Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 80
80 LAUGAKDAGUR 1. APRÍL 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Askorun frá Neytendasamtökunum Landssíminn endurskoði gjaldskrá MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Neytendasamtökun- um: „Neytendasamtökin skora á stjóm Landssímans, að endurskoða gjald- skrá fyrirtækisins, sem taka á gildi þ. 1. apríl nk. til þess að lækka verð á al- mennri símþjónustu á móti boðaðri gífurlegri hækkun á mánaðargjaldi, sem hækkar um tæp 100% um þessi mánaðamót en boðuð er meiri hækk- un þ. 1.1.2001. Neytendasamtökin hafa kynnt sér nýja gjaldskrá Landssímans og telja, að stjóm fyrirtækisins fari ekki að til- mælum Póst- og fjarskiptastofnunar, um að lækka önnur talsímagjöld til móts við hækkun fastagjaldsins. Neytendasamtökin telja, að sú gjald- skrárbreyting sem boðuð er þ. 1.4. nk. feli í sér stórauknar tekjur fyrir Landssímann þvert á það sem Póst og fjarskiptastofnun gerir ráð fyrir í ' - greinargerð sinni sem kynnt var þ. 28. mars s.l. Ný gjaldskrá Landssímans verður til að stórhækka símkostnað þorra símnotenda. Neytendasamtökin vekja athygli á, að um almenna hækk- un er að ræða á alla línutengda tals- íma og því hefði verið rétt, að koma á almennri lækkun símgjalda hjá not- endum línutengdra talsíma. Eðlileg- ast hefði verið í því sambandi, að fella niður upphafsgjald símtala, sem nú er kr. 3.20 við upphaf hvers símtals. Þá • hefði einnig verið rétt, að lækka mín- útugjald almennra talsima. Með þeim hætti hefði Landssíminn farið að til- mælum Póst- og fjarskiptastofnunar og þá hefðu lækkanir símgjalda verið almennar á móti almennum hækkun- um. Þess í stað fer Landssíminn þá leið að veita sértækar lækkanir, sem aðallega koma fram í millilandasím- tölum og ákveðnum afsláttarkjörum, sem erfítt er að gera sér grein fyrir hvort hafi mikla þýðingu fyrir al- menning. Neytendasanjtökin benda á, að með þessum gjaldskrárbreytingum er Landssíminn, að nýta gríðarlega hækkun fastagjalda til að lækka sím- gjöld þar sem um samkeppni er að ræða á sama tíma og símgjöld al- mennra talsímanotenda stórhækka. Sllkt er óviðunandi. Neytendasamtökin benda á, að þar sem Landssíminn hefur einokun á talsímamarkaði innanlands og um er að ræða fyrirtæki, sem er alfarið í eigu ríkisins ber stjómvöldum að hlutast til um sérstakt eftirlit með verðlagningu fyrirtækisins þar sem það hefur einokunarstöðu eða alger- lega markaðsráðandi stöðu. Sjái stjóm Landssímans ekki að sér og beiti almennum lækkimum símgjalda á móti boðuðum almennum hækkun- um þeirra, skora Neytendasamtökin á ríkisstjómina að knýja fyrirtæki sitt til að lækka símgjöld á móti þeim hækkunum sem verða á fastagjaldinu. Neytendasamtökin benda á, að símgjöld em orðinn verulegur hluti kostnaðar hvers heimilis og símkostn- aður er nú hlutfallslega stærri liður í heimilisútgjöldum en áður var vegna aukinnar símnotkunar og hækkana símgjalda. Mikilvægt er að stjómvöld tryggi, að þessi þjónusta sé boðin á sem allra hagstæðustu verði. Neytendasamtökin krefjast því að upphafsgjald á símtöl falli niður og mínútugjald verði lækkað í almennum talsímum.“ Margvíslegar upplýsing- ar um framhaldsskóla BJÖRN Bjamason menntamálaráð- herra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd skólahalds í fram- haldsskólum skólaárin 1996/1997, 1997/1998 og 1998/1999. í lögum um framhaldsskóla frá 1996 er kveðið á um að menntamálaráðherra skuli gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum á þriggja ára fresti. I skýrslunni er að finna margvísleg- ar upplýsingar um skólastarf á fram- haldsskólastigi, t.d. um fjölda skóla, nemenda og kennara, skiptingu nem- enda á námsbrautir, brautskráningar, reiknilíkan, skólasamninga og fjár- veitíngar til framhaldsskóla. "í kjölfar lagasetningarinnar hafa verið settar fjölmargar reglugerðir við lögin, m.a. reglugerð um söfnun og dreifingu upplýsinga um skólastarf á framhaldsskólastigi, reglugerð um eftírlit með starfi framhaldsskóla og '* námsefni og um ráðgjöf vegna kennslu og þróunarstarfa, reglugerð um námssamninga og starfsþjálfún og reglugerð um kennslu fatlaðra nem- enda í framhaldsskólum. Stofnuð hef- ur verið ný deild í