Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 83 FOLKI FRETTUM Ungfrú punktur is FEGURÐARSAMKEPPNI ís- lands var haldin með nokkuð nýju sniði að þessu sinni og var atburðin- um sjónvarpað á Stöð 2 undir heit- inu Ungfrú Island.is, en svo virðist sem tölvuvæðingin sé smámsaman að leiða af sér nýtt tungumál, sem er breytt að því leyti að nú skal kveðið að greinarmerkjum í upplestri. Staðarlýsing á fegurðar- samkeppnum kynni að verða svona í náinni framtíð: Stúlkumar komu komma allar í kjólum semikomma nú er hætt að sýna í sundbolum komma fram á sviðið og voru ungar og sætar eins og vera ber og kepptu allar að því komma mismagamiklar í kjólum sínum komma að vera kosnar Ungfrú ísland punktur is. Það var gaman að horfa á keppnina og dómnefndin stóð sig vel, þótt yf- irdómnefndarmaður á fyrri tíð, Thorolf Smith fréttamaður, sé löngu genginn. Fengnar höfðu verið tvær erlendar glæsipíur úr brans- anum til að dæma í máli kvennanna og góðir borgarar; m.a. maður sem vann lengi að því á vegum Búnaðar- félags íslands að selja lambakjöt til Bandaríkjanna, fenginn þeim til að- stoðar, eftir að fréttamenn höfðu látið erlendu gestina gera hina sjálf- sögðu játningu fyrir montna íslend- inga og sjálfumglaða boltafíkla: How Do You Like Iceland, sem glæsipíumar gátu ekki svarað nema á einn veg, annars hefði þeim verið vísað úr landi. Mikið ber á því þessa mánuðina að fólk komi í opinber galdra- tæki, eins og útvarp og sjónvarp; fólk með há- skólagráður og kann ekki að fall- beygja orðið kýr og boðar okkur til- vist í heimsþorpinu. Allt í einu er allt orðið svo yndislega alþjóðlegt. Atriði, sem Island sigraðist á í geig- vænlegum átökum á nú allt í einu að afhenda einhverju bandalagi til ráð- stöfunar. Það eru einkum jábræður evrópskra sósíalista sem boða svona kenningar. Þeir ættu að muna ferif jábræðra sinna og forvera í Weim- ar-lýðveldinu, sem stóðu uppi ráða- lausir og blaðrandi, þangað til lið- þjálfi úr Austurríki birtist og lagði undir sig ráðalaust land með því helst að lofa vegum, en olli síðar versta slysi síðari alda. Heims- hyggja margra menntaðra Islend- inga á rætur í sama Evrópu-sósíal- ismanum og réði Weimar og ræður nú Evrópubandalaginu. Allt er fellt í steingeldar skorður, uns menn mega ekld lengur snýta sér öðruvísi en hafa bréf upp á það frá einhverju kansellíi. Þesskonar heimsþorp vifja margir landsmenn og má heyra það jafnt í útvarpi og sjónvarpi, þar sem sósíalistar eru alltaf að viðra skoð- anir sínar undir ýmiskonar for- merkjum. Það má jafnvel ekki kjósa formann í einhverri flokksdruslu svo fjölmiðlar standi ekki á öndinni dag eftir dag af því svo vill til að flokkurinn er sósíalistaflokkur. Þetta helst... er enn í fullu fjöri hjá Hildi Helgu Sigurðardóttur, Bimi Brynjúlfi og Steinunni Ólínu. Hildur Helga er ættuð að vestan í föðurætt og það var vel ráðið að fá þá bræður, Sverri Hermannsson og Halldór í þáttinn síðast, Þeir bræð- ur eru báðir mælskumenn miklir þegar tími gefst til að tala eða ástæða er til og vel skoðanafastir, sem þurfti þó ekki