Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR I. APRÍL 2000 79
_____BRÉF TIL BLAÐSINS_
Mannréttindabrot
Frá Ásmundi Brekkan:
Á UNDANFÖRNUM vikum höfum
við verið vakin til umhugsunar um
einhver þau alverstu mannréttinda-
brot, sem nútímasagan greinir, og
i má þar, þótt ekki sé alveg samt við
að líkja, minnast gyðingaútrýminga
I fyrri heimsstyrjanldar. Sé nær litið í
1 sögunni er af nógu að taka í
ójafnaði, kúgun og blóðsúthelling-
um. Aidagömul stéttakúgun í Ind-
landi, þar sem hundruð milljóna
manna eru algjörlega svipt hvers-
konar mannréttindum og eðlilegri
hluttöku í þjóðfélaginu, var sumum
okkar að vísu kunnug úr sögu og
frásögnum. Þegar litið er til þeirrar
barnaþrælkunar sem henni er sam-
fara og athygli okkar hefur nú verið
i beint að, má einu gilda hvort borið
I er saman við harðskeytta aðskilnað-
arstefnu Búa-nasista í Suður-Af-
ríku, að mestu afloknu viðlíka atferli
í Bandaríkjunum, og öllu líku mis-
rétti og ofbeldi, þá slá þær frásagnir
og sá vitnisburður, sem okkur hefur
nú borist, öll met. Framgangur og
árangur íslensku kirkjunnar til
hjálpar þessum hópi, og einkum
; börnum verður að teljast með því
merkasta, sem frá þeirri stofnun
hefur frést um lengri tíma, ef þá
nokkru sinni. Að vísu eru það ekki
ýkja margir einstaklingar út úr öll-
um milljónum stéttleysingja, sem
hjálpað hefur verið með frelsiskaup-
um svo ekki sé minnst á skólagöngu
og menntun, dropinn holar steininn,
og margfeldisáhrif af slíku starfi eru
meiri en nokkurn skyldi gruna. Að-
ferðir þær, sem lýst hefur verið við
að ná sem mestri „nýtingu" og ára-
ngri, eru einstakar og skila sér mun
betur en „hefðbundnar“ hjálparað-
ferðir.
Það er því ekki undarlegt, þótt
nokkur opinber umræða verði hér
um þessa starfsemi og þau vanda-
mál, sem hún beinist að, og er það
sannarlega vel, enda hefi eg ekki
heyrt (fyrr en nú í dag, 29. mars)
annað en mjög jákvæðar undirtektir
við áskorun biskups til þjóðarinnar
um sérstakt átak í þeim tilgangi að
leysa fleiri börn úr ánauð. Eg er í
hjarta mínu alveg sammála skoðun
Haraldar Blöndals í Mbl. 24.3., um
að hætta mætti við opinbera heim-
sókn forseta til Indlands og nota
aurana til þessa verkefnis. Vissu-
lega myndi það geta komið málefn-
um stéttleysingja í Indlandi á frétta-
kortið á áberandi hátt, og mikill yrði
sá fjöldi, sem hægt væri að koma
undir fótunum, bara fyrir þá upp-
hæð, sem flugvél undir forseta og
fylgdarlið myndi kosta. Hvað sem
því líður, held eg, að hugmyndin sé
ekki raunhæf, en hitt væri raunhæft
og myndi ekki síður vekja athygli, ef
forsetinn gerði heyrum kunnugt, að
í stað þess að gefa pótentátum Ind-
lands að eta eina máltíð, eins og
tíðkast í slíkum heimsóknum, muni
hann nota aurana til að frelsa svo
eða svo mörg stéttleysingjabörn á
starfssvæði íslensku kirkjunnar. Eg
geri nefnilega ekki ráð fyrir því, að
viðmælendur forsetans í Indlandi
ljái máls á að ræða við hann um mál-
efni stéttleysingjanna. Hinsvegar
væri þetta heimsfrétt í þágu þeirra
og í raun alls ekki „diplómatískt “
óleyfilegt áróðursbragð.
Það sem hvatti mig til að skrifa
ykkur þessar línur var hinsvegar
undarleg grein í Mbl í dag frá konu í
Reykjavík, sem fer mikinn í ávarpi
til fyrrnefnds Haralds, auk skamma
um presta og biskupa, sem málinu
eru alls óviðkomandi. I rauninni er
erfitt að henda neinar reiður á því,
hvað konan er að fara, annað en að
vekja athygli á því, að hún selji
mublur frá Indlandi, en mér þykir
samt rétt að árétta þá skoðun mína,
að með fyrstnefndu átaki og góðri
alþjóðlegri fréttaumfjöllun megi ná
raunverulegum, varanlegum og
markvissum áhrifum á stöðu stétt-
leysingjabarna í Indlandi
ÁSMUNDUR BREKKAN,
Þorragötu 7, Reykjavík.
ANTTK
Www.isl r\IN I XN .com
Sjáðu tilboð dagsins á heimsíðunni
Fornhúsgögn er fjárfesting til framtíðar
Hólshrauni 5 220 Hfj. S: 565 5858
Fyrir aftan Fjarðarkaup - Opið alla hegina - WWW.islantik.com
Tiikum gömlu hárkolluna
upp r nýja - Aðeins í apríl
Glæsilegt hárkolluúrval
Nýjar sendingar
Hári^fiútiib£ð7
Fataprýði Álfheimum 74,
Glæsibæ, símí 553 2347.
íbúð á Spáni til sölu
Staðsetning: Torrevieja
67 fermetra, 3ja herb. íbúð.
Baðherbergi og gestasnyrting.
