Allt eru þetta spurningar sem verð- ur að huga að, áður en varan er sett á markað. Auglýsingar og kynning- ar á vöru geta hæglega misst marks ef vinnan við vöruþróunina er ómarkviss og ófagmannlega unnin. Mat á gæði matvæla Flest okkar hafa einhvern tímann keypt matvöru sem annaðhvort reyndist gölluð eða lakari en vænt- ingar stóðu til. Slík reynsla neyt- enda getur reynst viðkomandi fram- 'Yeiðanda dýrkeypt. Framleiðandi gölluðu vörunnar glatar trausti neytandans sem getur verið erfítt að vinna aftur. Reglubundið eftirlit með vöru með viðurkenndum að- ferðum er því mikilvægt. Skynmat er ein mikilvægasta aðferð sem til er í dag til að meta gæði matvæla og engin önnur mæliaðferð getur túlk- að eins vel smekk fólks. Skynmat Skynmat er aðferð sem byggist á f^ví að nota skynfæri mannsins til að meta matvöru og gefur nákvæmar upplýsingar um styrk bragðs og lyktar ásamt áferðar- og útlitseigin- leikum matvæla. Skynmat er fram- kvæmt af þjálfuðu fólki og við sem bestu aðstæður. Sum matvælafyrir- Flest matvælafyrirtæki, segir Þyrí Valdi- marsddttir, geta starf- rækt eigin skyn- matshóp. tæki hafa þegar komið á fót skyn- matshópum, sem hafa fengið þjálfun við að meta vöru og gefa henni ein- kunnir eftir mismunandi eiginleik- um hennar. Niðurstöður úr skyn- matsprófum eru síðan notaðar við vöruþróun eða í framleiðslueftirliti á gæðum vörunnar. Önnur fyrirtæki kjósa að kaupa þessa þjónustu, t.d. frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, þar sem starfar skynmatshópur sem samanstendur af 16-18 sér- þjálfuðum einstaklingum. Þar er einnig fullkomin aðstaða fyrir skyn- mat, t.a.m. herbergi með aðskildum básum, sérhannaðri lýsingu og loft- ræstingu. Gagnasöfnun og úrvinnsla er framkvæmd með nýjustu skyn- matsforritum og góð aðstaða er til að undirbúa og geyma matvælasýni. Viðhorfs- og neytendakannanir Viðhorfskönnun er ein vinsælasta leiðin til að kortleggja þarfir og Lát hjarta ráða for HOLLVINASAM- TÖK Háskóla íslands hafa á undanfömum árum gengizt fyrir málþingum og fyrir- lestraröðum fyrir al- menning. Sú starfsemi hefur tekið á sig ýmsar ^myndir eftir því hvert viðfangsefnið og sam- starfsaðilamir em. f vetur bauðst Holl- vinasamtökunum að ganga til liðs við Land- læknisembættið og Hjartavernd vegna málþings um hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er kærkomið tækifæri til þess að nýta þá margþættu þekk- ingu og tengslanet sem byggt hefur Hollvinasamtök Stuðningur sem fyrir- tækin veita starfi Holl- vinasamtakanna, segir Sigríður Stefánsdottir, er ómetanlegur. verið upp innan Hollvinasamtakanna á sl. fjómm ámm. væntingar neytenda til matvöm. í viðhorfskönnunum er fólk beðið um að svara ýmsum spurningum um neyslu og kaup á matvöm, s.s. hvar tiltekin matvara var keypt, hvenær hún var borðuð og með hvaða með- læti. Einnig er gjarnan spurt um framboð, verð, hollustu, merkingar, traust, þægindi t.d. við matreiðslu, pakkningar, vömmerki, verðlag og annað sem vert er að kanna. Neyt- endakannanir em dýrari og flóknari í framkvæmd en skynmat, sem er gert af þjálfuðum skynmatshópi, en þær gefa jafnframt miklar upplýs- ingar um væntingar og neyslu- mynstur neytenda. Neytendakann- anir em mikilvægar til að leggja mat á markaðshæfi vöm áður en hún er sett á markað. Neytendakannanir má t.d. framkvæma á stóram vinnustöðum, í verslunum eða með því að biðja fólk um að taka vör- una með sér heim og neyta hennar við heimilis- aðstæður. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hefur séð um að setja upp og framkvæma slíkar neytendakannanir eftir óskum fyrirtækja. Að hefjast handa Flest matvælafyrir- tæki, sem hafa yfir að ráða 4-6 áhugasama starfsmenn, geta starf- rækt eigin skynmatshóp. Starfsmennimir þurfa þó að upp- fylla nokkur almenn skilyrði sem talin era nauðsynleg til að gera þá að góðum dómuram. Þeir þurfa t.d. að vera áhugasamir, vera samvisku- samir, vera við góða heilsu og hafa eðlilegt næmi (bragð- og lyktarskyn) svo að eitthvað sé nefnt. Mjög æski- legt er að sérstök aðstaða eða her- bergi sé til staðar þar sem skynmatið fer fram. Til þess að skynmat nái tilgangi sínum við fram- leiðslueftirlit og vöraþróun þarf að skilgreina reglur við sýnatöku og viðhafa ákveðnar aðferðir og vinnureglur við framkvæmd matsins þar sem einkunna- stigar era skil- greindir og skyn- matsfólk þjálfað við að meta eftir þeim. Skynmatsstjóri sér svo um að halda ut- an um framkvæmd skynmatsins og að túlka niðurstöður. Rf hefur boðið upp á námskeið í uppsetningu og framkvæmd skynmats sem sniðin era að þörfum fyrirtækja. Höfundur er sérfræðingur og starfsmaður Rf. Þyrí Valdimarsdóttir Innan Hollvinasam- takanna starfa 12 holl- vinafélög og þeirra á meðal eru hollvinafélög læknadeildar, náms- brauta í hjúkranar- fræði og sjúkraþjálfun. Þessi félög stóðu fyr- ir opnu húsi um for- varnir í október sl. og standa nú í dag að mál- þingi í Norræna húsinu. Það hefur færzt í vöxt að samtök og ein- staklingar leiti til Hollvinasamtakanna Sigríður um ýmsa fyrirgreiðslu. Stefánsdóttir Einkum á þetta við um fróðleik sem fólk hefur áhuga á að koma til almennings í landinu og liðveizlu við einstök verk- efni. Hollvinasamtökin hafa lagt sig í framkróka við að sinna slíkum verk- efnum eftir föngum. Allir landsmenn geta gerzt félagar í Hollvinasamtökunum og þannig haft betri aðgang að ýmsum upplýs- ingum um innra starf Háskólans. Á þessu ári tóku Hollvinasamtökm upp þá nýbreytni að bjóða nokkrum traustum fyrirtækjum til samvinnu um rekstur samtakanna til þess að geta eflt starfið enn frekar. Sam- starfsaðilamir eru nefndir horn- steinar samtakanna og era þeir í ár Flugfélag íslands, Landsbankinn hf. og Opin kerfi hf. Sá stuðningur sem fyrirtækin veita starfi Hollvinasam- takanna er ómetanlegur. Við viljum að lokum hvetja alla þá sem áhuga hafa á hjarta- og æða- sjúkdómum til að leggja leið sína í Norræna húsið í dag kl. 13.30, hlusta á fróðleg erindi, taka þátt í umræð- um og kynna sér starfsemi Hollvina- samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Hollvinasamtaka Háskóla íslands. ISLENSKT MAL Oft er erfitt að skýra, þegar nöfn, sem voru öldum saman sárasjaldgæf, taka skyndilega undir sig stökk og komast í hóp hina algengu. Stundum eru ástæður þó augljósar. Tökum hér tvö sýningardæmi, nöfnin Haukur og Erla. Þegar aðalmanntal var tekið 1910, sést þar engin Erla, en við vitum um eina íslenska stúlku sem skírð var Erla fyrir 1910, en hún var erlendis, þeg- ar manntalið fór fram. Sú var Ragnheiður Erla Einarsdóttir Benediktssonar skálds. Einar átti sex börn og hétu öll tveim- ur nöfnum, og var hið síðara alltaf fuglsnafn. Meira um það síðar. Líða nú stundir fram. Stefán hét maður Sigurðs- son, fæddur á Hólmavík, en fór síðar til vistar í Hvítadal í Dölum og kenndi sig við þann bæ. Hann bjó síðast í Bessa- tungu þar vestra. Stefán sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína 1918, og þar er kvæðið Erla, góða Erla. Bregður svo við að árin 1921-1950 voru 808 meyj- ar skírðar Erla, enda var kvæði Stefáns sungið við mikl- ar vinsældir um allt land. Það er því ekki rétt sem danski mannanafnafræðingur- inn Eva Helgaard heldur fram, að skyndileg breyting af áðurnefndu tagi, eigi sér ekki skýringar. Hún segir: Þetta gerist bara einhvem veginn, rétt eins og þegar vímspestir skella á landslýðnum. Nú er víst mál að snúa til upphafs þáttarins og líta á nafnið Haukur. Það er forn- norrænt fulglsheiti, sjá lat. capio=ég tek. Haukurinn var ránfugl, sá sem hremmir, tek- ur til sín, en fékk snemma merkinguna snarmenni, glæsi- menni, ef það er þá sama orð- ið, segir Asgeir Blöndal Magn- ússon. Haukur var ekki mjög sjaldgæft hér í fyrnsku, sjö em nefndir í Sturlungu og tveir í Landnámu. En brátt komst nafnið í lífshættu, þó gott sé. í fyrsta allsherjar- manntali á landi hér, 1703, voru aðeins fjórir. Tæpri öld síðar var aðeins einn, Haukur Hannesson, 31 árs, Ausu, Hvanneyrarsókn í Borgar- fjarðarsýslu. Nafnið dó aldrei út, en fór ekki að hressast fyrr en undir lok 19. aldar, en orðnir vom Haukarnir 24 árið 1910, til- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1051.