Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 84

Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ 84 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 FÓLK í FRÉTTUM Philip Seymour Hoffman sýnir á sér nýja hlið í Flawless MYNDBÖND Kannski ég komi til Is- Nýbakað- i i íii* ★ ★ ★ urpabbi lands 02: skelli mer 1 bio —F (BigDaddy) PHILIP Seymour Hoffman lítur ekki út fyrir að vera vinsæll leikari í Holly- wood. Hann kemur manni fyrir sjónir eins og vænn bóndason- ,lir kominn í sparifötin og gæti allt eins verið úr Húnavatnssýslunni og frá Vesturheimi. Hann er örlítið þreytulegur en ber það þó með sér að hafa ríkulega kímnigáfu. Blaðamaður byrjar á því að segja þessum sérstaka leikara frá vin- sældum myndar Todd Solondz, „Happiness", á Kvikmyndahátið í Reykjavík síðastliðið haust, þegar hún var tekin til framhaldssýninga í Regnboganum vegna mikilla vin- sælda. Hann lítur á blaðamann í forundran, en kinkar kolli hugsandi og eins og framvindan sýnir sitja þessar upplýsingar fast í karli. En núna hefur Philip Seymour Hoffman skilið við Allen og fer nú með hlutverk kynskiptingsins Ru- sty sem kallar ekki allt ömmu sína og tekur sinn helsta óvin úr húsinu sínu í söngtíma þegar skyldan kall- ar. Hvernig undirbjóstu þig fyrir hlutverk dragdrottningarinnar Rusty? „Þar sem Rusty vinnur sem dragdrottning ákvað ég að heim- sækja skemmtistaði þar sem dragdrottningar skemmta og kynna mér þann heim og svo las ég mér til og horfði á myndbönd um kynskipt- ' Inga því ég fann það strax að Rusty er ekki hommi sem klæðir sig í kjóla, heldur er hann kona í karl- mannslíkama." Var erfítt að setja sig í þessi spor? „Já, vissulega var það erfitt og ég þurfti að æfa mig heilmikið til að ná tökum á hlutverkinu...“ Það er þó ekki tilfínningin sem rnaður fær þegar maður horfír á þig í hlutverki Rusty. Það er næstum því eins og þú hafír ekki gert annað en klæða þig í kjóla og labba um á háum hælum. „Já, þá sérðu hvernig æfingin skapar meistarann," segir Philip og hlær. * Fær aldrei stelpuna að lokum Nú hefur þú leikið í fjölmörgum myndum, en þó virðist túlkun þín á sérstökum persónum vekja mesta athygli. Þá er ég að tala um hlut- verk hommans í „Boogie Nights“, hins sveitta kynlífssvelta einfara í „Happiness" og núna kynskiptings- ins Rusty. Ertu ekkert hræddur um að Hollywood setji á þig merkimiða og þú festist í ákveðnum hlutverk- um? „Nei, í raun og veru ekki, þrátt fyrir að oft gerist það að leikarar festist í því að leika ákveðnar týpur á hvíta tjaldinu. Ég hef náttúrulega leikið svo mörg önnur hlutverk eins og í „The Big Lebowski11, „Twister", Scent of a Woman“, „The Talented Mr. Ripley" og „Magnolia" og nýj- asta hlutverk mitt er í nýjustu mynd David Mamet, „State and Main“, þar sem ég fer með róman- tískt hlutverk, hvort sem þú trúir því eða ekki,“ segir Philip kíminn á svip. „En ég hef, guði sé lof, ekki fengið á mig perrastimpil í Holly- wood, ekki ennþá að minnsta kosti,“ bætir hann við og skellir upp úr. „En hingað til hefur enginn beðið mig um að leika sæta strákinn sem fær stelpuna að lokum. Skrýtið!“ j En nú eru margir leikarar sem hugsa svo stíft um ímynd sína að þeir koma ekki nálægt hlutverkum sem gætu gert þá ímynd tvíræða. Mér er t.d. stórlega til efs að Leon- ardo DiCaprio hefði tekið að sér hlutverk Aliens í „Happiness"? „Heldurðu það?“ segir Philip og er greinilega skemmt við tilhugsun- "|Jha. „En hlutverk Allens er frábær- ✓ I litlum hlutverkum hefur þessi rauðbirkni leikari iðulega stolið senunni og nú fer hann með aðalhlutverkið í „Flawless“ á móti Robert De Niro sem frumsýnd var í gær í Háskólabíói. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti leikarann knáa sem fatast ekki flugið á háum hælum. hann hróðugur. „Þess vegna var „Happiness" svona vinsæl, ekki satt? ... Nei, best að haga sér al- mennilega. Jú, það var frábært að vinna með Schumacher og De Niro. Mikill heiður. Mikill heiður!“ Samt segja margir að þú skyggir heldur betur á gamla goðið De Niro í myndinni. „Ekki segja þetta upphátt! Usss...!