Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 78

Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 78
78 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Smáfólk This isthe storyof a free-spirited doq. Þetta er sagan af kappsfullum hundi. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Númerunarhefð á þjóðarleiðtoga Frá Tryggva V. Líndal: STUNDUM virðist mér að okkur ís- lendinga bráðvanti eitthvert áreiðan- legt fyrirkomulag til að minna okkur á glæsta sögu þjóðarinnar. Þannig hafa nágrannaþjóðir okkar allar kóngafólk sitt til að styðjast við; hvort heldur sem eru Danir, Norð- menn, Svíar eða Kanadamenn. Þar er um að ræða útvalda fjölskyldu sem viðkomandi þjóðir hafa ákveðið að láta sér þykja vænt um, gegnum þykkt og þunnt. Og þegar einn kóng- ur þeirra eða drottning deyr, er yngri árgerð konungsættarinnar bara dubbuð upp í staðinn, og fest á hana nýtt númer. Það fer svo varla hjá því að tilvera þessara leiðtoga minni þjóð sína stöðugt á fortíð sína langt aftur í aldir, í hvert sinn sem hún hugsar til þeirra. Hér á Islandi er hins vegar ekki lengur kóngur, og hjá Forsetaemb- ættinu sem er komið í staðinn, er undir hælinn lagt hvort sá sem það fyllir hverju sinni minni þjóð sína á menningarlega fortíð sína, eða horfi aðallega til framtíðar. A meðan kemst los á tilflnningu þjóðarinnar fyrir sambandi sínu við bókmenntir sögualdarinnar; sem eru þó áfram helsta forsendan til aðgreiningar henni frá öðrum sjávarplássum við Atlantsála. Ég vil því gera það að tillögu minni að reynt verði að minna íslendinga á fortíð sína, með því að taka upp þá hefð að helstu embættismenn þjóðar- innar taki upp númer líkt og kónga- fólkið erlendis; til notkunar við sem flest tækifæri sem því verður við komið; en ekld bara við innsetningar- athafnir eins og nú tíðkast. Ætti það þá að verða áhrifaríkt tæki til að skapa kennd fyrir fortíð þjóðarinnar meðal almennings. Dæmi: Núverandi Forseti íslands yrði titl- aður 5. Forseti íslands, eða Fimmti Forseti Lýðveldisins. Biskupinn myndi kallast (og ég nefni ágiskuð númer hér á eftir); 51. Biskupinn yfir íslandi, eða 21. lúterski Biskupinn yf- ir Islandi. Forseti Alþingis gæti heitið hæstvirtur 51. Forseti Alþingis Is- lendinga, eða 21. Forseti Alþingis Lýðveldisins íslands. Forseti Hæsta- réttar gæti heitið 201. forseti Lög- réttu eða 21. forseti Hæstaréttar Fullveldisins Islands; eða 11. Forseti Hæstaréttar Lýðveldisins. Forsætisráðherra Islands gæti verið 15. Forsætisráðherra íslands, ef talið væri eftir persónum, (eða XV. Forsætisráðherra íslands), en 21. Forsætisráðherra íslands, ef talið væri eftir ríkisstjómarmyndunum. Sömuleiðis mætti nefna helstu fjölmiðlastjómendur: 6. Utvarps- stjóri RÚV, og 11. og 12. ritstjóri Morgunblaðsins. Rithöfundur gæti verið kynntur sem 5. íslenski handhafi Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Nýsleginn riddari Riddarakross Fálkaorðunnar gæti verið kynntur sem 81. Riddari Fálkaorðu Lýðveld- isins. Held ég að þá séu nefndar helstu stöðumar sem skipta máli í þessu sambandi. Mikilvægast held ég þó að sé að rekja biskupsembættið með þeim hætti; helst aftur á 12. öld. Með þessum hætti væri hægt að brúa gapið í sagnavitund þjóðarinnar sem hefur kannski myndast þegar við létum konunginn okkar róa, við Lýð- veldisstofnunina 1944. Líkt og okkur hefur tekist að minn- ast hlutdeildar okkar í borgarmenn- ingu Danaveldis með því að minnast Hafnarstúdenta okkar á fyrri öldum, getum við nú með ofangreindu núm- erunarkerfi náð til baka einu af hlut- verkum Konungdómsins yfir Islandi. Væri það ekki þjóðþrifamál? TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Lítil umfjöllun um Arna Gaut Frá Gunnari Sigurðssyni: ÉG ER þannig sinnaður að ég les allt- af íþróttafréttir fyrst í þeim blöðum sem éjg les, vegna áhuga míns á íþrótt- um. Eg er ekki alltaf samþykkur því sem þar kemur fram sem hlýtur að vera eðliiegt því sem betur fer hafa ekki allir sömu skoðun. En ég hef samt aldrei áður orðið eins hissa á fréttaflutningi eins og í dag, 23. mars 2000, þegar ég les Morgunblaðið. Þar eru m.a. fyrirsagnimar „Heimir með KA“, Ragnar á heimleið frá Valeneia“, „Þorvarður Tjörvi aftur til liðs við Hauka", „Axel Axelsson hættir hjá IR“, „Ragnar áfram hjá Haukum", og lengi væri hægt að halda áfram. En viti menn, með minnsta letri sem Morgunblaðið setur fram er umfjöllun um leik í meistaradeild Evrópu - takið eftir - meistaradeild Evrópu, C-riðill er sagt 0-1 Rosenborg - Real Madrid. Þetta er eina frásögn Morgunblaðs- ins, blaðs okkar landsmanna af þess- um leik þar sem íslendingurinn Ámi Gautur Arason er markvörður. Ami Gautur hefur verið nú um tíma aðalmarkvörður Rosenborg í Noregi, sem er langbesta lið Noregs, en hann hefúr litla sem enga athygli fengið hjá íslenskum fjölmiðlum, þrátt fyrir að hann sé eini íslenski knattspymumað- urinn sem hefur komist svo langt í hinni nýju meistardeild Evrópu. Kannske er það af því að Ami Gaut- ur er einstakt ungmenni. Hann er íþróttamaður af Guðs náð og hefði getað valið hvaða íþróttagrein sem er og náð góðum árangri. Ami Gautur hefur alla tíð verið sér og sínum til fyr- irmyndar og þá ekki síst fyrir unga knattspymumenn. Ef Morgunblaðið hefur ekki áhuga á að fylgjast með afreksmönnum á við Áma Gaut er ég hættur að skilja mitt blað. GUNNAR SIGURÐSSON, Akranesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.