þáttur tölulega flestir í Eyjafjarðar- sfyslu. En brátt kemur stökkið. Arin 1921-1950 fengu 477 skírnarnafnið Haukur, og nú eru í þjóðskránni talsvert yfir eitt þúsund. Skýringu á þessu hef ég ekki á takteinum. Meðal hinna fyrri manna, sem Hauks-nafn báru, eru kunnastur Haukur lögmaður Erlendsson á Strönd í Selvogi. Við hann er kennd mikil og merk skinnbók, Hauksbók. ★ Einar Benediktsson hefur ekki velkst í vafa um að fugls- heitið haukur og mannsnafnið Haukur væru eitt og sama orð, því að einn sona hans hét Ólaf- ur Haukur. Önnur börn hans, sem ekki eru þegar nefnd, vora Einar Valur, Margrét Svala, Benedikt Örn og Katrín Hrefna. Og þess skal getið, að hrefna er ekki aðeins hvalfísk- urinn hrafnreyður, heldur merkir það einnig kvenhrafn. Ekki var það fyrr en upp úr 1830, að tvínefnum tók að fjölga að marki hérlendis. En þeim hefur farið fjölgandi síð- an. Árið 1910 eru þau um 20%, árin 1921-50 er tæpur helm- ingur barna skírður tveimur nöfnum, og nú sýnist mér á þeim gögnum, sem mér hafa verið tiltæk, að tvínefningar nálgist 70 af hundraði. Kannski er toppinum náð. Ég er ekki frá því, og þá taki hlut- fallstalan að lækka, „því það er svo bágt að standa í stað“, sagði skáldið, eða með öðrum orðum: Það fer hverjum aftur, þegar honum er fullfarið fram. ★ Salómon sunnan sendir: Gó, hundurinn halaklippti: „ég held svo sem engu skipti fyrir Jónatan lúða og Lasarus kúða, þó ég upp við þá lærinu lyfti.“ Að gefnu tilefni Þegar fyrir umsjónarmanni vefst að „úrskurða" „rétt“ eða „rangt“ mál, er það hvorki af viljaleysi né hugleysi, heldur af eðli málsins sjálfu. „Rétt“ eða „rangt“ í tungumáli er að- eins hægt að dæma út frá viss- um gefnum forsendum. Ég get sagt að einhver orðmynd sé sögulega rétt, ef ég veit að hún var mælt mál íslensku þjóðar- innar fyrr á öldum. Ég get sagt, að einhver orðmynd sé „rétt“ nú, ef ég miða við hvað yfirgnæfandi meiri hluti Is- lendinga _ segir um þessar mundir. Ég er nefnilega ekki neinn hæstiréttur þegar dæma skal um íslenskt mál, heldur íslenska þjóðin, eins og hún leggur sig. Það þýðir ekkert fyrir mig að segja að þátíðin af blóta „eigi“ að vera blét, eins og í fornöld, af því að nú segja allir Islendingar blótaði. Skýr- um þetta aðeins betur. Hann barg mér, var sagt fyrr á öld- um. Þarna er barg sögulega rétt þátíð af bjarga. Hins veg- ar er bjargaði nú rétt, af því að þannig talar hver maður. Báð- ir lýsingarhættirnir, borgið og bjargað, era svo „réttir“, því að báðir era lifandi mál og báðir „rétt“ myndaðir, miðað við tilteknar gefnar málfræði- legar forsendur. Það er sögu- lega „rétt“ að stigbreyta fjarri, firr, first, en það er „rétt“ nú að stigbreyta fjarri, fjær, fjærst. Jafnvel er hástig- ið fjarst þriðji „rétti“ kostur- inn. ★ Vilfríður vestan kvað: Var Haraldur káttur og keikur, en kannski á svellinu veikur. Er kom hann frá konum, var haft eftir honum: „Það er dagsatt, að lífið er leikur.“ Auk þess fær Bjarni Eiríks- son plús fyrir að „renna sér“ (ekki ?skíða). Og Morgunblað- ið fyrir „spurn eftir veiðileyf- um“ (baksíða 22. mars). Þá ítrekar umsjónarmaður tillögu sína um að „curling" nefnist á íslensku krulla, enda eru orðin af sama stofni, þótt orðið hafi hljóðavíxl (meta- thesis), og eðli leiksins gefur efni til nafngiftarinnar krulla, með rödduðum 1-um eins og í Gulla og Palli. Loks hef ég leyfi til að birta úr bréfi Margrétar Þórsdóttur Morgunblaðinu Akureyri til Hólmkels Hreinssonar amts- bókavarðar: „Svo er annað sem við ætt- um kannski að koma á fram- færi - @ eða at-merkið í net- föngum hefur lengi farið í taugarnar á mér - hólmkell- atakureyri og svo framvegis. Ég heyrði ágætis orð um þetta á dögunum, en það er skotta - sem sagt a með skotti. Senni- lega er þetta atkjaftæði orðið þjóðinni of tamt til að hægt sé að snúa henni frá atvillunni."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.