Fullt innbú fylgir. Eignahlutur
í sundlaug og tennisvelli. Mjög
góð staðsetning. Stórmarkað-
ur og lögreglustöð innan seil-
ingar og stutt á ströndina.
Nánari uppl. gefa Birgitt og
Helgi í síma á Spáni 003496
680 6400 e-mail: subway-
benidorm@ctv.es
Avöxtur
siðleysisins
Frá Guðmundi Rúnari Guðbjarnar-
syni:
HVAÐA manni finnst svigrúm í dag,
til þess að bjóða arðræningjunum, til
stórveislu? Það finnst kannski mörg-
um það gamaldags og hallærislegt,
að tala um arðræningja í dag en það
verður bara að hafa það, þeir hafa
því miður ekki horfið, frekar en aðiir
misyndismenn.
Hvað er svo sem hægt að kalla þá
annað, þegar þeir skilja ekki meir en
svo eftir í vösum okkar, að það rétt
nægir til þess að draga fram lífið?
Eg hélt nú að fjárhagsstaða al-
menns verkafólks, þyldi ekki frekari
þrengingar en lengi má manninn
reyna.
Lægstlaunaða fólkinu er, með
sultardropa í nefi, stillt upp fyrir
framan okkur sem erum lítið betur
settir, og það látið í veðri vaka að af-
koma þess sé alfarið á okkar ábyrgð
og ef við sættum okkur ekki við að
láta hlunnfara okkur, séu við erki-
óvinir fátæklinganna.
Þetta er ekki smekkleg uppsetn-
ing á hinni raunverulegu ástæðu
ástandsins, þar sem við erum blóð-
mjólkuð án þess að neitt sé að gert,
úrræðaleysi er meginorsökin. Það er
gerð skoðunarkönnum og síðan lagt
af stað með svörin úr henni sem
grundvöll að kjarasamningi. Hvað
kemur næst, Gallup-stéttarfélag?
Það er ekki allt í lagi í þessu félagi.
Það er talað um styrk stærðarinn-
ar, hvernig væri að sýna þann styrk
eða er það bara tækifærisslagorð?
Aukinn réttur til þess að vera heima
hjá veiku barni um þrjá daga, hann
er of háu verði greiddur, jafn sjálf-
sagður og hann er. Þegar við höldum
ekki í horfinu við verðbólguna, sem
þó er með lægsta móti, þökk sé okk-
ur, þá er þessi samningur sá léleg-
asti sem sést hefur um áratugaskeið.
Fjárhirðarnir eru svo vissir um
foringjahollustu okkar, að hluta-
bréfavísitalan snarhækkaði um leið
og forystumenn Flóabandalagsins
höfðu hælt honum í hástert.
Þessar samningaviðræður voru al-
veg átakalausar, er það nokkur furða
þegar lagst er á hnén áður en við-
ræður hefjast? Hver hefði trúað því,
að eftir allt sameiningarferli verka-
lýðsfélaganna á Reykjavíkursvæð-
'inu, sé ekki meira eftir en þetta
plagg?
Eg legg til að menn hafni samn-
ingnum, vegna barna sinna og sóma
síns vegna,
GUÐMUNDURRÚNAR
GUÐBJARNARSON,
Björtuhlíð 16, Mosfellsbæ.
í borðskreytingar:
Borðar, tjull, organza og fóðurefni
VIRKA
Mörkin 3, sími 568 7477.
Opið
Mánud.-föstud. kl. 10-18,
laugard. kl. 10-14.
Enskunám í Englandi
Á hagstæðu verði m.a. 12 vikna undirbúningsnámskeið fyrir próf
(Cambridge First certificate).
Húsnæði hjá enskri fjölskyldu og fullt fæði, 26,5 klst. kennsla á viku.
í sumar tilboðsverð á markvissu enskunámi og sumarleyfisnámskeiðum.
Scarborough International School. E-mail: admin@sischool.demon.co.uk
http://www.myvebpage.net/sischool.
Sími +44(0)1723362879. Fax +44(0)1723366458
Marteinn M. Jóhannsson, s. 557 6448 eða 897 3652.
Gleraugnaverslunin Sjónarhóll
www.sjonarholl.is
BGtri heilsa
Kínverjar hafa löngum verið þekktir fyrir langlífi og heilbrigðan lifnaðarhdtt. í gegnum
órþúsundir hafa þeir þróað mjög fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu.
Fjttlbreytt nudd
fíínversK inihfimi
Eurniuave líhamsmeúrerö
Mótun, grenning cellolite-meðferð, lyfting, stínning,
bak- og vöðvaboígumeðferð.
opiú
Vill.il llílllil II:IIII kk = im
I il IIII il I (I il II il 11)1111 K 0 ■ IIII
ii ii n ii ii íi ii íi i■ u n i n ■ n ii
fífnversK nálastunga
I boði eru ýmis afbrigði af kínverskum heilsumeðferðum
sem hjólpo þér gegn ýmsum streitukvillum, s.s. vöðvabólgu,
bokveiki, gigt, ofnæmi, ulmennum stirðleika og fleirc.
ll.G.lll. Leirvafningar
U.C.W. leiivofningnmir hreinso og móto ollonn
likomo þinn ón stiongroi megrunor eóo æfingo
og gerir húðina ofor stinno og silkimjúko. J»JÍ .rSEf
nihlliasayrtistod ,i f
Kfnversh heilsulind
Ármúla 17a • Sími 553 8282
IIOYII
SKÓR FYRIR KARLMENN
20% af eldri gerðum
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLUNNI sími 5689212
PÓSTSENDUM SAMDÆ6URS 5% STAÐ6REIÐSLUAFSLÁTTUR