Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 66

Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 LAUGARDAGUR 1. AFRÍL 2000_________ * UMRÆÐAN KIRKJUSTARF Umhverfís- mat UMRÆÐUR um virkjun á Eyjabökkum hafa verið markaðar til- finningum og trúarhita meir en rökum á aðra hlið, hins vegar af nokkrum asa og e.t.v. ráðríki þess sem veit sig standa báðum fót- ^irn á rétti lýðræðislegs valds og skyldu eftir að hafa lofað kjósendum skjótum framkvæmd- um. Vissulega hafa stuðningsmenn virkj- unar margir rætt málið af hófsemi, skýrt og Guðjón málefnalega, m.a. á Al- Jónsson þingi, og án efa fleiri en unnt hefur verið að fylgjast með. Morgunblaðið hefur gefið því mikið rúm, og t.a.m. hefur Jakob Björns- son ítrekað gert því þar afar góð skil, svo að sæmilega læsir mótmælendur hefðu átt að ná áttum. En slíkan málflutning munu þeir einmitt ekki kynna sér, nema ef vera kynni líkt og fjandinn er talinn lesa Biblíuna. Þrátt fyrir greinda ann- marka hefur verkefnið nú með þessum hætti farið í umhverfismat, í raun strangara en hið lögformlega mat yrði án slíkrar umræðu. Þá hafa áköfustu „vemd- arar náttúrunnar" enn einu sinni sýnt hversu vel þeim hæfir ljóð Heines (í þýðingu H. Hafsteins); www.mbl.is Pú vesalings Hallur á Hamri, hræðilegtnautertþú, að þú skulir þjást svona mikið ogþaðfyrireinakú! Kannski hefði aldrei þurft Fljóts- dalsvirkjun ef hægt hefði verið að virkja fyrr við Kárahnjúka og hefði án efa verið miklu betra. En þess yrði of langt að bíða. Og hvort sem er sama stríðið þar við hina heilögu - út af einni kú. Mikið þótti við liggja að hraða und- irbúningi virkjunar og væri því ekld tími til að vinna lögformlegt mat. Eftir á er þetta umdeilt og ef það var rangt er hægt að fallast á, að rétt og skynsamlegt hefði verið að setja allt verkið í þetta mat. Það var bara ekki Ijóst á réttri stundu. Væntanlega hefði það engu breytt um niðurstöðu, en það hefði slegið vopnin úr höndum andstæðinganna og leitt til sátta við þá, sem í alvöru vilja mat og lúta því síðan. Hræsnaramir sem hafa þetta að yfirskini einu munu berjast áfram gegn framkvæmdum hver sem nið- urstaðan yrði í mati. Sumir játa það, reyna að bera fé á ungt fólk að safna stuðningi og fara að dæmi fyrirlit- inna forfeðra sem af álíka þjóðar- stolti krapu útlenzkum biskupum eða konungum á Sturlungaöld sér til fulltingis. Þeir era á valdi trúar, eins og öfgamenn islams eða kommúnist- ar kalda stríðsins, enda úr þeim söfn- uði margir komnir og sækja sem endranær meginkraft baráttunnar í sviðann í gömlum sáram, í smánina, vonbrigði og eftirsjá að guði sínum föllnum. Jafnframt eygja þeir von um að ná sér niðri á andstæðingum, Virkjanir Þetta svæði, segir Guðjón Jónsson, er utan landskjálfta- og eldgosahættu. finna hnefum sínum höggstað og vilja þá öllu til kosta, jafnvel lífinu, að berja á yfirvöldum, hataðri ríkis- stjórn og enn verri Framsókn. Gleðj- ast þeir að vonum ákaflega þegar fyrrverandi formaður þess flokks gengur í lið með þeim, fer að dæmi stéttarsystur í Bretlandi að hætta ekki við starfslok að aga þjóð sína heldur reyna að stýra úr aftursætinu - að vilja hinna nýju félaga. Steingrímur verður