“ Það er ekki ofsögum sagt að við- mælandinn sé kominn í einhvern sérkennilegan gír í þessu viðtali og ekki á það eftir að batna. Hvert er draumahlutverkið þitt? „Ég á mér þann draum að leika þig!“ segh- Philip grafalvarlegur, horfir djúpt í augu blaðamanns og skellir síðan upp úr. „Leika persónu sem kemur frá köldu landi þar sem mikið er drukkið og stórfjölskyldan safnast saman í bíó til að horfa á „Happiness". Það er draumurinn," segir hann og springur úr hlátri en bætir við þegar hláturskastið er í rénun: „Draumahlutverkið mitt er bara næsta góða hlutverk sem býðst. Engar fyrirfram væntingar heldur að gera eitthvað gott við það sem maður hefur. Vel skrifaðar persónur, alvöru fólk, skapandi og gáfað fólk sem er í góðri sögu. Það er draumurinn." Þrátt fyrir að svar- ið hljómi afar spekingslega er greinilega kominn púki í viðmæl- andann. Björk er best Hoffman: „Af því að Rusty vinnur sem dragdrottning ákvað ég að heim- sækja skemmtistaði þar sem dragdrottningar skemmta." Myndin er úr Flawless. Hoffman: „Hingað til hefur enginn beðið mig um að leika sæta strákinn sem fær stelpuna að lokum. Skrýtið!" lega vel skrifað og það var krefjandi og skemmtilegt að takast á við það á sínum tíma. Ég held að ef maður tekur hvert hlut- verk af mikilli al- vöru, og reynir að gera persónuna eins trúverðuga og manni er frekast unnt, þá hljóti fólk að gefa því gaum frekar en að setja samasem-merki milli persónunnar og leikarans.“ Bara ágætis náungi Þú hefur hlotið einróma iof fyrir- túlkun þína á klæðskiptingnum Rusty og á tímabiii var talað um Óskarstilnefningu. Þótt það hafí ekki gengið eftir er al- veg ljóst að dyr frægðarinnar eru að opnast... „Vá, ég er að kíkja inn í dýrðina," grípur Philip fram í og skellihlær en bætir við alvarlegri í bragði: „En frægð er fyrirbæri sem enginn veit hversu lengi stendur yfir. Þú getur verið frægur í dag og gleymdur á morgun. Það er oft mikil þrauta- ganga fyrir leikara að vekja á sér athygli og fá góð hlutverk. Ég hef verið heppinn, þótt ég telji mig einnig hafa unnið fyrir því. En aðalmarkmið mitt er að fá góð hlut- verk og geta stundað mína vinnu.“ Hvernig náigastu þær persónur sem þú leikur? „Ég kynni mér bakgrunn þeirra, eins og ég gerði með Rusty, og síð- an reyni ég alltaf að draga fram þau atriði sem mér finnast áhugaverð- ust í persónunni. Eins og þegar ég lék Allen í „Happiness" var mér mikið í mun að sýna hann ekki sem algjörlega einhliða persónu, þótt ég hafi reyndar verið dauðfeginn þeg- ar ég gat kvatt hann þegar tökum var lokið. Sama má segja um Rusty. Það var virkilega krefjandi og skemmtilegt að kynnast Rusty og reyndi heilmikið á mig. Mér var mikið í mun að fara ekki þá leið að gera hann að einni stórri klisju, heldur vildi ég umfram allt sýna að þarna væri maður sem fyndist hann hafa fæðst í röngum líkama. Samskipti hans við „ofurkarl- mennið" Walt (Robert De Niro) reyna á þolrifin, en á sama tíma vill Rusty að Walt sjái sitt innsta eðli, sjái konuna í líkama karlmannsins. En að því slepptu er Rusty líka bara ágætis náungi. Manni fer að þykja vænt um hann þegar maður kynnist honum.“ Um drykkju og bíóferðir Hvernig var að vinna með Schumacher og De Niro? Nú er Philip nóg boðið af þessu spurningaílóði. Hann hallar sér í átt að blaðamanni og spyr alvör- uþrunginn: „Drekkur fólk mikið í þínu heimalandi?" Það er ekki laust við að það komi á blaðamann við spurninguna og skellihláturinn sem fylgir í kjölfa- rið. „Þið gerið það, ekki satt?“ segir Og engu máli skiptir hvort þetta gáfufólk er íkjól eða buxum? „Segðu, en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þa er hrikalegt að vera í kjól. Púff! Ég var dauðfeginn að komasþaftur í buxur! Það er sko al- veg á hreinu að ég geymi ekki fatn- aðinn úr þessari mynd!