menntamálaráðu- neytinu, mats- og eftirlitsdeild, og er henni m.a. ætlað að hafa umsjón með upplýsingaöflun um skólahald, sjá um úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla og úttekt á einstökum skólum og tiltekn- um þáttum skólastarfs. Menntamálaráðherra gaf út sér- staka stefnu í notkun upplýsingatækni ^ á sviðinn mennta og menningar árið 1996. í fjárlögum 1999 var sérstakri fjárveitingu í fyrsta skiptí veitt til málaflokksins, sem rann m.a. til menntunar kennara á sviði upplýs- ingatækni, þróunar kennsluhugbún- aðar og tækjakaupa, auk þess sem hluta fjárins var varið til að þróa að- ferðir við notkun upplýsingatækni í ^ skólum. Gerð nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla hófst haustíð 1996 og lauk vorið 1999 en alls komu á þriðja hundrað kennara að þeirri vinnu. I fyrsta skipti í sögunni var unnið sam- hliða að gerð námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla í þeim tilgangi að koma á samfellu milli þess- ara skólastiga. Skólastefna mennta- málaráðherra, Enn betri skóli. Þeirra réttur - okkar skylda, var gefin út í febrúar 1998 og er hún grundvöllurinn að nýjum námskrám fyrir öll skóla- stígin. Ný námskrá fyrir framhaldsskóla tók gildi 1. júní 1999 og á hún að vera komin til fullrar framkvæmdar í öllu starfi framhaldsskóla eigi síðar en fimm árum frá gildistöku. Almennur hluti námskrárinnar tók þó að mestu leyti gildi í öllum framhaldsskólum skólaárið 1999/2000. Þeim hluta nám- skrárinnar sem snýr að starfsnámi er ekki lokið en 14 starfsgreinaráð vinna nú að gerð tillagna að námskrám fyrir einstakar starfsgreinar og greina- flokka. Unnið hefur verið að því að koma á skýrari verkaskiptingu og aukinni samvinnu milli framhaldsskóla og skapa með því grundvöll að betri nýt- ingu fjármuna og auknum gæðum náms. Frá árinu 1998 hafa niðurstöður reiknilíkans í samræmi við 39. gr. laga um framhaldsskóla verið grundvöllur tillagna til fjárlaga og skólasamninga milli hvers framhaldsskóla og mennta- málaráðuneytis. Skólasamningamir kveða á um samskiptí skóla og ráðu- neytis vegna fjárframlaga, námsfram- boðs, markmiða í starfi, upplýsinga- gjafar o.fl.,“ segir í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu menntamálaráðuneytisins: www.mm.stjr.is VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir HULDA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri þökkum til starfsfólks Verslunar Bjöms Ragnarssonar í Dalshrauni 6, Hafnarfirði. Hulda keypti hjá þeim rúm fyrir stuttu og langar hana að þakka starfsfólkinu fyrir einstaka lipurð, þó sérstak- lega Þórarni starfsmanni fyrir frábæra lipurð, hlý- leika og góða þjónustu. Hann var boðinn og búinn að hjálpa henni á alla lund. Verslunin getur verið stolt af því að hafa svona ein- stakan starfsmann. Hulda sendir þeim sínar bestu þakkir. Sýnum kurteisi HINN 23. sl. var hvítur bíll frá Tæknivali, EG-619, að leggja af stað af stæði skammt frá Hallgríms- kirkju. Bílstjórinn, sem var með gleráugu og skegg, spólaði af stað og jós yfir mig slabbinu. Bílstjórinn sá mig en hló bara, veifaði og ók á brott. Ég býst ekki við að ég fái fötin mín hreinsuð en það væri að minnsta kosti hægt að senda mér tvo pakka af þvottaefni. Vil ég benda bíl- stjóranum á að ef hann lendir í þessu aftur þá er það lágmarkskurteisi að stoppa og biðjast afsökun- ar. Virðingarfyllst, Nicklas Gustafson. Tapad/fundið Skfrnarhúfa týndist UM miðjan janúar týndist við Alftamýri eða Kapla- skjólsveg skírnarhúfa. Húf- an er úr silki, kremlituð og öll í bróderuðum blómum í sama lit. Finnandi vinsa- mlegast hringið í síma 564- 5998. Fundarlaun. Vagnsvunta týndist DÖKKGRÆN vagnsvunta af Silver Cross bamavagni týndist, annaðhvort í vest- urbænum eða á Seltjamar- nesi. Upplýsingar í síma 551-8363. Svart Trek-strákahjól SVART Trek-strákahjól með rauðum stöfum var tekið fyrir utan Stórholt 12 fyrir skömmu. Ef einhver hefur orðið var við hjólið er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551-0085 eða 864- 3414. \ /ilMiaK f 1 J \ vJft ■ i Jf U ,'liá W& í■/ V ■■ ■. V h Morgunblaðið/Jón Sig/Blöndósi Stúlka í tré. Víkverji skrifar... AÐ er skammt öfganna á milli í veðurfarinu hér á landi, eins og raunar í sjálfri