þeim þó ekki þægur þjónn. Hann studdi þá til að krefjast matsins. Því skyldi hann síð- an lúta, sem og fyrsti þingmaður flokksins í Reykjavík, samkyæmt þeirra eigin orðum. Og kvaðst Ólafur Óm raunar beygja sig fyrir löglegri afgreiðslu Alþingis, þó að það gengi móti vilja hans um mat. Sá þingvilji er nú Ijós og þar með að sá meirihluti og sú ríkisstjóm, sem lofaði miklu fyrir kosningar og var kosin til að efna þau heit, sýnir bæði styrk og drengskap til að standa við þau, þrátt íyrir allan mótblástur. I moldviðrinu hlýtur almenningur að spyija sig, hvemig myndi hafa látið í andstæð- ingunum ef ríkisstjórnin hefði að kosningum loknum svikið öll sín heit og snúið frá þeirri stefnu að efla at- vinnu og hagsæld í landinu. Hefði blásið öðravísi ef þeir Steingrímur og Steingrímur hefðu báðir setið í stjórn, fúsir að styðja á starthnapp allra V-stórvirkja: verksmiðja, virkj- ana - og vegganga. Mótmælalaust! En sigur er ekki í höfn. Ekki er búið að semja við neinn og enn veit enginn hvort grandvöllur verður fyr- ir framkvæmdum. Mörgum þykir ekki traustvekjandi hve risafyrir- tækið norska ætlar sér lítinn hlut í verkinu, og án allrar áhættu. Kannski er Mka búið að hræða það frá allri hlutdeild? Hvað sem því líð- ur er það vítaverður málflutningur að heimta „hnattræna hugsun“ af öðram, en afneita henni fyrir sjálfan sig, vísa stóriðju út í heim þar sem hún yrði mikil, en banna hér við vist- vænni orku og þar með minni meng- un. Um þetta sem annað er vonlaust að rökræða við öfgafólkið, en samt lætur sá ágæti maður, Jakob Björns- son, það yfir sig ganga af aðdáanlegri þolinmæði enn og aftur (sjá t.d. Mbl. 9. jan. 1999 og 23. jan. sl.). Gegnir furðu að hörðustu eintijáningar úr þessum hópi skuli til þess valdir að vera sérstakir ráðgjafar (!) umhverf- isráðherra. Um hvað er að ræða? Krafan um umhverfismat er ekki einungis krafa um að fylgt verði gild- andi lögum í stað eldri laga um virkj- un á Eyjabökkum, heldur hafa deil- umar mjög snúizt um einstaka þætti, eins og náttúrufegurð, dýr og gróð- ur. Sumt af þessu, s.s. fegurð, er smekksatriði og er út í hött að deila um slíkt. Langtum mikilvægari at- riði, markmiðin með þessum fram- kvæmdum og öll rök fyrir þeim, þ. á m. hin landfræðilegu, að þetta svæði er utan landskjálfta- og eldgosa- hættu, en þéttbýlið við Faxaflóa á raunveralegu hættusvæði og sóma- samlegt byggingarland á þrotum; öll þessi og önnur meginatriði málsins fara fyrir ofan garð og neðan í um- ræðunni. Um þennan jarðfræðilega þátt m.a. skrifaði Valdimar Kristins- son viðskipta- og landfræðingur mjög athyglisverða grein í Mbl. 6. júní 1999 og væri full ástæða til að birta hana á ný mönnum til upprifj- unar og áminningar. Og vini mínum flugmanninum, sem hringdi til mín og ég þarf að svara betur en nú verð- ur gert, vil ég að sinni benda á að lesa þessa grein Valdimars Kristinsson- ar. Höfundur er fyrrverandi kennari. * Vinsælasti sleðinn á Islandi Getum útvegað nokkur eintök af Ski-doo MX Z 700, sleðanum sem hefur slegið rækilega í gegn í vetur. koma! 4 Nú getur þu tryggt þer eldheitan og eldrauðan Ski-doo MX Z 800 í sérstakri forsölu á 2001 árgerð. Um er að ræða tvær