“ Þá vitum við það. Þótt Philip Seymour Hoffman fari létt með krefjandi hlutverk Rusty í „Flawless" er það ekki af því að hann hefur áralanga reynslu í því að setja sig í háhæluð spor kvenna. Hann er bara svona góður leikari. Allt í einu beygir Philip sig fram og hvíslar að blaðamanni: „Veistu, ég er alveg dauðþreyttur. Ég er búinn að tala um sjálfan mig í fleiri klukkustundir. Geturðu ímyndað þér?! Vissulega heillandi viðfangs- efni, en það eru nú takmörk fyrir öllu,“ segir hann og skellihlær. „Tölum frekar um eitthvað allt ann- að. Segðu mér frá Islandi. Ég væri til í að koma þangað. En það er bara spurningin með alla þessa drykkju," segir hann sposkur á svip. „Ætli ég þyldi það? En ég væri til í að hitta Björk! Hún er al- veg frábær og rosalega hæfileikar- ík! Nú veit ég, á ég að segja þér hverja ég held mest upp á?“ Já, af hverju ekki? „Mér finnst hljómsveitin Stone Temple Pilots alveg frábær, Dave Matthew Band, Ricky Lee Jones, Rufus Wainwright og svo auðvitað Björk. Allt saman klassafólk. Og ef við skoðum leikarana þá held ég mikið upp á Sean Penn sem ég tel vera einn af bestu leikurunum í dag. Af leikstjórum er náttúrulega Paul Thomas Anderson frábær, Cohen- bræðurnir, Todd Solondz og...“ Nú er leikarinn stöðvaður af ábúðar- fullum manni sem gengur inn í her- bergið. „Tíminn er búinn,“ segir hann við blaðamann og á bak við hann sést í annan blaðamann, vopn- aðan upptökutæki og skriffærum, svo Philip er ekki ennþá laus úr prísundinni. Blaðamaður þakkar Philip Seymour Hoffman fyrir spjallið og stendur upp. Þegar blaðamaður er að ganga út kallar Philip á eftir honum: „Kannski ég komi einhvern tíma til Islands og skelli mér í bíó!“ GAMANMYNI) ★★ Leikstjóri: Dennis Dugan. Handrit: Steve Franks, Tim Herlihy og Adam Sandler. Aðalhlutverk: Adam Sandler, Cole og Dylan Sprouse, Joey Lauren Adams. (93 mín.) Bandaríkin. Skífan, mars 2000. Öllum leyfð. ADAM Sandler hefur verið að skríða upp stjömuhimininn síðustu ár þrátt fyrir fremur takmarkaða hæfileika sína. Nýj- asta mynd hans, Stóri pabbi, naut mikilla vinsælda vestan hafs. Þar kynnumst við iðju- leysingjanum Son- ny Koufax, sem lok- ið hefui' lögfræðiprófi en neitar að axla ábyrgðina sem fylgir því að vera ful- lorðinn. Hann hangir því heima allan daginn og horfir á fótbolta, allt þar til kærastan’ hótar skilnaði. Sonny bregður þá á það ráð að ættleiða 6 ára dreng til að sanna fyrir kærustunni að hann sé tilbúinn í skuldbindingar. Þessi samantekt er mjög lýsandi fyr- ir hversu fáránleg atburðarás hennar er. Þetta er léleg og illa skiifuð saga, sem beitir augljósustu formúlubrögð- um við að vinna hjörtu áhorfenda og kreista fram bros og tár. Húmorinn er í grunnatriðum frekar lágkúmleg- ur en nær sér þó vel á strik inn á milli. Aukapersónan sem Steve Buscemi leikur er t.d. mjög skemmtileg sem og ýmis smáleg gamanatriði sem bjarga myndinni íyrir hom. Heiða Jóhannsdóttir ---------------- Miskunnar- laus mynd MISKUNN (Mercy) S 1* EIV IV G M Y IVI) ★% Leikstjórn og handrit: Damian Harris. Aðalhlutverk: Ellen Barkin, Wendy Crewson, Julian Sands. (113 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabió. Bönnuð innan 16 ára. ÞEGAR verið er að stæla aðrar myndir em herfileg mistök að byrja nákvæmlega eins. Það kemur áhorf- andanum í þvílíkt óstuð og gerir hon- um erfitt fyrir að setja sig í stellingar fyrir framhaldið jafnvel þótt það sé alveg viðunandi eins og í þessu til- viki. Miskúnn, sem fjallar um fjölda- morðingja er myrð- h- fórnarlömb sín í miðjum ástai-atlot- um við þau, byijar þannig á keimlíkan máta og önnur mun frambærilegri mynd um sama efni, nefnilega Basic Instinct. Munurinn er hins vegar sá að í stað Michael Douglas er mætt Ellen Barkin, sem hleypir svona les- bískri fléttu í spilið. Atti eflaust að vera voðalega sniðugt og djúpt. Myndin er þó ekkert alvond þótt klisjumar setji mann svona út af lag- inu. Stígandinn er ágætur og myrk stemmningin nokkuð sannfærandi. Síðan nær hún að skapa talsverðan óhugnað undir lokin í fremur óvæntri fléttu. Verst að hinn frámunalega slaki Julian Sands þurfti endilega að fá að vera með. Hvenær hættir mað- urinn eiginlega að fá hlutverk? Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.