þjóðarsálinni. Eftir einn harðasta vetur í manna minn- um skiptu veðurguðirnir snarlega um skoðun nú í vikunni með þeim af- leiðingum að hlýrra var á Hall- ormsstað en í rómuðum sólarlanda- borgum svo sem Róm og Miami. Víkverji er hins vegar orðinn svo hvekktur á veðurfarinu og tortrygg- inn gagnvart öllum duttlungum náttúrunnar að hann á alveg eins von á að þessi umskipti séu illur fyr- irboði. Veðurfarið undanfamar vikur og mánuði hefur minnt okkur íslend- inga rækilega á hvar á jarðkringl- unni við búum og að allra veðra sé von, hvar sem er og hvenær sem er. Og við getum alveg eins átt von á því að næsti vetur verði jafnvel ennþá harðari en sá sem nú er að líða og að veturinn í vetur hafi bara verið lítið sýnishorn af því sem bíður okkar þegar ný ísöld læsir helkaldri kló sinni yfir hauður og haf. í athyglisverðu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn sunnu- dag er vitnað til nýútkominnar bók- ar, „The Coming Global Super- storm“, sem fjallar um veðurfar á jörðinni, yfirvofandi ofúrstorma og nýja ísöld sem að dómi höfunda gæti skollið á fyrr en nokkum gmnar. Þar segir: „Slíkir ofurstormar, eða froststormar, kæmu í kjölfar hlývið- risskeiðs af völdum svokallaðra gróðurhúsalofttegunda en ýmsir fræðimenn telja að það skeið sé nú hafið á jörðinni.“ Ennfremur segir síðar í Reykja- víkurbréfinu: „Lýsingar bókarhöf- unda eru einhverskonar hrollvekja og framtíðarsýnin ægileg. En þetta ferli er víst hægt að stöðva, ef heim- urinn fengist til að draga úr brennsl- unni og þar með gróðurhúsaáhrifun- um. En hver getur haft vit fyrir heiminum? Enginn! Enn er verið að brenna skóga, framleiða stærri bíla; reisa fleiri verksmiðjur sem ganga ekki fyrir vistvænni orku ..." XXX EKKI era tök á að fara hér nánar ofan í saumana á umræddu Reykjavíkurbréfi, en þeir lesendur, sem einhverra hluta vegna hafa látið það framhjá sér fara, era hér með hvattir til að kynna sér efnisinnihald þess. Víkverji vill ennfremur hvetja til þess að endursýndir verði sjón- varpsþættir, sem sendir vora út á einhverri sjónvarpsstöðinni nýverið, og fjalla um hættuna, eða réttara sagt líkurnar á því að ný ísöld geti skollið á áður en varir. I þáttunum er bent á að ýmsir vísindamenn séu þeirrar skoðunar að hlýnandi veður- far á jörðinni, ekki síst vegna gróð- urhúsaáhrifa, leiði óhjákvæmilega af sér nýja ísöld og það fyrr en síðar. Ástæðan sé sú að í kjölfar hlýinda bráðni ísinn á norður- og suður- skautinu með þeim afleiðingum að ósalt vatn renni í höfin, sem aftur veldur því að „færibandið" svokall- aða í Atlantshafi stöðvast. Við það myndi heimskautaloftslag færast yf- ir alla Norður- og Mið-Evrópu, Kan- ada og norðurhluta Bandaríkjanna, og þetta getur gerst á örfáum áram. Og það þarf engan speking til að sjá í hendi sér hver yrðu örlög okkar ís- lendinga við þessar aðstæður. Víkverji hefur orðið var við í kunningjahópi sínum að margir virðast hafa misst af þessum þáttum og því er hér með hvatt til þess að þeir verðir endursýndir, og sýning- artíminn rækilega auglýstur, því þetta er mál sem allir verða að taka til sín og fara að hugsa um í fullri al- vöra. Ekki er ráð nema í tíma sé tek- ið og kannski tímabært að fara að huga að því að koma þessu litla sem maður á í verð og færa sig eitthvað suður á bóginn? xxx VÍKVERJI fylgdist með um- ræðuþætti um klám í Reykja- vík á Stöð 2 síðastliðið miðvikudags- kvöld og hefur í sjálfu sér engu við að bæta varðandi þær skiptu skoð- anir sem þar komu fram. Það sem hins vegar vakti athygli Víkverja var það sem á eftir kom á skjánum. Fyrst var það auglýsing fyrir Nissan-bifreiðir, þar sem sýndur var fagurrauður bíll, sem hossaðist upp og niður, eins og að í honum færi fram ástarleikur, en líklega hefur auglýsingin átt að minna fólk á hversu góðir „demparar" era undir bílnum. Víkverja finnst þessi auglýs- ing smekklaus, svo ekki sé meira sagt. Þó keyrði smekkleysan fyrst um þverbak í þættinum sem á eftir kom, það er „nærbuxnaþætti" Fóst- bræðra. Að mati Víkverja er alveg á mörkunum að hægt sé að bjóða fólki upp á svona sjónvarpsefni. Er ekki kominn tími til að gefa þessum pilt- um frí í einhvem tíma?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.