gerðir: Adrenaline og X, , sem eingöngu eru seldar í forsölu nú í apríl. • ' Með í kaupunum fylgja kerrumerkingar, jakki og derhúfa. Fyrstur kemur, fyrstur fær. CÍSLIJÓNSSON ehf Bíldshöföa 14 Síml: 587 6644 * Mest seldi sleðlnn af árg. 2000 skv. bifrelðaskrá. Kristnihátíð í Þor- lákskirkju Safnaðarstarf KRISTNIHÁTÍÐ verður í Þorláks- kirkju á morgun, sunnudaginn 2. apríl, og hefst kl. 20.30. Burðarásar í söng verða Söngfélag Þorláks- hafnar undir stjórn Roberts Darl- ings og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar undir stjórn Jurgs Sondemanns. Sr. Heimir Steinsson á Þingvöllum fjallar um kristnitökuna og hefur sjónarhorn sitt úr Ölfusinu. Þetta er framlag Þorlákshafnarprestakalls til hátíð- ar á þeim tíma þegar minnst er 2000 ára fæðingarártíð Jesú Krists og eitt þúsund ára tíðar kristnitöku í landinu og era Ölfusingar og aðrir sem þetta sjá hvattir til að fara í sitt fínasta púss og halda til hátíðar. Kvöldmessa í Hallgríms- kirkju Sunnudagskvöldið 2. apríl verður kvöldmessa í Hallgrímskirkju kl. 20. Fyrsta sunnudag hvers mánað- ar hafa verið kvöldmessur í Hall- grímskirkju. Form kvöldmessunn- ar er einfalt, lögð áhersla á söng, bæn og íhugun, ekki síst hefur mælst vel fyrir að söfnuðurinn hef- ur fengið tækifæri til að ganga fram að altarinu með bænaljós og gera þannig bæn sína, einnig gefst kostur á að skrá bænir á bænaseðla eða ganga að ölturum kirkjunnar, krjúpa þar til bæna eða biðja um fyrirbæn. Að þessu sinni mun efni kvöldmessunnar vera tengt kristni- boðsstarfinu í Afríku. Ung hjón frá Konsó í Eþíópíu, Beyene Keilassie og Galle Sokka flytja vitnisburð og söng sem tengist trúarapplifun þeirra. Hanna Þórey Guðmunds- dóttir les ritningarorð. Gunnar Gunnarsson er organisti. Prestarn- ir Láras Halldórsson og Jón Dalbú Hróbjartsson þjóna við athöfnina. Trúarviðhorf íslenskra barna Á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudaginn 2. apríl, mun Gunnar J. Gunnarsson, lektor við Kennaraháskóla íslands, flytja erindisem hann nefnir „Trúarviðhorf og trúariðkun ís- lenskra barna“. I erindi sínu mun Gunnar kynna niðurstöður úr um- fangsmikilli könnun á þessu efni sem hann hefur unnið að undan- farin ár. Niðurstöður könnunarinnar hljóta að vera forvitnilegar fyrir alla þá sem telja trúaruppeldi barna mikilvægt. Læra íslensk börn ennþá bænir? Taka þau þátt í kristilegu félagsstarfi? Á hvað trúa þau? Án efa kann Gunnar svör við þessum spurningum og fleiri spurn- ingum sem snerta þetta efni. Allir era velkomnir. Að fyrirlestrinum loknum hefst guðsþjónusta kl. 11 í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Við messuna syngur Unglingakór Hall- grímskirkju undir stjórn Bjarneyj- ar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Kirkjukór Blönduóss í heimsókn á Nesinu VON er á kirkjukór Blönduós- kirkju ásamt sóknarprestinum séra Sveinbirni Einarssyni í heimsókn til Seltjarnarneskirkju nú um þessa helgi. Kórinn mun syngja við guðs- þjónustu sunnudaginn 2. apríl nk. og séra Sveinbjörn Einarsson predika. Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir, sóknarprestur í Sel-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.