mikið á að halda í þætti Helgu. Báðir þeir bræður eins og fleiri úr þeirri mannmörgu fjöl- skyldu frá Ogurbyggð hafa gengið hraðan og þungan veg, þótt þeim hafi ekki orðið áfallasamt. Gaman var að sjá hvað þeir skemmtu sér hjá Hildi, og enginn kom að tómum kofunum þegar spurt var um Vest- firði. Þeir minntu mig sannast sagna á tvo gæðinga sem munaði í heimahaga. Indriði G. Þorsteinsson SJÓNVARP Á LAUGARDEGI Emilíana hitar iipp fyrir Sting ! „JÁ, STING bauð henni að koma fram sem sinn gestur á fernum tónleik- um í Royal Albert Hall,“ segir Ami Benedikts- son, umboðsmaður Emilíönu Torrini. Tón- leikamir em þeir síð- ustu af ellefu sem Sting spilar í Royal Albert Hall í Lundúnum. Fyrstu tónleikamir sem Emilíana spilar á verða á sunnudaginn, þeir næstu á þriðjudag og svo báða dagana eftir það. Emilíana deilir upp- hitun tónleikaraðarinnar með Nitin Sawhney, en nýjasta plata hans var meðal annars kjörin plata síðasta árs af tímaritinu EUe. Ami segir það frá- bært að fá slíkt tækifæri til að spila fyrir nýjan áhorfendahóp og segist þess fuUviss að tónleikamir muni færa Emilíönu aukna viðurkenningu innan breska tónUstargeirans. „Fólk hérna er farið að átta sig á þessum gífurlegu hæfileUcum sem hún hefur.“ I seinni hluta maí kemur út ný smáskífa af plötu Emilíönu, „Love in the time of science“, sem ber nafnið „Easý‘ og viU Ámi meina að þau hafi nú þegar fundið fyrir töluverðum áhuga fyrir þeirri útgáfu. „Hún [Emilíana] hefur fengið mjög góða kynningu inn- an iðnaðarins síðan við byrjuðum á þessu út- gáfupotí þannig að menn vita almennt af henni hérna. Það var bara tímaspursmál hvenær, r einn af þessum stóru köU- um færi að setja nafn sitt við þetta.“ Það er nóg um að vera hjá Emilíönu þessa dagana því að eft- ir að tónleikahaldi vikunnar lýkur er farið beint í myndbandsupptökur fyr- ir nýju smáskífuna og að þeim lokn- um' ér hoppað upp í næstu vél til Los Angeles. Einnig er búið að bóka þón- okkra tónleika í löndum eins og Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi. í náinni framtíð fær EmU- íana að hita upp fyrir fleiri þekkta Ustamenn en einn þeirra er Lou Reed. Það ætti ekki að vera leiðinlegt fyrir stúlkuna því eins og alUr muna söng hún tökulagið „Stephanie Says“ eftir hljómsveit hans, Velvet Under- ‘ ground. Emilíana mun svo sannarlega stinga í stúf á tónleikunum annað kvöld. ^GLERAUGAÐ 568 2662 glerauguaverj.lun XXXreyri frumsýnd í Háskólabíói Prakkaraskapur og áhugi HEIMILDAMYNDIN „Sex í Reykjavík" hefur hrist verulega upp í þjóðinni og vakið athygU á aðgengi klámefnis í höfuðborginni. En hvem- ig skyldi málunum háttað á öðrum stöðum á íslandi? Nektardans er þegar útbreiddur á skemmtistöðum landsbyggðarinnar en hvergi hefur þeim fjölgað jafn ört á jafn stuttum tíma og á Akureyri. Snorri Ásmundsson, 34 ára kvik- myndagerðarmaður, hefur síðasta ár- ið ásamt Kára Schram verið að vinna heimildamyndina „XXXreyri" sem fjallar um klámmyndagerð á Akur- eyri. Hann bendh’ á að þegar þefr byrjuðu hafi nektarstaðimir enn ver- ið óþekkt fyrirbæri í bænum. Myndin verður sýnd á Stöð 2 í fystu viku næsta mánaðar en frumsýnd í Há- skólabíói um helgina. Einhver spyr sig eflaust að því hvort framleiðsla klámmynda á Ákureyri sé það mikil (ef hún er einhver yfir höfuð) að ástæða þyki til að ráðast í heimilda- gerð um hana. „Já, svo sannarlega," svarar Snoi-ri ákveðinn. „Okkar sann- leikur á eftir að koma í ljós í mynd- inni. En auðvitað er farið frekar frjálslega með heimildir." u TSALA 30% 50% 70% Morgunblaðið/Sverrir Snorri Ásmundsson (t.v.) og Kári Schram unnu heimildamyndina „XXXreyri" í sameiningu. Hvað er klám? Snorri segir að prakkaraskapur og áhugi á málefninu hafi ýtt honum af stað. Hann var m.a. fmmorsök sýn- ingarinnar „Losti 2000“ sem hann og Hannes Sigurðsson settu upp á Akur- eyri snemma á þessu ári. „Tilgangur myndarinnar er að koma róti á mann- lífið og vekja upp ýmsar spurningar, eins og; hvað er klám? Hvað er list? Hvemig erum við mötuð og af hverj- um?“ Skilgreiningar orðsins klám í ís- lenskum orðabókum eru tvær: 1. Grófgert illa unnið verk eða 2. Gróft orð, klúryrði (einkum um kynferðismál eða kyn- færi), málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kyn- lífi eða kynfæmm án nauð- synjar í listrænu samhengi, fræðslu eða þess háttar. Áhugi á því síðara hefur verið að aukast gífurlega síð- ustu ár og talar Snoni jafnvel um tískubylgju. „Ég er full- komlega sáttur við það. Sám- kvæmt orðabókarskilgrein- ingunni er klám í mörgu öðra en kynlífsmyndum. Vond mynd í bíó er klám og menn mála málverk sem em hálfgert klám.“ Að hans matí hefur síðari skilgrein- ing orðsins fest óþarfiega mikið við kynlífsmarkaðinn. „Ég held að sú skilgreining hafi verið fundin upp af afar siðprúðum manni sem hefúr ein- ungis þekkt eina atlotsaðferð og allt annað hefur verið klám að hans mati.“ Mikill áhugi Snoni segir að ekki hafi vantað áhugann á viðfangsefninu. „Við tölum við 40 einstaklinga sem ræða klám- myndagerðina á Akureyi-i, við emm ekki að fjalla um nektarstaðina. Við- mælendur era frá ýmsum áttum, til dæmis er rætt við Áma Bergmann, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og Súsönnu Svavarsdóttur. Einnig er komið við í kvikmyndatökuveri þar sem upptaka klámmyndar fer fram.“ Þrátt fyrir að á Akureyri sé minna samfélag en á höfuðborginni vill Snorri meina að þar sé framleiðsla klámmynda mun meiri en marga granar. „Að okkar mati er Akureyri orðin af „Hollywood" klámsins á ís- landi. Það era gerðar þúsundir mynda þar á ári sem fara beint á er- lendan rnarkað," fullyrðir Snorri. AFSLÁTTUR A F GÆÐA UMGJÖRÐUM / ERUM MEÐ HÁGÆÐA SJÓNGLER Á GÓÐU VERÐI / MJÖG STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI / RECEPT GLERAUGU AFHENT SAMDÆGURS* / Sfuftar og síðar kápur með eða án hettu, mörg snið. Ný/or vörur Fallegar úlpur. Hattar og húfur. MIMISBAR Lifandi tónlist um helgina. SÚLNASALUR á laugardagskvöld: Abba-sýning og dansleikur með Saga Klass. Opið föstudags- og laugardagskviild ’acf'AAÉ'x I HOTELS & RESORTS Radisson SAS Hótel Saga, sími 525 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.